Morgunblaðið - 11.08.1995, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Ólöf Sigurðar-
dóttir fæddist
25. nóvember 1927
í Reykjavík. Hún
lést á Selfossi 4.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru sr. Sigurður
Z. Gíslason, prest-
ur á Þingeyri, d.
1. janúar 1943, og
kona hans, Guðrún
Jónsdóttir, d. sept-
ember 1963. Ólöf
var elst 6 barna
þeirra hjóna, en
þau eru Dóra Lauf-
ey, talsímakona í Hafnarfirði,
Jón, hljómlistarmaður í
Reykjavík, Asgeir, tónlistar-
skólastjóri á Selfossi, Jónas,
símvirki í Reykjavík, og Gunn-
ar, endurskoðandi í Reykjavík.
Ólöf giftist 18. apríl 1957 eftir-
lifandi eiginmanni sínum, Hirti
Þórarinssyni þá kennara á
Selfossi, síðar skólastjóra á
Kleppjárnsreykjum og síðustu
15 árin framkvæmdastjóra
Samtaka sunnlenskra sveitar-
félaga. Kjördóttir þeirra og
ELSKULEG vinkona mín Ólöf Sig-
urðardóttir er látin eftir hetjulega
baráttu við illvígan sjúkdóm. Við
kynntumst fyrir hartnær 40 árum
þegar við fluttumst að Selfossi þar
sem eiginmenn okkar voru sam-
starfsmenn og vinir. Ég kom á stað-
inn nýútskrifuð úr kennaraskóla og
alls óreynd í húsmóðurstörfum, hún
hafði verið skólastjóri húsmæðra-
< skóla um margra ára skeið og á
okkur var 10 ára aldursmunur.
Aldrei fann ég annað hjá henni en
við værum jafningjar og með okkur
tókst sú trygga vinátta sem aldrei
hefur borið skugga á öll þessi ár.
Elsta dóttir okkar og dóttir Ólaf-
ar og Hjartar eru jafn gamlar og
oft var hist til að bera saman bæk-
umar um barnauppeldið og lofa
dætrunum að leika sér saman. Þeg-
ar þau fluttu að Kleppjárnsreykjum
fækkaði heimsóknum, en þeim mun
skemmtilegra var að hittast, annað
hvort á Selfossi, Kleppjárnsreykjum
eða í Húsafelli þar sem þau áttu
lítinn bústað. Dætur okkar minnast
oft ferðanna upp í Borgarfjörð, til-
^ hlökkunin var svo mikil að þegar
komið var í Bæjarsveitina spurðu
þær við hverja smáhæð hvort Klepp-
jámsreykir væru ekki hinum megin
við hæðina. Þar og í Húsafelli áttum
við margar ánægjustundir saman
og alltaf tók Ólöf á móti okkur af
miklum rausnarskap. Við Jón áttum
svo ótal margar góðar stundir með
þeim hjónum. Sérstaklega er mér
minnisstæð ferð sem við fórum með
Gullfossi til Kaupmannahafnar og
þaðan til Rinarlanda. Við Ólöf gát-
um oft setið og rifjað upp þessa
ferð og hlegið að ýmsu spaugilegu.
Þegar þau fluttu að Selfossi að nýju
gerðumst við Ólöf samkennarar og
umræðuefni um skólamál og fréttir
. .af börnum og bamabömum voru
endalaus.
MÖRKINNI 3 • SÍHI S88 0640
bróðurdóttir Ólaf-
ar er Sigrún læknir
í Svíþjóð gift Birni
Geir Leifssyni
lækni. Þeirra synir
eru Hjörtur Geir
og Ólafur Hrafn.
Ólöf lauk námi í
Húsmæðraskólan-
um í Hveragerði
1948 og Hús-
mæðrakennara-
skóla íslands 1950.
Hún sótti mörg
námskeið í handa-
vinnu, dansi og al-
mennri kennslu.
Hún var skólastjóri Hús-
mæðraskólans á Staðarfelli
1950-1955, og kennari við Hús-
mæðraskólann á Varmalandi
1955- 1956 og skólastjóri þar
1956- 1957. Handavinnukenn-
ari á Selfossi frá janúar 1958
til vors 1959. Almennur kenn-
ari við Kleppjárnsreykjaskóla
1961-1978 og við Grunnskóla
Selfoss til vors 1994.
Útförin fer fram frá Selfoss-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Fyrir nokkrum árum reistu þau
hjón sér sumarbústað í Grímsnesinu
ásamt Sigrúnu dóttur sinni og Bimí
Geir sem bæði starfa sem læknar í
Svíþjóð. í bústaðnum undi Ólöf sér
vel við hannyrðir og bóklestur og
er sárt að hún gat ekki notið þess
lengur að dvelja þar. Ólöf var alltaf
tilbúin að hjálpa og gefa öðram.
Ef við þurftum að bregða okkur í
burtu var sonur okkar nánast tekinn
í fæði þó hann gæti bjargað sér sjálf-
ur. Stofublóm og gróðurhús sá hún
oftast um í fjarvera okkar, um þetta
þurfti aldrei að biðja, hún bað um
að fá að gera þetta. Hún var bæði
raungóð og traust kona sem aliir
báru virðingu fyrir, hafði sínar
ákveðnu og skynsömu skoðanir á
hlutunum og átti ákaflega erfitt
með að vita af einhveijum sem átti
bágt. Veikindum sinum tók hún með
mikilli stillingu. Hún kvartaði"áldrei
og reyndi að fylgjast með skóla-
starfinu eins lengi og mögulegt var,
spurði oft þegar ég kom hvort ég
vildi nú ekki segja henni fréttir úr
skólanum. Ég á eftir að sakna henn-
ar, en geymi minningar um góða
vinkonu.
Við Jón og börnin okkar kveðjum
hana í dag með þökk fyrir allt. Elsku
Hjörtur, Sigrún, Björn Geir og syn-
ir, við vottum ykkur innilega samúð
og biðjum Guð að styrkja ykkur í
sorginni.
Edda B. Jónsdóttir.
Líf íjölskyldu er eins og marg-
þættur vefnaður með fjölmörgum
uppistöðuþráðum, litbrigðum og
myndröðum, þar sem stöðugt eru
ofnar áfram nýjar myndir úr nýjum
þráðum í nýjum litum.
Þegar tóm og tilefni gefst til að
horfa á vefnaðinn úr ijarlægð koma
sterk heildareinkenni í ljós sem oft
era hulin sjónum í nándinni við verk-
ið og hið daglega amstur.
Við andlát ástkærrar föðursystur
okkar, Ólafar Sigurðardóttur, gefst
okkur systkinunum tilefni til að lúta
höfði og þakka fyrir þann ríka þátt
sem hún átti í lífi okkar og foreldra
okkar. Minningin um Ólöfu verður
ekki slitin frá okkar eigin fjölskyldu-
sögu, svo sterkt og þétt fléttuðust
lífsþræðir okkar saman. Ólöf var
stóra systir pabba, elst sex systkina
sem á bamsaldri misstu föður sinn.
Ef einhver öðrum fremur í systkina-
hópnum tók að sér að reyna að veita
hinum stuðning og þá umhyggju
sem þau misstu við fráfall föður
síns þá var það Ólöf. Þessarar um-
hyggju nutu síðan öll systkinabörn
hennar í ríkum mæli. Hún var veitt
skilyrðislaust, svo lítið bar á, án
nokkurra væntinga um endurgjald,
í hógværð þess sem gefur af ein-
skærri löngun til að láta gott af sér
leiða. Þessir eiginleikar Ólafar
fundu sér síðan fullkomna samsvör-
un í Hirti Þórarinssyni eiginmanni
hennar og mátti ekki á milli sjá
hvort þeirra tók hinu fram í þeirri
alúð og hlýju sem þau sýndu ætt-
ingjum sínum og vinum.
Við systkinin ólumst upp við sér-
kennilegt fjölskyldumynstur. Strax
og þau elstu okkar komust á legg
kom í ljós að þau hændust að Ólöfu
og Hirti og þau að okkur. Til dæm-
is eru margar fyrstu bernskuminn-
ingar Didda, sem er elstur, einmitt
tengdar Ólöfu og Staðarfelli þar sem
hún var skólastýra Húsmæðraskól-
ans og Diddi farinn að dvelja hjá
henni í fríum eins og við öll áttum
eftir að gera. Kærleiksböndin á milli
foreldra okkar og Ólafar og Hjartar
treystust síðan enn frekar þegar þau
tóku alveg að sér eina systur okk-
ar, Sigrúnu. Sú ákvörðun var tekin
á meðan Sigrún var enn í móður-
kviði, þannig að þegar hún fæddist
þá fæddist hún tveim mæðram og
tveim feðram, einkadóttir foreldra
sinna en jafnframt eitt barnið enn
í stóram og stækkandi systkina-
hópi. Öllum var ljóst frá fyrstu tíð
hvemig málum var háttað. Tengslin
voru alltaf djúp og mikil, við systkin-
in eins og gráir kettir á heimili Ólaf-
ar og Hjartar og foreldrakærleikur
þeirra til Sigrúnar náði svo sannar-
lega einnig til okkar alsystkina
hennar. Með þessari ákvörðun eign-
uðumst við systkinin hin einnig aðra
foreldra sem vora örlát á ást sína
til okkar.
Þegar við vorum yngri þótti okk-
ur þessi ráðstöfun sjálfsagt mál,
enda þekktum við ekki annað. Eftir
því sem árin liðu höfum við systkin-
in æ oftar rætt okkar á milli hversu
stórbrotin þessi ákvörðun vat' hjá
bæði foreldrum okkar og Ólöfu og
Hirti. Þau öll eiga aðdáun okkar og
þökk skilda. Alla tíð síðan einkennd-
ust samskipti fjölskyldnanna af
djúpu gagnkvæmu þakklæti. Móðir
okkar og Ólöf deildu bömum sínum
og tengdust því eins sterkum bönd-
um og nokkrar tvær konur geta
gert.
Ólöf var ekki heilsuhraust kona
þótt sjaldan yrðu samferðamenn
hennar varir við hennar veikinda-
glímur. Síðustu árin var þó eins og
hún yrði aftur sama gamla Ólöf,
kankvís og glettin og kraftmikil.
Það varð því mikið áfall þegar það
kom í ljós að hún gekk með erfitt
krabbamein og líklega yrði aðeins
einn endir á þeirri sögu. Við þessar
aðstæður dáðumst við systkinin
óumræðilega mikið að henni, því
ekki tapaði hún andlegum krafti og
Ijúfri lund. Við bættist æðruleysi og
framkvæmdasemi - hana munaði
til dæmis ekki um að fara fárveik
til Svíþjóðar til að vera sem næst
Sigrúnu og Bjössa og sonum þeirra,
enda var því viðbrugðið hversu inni-
legt samband mæðgnanna var. Þá
var sárt að kveðja hana, því við
bjuggumst varla við að sjá hana
aftur. Heim kom hún samt - heima
vildi hún deyja.
Hjörtur, maðurinn hennar, ann-
aðist hana af kostgæfni síðustu
mánuðina, búinn að minnka við sig
vinnu. Það var aðdáunarvert að sjá
hvernig þau hjón sem höfðu búið
við hefðbundna verkaskiptingu,
enda Ólöf með myndarlegustu hús-
mæðrum sem um getur, gátu breytt
hlutverkum sínum og aðlagast þess-
ari nýju stöðu. Hjörtur lét Ölöfu
kenna sér eldamennsku og fatavið-
gerðir úr rúminu og þegar nýir sigr-
ar unnust á þessu sviði var oft hringt
til Svíþjóðar í Sigrúnu til að stæra
sig af framförunum. Hjörtur hafði
oft á orði að núna væri hann að
bæta konu sinni upp að hafa ekki
átt með henni eiginlega hveiti-
brauðsdaga. Þessi orð lýsa vel and-
rúmsloftinu sem var á heimili þeirra
í veikindum Ólafar.
Sigrún og Björn Geir, maðurinn
hennar, komu um miðjan júlí frá
Svíþjóð til að vera hjá Ólöfu síðustu
vikurnar. Þó venjulega telji maður
það ekki æskilegt að veikindi drag-
ist á langinn má samt þakka fyrir
þennan tíma, ekki síst vegna ömmu-
strákanna hennar tveggja sem á
eðlilegan og fallegan hátt fengu að
búa sig undir að amma væri að fara.
Og þeir vora duglegir að kveðja,
byijuðu hvern dag á að koma að
rúminu hennar til að kyssa og
knúsa. Þá sást á Ólöfu að hún var
hamingjusöm.
Andlátsstund Ólafar var þrungin
fegurð og friði. Þar voru Hjörtur,
Sigrún og Bjössi, móðir okkar og
við systkinin öll sem komust. Hin
höfðu kvatt kvöldinu áður og náðu
þá að skiptast á orðum við hana
meðan hún var enn með meðvitund.
Þá reis Ólöf allt í einu upp við dogg
og spurði hvort hún væri að deyja.
Þegar Hjörtur játti því spurði hún
af sinni alkunnu ákveðni hvort það
ætti nú ekki að undirbúa þana eitt-
hvað. Hirti varð orðfall. í rauninni
vissi hann sem var - að öllum undir-
búningi var lokið og að vanda hafði
vel verið að verki staðið.
Guð blessi Ólöfu og ástvini hennar.
Jóns- og Jóhönnubörn.
Ég var 6 ára þegar systir mín
fæddist, og man ég eftir að þú komst
heim til mín til að athuga, hvort
þú gætir hjálpað eitthvað til. Síðan
þá man ég alltaf eftir þér vera að
hjálpa einhveijum.
Þú varst handavinnukennari
minn alla mína skólagöngu í barna-
skóla, og bý ég að þeirri kennslu
enn þann dag í dag. Ólöf flutti úr
Borgarfirðinum árið 1978, á Sel-
foss. Við sáumst sjaldan í mörg ár,
en sumarið 1993 kom ég að vinna
hér á Selfossi, og fékk ég þá leigt
í kjallaranum hjá þér og Hirti. Mér
fannst mjög gott að vera hjá ykk-
ur. Alltaf varstu boðin og búin að
hjálpa mér, ef mér leið eitthvað iila,
og þá var líka gott að leita til þín,
Ólöf mín.
Síðastliðið ár hefur þú háð hetju-
lega baráttu við banvænan sjúkdóm,
sem lagði þig að velli. Elsku Ólöf
mín, ég kveð þig með söknuði og
vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir mig.
Elsku Hjörtur, Sigrún, Björn
Geir, Hjörtur Geir og Olafur Hrafn,
ég votta ykkur mína innilegustu
samúð og ég bið góðan Guð að
styrkja ykkur í þessari miklu sorg.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Guðbjörg.
Kær skólasystir Ólöf Sigurðar-
dóttir er kvödd hinstu kveðju. Hún
er önnur þeirra 14 nemenda sem
hófu nám í Húsmæðrakennaraskóla
íslands haustið 1948 sem látin er.
Síðastliðið vor hittumst við flestar
skólasysturnar til að minnast 45 ára
útskriftarafmælis okkar sem hús-
mæðrakennara. Ólöf gat ekki verið
með okkur vegna veikinda en hún
sendi okkur kærar kveðjur sem okk-
ur þótti vænt um að fá. En okkur
grunaði ekki að það yrði síðasta
kveðjan frá henni. Strax við fyrstu
kynni í skólanum ávann Ólöf sér
traust okkar allra og vináttu, enda
var hún góður skólafélagi, söngvin
og glaðlynd ung stúlka og að auki
traust og skarpgreind.
Þó að leiðir okkar tvístraðust eins
og gengur að skóla loknum og spor
okkar lægju út í hin ýmsu störf þjóð-
félagsins fylgdumst við alltaf hver
með annarri og þegar við hittumst
urðu ævinlega vinafundir.
Nú þegar Ólöf skólasystir okkar
og vinkona er öll kveðjum við hana
með þakklæti og virðingu.
Eiginmanni hennar Hirti Þórar-
inssyni, Sigrúnu dóttur þeirra og
fjölskyldu, ásamt ástvinum hennar
öllum sendum við einlægar samúð-
arkveðjur. Guð blessi minningu
Ólafar Sigurðardóttur.
Skólasystur,
Gerður H. Jóhannsdóttir,
Jensína Halldórsdóttir.
Ég var unglingur þegar Hjörtur
bróðir minn kom fyrst heim með
kærustuna sína og þótti mér það
mjög merkilegt, að hún skyldi vera
skólastjóri við húsmæðraskóla, þar
sem hún var bara fímm árum eldri
ÓLÖF
SIG URÐARDÓTTIR
en ég og þar að auki ósköp stelpu-
leg. Það féll strax vel á með okkur
og þótti alla tíð mjög vænt hvorri
um aðra.
Ólöf og Hjörtur hófu búskap og
störf á Selfossi árið 1957. En árið
1961 breyta þau til og flytja að
Kleppjámsreykjum í Borgarfirði,
hann sem skólastjóri, hún sem kenn-
ari. Þar bjuggu þau og störfuðu til
ársins 1978, að þau flytja aftur á
Selfoss og þar hafa þau dvalið síð-
an, bæði við kennslu til að byija
með, en árið 1980 tók Hjörtur við
starfi framkvæmdastjóra Sambands
sunnlenskra sveitarfélaga. Þessu
starfi fylgdu mikil ferðalög, vítt og
breitt um landið, og á þessum ferða-
lögum nýtti Hjörtur sér þá óspart
farsímann til að tilkynna konu sinni
staðarákvarðanir og heimkomur.
Þeim hjónum varð ekki sjálfum
bams auðið, en 12. ágúst 1960
fæddist á heimili þeirra lítil stúlka,
sem þau eignuðust. Hún hlaut nafn-
ið Sigrún og kom eins og sólar-
geisli inn í líf þeirra og hefur æ síð-
an verið þeim góð og elskuleg dótt-
ir og veitt gleði og yl inn í líf þeirra.
Sigrún og Björn Geir, maður henn-
ar, eru bæði læknar ojg eiga þau tvo
syni, Hjört Geir og Olaf Hrafn, og
fram á síðustu stundu var amma
að hugsa um litlu vinina sína og
gleðjast yfir framförum þeirra.
Ólöf var vel gefin kona. Hún
þurfti snemma að takast á við al-
vöru lífsins og aðstoða móður sína
með systkinin, er faðir þeirra féll
skyndilega frá af slysförum. Og alla
tíð lét hún sér mjög annt um fjöl-
skyldu sína, sem galt henni í sömu
mynt og kom það ekki sist fram
nú seinni árin, er heilsan fór að bila.
Síðasta árið var erfitt, sífelld bar-
átta við skæðan sjúkdóm og sigraði
Ólöf mikið lengur en nokkurn gat
grunað i þeirri baráttu. Þó fór svo
eins og ætíð, að enginn sigrar dauð-
ann, og síðla kvölds 4. ágúst síðast-
liðinn kvaddi Ólöf mín þennan heim
á sínu eigin heimili í umsjá þeirra,
er henni vora kærastir.
Bróðir minn góður, elsku Sigrún,
Bjöm Geir, Hjörtur Geir og Ólafur
Hrafn, innilegar samúðarkveðjur frá
okkur systkinum þínum. og fjöl-
skyldum. Megi minningin um góða
eiginkonu, móður, tengdamóður og
ömmu lifa með ykkur um ókomin
ár. Einnig sendum við systkinum
Ólafar og fjölskyldum þeirra sam-
úðarkveðjur. Við skulum minnast
Ólafar og hugga okkur við brot úr
kveðju eftir Jóhannes úr Kötlum.
Vor sál er svo rík af trausti og trú,
að trauðla mun bregðast huggun sú.
Þó ævin sem elding þjóti,
guðs eilífð blasir oss móti.
Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást,
að hugir í gegnum dauðann sjást.
Vér hverfum og höldum víðar,
en hittumst þó aftur - síðar.
Kristín Ingibjörg.
Elsku frænka mín!
Nú ertu farin og þú fórst í friði.
Mikið langaði mig að sjá þig, fyrst
ég var nú loksins komin heim. En
ég á góðu minningarnar um þig og
hef fengið að fylgjast með þér und-
anfarna daga.
Ég mun lengi geyma minninguna
um það hversu gott var að koma
með Sigrúnu heim á Kleppjárns-
reyki til ykkar Hjartar, veturinn sem
ég dvaldi í Reykholti. Helgarnar
voru fljótar að líða á Kleppi, og fór-
um við jafnan vel nestaðar til baka.
Við þóttumst miklir höfðingjar á
heimavistinni með skúffuköku frá
þér undir rúmi með kaffikremi of-
aná.
Hafðu þökk fyrir allt elsku Lóló
og vegni þér vel á æðri tilverustig-
um. Fjölskylda þín er þakklát fyrir
að hafa fengið að njóta samvista
með þér lengur en á horfðist og
stolt yfir rólyndi þínu og æðruleysi
þar til yfir lauk.
Hugurinn leitar til þeirra sem
næst þér standa, Hjartar, Sigrún-
ar, Björns Geirs, líka drengjanna
ykkar, systkina þinna og systkina-
barna, og þeirra sem sárast sakna
þín.
Hvíl þú i friði kæra frænka.
Ragnheiður.