Morgunblaðið - 11.08.1995, Síða 14

Morgunblaðið - 11.08.1995, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Hlutabréf í Netscape vinsæl New York. Reuter. HLUTABRÉF í nýju hugbúnaðar- fyrirtæki, Netscape Communicati- ons, lækkuðu verulega í verði í gær — degi eftir einhverja mestu hækk- un sem um getur á hlutabréfum sem boðin eru til sölu í fyrsta sinn. Netscape framleiðir hugbúnað sem veitir leiðsögn um þann hluta Internetsins — öðru nafni Alnetsins — sem kallast Veraldarvefurinn og auðveldar einnig fyrirtækjum að bjóða vaming til sölu. Hlutdeild Nerscape á þessum markaði er 70%. Verð hlutabréfanna í Netscape- lækkaði um 5,25 dollara í 53 doll- ara þegar viðskipti hófust á Nasdaq markaðinum í gær. Verðið tæplega þrefaldaðist í 75 dollara á rpiðviku- dag, þótt bréfin seldust við lokun þá á 58,25 dollara. Umfangsmiklil viðskipti hlutabréfa í Netscape stafa ugglaust af miklum áhuga manna í Wall Street á hlutabréfum í tæknifyrirtækjum, einkum þegar þau tengjast Alnetinu. Hlutabréfin í Netscape voru upp- haflega boðin á 28 dollara og á þriðjudagskvöld höfðu tæplega 14 milljónir bréfa skipt um eigendur. Aðeins tvisvar sinnum áður hafa hlutabréf selzt eins vel þegar þau hafa verið í boði í fyrsta sinn. Hækkunin á verði hlutabréfanna jók markaðsvirði Netscope í tæp- lega 3 milljarða dollara. Hins vegar hefur fyrirtækið ekki skilað hagn- aði síðan það var stofnað í apríl 1994. Á 6 mánuðum til júníloka nam tap Netscape 4.3 milljónum dollara. Starfsemi Eimskips á Akureyri efld STARFSEMI Eimskips á Akureyri tekur nokkrum breytingum frá og með 1. septem- ber nk. Dagleg sam- skipti Eimskips við inn- o g útflytjendur á Norð- urlandi verða í höndum skrifstofunnar á Akur- eyri í samstarfi við umboðsmenn félagsins á þessu svæði. Þá verð- ur það hlutverk skrif- stofunnar að samhæfa og stýra sölu- og flutn- ingastarfsemi félagsins á markaðssvæðinu. Garðar Jóhannsson, forstöðumaður útflutn- ingsdeildar Eimskips, hefur verið ráðinn forstöðumaður Eimskips á Akureyri og mun hann hefja þar störf 1. september nk. Garðar lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1981. 1984-1985 lagði hann stund á nám i skipamiðl- un og flutningafræði í London. Garðar hóf störf hjá Eimskip árið 1981, fyrst á skipum félagsins og síðan sem sölufulltrúi í Ameríku- deild. Frá nóvember 1986 var Garðar full- trúi við skipamiðlun í stórflutningadeild Eim- skips og í maí 1991 ók hann við starfi for- stöðumanns deildarinn- ar. Undanfarin tvö ár hefur Garðar veitt út- flutningsdeild Eimskips forstöðu. Til viðbótar við þá þjónustu sem nú er boð- in hjá Eimskip á Akur- eyri verður viðskipta- vinum félagsins á Ak- ureyri og í nágrenni boðin vöru- geymslu- og dreifingarþjónusta. Gunnar Jónsson mun áfram gegna starfi afgreiðslustjóra í vöru- miðstöð Eimskips á Akureyri. Hann mun hafa yfirumsjón með daglegri vöruafgreiðslu til viðskiptavina “Eimskips ásamt því að sjá um lönd- unarþjónustu félagsins á Akureyri. Gárðár Jóhannsson SAS starfar áfram með Flugleiðum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SAS hefur engar áætlanir um að breyta samstarfinu við Flugleiðir í kjölfar samvinnunar við Lufthansa. Framkvæmdanefnd Evrópusam- bandsins gerir heldur engar athuga- semdir við samstarf SAS og Flug- leiða, eins og hún gerir um samstarf SAS við Austrian Airlines, Swissair og Finnair. Jens Peter Skaarup, upplýsinga- fulltrúi SAS, sagði í samtali við Morgunblaðið að SAS hefði ekki í huga neinar breytingar á samvinn- unni við Flugleiðir. Því hefði verið slegið föstu þegar tilkynnt var um samvinnu SAS og Lufthansa í vor. Hins vegar ætlaði SAS ekki að halda áfram samstarfinu við Finn- air, Swissair og Austrian Airlines, að sögn Skaarups. Ákvörðunin um það hefði verið tekin óháð aðfinnsl- um framkvæmdanefndarinnar. Flugleiðir Innanlandsflug skilið frá öðrum rekstri Á STJÓRNARFUNDI Flugleiða í gær var ákveðið að skilja rekstur innanlandsflugs félagsins frá öðrum rekstri, án þess þó að stofnað verði um það sérstakt hlutafélag. Innan- landsflugið mun í framhaldi af þess- ari ákvörðun gera formlega við- skiptasamninga við aðrar deildir Flugleiða um kaup á þjónustu frá þeim, og er því fijálst að beina við- skiptum sínum til annarra aðila ef hagkvæmt þykir. Innanlandsflugið verður frá 1. september nk. undir stjórn sérstakr- ar stjómamefndar, sem mun gegna sama hlutverki og stjórn í sjálfstæðu hlutafélagi. Þá verður innanlands- flugið skilið frá öðrum deildum inn- an skipurits Flugleiða. Með þessu móti ætlar félagið að renna traustari stoðum undir rekst- ur innanlandsflugsins, sem hefur verið erfíður undanfarin ár. í frétt frá Flugleiðum segir, að eftir vand- lega athugun hafi af hagkvæmnisá- stæðum verið ákveðið að stíga ekki skrefið til fulls með stofnun sérstaks hlutafélags um innanlandsflugið. GSM nær sænska markaðnum GSM-símakerfið hefur nú undirtökin á sænska farsímamarkaðnum. Sam- kvæmt „Svenska Dagbladet" seldust í júní næstum sjötíu þúsund GSM- símar í Svíþjóð, en aðeins fjögur þúsund NMT-símar. Á fyrri helmingi ársins seldust um 395 þúsund farsím- ar, þar af sextíu þúsund NMT-sím- ar. Heildarsalan í fyrra var 650 þús- und, en búist er við að salan í ár nemi um 800 þúsund símum. Ekki er þó öll salan viðbót við kerfið, held- ur er búist við að 100-150 þúsund símar leysi eldri síma af hólmi. Far- símar hafa breiðst út eins og eldur í sinu í Svíþjóð og hart barist um kaupendur. ----♦ ♦ ♦--- Ranginafn Rangt var farið með nafn annars mannsins á mynd sem fylgdi frétt á baksíðu viðskiptablaðs í gær um nýja norræna ferðaskrifstofu. Mynd- in var ekki af Júlíusi Pálssyni sem rætt var við heldur af Hauk Birgis- syni, framkvæmdastjóra Norrænu ferðaskrifstofunnar, sem er sam- starfsaðili íslands- og Skandiínavíu- ferða, sem Júlíus er í forsvari fyrir. Er beðist velvirðingar á þessu. Lög um fjárfestingar erlendra aðila á íslandi Hafa ekkiáhrifá hluta- bréfakaupin í Stöð 2 LAGAÁKVÆÐI um takmarkanir á fjárfestingu erlendra aðila í atvinnu- rekstri á Islandi munu mjög ólíklega hafa áhrif á fyrirhuguð kaup Chase Manhattan bankans á 20% hlut í íslenska útvarpsfélaginu. Kaupin hafa vakið upp spumingar um reglur um erlenda eignaraðild að fjölmiðl- um. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en nafnvirði hlutabréfanna er 109 milljónir króna. Með útvarpslögum frá 1985 var kveðið á um rétt einkaaðila til út- varps- og sjónvarpsrekstrar. Þær takmarkanir var þó að fínna í lögun- um að hvorki mætti veita erlendum aðilum leyfi til slíks rekstrar, né fé- lagi eða stofnun, þar sem eignaraðild erlendra aðila væri meiri en 10%. Samkvæmt útvarpslögunum frá 1985 hefðu kaup Chase Manhattan bankans á 20% hlut í íslenska út- varpsfélaginu því verið óheimil. Umrætt ákvæði var fellt úr út- varpslögum árið 1991. Með lögum um íjárfestingar erlendra aðila í at- vinnurekstri frá sama ári eru ekki lagðar sérstakar hömlur á fjárfest- ingu í fjölmiðlum. Hins vegar er kveðið á um að leyfi viðskiptaráð- herra þurfí fyrir fjárfestingu eins erlends aðila eða fjárhagslega tengdra erlendra aðila éf hún fer yfir 250 milljónir á almanaksárinu en samkvæmt lánskjaravísitölu nem- ur þessi upphæð 295 milljónum nú. Þá er kveðið á um það í lögunum að framkvæmdastjóri og meirihluti stjórnarmanna skuli vera búsettir hérlendis, óháð eignarhlut, atkvæð- isrétti eða öðrum yfirráðum erlendra aðila. EES-búar eru þó undanþegnir og eins getur viðskiptaráðherra veitt sams konar undanþágur. Áformað er að Chase Manhattan bankinn kaupi 20% hlut í íslenska útvarpsfélaginu eða tæpar 109 millj- ónir króna að nafnverði. Ef bankinn kaupir hlutabréfín á genginu 4,0, eins og miðað er við í hlutabréfa- kaupum meirihlutans, nema kaupin alls 435 milljónum króna og sam- kvæmt þvi þyrfti samþykki viðskipta- ráðherra fyrir þeim. Það er þó ósennilegt að þetta lagaákvæði hafí nokkur áhrif á hlutabréfakaup Chase Manhattan bankans. í fyrsta lagi er ekki víst að bankinn kaupi hlutabréfín á geng- inu 4,0. Vel má vera að hann fái bréfin á lægra verði enda veitir hann íslenska útvarpsfélaginu og Útheija, eignarhaldsfélagi meirihluta hlut- hafa, lánafyrirgreiðslu. Þá hafa tals- menn Útheija sagt að sala hluta- bréfa til Chase Manhattan þjóni m.a. annars þeim tilgangi að fá þekkingu á fjölmiðlarekstri inn í fyrirtækið en sérstök deild innan bankans sér um og fylgist með fjárfestingum hans í fjölmiðlafyrirtækjum. Þar gæti verið komin önnur ástæða fyrir því að selja bankanum bréfín á lægra gengi en 4,0. Nemi fjárfesting Chase Man- hattan í ÍÚ meira en 295 milljónum króna er þó ekki víst að viðskiptaráð- herra þyrfti að veita leyfi fyrir henni. Kaupin gætu átt sér stað á tveimur eða þremur árum og auk þess gæti bankinn hæglega látið útibú sitt í Bretlandi annast þau enda er flutn- ingur fjármagns ftjáls innan Evr- ópska efnahagssvæðisins. Auðvitað kemur einnig til greina að bankinn sæki einfaldlega um undanþágu ef kaupverðið er hærra en 295 milljónir króna. Sigurður G. Guðjónsson, stjórn- arformaður íslenska útvarpsfélags- ins, segir að meirihlutanum í fyrir- tækinu sé fullkunnugt um þau laga- ákvæði sem séu í gildi um fjárfesting- ar erlendra aðila og að þeim verði fylgt í hvívetna. Hann segist alls ekki eiga von á að þessi ákvæði standi í vegi fyrir kaupunum en vill ekki tjá sig um það hvort kaupverðið sé hærra eða lægra en 295 milljónir króna. Ótrúlegur afsláttur af okkar lága

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.