Morgunblaðið - 12.07.1995, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1995
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
• •
Oskubuska á
brautarstöð
KVIKMYNPIR
Bíóborgin, Sagabíó
og Borgarbíó Akur-
ey ri
Á MEÐAN ÞÚ SVAFST
(WHILE YOU WERE
SLEEPING) ★ ★
Leikstjóri Roger Bimbaum. Aðal-
leikendur Sandra Bullock, Bill Pull-
man, Peter Gallagher, Peter Boyle,
Glynis Johns, Jack Warden. Banda-
rísk. Hollywood Pictures 1995.
LUCY er óframfærin ung kona
sem vinnur fyrir sér í miðasölu al-
menningsvagna Chicagoborgar.
Hún er ósköp einmanna, foreldram-
ir látnir og engu líkara en að hún
eigi ekkert skyldmenni ofanmoldu.
Eitthvað gengur henni stirðlega að
kynnast karlmönnum, í myndar-
byijun lætur hún sér nægja dag-
drauma um dísætann viðskiptavin
(Peter Gallagher) sem daglega
kaupir sér far hjá henni. Nú taka
örlögin í taumana og leiðir þau sam-
an þessa nútíma-Öskubusku og
prinsinn. Ráðist er á hann utan við
búrið hennar Lucy sem vitaskuld
kemur askvaðandi og bjargar lífi
hans. Afleiðingamar margvíslegar,
m.a. þær að prinsinn leggst í
dauðadá á meðan fjölskylda hans
tekur Lucy sem tilvonandi tengda-
dóttur. En prinsinn á reyndar bróð-
ur...
Þetta er allt saman ósköp sætt
og fallegt og ánægjuefni að kokkál-
aðasti leikari Hollywood, Bill Pull-
man, er nú hættur að láta stinga
undan sér. Mál var að linnti. Pull-
man er nefnilega geðugasti náungi
og hreint ekki sem verstur gaman-
leikari. Hinsvegar er ég í meiri vafa
um Söndru Bullock. Reyndar býður
þetta handrit ekki uppá mikið en
maður hefur samt á tilfinningunni
að ferill hennar verði ekkert sérlega
merkilegur. Annars er Á meðan þú
svafst af þeirri.gerð mynda þar sem
draumaverksmiðjan gefur fjárann í
hinn minnsta skynsemisvott en sigl-
ir í rósrauðyum bjarma ævintýrsins
og rómantíkarinnar. Fyrir það
fyrsta er vart hægt að ímynda sér
ólíklegri, vondaufa og afsetna pip-
aijúnku en fegurðardísina Bullock,
sem er öll þannig utanumsig að hún
gæti ært líftóruna úr hveijum
meðaljóni með því einu að gefa
honum smá augnagotu. Skynsemis-
mörkin eru á þessu róli og vitsmun-
um áhorfenda oft misboðið, svo
ekki sé meira sagt.
Rómatískar gamanmyndir eiga
heldur ekki að vera gáfulegar, til
að bæta það upp eiga þær að vera
fyndnar og svona temmilega hjart-
næmar. Það er einsog hér vanti oft
herslumuninn. A meðan þú svafst
er Ijúf mynd en það bagar hana
hálfgert dáðleysi. Handritið hefði
mátt vera ögn frískara og leikhóp-
urinn heillar mann ekki, þó aðlað-
andi sé.
Sæbjörn Valdimarsson
Frönsk kvikmynda
hátíð í Háskólabíó
KVIKMYNPIR
Háskólabíð
BRJÁLSEMI HINNA
STÓRU (LA FOLIE DES
GRANDEURS)
Leikstjóri Gerard Oury. Aðalleikend-
ur Yves Montand, Louis De Funés,
Alice Sapritch, Paul Préboist.
Frönsk. Gaumont 1971.
Fransmenn eru blessunarlega
iðnir við að bjóða okkur til kvik-
myndaveislna, í þetta skipti er til-
efnið aldarafmæli kvikmyndagerð-
arinnar. Svo er að sjá sem kvik-
myndavalið sé óvenju óhefðbundið,
að vísu eru hér tvær myndir eftir
Luc Besson, annars viðist um að
ræða þverskurð af franskri kvik-
myndagerð. Allavega verður Brjál-
semi hinna stóru seint dregin í
dilk með franskri klassík. En að
öllum líkindum hefur hún mark-
að spor sín sem mikil aðsóknar-
mynd því hún státar af fyrir- i
brigðinu Louis De Funés, sem I j
átti nokkur, góð ár í
kringum 1970. Fett-;
ur, brettur og búk-
hljóð ýmiskonar
voru vörumerki
þessa gamanleik-
ara sem naut jafn-
vel nokkurra
vinsælda
lendis á
þessum
tíma. Þó svo að myndin hafi fáa
þá kosti til að bera sem til þarf svo
maður minnist hennar í tvo ára-
tugi, rámar mig í að hún hafi verið
sýnd hér á sínum tíma. Annars
voru þessar Louis De Funés myndir
harla svipaðar.
Að þessu sinni fer karlinn með
hlutverk ráðherra Spánarkonungs
sem fellur í ónáð hjá sjóla sínum
og reynir þá að koma þeim saman
Blaze þjóni sínum (Yves Montand)
og drottningu (Alice Sapritch).
Það skyldi þó aldrei vera að De
Funés hafí verið Jim Carrey síns
tíma? Allavega beita þeir báðir svip-
aðri tækni í leikstílnum. Annars er
það öllu merkilegri leikari sem kem-
ur hér einnig við sögu, sjálfur Yves
Montand, einn ástfólgnasti leikari
Frakka og sá sem hefur notið hvað
mestrar, alþjóðlegrar frægðar
þeirra allra. Seint verður sagt að
Bijálsemi hinna stóru verði til
þess að halda nafni hans
á lofti en engu að
síður
þessi valin-
kunni leikari,
FERNANDO og Luciano
Pavarotti í Llongollen
fyrir 40 árum.
Pavarotti
snýr aftur
ÍBÚAR í velska bænum Llangol-
len fögnuðu tenórsöngvaranum
Luciano Pavarotti innilega um
helgina er hann sté á svið í til-
efni þess að fjörutíu ár eru liðin
frá því að hann markaði upphaf
söngferils síns i kórakeppni í
bænum. Pavarotti söng þá dúett
ásamt föður sínum, Fernando,
með kór frá heimabæ þeirra,
Modena. Frammistaða sonarins,
sem þá var 19 ára, þótti tíðind-
um sæta og urðu móttökur
áhorfenda í Llangollen til þess
að hann ákvað að leggja áform
sín um að gerast kennari á hill-
una, og snúa sér fyrir alvöru
að söngnum.
Á meðal þeirra sem hlýddu á
Pavarotti var Alice Griffiths, 83
ára, sem hýsti Pavarotti-feðga í
Llongollen fyrir fjörutíu árum.
Hún hefur fylgst vel með ferli
stórsöngvarans sem tók lagið í
betri stofunni. „Ég gerði mér
grein fyrir því að hann væri
góður. Ég hélt ekki að hann
yrði frægur en það var ljóst að
hann var fæddur söngvari,“
sagði Griffiths i samtali við The
Times.
Pavarotti sagði við komuna
til Llangollens að dagurinn sem
hann söng með Modena-kómum
fyrir fjörutíu árum væri minnis-
stæðasti dagur lífs síns og að
hann hafi lengi ætlað að snúa
aftur til bæjarins. Klökknaði
söngvarinn er hann rifjaði þetta
upp.
Pavarotti söng í tvígang með
Modena-kórnum í Llongollen. Á
föstudag söng faðir hans með
honum en hann syngur enn ein-
söng í kirkjunni í Modena, þrátt
fyrir að hann sé orðinn 84 ára.
Á sunnudagskvöld hlýddu um
9.000 manns á Pavarotti og
var hann klappaður
fjórum sinnum upp
Iok tónleikanna.
PAVA-
ROTTI
sagði að
söngferill
sinn
hefði að
sönnu
hafist í
Llongol-
len.
Gamall reyfari
endurgerður
KVIKMYNPIR
Regnboginn
FEIGÐARKOSSINN „KISS
OF DEATH“ ★ ★ ★
Leikstjóri: Barbet Schroeder. Handrit: Rich-
ard Price, byggt á samnefndri mynd frá
1947. Aðalhlutverk: David Caruso, Nicolas
Cage, Samuel L. Jackson. 20th Century Fox.
1995.
í GAMLA daga innihéldu glæpa-
myndimar sterkan siðaboðskap í litl-
um dæmisögum úr undirheimaver-
öldinni og tóku einarða afstöðu gegn
glæpum með því að sýna geðsýkina
á bak við þá. Feigðarkossinn eftir
Henry Hathaway frá 1947 var ein
slík, kannski þekktust í minningunni
fyrir túlkun Richard Widmarks á
óþokkanum en skellihlátur var hans
vörumerki og sýndi inn í morðsýki
hans; Jack Nicholson hefur sjálfsagt
minnst hans þegar hann lék Jókerinn
í Batman.
Barbet Schroeder hefur nú end-
urgert Feigðarkossinn (nafnið er enn
ráðgáta og virðist lítið hafa með
myndina að gera) og í henni leikur
Nicolas Cage óþokkann en í stað hlát-
ursins er kominn astmi. Hvað það á
að tákna má hver og einn ráða í en
astminn er eini veiki bletturinn á
glæpaforingja sem kyndir undir bijál-
æðið í undirheimalífí myndarinnar
og heldur áhorfandanum stöðugt á
nálum með rembihnút í maganum.
Eins og í öllum góðum glæpamyndum
er það óttinn við það sem gæti gerst
sem heldur áhorfandanum við efnið
og Feigðarkossinn endurgerður er
frábært dæmi um hvemig hægt er
að búa til spennu og óhugnað með
því einu að spila á yfírvofandi hætt-
ur. Töframenn á þessu sviði eru m.a.
Abel Ferrera og Q. Tarantino.
Leikstjórinn Barbet Schroeder,
sem sýnt hefur að hann er þróttmik-
ill og frumlegur spennumyndamaður,
gerir það m.a. með því að leggja
áhérsluna á persónusköpun sem með
hjálp góðra leikara er glimrandi fín
og verður til þess að áhorfandinn lif-
ir sig fullkomlega inn í myndina.
Ágætt handritið eftir Richard Price,
sem skrifað hefur óvenjulégar jaðar-
myndir og byggir hér á verki Ben
Hects og Charles Lederer, dregur upp
sögu af fyrrverandi smákrimma sem
dreginn er aftur inn í undirheimaver-
öldina þar sem hann fínnur sig fljót-
lega á milli steins og sleggju og telur
einu leiðina út að vinna með lögregl-
unni. David Caruso úr sjónvarpsþátt-
unum „NYPD“ er mjög góður í hiut-
verki smákrimmans á sínum lág-
stemmdu ög hófstilltu nótum. Cage
tekur hlutverk sitt heljartökum og
lýsir óþokkanum sem samblandi af
geðsýkislegum morðingja og litlum
ráðvilltum krakka. Samuel L. Jack-
son bregst ekki frekar en fyrri dag-
inn í hlutverki lögreglumanns og
Stanley Tucci er glerfínn tækifæris-
sinni í hlutverki saksóknara.
Allt eru þetta góðar týpur sem
falla vel inn í það myrka undirheima-
umhverfi sem Schroeder skapar
þeim. Samanburður við Martin Scor-
sese er ekki alveg út í hött þar sem
lögmál götunnar, klíkusiðir og hrátt
ofbeldi er í forgrunni en rauði þráður-
inn er leit aðalpersónunnar að endur-
lausn og hreinsun. Og gamli boðskap-
urinn er enn í fullu gildi: Glæpir borga
sig ekki.
Arnaldur Indriðason
PERLULEIKARAR ásamt íslensku sendiherrahjónunum í Þýska-
landi og Sigríði Eyþórsdóttur leikstjóra að lokinni sýningu .
Velheppnuð
Þýskalandsfer ð
LEIKHÓPURINN Perlan fór í tíu
daga leikferð til Þýskalands í júní
síðastliðnum. Fyrst kom hann fram
í Bielefeld á íslensku menningarhá-
tíðinni í þýska sambandslandinu
Nordrhein Westfalen en eftir það
tók við leiksmlðjuvinna með kolleg-
um í Bethel.
Leikhópurinn sýndi leikritin Síð-
asta blómið og Mídas konungur.
Sigríður Eyþórsdóttir er leikstjóri
hópsins. „Við sýndum 17. og 18.
júní á menningarhátíðinni. Fyrri
daginn sýndum við inni í gömlu leik-
húsi en seinni daginn var útisýning
og það var eins og brugðið hefði
verið stórum sóp á skýin sem héngu
á himninum um morguninn. Það
kom þetta skínandi veður og fólk
dreif að. Þetta tókst feykilega vel
og við vorum mjög ánægð með þetta
allt saman.“
Góður vinskapur myndaðist
Bethel er hverfí í Bielefeld þar
sem er að fínna margvíslega heil-
brigðis- og iélagsþjónustu og m.a.
eru um 7000 hugfatlaðir einstakl-
ingar sem fá þar heimili og þjónustu.
„Við dvöldum í Bethel í góðu yfír-
læti og tókum þátt í leiksmiðju þar
sem ég ásamt fjórum öðrum leið-
beinendum vann með Perlunni og
þýskum hugfötluðum ,alls 44 þátt-
takendum, að uppsetningu á Carni-
vali dýranna sem við sýndum svo
fyrir troðfullu húsi inni í Bielefeld.
Það mynduðust góð tengsl milli
allra og það var gaman að sjá hvem-
ig ísinn bráðnaði smám saman milli
þeirra og vinskapur myndaðist. Svo
grétu allir í kross þegar við kvöddum
áður en við fómm heim.“
Fjölmiðlar hrifnir
Fjölmiðlar veittu hópnum þó nokkra
athygli og hrósuðu sýningunni að
sögn Sigríðar. Westfalen Blatt sagði
sýninguna hafa verið einlæga, vand-
aða og sannfærandi og Neue West-
falische Mittwoch talaði um að með
svipmiklu látbragði og dansi hefði
þeim tekist að brjóta niður múra
hins talaða orðs og skapa flókna
leikgerð með sterkum listrænum
heildarsvip.