Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1995 MININIINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Jóhanna Krist- í~ ín Guðmunds- dóttir fæddist í Eyvindartungu í m Laugardal þann 7. s apríl 1914. Hún lést Á á Landspítalanum | 1. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Asmunds- §1 son bóndi á Efra J Apavatni í Laug- ■ ardal og orgelleik- I ari í Mosfellskirkju | í Grímsnesi um H árabil, f. 29. mars 1889 að Eyvindartungu í Laug- ardal, d. 26. desember 1967 og kona hans Jónína Kristín Þorsteinsdóttir f. 17. septem- ber 1890 að Úthlíð í Biskups- tungum, d. 20. desember 1963. Jóhanna var elst sjö systkina og eru fjögur þeirra á lífi, þau eru Arnheiður Lilja f. 1. júlí. 1920. Ágúst Kari f. 6. janúar 1922. Valur f. 31. desember 1925 og Magnús f. 25. septem- ber 1928. Þeir sem látnir eru voru Þorsteinn f. 20. septem- ber 1916, d. 20. júní 1980 og Ásmundur f. 29. júlí 1918, d. 24. júlí 1971. Þann 14. október 1939 gift- ist Jóhanna eftirlifandi eigin- JÓHANNA Kristín Guðmundsdóttir eða Hanna systir eins og hún var ávallt kölluð innan íj'ölskyldunnar var systir hennar mömmu, Amheið- ar Lilju, og áttu þær fímm bræður, -<log var Hanna elst systkinanna._ Á undan henni eru famir þeir Ás- mundur er lést árið 1971 og Þor- steinn árið 1980. Þau ólust upp að Efra-Apavatni í Laugardal í faðmi góðra foreldra, en það er eftirtekt- arvert hvernig þau minnast þeirra og æskustöðvanna með alveg sér- stakri hlýju og virðingu. Öll hafa þau systkini byggt sér sumarbústaði á æskuslóðum. Koma þar saman ungir sem aldnir og sam- einast og tel ég að öll höfum við, barnabörn og barnabarnabörn, sér- stakar tilfínningar fyrir þessum stað. Alltaf var jafn gaman að spjalla við Hönnu, hún var svo einstaklega ^Aminnug á gamla tíma og fylgdist alltaf svo vel með því sem var að gerast, víðlesin og sagði skemmti- lega frá. Átti ég það til að fá mér göngutúr í hádeginu niður í Sigtún en ég var að vinna þar stutt frá og vom móttökumar ætíð jafn nota- legar og ekki var hún Hanna mín lengi að útbúa kræsingar handa mér. Sjaldan féll Hönnu verk úr hendi enda bar heimili hennar þess gott vitni. Fyrir utan allar lopapeysumar og aðrar hannyrðir fór hún að vinna með leir á seinni ámm og em ófáir Blómastofa Friöfinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öli kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tílefni. Gjafavörur. manni sínum Snorra Laxdal Karlssyni slökkvil- iðsmanni. Snorri er ættaður frá Skaga- strönd. Jóhanna og Snorri hófu búskap sinn í Reykjavík og bjuggu þar alla tíð, lengst af í Sigtúni 49. Þau eignuðust þrjú börn: 1) Arnar Laxdal f. 6. febrúar 1941, vélfræðing- ur. Kona hans er Hulda Yngvadóttir, tækniteiknari. Son- ur þeirra er Yngvi Laxdal. Börn Arnars af fyrra hjóna- bandi eru Jónína Kristín og Pétur Ragnar. 2) Kristín f. 29. mars 1946, læknaritari. Maður hennar er Guðmundur Harðar- son, sölumaður. Börn þeirra eru Jóhanna Kristín og Hörður Már. 3) Karl f. 12. janúar 1955, tæknifræðingur. Kona hans er Gunnjóna Sigrún Jensdóttir, hjúkrunarfræðingur. Börn þeirra eru Snorri Laxdal, Marta Rós og Arnór Laxdal. Barnabarnabörnin eru tvö, Kristín Thelma og Arna Dröfn. Útför Jóhönnu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. sem eiga eftir hana fallegt hand- bragð. Þá vil ég minnast þess er ég var að fara í ferðalag með fyrirtækinu sem ég starfa við, en það var kalsa- veður og hafði ég áhyggjur af því að ég væri ekki nógu vel klædd. Einhver töf varð á rútunni svo ég ákvað að skjótast niður í Sigtún til Hönnu, en hún hafði nefnt við okk- ur mæðgur að hún skyldi prjóna lopapeysur handa okkur. Oft átti hún þó til peysur sem hún var ekki búin að láta frá sér. í þetta sinn átti hún aðeins eina peysu brúna að lit, en hún var „skjótt“ eins og hún sagði því þegar hún var búin með hana, uppgötvaði hún að það var töluverður blæbrigðamunur á garninu. Ég taldi það nú ekki skipta máli, notagildið yrði það sama og fór ég með peysuna og bjargaði hún ferðinni fyrir mér því veðrið skán- aði ekkert. Mikið var þessi peysa notuð bæði af mér en ekki síður af dóttur minni. Hanna var samt aldrei sátt við að ég fengi ekki „al- mennilega" peysu svo seinna meir færði hún mér aðra sem var ekki „skjótt" og á ég alltaf eftir að hugsa um Hönnu þegar ég fer í peysuna góðu. Hugulsemi Hönnu lýsti sér vel þegar Ljúfur minn slasaðist en ég hafði ákveðið að fara í kvennareið með Fákskonum þar á meðal Krist- ínu og dótturdóttur og alnöfnu Jó- hönnu Krístínar en þá hringdi hún í mig og bauð mér hann Sindra sinn sem var uppáhalds hesturinn henn- ar. Ekki gerði hún það endasleppt þegar fara átti slepputúrinn austur að Apavatni, að bjóða mér aftur Sindra til að ríða hluta ferðarinnar en hún vissi hvað ég hafði hlakkað til að fara minn fyrsta slepputúr og Ljúfur enn óferðafær. Ég þakka þér, elsku Hanna mín, fyrir allar góðu stundirnar og hlý- hug til mín og minnar dóttur og bið Guð að geyma þig og ég' veit að vel verður tekið á móti þér í nýjuin heimkynnum. Far þú í friði. Snorri minn, Arnar, Kristín, Kalli, fjölskyldur og systkini, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Steinunn Jóna Geirsdóttir. Nú þegar komið er að leiðarlok- um langar mig í nokkrum orðum að kveðja tengdamóður mína Jó- hönnu Kristínu Guðmundsdóttur og þakka henni nærri 30 ára samleið. Mér er minnisstætt þegar ég kom fyrst inn á fallegt heimili tengdafor- eldra minna í Sigtúni, hversu allt var hlýlegt og notalegt og myndar- skapur húsfreyjunnar lýsti af öllum hlutum. Margar ljúfar stundir hef ég síðan átt á heimili hennar, því hún var höfðingi heim að sækja og aldrei naut hún sín betur en þegar gesti bar að garði og hún gat veitt af sinni miklu rausn og aldrei var komið að tómum kofunum hjá henni. Enginn fannst mér elda betri mat en hún, né steikja betri klein- ur, pönnukökur eða flatkökur og lopaleysurnar hennar hafa oft hlýj- að mér í hestamennskunni. Verkin hennar töluðu sínu máli og voru öll unnin af alúð og umhyggju. Hún var félagslynd að eðlisfari og fann sér farveg á þeim vettvangi í sjálf- boðaliðastarfi við félagsmiðstöð aldraðra við Norðurbrún þar sem hún vann í mörg ár og einnig starf- aði hún í Kvenfélagi Langholts- kirkju, allt frá stofnun þess og þar til fyrir örfáum árum. Margar góðar stundir áttum við með henni og tengdapabba í sumar- bústaðnum á æskuslóðum hennar við Apavatn. Ekki sat hún auðum höndum þar, því hún var iðulega búin að ptjóna sokk eða vettling þegar við hin komum á fætur á morgnana, þau voru alla tíð dijúg morgunverkin hennar tengda- mömmu. Þegar verið var að byggja sumarbústaðinn gekk hún dijúgan spöl ofan af gamla bæ með heitan mat í hádeginu og síðan eftirmið- dagskaffi handa mannskapnum, svo ekki þyrfti að tefja vinnuna með ferðum í mat eða kaffí. Vinnu- semi, dugnaður og ósérhlífni var henni í blóð borin. Hún var ákaflega næm á tilfínningar annarra og hug- ulsöm og var vakin og sofín yfir líðan og velferð fjölskyldu sinnar allt til síðustu stundar. Barnabörnin nutu góðs af umhyggju hennar og hlýju. Hjá henni áttu þau alltaf öruggt athvarf og fyrstu bænirnar sínar lærðu þau af henni, svo ekki sé minnst á allar vísurnar sem hún kenndi þeim. Við ferðalok er margs að minn- ast og margs að sakna og bestu minningarnar verða aldrei skráðar á blað. Jóhanna tengdamóðir mín var hetja hversdagsins og vann sín verk án skarkala eða margra orða. Hennar laun voru ánægjan sem fólst í því að hlúa að og gera öðrum gott. Guð blessi minningu þína. Hafðu þökk fyrir allt. Guðmundur Harðarson. Mætust húsfreyja móðir hin besta leitaði ei fordildar á fundum manna eða mærðar af munna lofi heldur ágætis með iðn og dyggðum. Jóhanna frá Apavatni, frænka mín og vinkona frá æskudögum, er dáin. Nú er Hanna, eins og hún var ávallt kölluð, horfín sjónum mínum, því fylgir söknuður. Mér fínnst ljóðlínur þessar lýsa vel þeirri mynd hennar, er ég geymi í huga mínum. Við höfum alla tíð verið í ná- grenni hvor við aðra, fyrstu 20 árin í Laugardalnum, og síðan hér í Reykjavík. Það var mikill samgang- ur á milli heimila foreldra okkar og trygg vinátta, sem við frænd- systkinin höfum notið í langri sam- fylgd. Jónína og Guðmundur, for- eldrar Hönnu, voru mjög vinsæl hjón og gestrisin, öllum veitt af rausn, og einstakt viðmót þeirra gerði heimsókn til þeirra eftirsókn- arverða. Þegar við Hanna vorum innan við fermingu og nokkuð farnar að draga til stafs, fundum við upp á því að skrifast á, og reyndum þá að vanda sem best stafagerð og efnisval. Hanna var fundvís á gott efni til að skrifa um; oftast var fallegt ljóð sett í textann eða vakin athygli á nýju lagi í Sálmabókinni eða Söngvasafninu. Um árabil var faðir hennar organisti í Mosfells- kirkju. Hann átti einnig gott heim- ilisorgel. Það var því oft þar á bæ tekið lagið. Móðurbræður Hönnu voru allir góðir söngmenn og starf- andi í karlakórum. Og það segir sig sjálft, að söngurinn ómaði um bæ- inn, þegar þeir voru í heimsókn, og vinir í Dalnum komu og tóku þátt í heimiliskórnum. Sönglist eða tón- list í hvaða mynd sem er, og gott sendibréf í pósti, er í mínum huga eitthvað yndislegasta sameiningar- tákn til gleðiríkra kynna og vináttu. Hanna átti gott hlóðfæri og tók í það þegar næði gafst, en hún hefði kosið að læra meira á því sviði, eins og fleiri á þeim tíma. Við vorum samtímis á Laugarvatns- skólanum og eignuðumst þar hug- ljúfar samverustundir, sem gaman var að rifja upp, er fundum bar saman með gömlum skólafélögum. Eftir að tómstundakennsla fyrir eldra fólk hófst hér í borginni, var Hanna þar öllum stundum að læra; þetta var svo kærkomið fyrir hagar hendur. Það var undrunarefni hve miklu hún kom í verk og hversu oft hún sendi mér fallega hluti, er hún hafði búið til af kostgæfni. Hún var svo gjafmild á allan máta. Fal- leg, hlý orð í löngu sendibréfí er líka dýrmæt gjöf og eign. Allt þetta varðveiti ég og sé þessa tryggu, góðu frænku mína fyrir mér, er ég tek þessar gjafir fram og virði fyr- ir mér. Ekki hefur Hanna búið við góða heilsu undanfarin ár. Oft hefur hún þurft að dvelja á sjúkrahúsi, en lát- ið sem ekkert sé er heim var kom- ið. Myndarskapur og rausn í heimil- ishaldi var henni svo eiginlegt, að þiggjendum varð oft á að gleyma að bjóða aðstoð eða snúning henni til léttis. Hanna starfaði mikið í Kvenfélagi Langholtssóknar, og voru þau hjónin bæði mjög áhuga- söm um alla starfsemi, er kirkju og söfnuðinum viðkom. Jóhanna Guðmundsdóttir og Snorri Laxdal, eiginmaður hennar, voru mjög samhent og samhuga í góðvild og höfðingsskap við alla, er þau umgengust. Snorri er maður ákaflega verkhagur og ber hús þeirra við Sigtún honum fagurt vitni, úti sem inni; mest vann hann við byggingu þess sjálfur í frístund- um sínum. Einnig byggðu þau ynd- islegt sumarhús við Apavatn, þar sem þau nutu bláfjallageimsins. Börnin þeirra þijú og afkomendur þeirra voru þeim miklir gleðigjafar. Ásamt tengdafólkinu myndaðist ákjósanlegt samfélag, er gaf heim- ili Hönnu minnar þann hlýja blæ, er hún sjálf bar ávallt með sér, hvar sem hún fór. Innilegar samúðarkveðjur frá mér og minni ijölskyldu. Lára Böðvarsdóttir frá Laugarvatni. Nú hverfur þú á braut inn í síð- sumarið, amma mín, og kveðju- stundin er runnin upp. Sú stund er ég kveið svo mjög sem barn, að missa þig, bestu ömmu í heimi og sú tilhugsun kallaði oft fram tárin hjá lítilli manneskju sem ekki gat hugsað sér tilveruna án ömmu. Þeirri staðreynd, að samverustund- irnar verði ekki fleiri í þessu lífi, er erfítt að kyngja; að ekki gefíst fleiri tækifæri til að heimsækja þig, faðma þig að mér, að njóta þeirrar hlýju og umhyggju sem þér var svo tamt að veita. Það er erfítt að hugsa til þess að ég geti ekki lengur sagt þér það sem í bijósti mér býr, að láta þig vita hversu stóra hlutdeild þú ætíð áttir í mínu lífi, að segja þér hve innilega mér þótti vænt um þig. Þú varst alltaf til staðar, amma mín, tilbúin að hlusta, þerra tárin, hughreysta og samgleðjast öðrum. Það var alltaf gott að koma við í Sigtúninu og fínna kyrrðina og frið- inn sem þar ríkti, að finna hvernig allar áhyggjur hurfu á bak og burt í návist þinni. Ég var mjög lánsöm^ að eiga ,al- vöru“ ömmu í uppvextinum, ömmu sem tilheyrir þeirri kynslóð sem nú er óðum að hverfa á braut, óeigin- gjarna, kærleiksríka, hugulsama ömmu sem alltaf var til staðar. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig að, amma mín, og fengið það JOHANNA KRISTIN , GUÐMUNDSDÓTTIR veganesti sem þú lést mér í té, ég er þakklát fyrir allar yndfslegu minningamar um þig sem nú streyma upp á yfírborðið og ilja mér í sorginni. Ég veit varla hvar ég á að bera niður, svo margar em minningamar um þig og allar ljúfu stundimar heima í Sigtúni þar sem alltaf var pláss fyrir lítinn næturgest í hlýju ,holunni“ í bólinu ykkar afa og þar sem ég var svo heppin að búa fyrstu sex ár ævi minnar í kjallaranum í Sigtúni var það pláss oft nýtt. Eftir að við fluttum burt var það oftar en ekki sem ég var mætt á tröppun- um í Sigtúni með náttfötin og tann- burstann í tösku tilbúin að eyða helginni hjá ykkur afa. Ég minnist allra bænanna sem þú kenndir mér og við fómm með saman fyrir svefninn, í myrkrinu þar sem ég kúrði upp að þér, amma mín, áhyggjulaus og fullviss um að ekkert illt væri til í heiminum, um- vafín kærleika og öryggi. Vakna svo upp á morgnana við ilminn af ný- bökuðum kökum og brauði, trítla berfætt fram í eldhús þar sem beið mín heitt bakkelsi og kakó. Þá varst þú búin að vera á fótum frá því kl. 6 og baka staflana af flatbrauði, jólaköku eða steikja kleinur. Það jafnaðist svo sannarlega ekkert á við bakkelsið þitt, amma mín. Ég minnist bíltúranna með ykkur afa niður í bæ á sumarkvöldum þar sem ég sat í aftursætinu með ísinn minn, sem oftast fylgdi með í kaup- bæti og fylgdist með öllu sem fyrir augu bar út um bílrúðuna. Eg minnist ferðanna austur að Apavatni á sumrin þar sem ég fékk svo oft að dvelja með ykkur sem krakki, þegar þú, amma mín, varst búin að pijóna heilu lopasokkana eða vettlingana og ganga upp á Aphól til að fylgjast með sólarupp- komunni þegar við hin fórum á fætur og auðvitað beið okkar morg- unverður á borðum sem þú varst búin að tilreiða af þinni alkunnu sniljd. Ég man svo vel eftir jólaundir- búningnum í Sigtúni, sem ég fékk alltaf að taka þátt í, lausan við alla streitu, þar sem allt var unnið af stakri alúð. Þegar ég fékk að fara með þér, amma mín, í strætó niður í bæ og við þrömmuðum upp og niður Laugveginn við jólagjafainn- kaup með ,Hátíð í bæ“ sungið af Ellý og Vilhjálmi hljómandi fyrir eyrum okkar hvar sem við fórum. Ég á þér svo ótal margt að þakka, amma mín. Þú varst besta mann- eskja sem ég hef kynnst og vona ég innilega að ég megi á einhvem hátt feta í fótspor þín. Ég er þakk- lát fyrir að hafa fengið að bera nafn þitt og geri það með stolti. Ég kveð þig, elsku amma mín, með einu af versunum sem þú kenndir mér: Nú legg ég augun aftur, 6, Guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Foerson - Sb. 1871 - S. Egilsson) Guð geymi þig. Þín Jóhanna Kristín. Elsku Hanna amma mín er dá- in, en eftir á ég fallegar og góðar minningar. Hún amma var alltaf góð við mig. Þegar ég var lítil var ég svo lánsöm að búa niðri, í hús- inu hjá ömmu og afa í Sigtúni. Þá var gott að geta farið upp til hennar og faðmað hana. Alltaf var eitthvað nýbakað á borðum og hún gaf sér tíma til að spjalla og vita hvað væri á döfinni hveiju sinni. Hún talaði við okkur systkinin eins og við værum fullorðið fólk. Hún kenndi mér bænirnar og ég söng fyrir hana Maístjörnuna. Með árunum varð ég feimin og þá spil- aði ég á píanóið fyrir hana í stað- inn. Hún amma mín var svo lengi veik, en nú er hún komin til guðs og líður örugglega vel þar. Guð blessi minningu þína, amma mín, og styrki afa á erfiðri stund. Marta Rós.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.