Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 12
1 gj TOTjOÁ r r H'JDAGOTBd'S 12 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 rr MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Skriðan í Sölvadal Fjöldi kemur að skoða Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið. SKRIÐAN mikla sem féll á Þormóðs- stöðum í Söivadal fyrr í sumar hefur dregið að sér athygli fjölda fólks. Egill Þormóðsson bóndi á Þor- móðsstöðum sagði að síðan skriðan féll hefðu að meðaltali komið um 40 bílar á dag heim að bænum, en flestir hefðu þeir orðið 108 á einum degi. Aðspurður um hvort þetta væri ekki mikill átroðningur sagði Egill að hann væri nokkur en gerði þó ekki mikið úr því. Hann væri að mestu hættur að skipta sér af fólk- inu nema það leitaði eftir upplýsing- um að fyrrabragði. Þau hjón Egill og Petrea Hall- mannsdóttir hafa ákveðið að hætta búskap að Þormóðsstöðum og sagði Egill í því sambandi að sálræna hlið- in vægi þyngsts en þar á eftir kæmi sú fjárhagslega, en stór hluti túnsins hvarf undir skriðuna og erfitt væri að rækta nýtt tún á jörðinni þar sem ræktunarmöguleikar eru af skornum skammti. Sýningin Handverk ’95 á Hrafnagili í þriðja sinn Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson SÝNENDUR eru vel á annað hundrað á sýningunni Handverk ’95 sem hófst á Hrafnagili í Eyjafirði í gær. L JÓSMYNDASAMKEPPNI "‘Áskilinn er réttur til aö nota verðlaunamyndirnar í auglýsingum. Handverkið styrkir byggðirnar SÝNINGIN Handverk ’95 var sett á Hrafnagili í Eyjafjarðar- sveit í gær. Þetta er í þriðja sinn sem efnt er til sýningar á hand- verki á Hrafnagili og eru þátt- takendur nú vel á annað hundrað talsins, en sýningarbásar eru um 70. Sýnendur koma víða af land- mu. Vakning og þróun Elín Antonsdóttir, atvinnufull- trúi Iðnþróunarfélags Eyjafjarð- ar, sagði að frá því fyrsta sýning- in var haldin árið 1993 hefði átt sér stað heilmikil vakning og þróun á þessu sviði, í framleiðslu minjagripa, gjafavöru og nytja- hluta. Þá hefði hugmyndaauðgi þeirra sem við handverk fást aukist og eins mætti merkja vax- andi áhuga meðal fólks að nota náttúrulegt hráefni við fram- leiðsluna. „Það er að skapast hefð hér á landi fyrir öflugu handverki og smáiðnaði," sagði Elín. Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra setti sýn- inguna formlega en í ávarpi hans kom m.a. fram að breytingar og þróun á sviði handverks hefðu verið miklar undanfarin ár. Hann sagði kvenfólk og sveita- fólk mjög setja svip sinn á sýn- inguna, en ljóst væri að þróun handverks væri afar mikilvæg búsetu fólks í sveitum landsins, það styrkti byggðirnar og eins Iíka ferðaþjónustuna sem væri vaxandi atvinnugrein til sveita. IQflSIEJgl Q& BGB BJqb* •EflOlJBffll SÝNING á verkum Braga Ás- geirssonar verður opnuð í Deiglunni á morgun, laugar- dag kl. 14.00 en hann er um þessar mundir gestur í nýlega opnaðri gestavinnustofu á Akureyri. Bragi er löngu landsþekktur myndlistarmaður og hefur haldið fjölda einkasýninga bæði hér heima og í útiöndum auk þess að taka þátt í sam- sýningum. Hann hefur verið myndlistargagnrýnandi Morg- unblaðsins um árabil. Á sýningunni á Akureyri sýnir Bragi málverk, teikning- ar og ný steinþrykk. Stein- þrykkin vann hann í Kaup- mannahöfn á þessu og síðasta ári og hafa þau ekki verið sýnd áður. Sýningin í Deiglunni stend- ur til 24. ágúst og er opin virka daga frá kl. 11.00 til 18.00 og frá 14.00 til 18.00 um helg- ar. Glugginn Hlýr hnjúkaþeyr um norð- anvert landið er heiti á sýningu Aðalsteins Þórssonar í Glugg- anum, sýningarrými Lista- sumars í verslunarglugga Vöruhúss KEA í Hafnarstræti sem hefst í dag, föstudag. Aðalsteinn nam myndlist við Myndlistarskólann á Akureyri 1989-1993 og var við fram- haldsnám í Finnlandi 1993- 1994. Hann hefur sýnt einn og með öðrum nokkrum sinn- um. Annað starfsár Menntasmiðj- unnar MENNTASMIÐJA kvenna á Akureyri er að hefja sitt annað starfsár og nú með örugga framtíð. Akureyrarbær, félagsmála- og menntamálaráðuneytið hafa tryggt fjárveitingu næsta árið og menntamálaráðuneytið gefið vilyrði fyrir stuðningi í tvö ár geri hinir aðilarnir það sama. Búið er að auglýsa nám á haustönn sem byrjar 11. sept- ember næstkomandi og lýkur í desember, umsóknarfrestur er til 14. ágúst. Menntasmiðjan er dagskóli fyrir konur án atvinnu og er daglegur skólatími frá kl. 9 - 15 virka daga. Menntasmiðjan er til húsa í Hafnarstræti 95, 4. hæð. Morgunblaðið/Rúnar Antonsson Húsgögnin hífð upp STARFSEMI Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna á Akureyri er um það bil að hefjast, en í gær voru Söl- umiðstöðvarmenn í óða önn að koma fyrir húsgögnum á skrifstof- um sínum í Linduhúsinu svonefnda. Skrifstofurnar verða á þriðju hæð hússins og voru húsgögnin hífð upp. Þú færð upplýsingar og þátttökuseðil í næstu búð. Skilafrestur er til 31. ágúst 1995. I ( I ! b [ j I D $■ i fi fi fi fi I 4-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.