Morgunblaðið - 30.07.1995, Qupperneq 30
30 SUNNUDAGUR 30. J(ÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
H
*
BRÉF
TTLBLAÐSINS 4
EG V/LQl AP
É6 FEMGI
Kmjurye/R.
WERTStClPT/
SEMáSSVAZA
ÞESSU/
1-H
Grettir
01995 PAWS. INCyDiMrtbul^j öy Urfv*«M Prw» 8yncScM*
Smáfólk
50METIME5 I LIE AWAKE AT NléHT.AND I
THINK/’MAYBE I CAN CHAN6E tM LIFE AROUND"
Stundum ligg ég vakandi á nóttunni og hugsa:
„Kannski get ég breytt lífí mínu.“
THEN A VOICE C0ME5 TOME OOT OF THE
. DARK," 5URE, MAKE A LOT OF PAPER-
£. LtiOKK FOR THF RF5T OF !)<; "
Þá heyri ég rödd utan úr myrkrinu sem segir:
„Vissuíega, fáðu okkur hinum nóga skriffínnsku."
Kringlunni 1103 Reylqavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
„Þaðkvaðvera
fallegt í Kína“ *
Frá Vigdísi Ágústsdóttur:
ÞAÐ KVAÐ vera fallegt í Kína
er sagt í kvæðinu, en ég held að
landar mínir fómi höndum við
fréttimar frá Kína, um stúlku-
bömin sem borin em út. En hvað
með hugsunarháttinn hér heima?
Við vitum öll hvemig gengið hefur
með jafnréttið t.d. í launamálum,
nákvæmlega ekki neitt. Á hinn
bóginn heimta karlmenn réttinn
og engar refjar. Jafnan rétt til
forsjár bama við skilnað, þ.e.a.s.
ef þeir kæra sig um, sem er í 10%
tilfella. í þeim hópi sem lendir í
deilum fer hlutur þeirra karla sem
kreijast forsjár vaxandi, m.a. út á
hærri laun. En hvað um hin 90%.
í þeim hópi er helmingur og vel
það, sem lætur sig hag bama sinna
litlu máli skipta. Þekkir þau varla
í sjón. Samt vilja þeir allan rétt
til jafns við konur. Nú er það fæð-
ingarorlofið. Gerum þá skylduga
til að taka fullt fæðingarorlof.
Geta ekki læknar sprautað ein-
hveiju sársaukavaldandi efni í þá,
svo að þeir fái líka hríðir. Ja, mik-
il er vitleysan, vinir mínir.
Jafnrétti kynjanna
Ég er enginn karlmannahatari
- hef alist upp með bræðrum og
á marga stráka. En ég man að
það var engu réttlæti framfylgt
milli kynja - ekki þurftu bræður
mínir að taka til í kringum sig.
Væri þar drasl, var það víst bara
eðlilegt hjá strákum. Væri hins
vegar drasl kringum systurina
fékk hún nafnbótina „drusla“. Það
var allt eftir þessu.
Sem betur fer er þetta svolítið
öðmvísi hér hjá mér. Hér ganga
bæði kynin í störf jafnt úti sem
inni - dóttirin er engin stof-
ustúlka, hún er hins vegar góður
smiður, blessuð stelpan, en leiðist
að sauma og pijóna. Áldrei skal
ég gera upp á milli krakkanna
minna og strax er ég búin að vara
stelpuna við að fara ekki í svoköll-
uð kvennastörf, sem em illa laun-
uð.
Enn sem komið er komumst við
konur ekki hjá að ganga með börn-
in og fæða þau af okkur. En fyrir
það emm við taldar minna virði á
atvinnumarkaði. Það erum jú við
sem bemm ábyrgð á bömunum,
þetta er bara staðreynd, en sem
sagt, ef, ég segi ef karlmaðurinn
vill þá má hann hafa jafnan rétt
til bama hafi sambúð staðið meira
en tvö ár, sem kostar deilur af
versta tagi, sem verst lenda á
bömunum, sem um er deilt. Nei,
takk, mælirinn er löngu fullur. Það
á að gera það eftirsóknarvert að
vera heima hjá ungum börnum og
launa vel fyrir það, því að enginn
lifír á loftinu. Líði börnunum vel
í sínum uppvexti verður þjóðin
betri. Við fáum betra fólk, það er
ósköp einfalt. Undirstaðan er góð-
ar mæður, ég er ekkert feimin við
að segja ykkur það ef að þið hafíð
gleymt því. ísland er stórbrotið
land en þessi fámenna þjóð sem |
byggir það þarf að hlúa betur að *
bömum sínum. Það er hægt að
hafa hér almenna velmegun ef (
þannig er að málum staðið.
„Gamlmgjageymslur“
Mér hefur lengi litist illa á þess-
ar „gamlingjageymslur“ sem nú
rísa upp ein af annarri. Að vísu
var þama upplögð leið til að ná
peningum út úr skuldlausa fólkinu
eins og húsasmiðir og fasteigna- (
salar sáu. En nú situr fólk þama
í fínum, rándýmm íbúðum, alveg ,
jafn einangrað og áður og enga
meiri aðstoð að fá. En krakkarnir
koma að tómum kofanum heim
úr skólanum með lykil um hálsinn.
Og þó að kröfumar séu miklar er
það ansakomið ekki aðalástæðan
fyrir að nú þarf tvo til að vinna
fyrir heimili, sem einn gat séð
fyrir hér áður. Það hefur lækkað |
kaup hins almenna borgara hrein-
lega, en fyrirtæki hafa grætt.
Meira samstarf
Hvernig væri að hafa meira
samstarf eins og áður var? Leiða
saman alla aldurshópa, blanda
þeim sem jafnast í þessi stóru,
nýju hús. Hvað ætli fólk um sex-
tugt hafí ekki bæði þrek og löngun
til að umgangast böm sem komin
em á skólaaldur? Þá myndi lagast I
móðurmálskenndin. Börnin fengju
öryggið og eldra fólkið ánægjuna
og báðir aldurshópamir nytu góðs
af. Þetta gerði mannlífíð litríkara,
við megum ekki missa tengslin við
fortíðina og út úr þessu kæmi
ábyggilega skemmtilegra fólk.
Þama er verkefni fyrir félagsráð-
gjafa og arkitekta til að vinna úr
saman. Er ekki betra að byrgja
bmnninn áður en barnið dettur (
ofan í? Enginn skal koma mér inn
í „gamlingjageymslu" á meðan þar
býr einlitur aldurshópur. Vitið þið 1
að þetta em langdýrustu íbúðimar
á markaðnum?
Svo ætla ég að senda öllum
kveðju með setningunni „Thank
heaven for little girls“. Ætli þeir
viti það ekki helst eða fínni það
„gamlingjarnir“ að það em ekki
síst dætumar sem þeir halda
tengslum við. Gegnum konur hafa
alltaf verið sterkustu fjölskyldu-
tengslin. Við þurfum að aðlagast
betur breyttu þjóðfélagi, það kann
að kosta bæði fé og fyrirhöfn. En
ef það kemur öllum til góða er það
vel þess virði. Umfram allt ekki
vera að búa til meiri vandamál
með svona „gamlingjahöllum“.
VIGDÍS ÁGÚ STSDÓTTIR,
Lækjarhvammi, Laugardal.
I
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt f
Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan,
hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.