Morgunblaðið - 30.07.1995, Side 8
8 SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sigurbur Geirdal, bajarstjóri í Kópavogi, býst vib ab Hafnfírbingar verbi orbnir fíeirl en
Kópavogsbúar í árslok:
NÆSTA, gjöri svo vel!
VEIÐIMAÐUR þenur sig með fluguna f Kvörninni í Haffjarðará.
Sjóbleikja sums
staðar aðalfiskurinn
GÓÐAR veiðifréttir berast víða að
og sums staðar er það ekki bara
laxinn sem skilar sér, heldur sjó-
bleikjan, s.s. í Hörðudalsá og Miðá
í Dölum, en í báðum hafa verið
miklar bleikjugöngur að undan-
förnu, auk þess sem fyrstu laxa-
göngurnar hafa skilað sér.
Fyrsta skotiðí Miðá
' Ifyrir'stuttu kom fyrsta skotið í
Miðá í Dölum, en þá veiddust á
tveimur dögum 15 iaxar og næsti
hópur veiddi nokkra að auki. Báðir
hópar voru að auki í hörkugóðri
sjóbleikjuveiði og að sögn er margt
af bleikjunni yfir 2 pund og allt að
4 pund. Sjóbleikjan veiðist bæði á
flugu og maðk, en ýmsir hafa náð
leikni í að veiða hana á flugu með
nettum tækjum og gefur þá glíman
því lítt eða ekkert eftir að kljást
við lax.
Líka í Hörðudalsá
Það hefur verið rífandi bleikju-
veiði í Hörðudalsá í Dölum. „Síð-
asti hópur fór með 110 fiska, þar
á undan veiddi hópur 70 fiska og
þar á undan 52 bleikjur. Þetta eru
orðnar alls um 300 sjóbleikjur og
10 til 15 laxar. Þetta er hörku-
veiði, því jietta er tekið á aðeins
tvær stangir á tveimur dögum,“
sagði Jójhann Sigurðarson leikari,
sem er einn-leigutaka árinnar í
samtali við Morgunblaðið í viku-
lokin. Sagði Jóhann mikið af
bleikjunni vera 2 pund og allt upp
í 4 pund. Megnið hefur veiðst á
flugu, en bleikjan tekur einnig
maðk.
Hörkuveiði í Blöndu
Undir lok vikunnar voru komnir
375 laxar á land af neðra svæði
Blöndu og 65-70 af efra svæðinu.
Um teljarann LEnnisflúðum höfðu
farið yfir 1.000 laxar og talsverðar
smálaxagöngur höfðu farið um
svæðið síðustu daganna. „Það má
segja að það hafi verið linnulaus
taka að undanförnu, oftast að veið-
ast 10 til 15 laxar á dag og menn
missa auk þess mikið. Góð bleikju-
veiði hefur auk þess verið í ánni,
einkum á efra svæðinu," sagði Jón
M. Jónsson hjá Stangaveiðifélaginu
Flugunni á Akureyri, sem er leigu-
taki árinnar. Stærsti laxinn til
þessa í sumar var 20 pund, en
uppistaðan að undanfömu hefur
verið feitur og fallegur smálax.
Öflusá og Hvítá líflegar
Talsvert virðist vera af laxi víða
á vatnasvæði Hvítáf og Ölfusár,
t.d. fyrir landi Snæfoksst^ða. Að
undanförnu hefur vþiðin þar tekið
vel við sér og mikill lax verið á
lofti á svæðinu. Lítið Veiddist þarna
framan af, en síðustu daga hefur
ræst úr og þar munu komnir um
40 laxar á land, þar af einn 20
punda sem Sævar Garðarsson
veiddi á spón.
Sogið lifnar verulega
Ágætisveiði hefur verið í Soginu
að undanförnu, sértsaklega í Al-
viðru og Ásgarði, en undir lok vik-
unnar höfðu veiðst 50 laxar á fyrr-
nefnda staðnum, en 40 í Ásgarði.
Mun minna hefur verið í Bíldsfelli,
en þess meira af rokvænni bleikju
og hafa sumir fengið mokafla.
Syðri Brú hefur valdið vonbrigðum
til þessa. Þrastarlundarsvæðið hef-
ur einnig gefið góð „skot“.
Einn líksnyrtir starfar hérlendis
Mjög andlega
krefjandi starf
Erla Pálmadóttir
ERLA Pálmadóttir er
eini starfandi lík-
snyrtirinn hérlend-
is en á annað þúsund lík
fara um hendur hennar á
ári. Þetta er í raun braut-
ryðjendastarf því ekki var
unnið markvisst að líksn-
yrtingu fyrr en_ hún kom
til starfa 1991. Áður höfðu
starfsmenn kirkjugarð-
anna reynt eftir bestu getu
að greiða og laga hina
látnu. Erla segist hafa
komið til starfa með áhug-
ann einan að vopni en hélt
sama haust til Hollands og
Danmerkur og lærði lík-
snyrtingu hjá stórri útfar-
arstofnun í Amsterdam.
Erla segir að Island sé
miklu fremra öðrum lönd-
um Evrópu í snyrtingu
hinna látnu og sé nær Bandaríkj-
unum í þessum efnum, þar sem
lögð er áhersla á látleysi og feg-
urð, þvert á það sem margir
halda.
Hún telur dauðann vera eitt
þeirra mála hérlendis sem aldrei
megi ræða til fulls, þó er hann
það eina sem örugglega liggur
fyrir okkur öllum. Dauðinn hafi
ijarlægst okkur og því standa
margir frammi fyrir miklum ótta
við hann og hinn látna. í líkhús-
inu, sem er hennar vinnustaður,
sé hins vegar friðsæld og mikla
vernd að fmna.
- Hvaða kostum þarf góður
líksnyrtir að vera búinn?
„Mannleg samskipti eru grund-
völlur starfsins því líksnyrtir þarf
að kunna að umgangast syrgjend-
ur. Fólk lærir ekki á skólabekk
að geta haldið utan um fólk og
stutt það í gegnum sorg sína. Eg
vil ekki kasta neinni rýrð á karl-
menn en ég held að þessir þættir
séu konum eðlislægari en körlum
og að auðveidara sé fyrir okkur
að taka utan um syrgjendur og
sýna af okkur blíðu. Góður lík-
snyrtir þarf fyrst og fremst að
geta unnið markvisst, tekið á
móti fólki og gefið af sér. Hann
þarf að búa yfir mikilli hlýju, jafn-
framt því að gæta sjálfs sín ákaf-
lega vel því að þetta starf tekur
mikið frá manni og því er aidrei
hægt að venjast. Nærgætnin
verður að vera afar ríkuleg, því
að eitt rangt orð á röngum stað
getur valdið miklum skaða. í raun
þarf þó ekki mörg orð því nærver-
an og hlýjan eru mikilvægari í
hugum syrgjenda."
- / hverju felst starfið?
„Ég legg aðaláherslu á að hinn
látni líti út eins og hann sofi. Ef
um er að ræða yngri konur sem
ef til vill hafa notað tilteknar
snyrtivörur, farða ég eins og þær
voru vanar í daglegu lífi. Eg tel
að flestar ungar konur
sem deyja í blóma lífins
væru sáttar við þetta.
Einnig eru mörg dæmi
um eldri konur sem
hafa snyrt sig talsvert
og ég miða förðunina við að hún
sé sem næst því sem var í lifandi
lífi. Aldrei þó þannig að förðunin
sé of mikil, heldur er áhersla lögð
á að hafa hana milda og fallega.
Ég greiði að sjálfsögðu öllum og
laga hárið á konum, nema
kannski þeim sem voru vanalega
með fléttur, en þá flétta ég hárið
upp á nýtt. Stundum hef ég ljós-
mynd til viðmiðunar en oftast
snyrti ég af eigin þekkingu og
fljótlega lærir maður hvað hentar
best.
Ég nota varalit, púður, sér-
blandaða andlitsliti fyrir kalda
► Erla Pálmadóttir er fædd
1950 í Reykjavík og lauk versl-
unarprófi frá Vogaskóla 1967.
Hún starfaði um langt árabil
sem ritari Iögreglustjórans í
Reykjavík, hjá Umferðarráði
og sem læknaritari á Borgar-
spitala áður en hún hóf störf
hjá Kirkjugörðum Reykjavík-
urprófastsdæma.
húð, hárþurrku, krullujárn o.fl.
við starfið. Ef fólk er mjög fölt
reyni ég að gera snyrtinguna
þannig úr garði að litarhátturinn
sé eins eðlilegur og unnt er. Fólki
bregður annars og finnst andlitið
óhugnanlegt. Karlmönnum greiði
ég einnig og raka, en reyni að
nota sem minnst af farða nema
hann sé nauðsynlegur. Þetta er
síðasta mynd aðstandenda af hin-
um látna og því er mikilvægt að
sú mynd sé falleg og sönn, því
að hún situr eftir.
Hafi fólk orðið fyrir alvarlegum
áverkum í slysum reyni ég að
gera allt sem ég get til að hægt
sé að hafa opna kistu við kistu-
lagningu. Þau tilvik eru vitaskuld
til sem það er ekki hægt. Ég reyni
þó af fremsta megni að gera það
kleift og það getur verið margra
klukkustunda vinna. Ef hylja
verður andlit reynum við að leyfa
fólki að taka í hönd hins látna.
Það er fólki ákaflega mikilvægt
að fá að snerta látna ástvini sína
og skiptir miklu máli sálrænt séð
fýrir syrgjendur."
- Er þetta starf ekki erfitt?
„Þetta er ákaflega andlega
krefjandi starf og það er enginn
svo andlega sterkur að upplagi
að hann geti axlað það fyrirvara-
laust. Ég hef mínar aðferðir við
það, þvi að það verður að skilja
starfið eftir á vinnustað áður en
haldið er heim. Það er hins vegar
'ekki alltaf hægt, en ég er svo
lánsöm áð iijóta mikils
skilnings : á heimilinu
og hef gefcáð unnið mig
frá reynslu í starfinu
með góðum göngutúr.
Auk þess á ég góða
vinkonu sem er prestlærð og hún
hefur stutt mig með ráðum og
dáð. En auðvitað þurfum við öll,
sem vinnum þetta starf, á hand-
leiðslu að halda til að endumýja
orkuna sem nauðsynleg er til að
halda áfram. Fyrst eftir að ég
byrjaði og einnig síðar, kom oft
fyrir að ég settist niður og grét
fögrum tárum. En ég hef lært
með árunum að taka betur á þess-
um málum. Eftir erfiðustu stund-
irnar er maður oft eins og tættur
að innan. Mér þykir samt svo
vænt um þetta starf að ég vil
ekki fyrir nokkurn mun hætta.“
Dauðinn
fjarlægist
okkur