Morgunblaðið - 30.07.1995, Síða 15

Morgunblaðið - 30.07.1995, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1995 15 ið lögð á borðið í umræðum þings- ins Sennilegt má telja að bandarísk- ar sprengjuvélar með kjarnavopn um borð hafi byijað að lenda í Thule skömmu eftir að stöðin var tilbúin 1952-53. Fyrsti ritsímastjór- inn á staðnum, Villy Nielsen, tjáði dagblaðinu Politiken að hann hefði margsinnis orðið var við flugvélar með kjarnavopn á árinu 1953. Árið 1958 höfðu Bandaríkja- menn í átta mánuði fjórar öflugar vetnissprengjur í bækistöðinni, Hel- veg Petersen skýrði frá þessu fyrir nokkru eftir að hafa fengið upplýs- ingar um málið vestra. Frá 1959 -1965 voru 48 kjamorkusprengjur í stöðinni og voru þær ætíaðar til loftvarna. Líklega var þama um að ræða kjamaodda í Nike-Hercules flugskeyti sem dregið geta 160 km og nota átti til að skjóta niður aðvíf- andi sovéskar sprengjuvélar. Flugvélar með kjarnavopn Á sjötta áratugnum var Thule- stöðin einstök í sinni röð að einu leyti; B-52 sprengjuvél með vetnis- sprengjur var á sveimi yfir stöðinni allan sólarhringinn, allan ársins hring og var flugleiðin í laginu eins og talan 8. Verkefnið var nefnt Hard Head. Á nokkurra stunda fresti leysti'ný vél frá Bandaríkjun- um þá gömlu af hólmi. Markmiðið með þessu flugi mun hafa verið að áhöfnin yrði samstundis vör við sovéska árás á stöðina og gæti strax svarað með gagnárás á so- vésk skotmörk. I bandaríska vam- armálaráðuneytinu, Pentagon, var gert ráð fyrir að Thulestöðin væri efst á lista yfír skotmörk Sovét- manna. Brygðust önnur viðvörunar- kerfi yrði gorkúluský yfír Thule því ótvírætt merki um að árás væri hafín. Sprengjuvélin sem hrapaði 28. janúar 1968 í grenjandi hríð og heimsskautastormi um 11 km vest- an við herstöðina hafði tekið þátt í Hard Head en eitthvað farið úr- skeiðis. Daginn eftir voru vetnis- sprengjurnar íjarlægðar úr vélum Hard Head og Chrome Dome, snemma á áttunda áratugnum var síðan bundinn endi á allt flug sprengjuvélanna á þessum slóðum. Hans Moller Kristensen hefur undanfarin ár fengið aðgang að hundmðum opinberra skjala í Was- hington um varnir Grænlands, hann hefur notfært sér lög um að skjala- leynd skuli aflétt eftir ákveðinn árafjölda. Hann rakst m.a. á kort sem notuð vom þegar þáverandi forseta, Lyndon B. Johnson, var árið 1967 skýrt frá eftirlitsflugi B-52 vélanna yfír Grænlandi. Þær flugu norður yfir Kanada, sumar fóm yfír Diskó-eyju við vestur- strönd Grænlands, yfír ísinn, snem síðan við í grennd við Scoresby- sund á austurströndinni og flugu heim á leið nokkm sunnar. Aðrar fóra yfír norðvesturhluta Græn- lands. í hverri vél vom fjórar sprengjur og var hver þeirra að styrkleika á við nær 100 kjarnavopn af þvi tagi sem lagði japönsku borgina Hiros- hima í rúst árið 1945. „Vélamar vom alltafmeð kjama- vopn um borð. Það var beinlínis markmiðið með áætlununum og er vandlega útskýrt í þeim skjölum sem ég hef fengið að sjá,“ segir Kristensen. Stöðvar undir ísnum Bandaríkin efndu til mikilla framkvæmda víðar á Norður-Græn- landi en í Thule á kaldastríðsárun- um. Sprengjuvélarnar og síðar fyr- irhuguð leið langdrægra eldflauga yfir heimsskautasvæðin frá Banda- ríkjunum til Sovtríkjanna olli því að vígbúnaðarsérfræðingar fengu mikinn áhuga á Grænlandi vegna þess hve miðlægt það var í þessu tilliti vegna legu sinnar. Svo mikil var ákefðin í að skipuleggja kjarn- orkustríð að sérfræðingar lögðu fram áætlanir um bækistöðvar sem grafnar yrðu niður í ísinn svo að hægt yrði að halda fram styijöld- inni við Sovétveldið jafnvel þótt Thulestöðinni hefði verið eytt. Þessar hugmyndir vom kannaðar til þrautar. Bandaríkjamenn eyddu hundruðum milljóna dollara í að búa til hátæknistöðvar, er minntu á vís- indaskáldsögur, niðri í ísnum að baki veiðistöðvum Grænlendinga. Fyrsta tilraunastöðin var Camp Tuto sem var í notkun í eitt ár. Næst var það Camp Century, hún var miklu stærri og þar bjuggu nokkur hundruð manns í þijú ár. Stöðin var um 150 km austan við Thule og þar voru tæki af öllu tagi, verkstæði, birgðageymslur, full- komin þjónusta og tækni sem gerði starfsmönnum kleift að vera óháðir umheiminum. Þetta var engin smá- hola í snjónum, það sést best á því að komið var fyrir kjarnaofni til raforkuframleiðslu á staðnum. Hann var af sömu gerð og notaður er í kafbátum með langdrægar kjamaflaugar og verður enn vart við geislavirkt kælivatnið úr honum þegar borað er í ísinn á staðnum. Danir leika tveim skjöldum Enn sem komið er veigrar danska ríkisstjómin sér við því að birta m.a. þau skjöl utanríkisráðuneytis- ins sem vora grandvöllur skýrslu ráðuneytisins 29. júní um tvöfeldni H.C. Hansens í kjamavopnamálinu. Það er virðist ólíklegt að svo mikilvæg tilslökun gagnvart Bandaríkjamönnum hafí einfald- lega „gleymst" í forsætisráðuneyt- inu og utanríkisráðuneytinu. Upp- lýsingar um það hveijir hafí fengið vitneskju um málið síðan á sjötta áratugnum verða forvitnilegar. Því fer ennfremur fjarri að búið sé að upplýsa að fullu hrap B-52 vélarinar í grennd við Thule 1968 og skiptir í því tilliti engu þótt stjómvöld hafí nú ákveðið að greiða veiðimönnunum og starfsmönnun- um í bækistöðinni, sem tóku þátt í að fjarlægja brakið, bætur. Fyrstu viðbrögð stjómvalda í Kaupmannahöfn voru þau að segja að flugvélin hefði verið á reglu- bundnu flugi yfír alþjóðlegu haf- svæði og farið inn í grænlenska lofthelgi til að geta nauðlent á Thule-herflugvellinum. Þessi skýr- ing var hin eina opinbera þar til fyrir skömmu er upplýst var um klækjabrögð H. C. Hansens; þá fyrst gekkst utanríkisráðuneytið við sannleikanum um hrap vélarinnar. Hans Moller Kristensen fann sl. haust skjöl í Washington sem benda til að vemlegur hluti einnar af fjór- um vetnissprengjum vélarinnar sem hrapaði sé enn á hafsbotni skammt frá Thule-stöðinni. Hans Moller Kristensen fékk leyfí utanríkisráðuneytisins í Kaup- mannahöfn til að lesa skýrslur frá dönskum tengslaforingja í stöðinni sem sagði frá þrem lendingum B-52 sprengjuflugvéla með kjarnavopn árið 1967. Samt var fullyifu dansk- ir ráðamenn ávallt að vélar með kjarnavopn fengju aldrei að lenda á staðnum. Fyrst var byijað að ræða vanda- mál í tengslum við staðsetningu kjamavopna í Danmörku um miðjan sjötta áratuginn þegar Bandaríkja- menn þrýstu á bandamenn sína í Atlantshafsbandalaginu, NATO, um að leyfa að varðveitt yrðu tiltölulega lítil kjamavopn, þ. e. svonefnd víg- vallavopn, í löndum þeirra. Andstaða var mikil við hugmyndina meðal al- mennings í Danmörku og varð þetta til þess að H.C. Hansen lýsti því yfir að Danir neituðu að kjamavopn yrðu í landi þeirra „á friðartímum við núverandi aðstæður." Bandaríkin bmgðust hart við, sendu dönsku stjórninni með leynd mótmælaorðsendingu. Væm um- mæli Hansens skilin bókstaflega áttu þau við allt landsvæði kon- ungsríkisins en Bandaríkjamenn héldu því fram að samkvæmt vam- arsamningnum frá 1951 mættu Danir ekki takmarka athafnafrelsi Bandaríkjamanna í varnarmálum á Grænlandi. Og H.C. Hansen viður- kenndi - án þess að segja það nokk- urs staðar opinberlega - þetta sjón- armið Bandaríkjamanna en naut hylli dansks almennings fyrir að hafna kjarnavopnum. Kjarnavopn vom til reiðu á Grænlandi, flugvélar sveimuðu reglulega yfir landinu með gereyð- ingarvopnin innanborðs en Danir léku opinberlega hlutverk afskap- lega friðsamrar smáþjóðar á Norð- urlöndum. FERÐATILBOÐ TIL ATLAS- OG GULLKORTHAFA EUROCARD

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.