Morgunblaðið - 30.07.1995, Side 17

Morgunblaðið - 30.07.1995, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1995 17 Saumastofan Strönd fram- leiddi jólasveinahúfur fyrir síð- ustu jól og runnu þær út eins og heitar lummur. Þessar jóla- sveinahúfur eru hlýjar og því ekki bara til skrauts. Útigalli fyrir ungbörn var hannaður hjá Strönd og hefur hann hlotið góðar viðtökur. Nú er verið að sauma litla léreftspoka sem not- aðirverða undir ýmsa smávöru hjá Árbæjarsafni. „Við nutum mjög góðs stuðnings Helgu Maríu Bragadóttur markaðs- ráðgjafa við þessi verkefni okk- ar,“ segir Kristján. Strönd er starfrækt allt árið. í desember er opnaður markað- ur í saumastofunni þar sem fram- leiðsluvörurnar eru; boðnar. Fólk kem- ur víða að til að kaupa þær til eigin nota og gjafa. Lækninga- jurtir og listasmíð RANNVEIG Haraldsdóttir grasakona stóð vaktina í Vagga- húsi við Aðalgötu 33 á Patreks- firði. Handverksfólk hefur þar aðstöðu og vörur gerðar af um 30 einstaklingum í Vesturbyggð eru þar til sölu. Húsið er opið klukkan 14-18 daglega og eft- ir samkomulagi. Það er vingjarnlegt and- rúmsloft í þessu gamla húsi sem myndar hlýleg- an ramma um starf- semi handverksfólks- ins. Á hillum með veggjum má sjá gjafavöru úr reka- við og öðru tré, > ÉC 5.......3 Ch Morgunblaðið/Guðni Rannveig Haraldsdóttir selur jurtaolíur og smyrsl í Vagga- húsi á Patreksfirði. Um 30 handverksmenn og konur selja þar handunnar vörur. grjóti, þangi, skinni og ull. í gluggum hanga glerlistaverk í öllum regnbogans litum og í hillu eru handmáluð hálsbindi. Á borði eru körfur með hertum steinbít og vestfirskum hveitikökum. Rannveig hefur getið sér gott orð fyrir jurtaolíur og smyrsl sem hún útbýr úr gróðri Patreks- fjarðar og selur í handverkshús- inu. Að gefnu tilefni segir hún að hún noti einar 20 tegundir grasa og róta, þó ekki fjallagrös. Hún tínir jurtirnar inni í fjarðar- botni og í Raknadalshlíð. Það er fjarri því að þessi iðja Rannveig- ar sé litin hornauga. Patreksfirð- ingar sýna henni miklu fremur áhuga og eru dyggir kaupendur olíanna og smyrslanna. Hróður Rannveigar hefur bor- ist víða. „Um daginn birtist hér þeldökkur Afrikumaður ogtvísté á gólfinu. Svo dró hann mig út- undir vegg og sagðist vera að leita að konunni sem læknaði með jurtum," segir Rannveig. „Ég sagði honum hver ég er og þá bað hann mig um jurtir handa föður sinum suður í Áfríku sem er hjartveikur.“ í vetur er ætl- unin að hafa opið um helgar í handverkshúsinu. Þá er í bígerð að halda þar námskeið af ýmsum toga. Loks þarf vart að taka fram að í Vaggahúsi er alltaf heitt á könnunni. aði síðar,“ segir Gísli. Hann segir að lækkun kostnaðar megi bæði skýra með sparnaði í yfirstjórn og hagræðingu í þjónustu. Gísli segir að tekjur sveitarfélag- anna fjögurra hafi í heild dregist saman undanfarin ár, en betur horfi í ár hjá Vesturbyggð. Árið 1994 voru samanlagðar tekjur tæpar 144 milljónir auk tekna hafnarsjóðs upp á 15-16 milljónir. I fjárhagsáætlun þessa árs var gert ráð fyrir svipuðum tekjum og í fyrra en nú lítur út fyr- ir að þær aukist og bæjarsjóður fái um 160 milljónir og hafnarsjóður tekjur upp á um 16 milljónir. Gísli þakkar batann því að atvinnulífið er að hjarna við. Nýtt fyrirtæki, Trostan, hefur hafið rekstur á Bíldu- dal og rækjuvinnsla Rækjuvers er starfrækt þar í sumar en hefur til þessa verið bundin við veturinn. Gísli nefnir einnig jákvæð teikn á Barða- strönd og Patreksfirði. íþyngjandi skuldabaggi Vesturbyggð skuldar alls um 387 milljónir króna. Þar á móti kemur skuldajöfnunarframlag úr Jöfnunarsjóði upp á 66 milljónir sem fékkst vegna sameiningarinn- ar. Af því hafa 16 milljónir skilað sér og afgangurinn kemur næstu þijú árin. Þetta gerir 321 milljóna króna nettóskuld. Gísli segir skuldajöfnunarframlagið lægra en gert var ráð fyrir. Mikið af skuldun- um er til skamms tíma og nú er unnið að skuldbreytingum. „Það er ekki hægt að bjóða íbúunum upp á að ekkert verði hægt að fram- kvæma næstu 6-8 árin og tekjur rétt dugi fyrir rekstri," segir Gísli. „Sveitarfélag í svona stöðu getur ekki laðað að sér nýja íbúa eða búið atvinnulífinu ákjósanlegt um- hverfi.“ Gísli segir slæma stöðu Vestur- byggðar ekkert einsdæmi. Sum nágrannasveitarfélögin séu mun skuldsettari með tilliti til skulda á hvern íbúa. Hann segir að ríkið verði að koma til móts við þessi sveit- arfélög, til dæmis með því að af- skrifa skuldir í Byggðastofnun. Þetta rökstyður Gísli með því að um þriðjungur af skuldum Vesturbyggð- ar séu vegna þátttöku gömlu sveitar- félaganna í aðgerðum til að bjarga atvinnulífinu. Þegar Hlutafjársjóður Byggða- stofnunar kom inn í mál fyrirtækja 1989 ásamt Atvinnutryggingasjóði var þátttaka sveitarfélaga sett sem skilyrði fyrir fyrirgreiðslu af hálfu stjórnvalda. Þannig varð Patreks- fjarðarhreppur, sem þegar var skuldugur, að taka 30 milljónir að láni - um þriðjung af þáverandi árstekjum - til að leggja á móti opinberu sjóðunum í fiskvinnsluna Odda hf. Þessi skuld stendur nú í 42 milljónum og safnar fjármagns- kostnaði. Fyrirtækið starfar enn, en búið er að færa hlutaféð niður um helming og í vetur fékk sveitarfélag- ið tilboð upp á 10 milljónir króna í 15 milljóna hlutinn í Odda hf. Auk þess skuldar sveitarfélagið 55 millj- ónir vegna þátttöku Patreksfjarðar- hrepps í Utgerðarfélagi Patreks- fjarðar hf. og 27 milljónir vegna hlutafjár Bíldudalshrepps í Fisk- vinnslunni á Bíldudai og Útgerðarfé- lagi Bílddælinga. Þær milljónir töp- uðust við gjaldþrot, en skuldin stend- ur. Barðastrandarhreppur tapaði 9 milljónum í gjaldþroti Flóka hf. „Svo er sagt að ábyrgðin sé heimamanna," segir Gísli. „Eg segir að ábyrgðin hljóti ekki síður að vera hjá stjómvöldum sem settu sveitar- félögin upp við vegg, þótt vitað væri að þau hefðu ekki burði til að Vesturbyggð hefur eign- ast eigið merki sem Halldór Eyjólfsson hann- aði. Lótrabjargið er í forgrunni, sjórinn tókn- ar hreinleika hafsins og sjósóknina. Hrafna-Flóki og hrafnarnir þrír vísa til sögu héraðsins. leggja fram áhættufé af þessari stærðargráðu." Ferðamennska á Vesturhöfða Frá tilkomu kvótakerfísins 1984 hafa aflaheimildir sunnanverðra Vestfjarða rýrnað um tvo þriðju. Kvóti er enn að fara af svæðinu og Gísla líst ekki á framhaldið ef svo fer sem horfir. Nýju reglurnar um krókabáta komi illa niður á Vestur- byggð. „Við höfum notið þess að liggja vel við miðum krókabáta á sumrin, en það horfir illa nú,“ segir hann. Ný sóknarfæri í sjávarútvegi eru ekki í augsýn og augu manna eru að opnast fyrir því að róa á önnur mið. Gísli telur sunnanverða Vest- firði eiga mikla möguleika í ferða- þjónustu. Aðeins lítið brot erlendra ferðamanna á landinu kemur nú í Vesturbyggð. „Okkur skortir betri aðstöðu til móttöku ferðamanna," segir Gísli. „Það má nýta skólana á Patreksfirði, Bíldudal, í Örlygshöfn og jafnvel félagsheimilin í því skyni.“ En hvað getur dregið ferðamenn í Vesturbyggð? „Hér er gríðarleg náttúrufegurð. Látrabjarg er stærsta fuglabjarg Evrópu, 14 kílómetra langt, og vest- uroddi álfunnar. Það var hér maður um daginn sem benti á að Látra- bjarg mætti markaðssetja sem .Vesturhöfða’ eða „Vestkap". Norð- menn draga fjölda ferðamanna ár hvert til Nordkap út á það eitt að hann er nyrsti oddi Evrópu," segir Gísli. „Héraðið er óvenju fallegt. Við getum nefnt Vatnsfjörðinn þar sem Hrafna-Flóki hafði vetursetu og gaf landinu nafnið ísland. Þá er stutt á slóðir Gísla Súrssonar. Við eigum ekki síðri sögu en aðrir.“ Gísli nefn- ir einnig stórmerkilegt minjasafn og flugminjasafn sem Egill Olafsson í Hnjóti í Örlygshöfn hefur komið á fót. Gísli segir að nokkrir heima- menn hafí aflað sér menntunar sem leiðsögumenn og margir lurhi á góð- um hugmyndum í ferðamálum. Vesturbyggð er ekki afskekkt Margir setja fyrir sig fjarlægð Vestfjarða en Gísli segir það mis- skilning. „Menn aka á bundnu slit- lagi frá Reykjavík í Stykkishólm og fara síðan með Baldri yfir Breiða- íjörðinn. Hann lendir hér á Bijáns- læk í Vesturbyggð. Bundið slitlag er á köflum á Barðaströnd og frá Patreksfirði allt vestur í Bíldudat." Flugsamgöngur eru greiðar. Verið er að leggja bundið slitlag á flugvöllinn á Bíldudal og eftir versl- unarmannahelgi verður lagt á flug- völlinn á Patreksfírði. Flugleiðir og íslandsflug eru með áætlun milli Reykjavíkur og Vesturbyggðar. Flugfélagið Ernir heldur uppi flugi milli ísafjarðar og Vesturbyggðar. Hafnir eru á Btjánslæk, Patreks- firði og Bíldudal, auk hafnarað- stöðu í Haukabergsvaðli og Örlygs- höfn. Handverkshús og kraftakarlar Átak hefur verið gert í nýsköpun í atvinnumálum og bera handverks- hús á Patreksfirði og í Bíldudal vott um það. Helga María Braga- dóttir markaðsfræðingur hafði veg og vanda af þessu átaki sem naut styrkja frá Vesturbyggð, Iðnaðar- ráðuneytinu og Nýsköpunarsjóði námsmanna. I Saumastofunni Strönd á Barðaströnd er einnig unn- ið að mjög áhugaverðum verkefnum. í Vesturbyggð hafa verið skipu- lagðir atburðir sem laða að ferða- menn ekki síður en heimamenn. Þar má nefna menningarviku sem haldin er á Bíldudal fyrstu viku í júlí ár hvert. Kraftakeppnin Vestfjarðavík- ingurinn er haldin í Vestur-Barða- strandasýslu um miðjan júlí. Um verslunarmannahelgina verður sjókajakmót á vegum Flókalundar í Vatnsfirði. Þann 12. ágúst næst- komandi verður handboltahátíð í íþróttahúsinu á Tálknafirði sem ætl- uð er krökkum á öllum aldri úr Vest- urbyggð og frá Tálknafirði. Þannig má víða sjá merki þess að íbúar Vesturbyggðar eru fjarri því að láta deigan síga og gefast upp. í atvinnulífinu og mannlífinu gefa bjartir punktar fyrirheit um framtíð þessara byggða. Þrátt fyrir undangengin erfiðleikaár og slæman vetur er vortónn í Vesturbyggð. Morgunblaðið/Guðni ÞÆR Marsibil Guðbjörg Jónsdóttir og Ásdís Ásgeirsdóttir voru við afgreiðslu í Handverkshúsinu Hjartanu. Handverkshúsið Hjartað illa vinsælda. Viðskiptavinir eru jafnt heimafólk og ferðamenn. Úrvalið er mjög fjölbreytt. Þarna mátti sjá barmnælur og skraut úr ösp sem vex á Bíldudal, pijónavörur, járn- listaverk, vegg- skraut, nælur og veggskraut úr þangi, glerlista- verk með mótívum frá Bildudal, prjónavörur og ótal margt fleira. Það þarf varla að taka það fram að alltaf er heitt á könnunni og hjartanlega tekið á móti gestum - í bókstaf- legri merkingu. HANDVERKSHUSIÐ Hjartað dregur nafn sitt af hjartalaga glugga á útihurðinni. Húsið var íbúðarhús og kall- að Sölvahús áður en skipt var um útihurð fyrir mörg- um árum. Hándverkshúsið opnaði í mars síð- astliðnum og hefur verið opið daglega frá 1. júlí. Sjö manns eru í hand- verkshóp sem held- ur utan um starfsemina. Yfir 20 hagleiksmenn og konur leggja til vörur sem eru til sölu í Hjart- anu. Gjafavörur eru unnar eftir pöntun og nýtur sú þjónusta mik- Morgunblaðið/Guðni F.v.: Lára Þorkelsdóttir, Ingibjörg Erlingsdóttir, Erna Hávarðsdóttir, Iða Marsibil Jónsdóttir og Edda Jónsdóttir. Kaffipása I nausti SALTFISKSTELPURNAR hjá saltfiskverkuninni í nausti hf. sátu sunnan undir vegg og nutu sólarinnar í kaffitímanum. í sum- ar hefur yfirleitt verið unnið frá 8-19 og því um að gera að njóta blíðunnar í pásum. Þær eru allar heimilisfastar á Bíldudal. Ingi- björg, Iða og Edda eru í skóla á vetrum og vinna í saltfiskinum í sumar en Lára og Erna leggja hönd á plóginn við verðmæta- sköpunina allt árið. Hjá verkun- inni I nausti hf. starfa um 20 manns. Þær sögðu að mikil atvinna hefði verið í sumar á Bíldudal og ekki jafn mikið að gera í mörg ár. Auk I nausti hf. er nýtt fyrir- tæki, Trostan, komið til sögunnar og nú er unnin rækja í Rækjuveri yfir sumarið, sem er nýlunda. „Það er miklu jákvæðara hljóð í Bílddælingum en verið hefur, enda nóg að gera og blíða,“ sagði Erna Hávarðsdóttir. Þær sögðust vona að framhald yrði á vinnunni. Nú væri fólk í öllum íbúðum á staðnum og mikið af aðkomufólki við störf í frysti- húsinu. Allt væru það Islending- ar. Raunar væri margt af farand- verkafólkinu skólafólk, sem hverfur á brott þegar haustar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.