Morgunblaðið - 11.08.1995, Síða 16

Morgunblaðið - 11.08.1995, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA ERLEIMT Framkvæmda- sljórnin vill frelsi í lífeyrismálum Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJORN Evrópu- sambandsins hyggst í næsta mánuði auka mjög þrýsting á ríkisstjórnir aðildarríkjanna að þær aflétti ýms- um hömlum á Iífeyrissjóði, þannig að þeir fái í raun að tilheyra hinum ftjálsa fjármagnsmarkaði sam- bandsins. Framkvæmdastjórnin hefur kraf- izt upplýsinga frá öllum aðildarríkj- unum fimmtán um þær hömlur, sem lagðar eru á fijálsa íjárfestingu og meðferð fjár lífeyrissjóða. Hingað til hafa hins vegar aðeins Frakkland, Austurríki, Danmörk, Grikkland, ír- land, Bretland og Holland svarað. Þau ríki, sem ekki hafa sent fram- kvæmdastjórninni í næsta mánuði, munu fá áminningu. Lífeyrissjóðir látnir fjármagna fjárlagahalla Taljð er að öll ríkin nema Bret- land, írland og Holland, þar sem 80% af fé evrópskra lífeyrissjóða hafa verið fjárfest, leggist gegn auknu frelsi á lífeyrismarkaðnum. Rök- semdir þeirra eru einkum þær að sé lífeyrissjóðum stjórnað utan þess lands, þar sem greitt er úr þeim, sé hætta á að fyllstu gætni og fyrir- hyggju verði ekki gætt. Diplómatar og sérfræðingar segja hins vegar í samtölum við Reuter að hin raun- verulega ástæða fyrir andstöðu margra ríkja við hugmyndir fram- kvæmdastjórnarinnar sé sú, að líf- eyrissjóðir gegni víða því hlutverki að fjárfesta í ríkisskuldabréfum við- komandi ríkisstjóma og fjármagna þannig halla á fjárlögum þeirra. Sjálfstæðir lífeyrissjóðir eru óal- gengir í mörgum löndum Evrópu- sambandsins, þar sem greiðsla eftir- launa er einkum á könnu ríkisins. Sjálfstæðum sjóðum fer þó fjölg- andi, en þeir sæta ströngum reglum af hálfu hins opinbera. Þannig skylda dönsk og þýzk stjórnvöld lífeyrissjóði til að festa að minnsta kosti 80% fjár síns í bréf- um, sem gefin eru út í dönskum krónum og þýzkum mörkum. Franska stjórnin gerir kröfu um að 50% fjár lífeyrissjóða séu fest f frönskum ríkisskuldabréfum. Bretland myndi hins vegar græða á auknu frelsi í þessum efnum, þar sem London er helzta fjármálamið- stöð Evrópu og búast má við að margir lífeyrissjóðir kysu að fjár- festa í bréfum brezkra fjármálafyrir- tækja. Mál höfðað fyrir Evrópudómstólnum Framkvæmdastjórnin telur að því fijálsari sem markaðurinn er, þeim mun meiri dreifmgu á fjárfestingum sínum geti lífeyrissjóðir náð, og þar með hærri ávöxtun og minni áhættu. Stjórnin álítur að ekki eigi að skylda lífeyrissjóði til að festa meira en 60% af fé sínu í mynt viðkomandi ríkis. Mörg ESB-ríki telja að með afskipt- um sínum af málefnum lífeyrissjóða sé framkvæmdastjórnin að fara út fyrir valdsvið sitt og hefur franska stjórnin höfðað mál fyrir Evrópu- dómstólnum tii að fá úr því skorið. Stefnt að samningi við Marokkó í september • ESB vonast til að samningar um fiskveiðar skipa ESB-ríkja við strendur Marokkós náist í byrjun september. Síðasti samningur þar að lútandi rann út í apríl sl. og hafa samningaviðræður staðið yfir síðan. I síð- ustu umferð viðræðn- anna í júní sl. bar enn mikið í milli. Marok- kómenn vilja skerða mjög kvóta ESB- skipa og skylda fleiri þeirra til að landa aflanum í Marokkó. Sjávarútvegsráð- herra Marokkó, Must- afa Sahel, mun í dag, föstudag, hitta Emmu Bonino, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmda- stjórn ESB, í Brussel. Fiskveiði- samningurinn við Marokkó er sá mikilvægasti sinnar tegundar við ríki utan ESB. Um 28.000 manns á S-Spáni, Kanaríeyjum og í Portúgal eru háðir honum. • ECHO, hjálparstofnun Evr- ópusambandsins, hefur ákveðið að veija tveimur milljónum ECU til fjórtán nýrra verk- efna sem miða að því að bæta viðbúnað við náttúruhamförum. I heild ver stofnunin 5 milljónum ECU til slíkra verkefna í ár og dreifastþau um allan heim. • SAMVINNA landamærahéraða Þýzkalands og Benel- ux-landanna hlýtur stuðning úr INTER- REG-II áætlun ESB. Fram- kvæmdastjórn ESB fjármagnar samvinnuverkefnið með 51,8 milljónum ECU. Innan ramma sömu áætlunar hljóta landa- mærahéruð Þýzkalands og Tékklands stuðning um sem nemur 42,2 milljónum ECU. ÞÚSUNDIR fisk- verkafólks í Port- úgal og á Spáni eru iðjulausar vegna samningsleysis við Marokkó. CEFTA-ríki funda í Yarsjá Aðild Slóveníu og frjáls- an verzlun Varsjá. Reuter. FRIVERZLUNARSAMTÖK Mið- Evrópu, CEFTA, munu halda fund í Varsjá síðar í mánuðinum og ræða umsókn Slóveníu um aðild að sam- tökunum. Jafnframt verða tillögur um að hraða afnámi viðskiptahindr- ana milli aðildarríkjanna á dagskrá. Aðild að CEFTA eiga nú Pól- land, Ungveijaland, Tékkland og Slóvakía. Samtökin voru stofnuð árið 1992 til að hleypa nýju lífi í verzlun á meðal fyrrverandi aðildar- adagskra ríkja COMECON, efnahagsbanda- lags kommúnistaríkja. Viðskiptin hafa aukizt hröðum skrefum og sem dæmi má nefna að viðskipti Póllands við hin ríkin þijú námu um 82 milljörðum króna árið 1992, 107 milljörðum í fyrra og á fyrstu fimm mánuðum þessa árs um 63 milljörðum. Eystrasaltsríkin og Rúmenía, auk Slóveníu, hafa sýnt áhuga á CEFTA-aðild. Varað við bráðri stækkun NATO London. Reuter. BRESK þingnefnd varaði á mið- vikudag við því að stækka Atlants- hafsbandalagið (NATO) í bráð- ræði. Niðurstaða varnarmála- nefndar neðri deildar þingsins, sem í sitja þingmenn allra flokka, var sú að stækkun myndi aðeins ýta undir óöryggi. % í skýrslu nefndarinnar var bent á að í 5. grein NATO-sáttmálans væri kveðið á um að aðildarríki væru skyldug til þess að liðsinna hveijum þeim aðila að bandalag- inu, sem yfir vofði utanaðkomandi hætta. Hins vegar væri ekkert þeirra ríkja, sem líklegt væri að sækjast myndu eftir inngöngu í NATO, í slíkri hættu og ekkert þeirra myndi færa bandalaginu hernaðarlegan ávinning. „Ekkert kæmi Evrópuríkjum jafn illa og að stækka NATO án þess að geta eða vilji sé fyrir hendi til að uppfylla ákvæði 5. greinar- innar,“ sagði í skýrslunni. Var mælst til þess að dokað yrði við og ráðgert að fyrstu ríki Austur- og Mið-Evrópu gætu gengið í NATO innan tíu ára. Sagði að Pólveijar, Ungveijar, Tékkar og Slóvakar ættu langt í land áður en þeir gætu talist líklegir til að leggja sitt af mörkum til öryggis- mála. Svipað væri ástatt úm Búlgara og Rúmena og Eystrasaltsríkin þyrftu að taka sig á bæði í hernað- armálum og stjórnmálum áður en tímabært væri að „íhuga“ aðild. Varað var við því að einangra Úkraínu því að það gæti hrakið landið í faðm Rússa að nýju. iveuwíi Skæruliðar handteknir við sumarhöll Spánar- konungs LÖGREGLA á Spáni handtók í gær þrjá menn úr skæruliðasam- tökum Baska (ETA) á eyjunni Mallorca og er talið að þeir hafi verið að leggja á ráðin um bana- tilræði við Jóhann Karl Spánar- konung. Angel Olivares, yfir- maður spænsku lögreglunnar, sagði á blaðamannafundi í gær að mennirnir hefðu verið hand- teknir í aðgerð sérsveita á mið- vikudagskvöld. Tveir mannanna voru gripnir í íbúð skammt frá Marivent-höll, þar sem konungs- fjölskyldan heldur til í fríum. Sá þriðji var handtekinn í snekkju. Einnig var fjöldi vopna, sprengi- efni og ýmiskonar skjöl gerð upptæk. Talið er að skæruliðarn- ir haf i annað hvort ráðgert til- ræði við konungsfjölskylduna, eða að láta til skarar skriða á leiðtogafundi Evrópusambands- ins, sem haldinn verður á Mall- orca 22. september. Á myndinni sjást lögregluþjónar leiða einn hinna handteknu, Inaki Rego, sem dæmdur var í fangelsi í eitt ár 1979 fyrir að brugga konungi launráð, á brott. Yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins í Evrópu Markmið NATO póli- tísk og hemaðarleg HRUN Berlínarmúrsins og sigurinn á kommúnismanum voru beinar af- leiðingar samstöðu aðildarríkja Atl- antshafsbandalagsins (NATO) og fá lönd voru mikilvægari í átökum kalda stríðsins en ísland. Þetta kom fram í gær á blaðamannafundi bandaríska hershöfðingjans George Joulwans sem er yfirmaður herstjórnar NATO í Evrópu og þar að auki æðsti maður heija Bandaríkjamanna í Evrópu. Joulwan kom í sólarhrings heim- sókn hingað til lands á miðvikudag. Hann ræddi m.a. við Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra og sagði að fjallað hefði verið um Keflavíkur- stöðina og svonefnt Friðarsamstarf NATO og Evrópúríkja utan banda- lagsins, alls 26 ríkja. Joulwan lýsti ánægju sinni með að koma til íslands. Landið væri ómetanlegur hlekkur í varnarsam- starfinu vegna landfræðilegrar legu sinnar en einnig vegna þess að sam- starfið snerist um fleira en vopn og herafla. „NATO er nú á leið inn á nýjar brautir, Evrópa er einnig ger- breytt og hlutverk íslands er sem fyrr afar mikilvægt í langtímaáætl- unum.“ Markmið NATO væri að efla lýðræði og frelsi og framlag íslendinga í pólitískri baráttu banda- lagsins hefði skipt miklu. Þeir gætu enn lagt fram skerf á því sviði, hann nefndi samskiptin við Eystrasaltsrík- in þijú sérstaklega í því sambandi. Hershöfðinginn hefur gegnt stöðu sinni frá 1993, aðalstöðvar hans eru í Mons í Belgíu. Er undirbúningur og öll áætlanagerð vegna aðgerða Atlantshafsbandalagsins í löndum gömlu Júgóslavíu á verksviði Joulw- ans en daglegum aðgerðum stjórnað frá Ítalíu. Joulwan var spurður hvort inn- byrðis deilur í bandalaginu um stefn- una á Balkanskaga hefðu áhrif á störf hans en hann vísaði því alger- lega á bug, minnti á að fyrir skömmu hefði náðst samkomulag um fram- kvæmd og yfirstjórn loftárása ef gripið yrði til þeirra að ósk Samein- uðu þjóðanna. Eindrægni hefði ríkt um þau mál í bandalaginu. Nú hefði verið ákveðið að yfirmaður friðar- gæsluliðsins í gömlu Júgóslavíu, franski hershöfðinginn Bernard Janvier, myndi hafa ákvörðunarvald- ið um loftárásir fyrir hönd SÞ. Joulwan vildi sem minnst tjá sig um sókn Króata í Krajina-héraði, lagði áherslu á að leysa yrði deilurn- ar á Balkanskaga með friðsamlegum samningum. George Joulwan ) » ! I i i i i I i i i í i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.