Morgunblaðið - 11.08.1995, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 19
LISTIR
Dauðhreinsuð
tilviljun
MYNPUST
Mokka-kaf fi
HÖGGMYNDIR
Sara Björnsdóttir. Opið alla daga til
13. ágúst. Aðgangur ókeypis.
ÚTSKRIFTARSÝNINGAR
Myndlistar- og handíðaskóla ís-
lands eru meðal umfangsmestu
listviðburða hvers árs, enda
markmiðið að þar sé hægt að
bregða upp nokkru af því besta
sem hver og einn meðal nemenda
hefur verið að fást við á lokaári
sínu í skólanum. Vegna fjöldans
- og stutts sýningartíma - vill
einstaklingurinn hins vegar týnast
í heildinni og gestir ná aðeins að
festa verk nokkurra í huga'sér
þegar haldið er á braut.
Þetta er miður, þar sem framlag
hvers og eins er allrar athygli
virði, og ætti skilið meiri umfjöllun
en er möguleg innan ramma út-
skriftarsýningarinnar. Ýmsir úr
hópi nemenda hafa brugðist við
þessu með því að sýna verk sín
nokkru síðar á öðrum vettvangi
og er þessi fyrsta einkasýning
Söru Björnsdóttur einmitt af þess-
um toga, en hún lauk námi við
fjöltæknideild MHÍ á síðastliðnu
vori.
í vor var þessum hvítu verkum
dreift óreglulega á gólf og nutu
sín þar mun síður en þau gera hér
í brúnum húsakynnum Mokka, þar
sem þeim hefur verið raðað skipu-
lega í ijórfalda röð á alla veggi.
Gerð verkanna er einföld; rétthyrnt
mót af seigfljótandi gifsi hefur
orðið fyrir höggi fallandi hlutar,
sem hefur sprengt yfirborðið og
myndað holu í miðjan flötinn. Hér
verður því samhliða verkinu til
nýtt tilbrigði við hugtakið „högg“-
mynd, sem þó fellur ágætlega að
hinni hefðbundu skilgreiningu
þess.
Þegar litið er yfir þá tvö hundr-
uð og sextíu fleti sem þannig hafa
orðið til kemur hins vegar upp
spurningin hvort ekki sé réttara
að skoða þetta allt sem eitt verk
fremur en mörg, því hver flötur
vísar til heildarinnar og heildin til
hvers og eins.
Þessi einfalda sköpun leiðir sam-
an margar formlegar andstæður
þegar betur er að gáð. Fljótandi
efni verður fyrir höggi og afleið-
ingin er bundin í föstu formi; slétt,
lokað og friðsælt yfirborð umturn-
ast fyrir þyngdaraflinu í úfið, opið
sár; augnablik ofbeldis leiðir af sér
endanlega afmyndun; reglubundin
endurtekning höggsins leiðir aldrei
til sömu niðurstöðu í tvö skipti,
heldur er afraksturinn ótakmörkuð
fjölbreytni myndanna; hin dauð-
hreinsaða ímynd hvíta gifsflatarins
er rofin af endalausum tilviljunum
höggbylgjunnar.
Þessum formlegu andstæðum
fylgja eðlilega ýmsar hugrenningar
um möguleg tákngildi þessa fyrir
manninn, bæði með tilvísun til
samfélagsins og persónunnar.
Jafnvægi lífsins er ætíð rofið með
ofbeldi, bæði hjá einstaklingum og
þjóðum; afleiðingar þess eru varan-
legar, jafnvel þó það hafi staðið
stutt. Breytingin á einnig sínar
jákvæðu hliðar; sköpun lífsins leið-
ir til óendanlegar fjölbreytni, þó
getnaðurinn verði af líffræðilegum
sökum nær alltaf með sama hætti;
tilviljunin (sem sumir vilja eigna
æðri máttarvöldum) er einn sterk-
asti þáttur sköpunarinnar hverju
sinni.
Með þessum einföldu ímyndum
sínum hefur Sara þannig náð að
snerta marga og ólíka strengi. í
myndsköpun hennar sameinast
mikilvægi athafnarinnar og af-
rakstursins, þar sem hið ólgandi
ofbeldi höggsins er varðveitt í
kyrrð hins hreina, hvíta efnis, sem
geymir það um ókomna tíð.
Hér er á ferðinni góð upphafs-
sýning á ferli ungrar listakonu,
sem verður væntanlega athyglis-
vert að fylgjast með í framtíðinni.
Eiríkur Þorláksson
| LAGERHREIN5UN
SENGíABORNIN:
Bankastræti 10 • sími 552-2201 ^
Vönduð barnaföt.
Enn meiri verðlækkun.
Ævintýralega lágt verð
- síðustu daqar.
^ (mia acj útlilió
aöstoöa viö val skartgripa
langan laugardag kl. 13-17.
Einstakt tækifæri.
Tilboö í gangi.
5201
Sirm
552
oc/ ■íAa/'fí//vJj/r
Jítiujaoetji 6/
Farðu vel me
Skiptu út nefpúðui
fyrir aðeins 200 kr.
Þessir litlu.stömu, mjúku silikonpúðar eru góðir
eins lengi og þeir duga.
Púðarnir slitna. Efni frá húðinni brýtur þá niður haegt og sígandi
og dag einn eru þeir slitnir upp og þá þarf að skipta þeim út.
Best væri að fá nýja púða á hálfs árs fresti til að hllfa nefinu.það
segjum við hjá Profil Optik Gleraugnamiðstöðinni.
Þess vegna lækkum við verðið og bjóðum þér að koma til okkar
og fá nefpúða fyrir aðeins 200 kr. I ágúst.
Vlð pössum vef upp i sjónlna þlna
PROFILMTOPTIK
frH
GLERAUGNAMIÐST
Laugavegi 24, símar 552 0800 og 552 2702.
Nú þrífum við og hreinsum
skartgripi.
Þaö er nauösynlegt aö vera meö
hreina og glansandi skartgripi.
Tilboösverö á hreinsun skartgripa.
o</ ■s'Áa/V///vJj/r
atu/aoet/i
6}
UTSALA
ÓTRÚLEG
VERÐtÆKKUN
Á GÆÐAFATNAÐI
enenon
Laugavegi 97, sími 552 2555.