Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BENEDIKT Davíðsson, forseti Alþýðusambands íslands, segir að fullkominn einhugur hafi n'kt um það á miðstjórnarfundi ASÍ í gær að hvetja fólk til að leggja niður vinnu eftir hádegi í dag til að mótmæla úrskurði Kjaradóms og ákvörðun forsætisnefndar Alþing- is um starfskjör alþingismanna. Þeir hafi orðið varir við mikla reiði almennings vegna þessa. „Mönnum finnst að þeir sem eru að kveða upp svona úrskurð og ég tala ekki um að setja svona lög um skattsvikin séu ekki í neinum takti við þjóðarsálina,“ sagði Benedikt. Benedikt sagði að með kjara- samningunum sem Alþýðusam- bandið gerði í febrúar í vetur hafi bæði verið byggt á tæknilegum forsendum um verðbólguþróun og einnig stefnulegum forsendum um markmiðin með samningunum, samanber yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar. Markmiðin hefðu verið að vinna að launaþróun sem leiddi til lítillar verðbólgu, batn- andi kaupmáttar hinna lægstlaun- uðu og stöðugleika í efnahagslíf- inu. „Okkur hefur sýnst að það sem hafi gerst í þeim samningum sem gerðir hafa verið eftir að við gerð- um okkar samninga hafi ekki al- farið farið saman við þessi mark- mið og þar er jú ríkið í langflestum tilfellum samningsaðilinn öðrum megin. Svo fínnst okkur núna eig- inlega höfuðið bitið af skömminni þegar síðan Alþingi og Kjaradóm- PÁLL Halldórsson, formaður Bandalags háskólamanna, segir að engin afstaða hefði verið tekin til þess innan samtakanna hvort félag- ar verða hvattir til þess að leggja niður vinnu eftir hádegi í dag til að mótmæla úrskurði Kjaradóms og ákvörðun um starfskjör alþingis- manna og hann ætti ekki von á því að það yrði gert áður en til aðgerð- anna kemur. Páll sagði að Kjaradómur starf- aði eftir reglum sem honum væru settar og hann hefði ekki farið ofan í hvort úr- skurðurinn væri í samræmi við þessar reglur eða ekki. „En ég er ekki alveg sáttur við þá hugsun að hafi maður gert kjarasamning að þá sé maður þar með búinn að binda aðra hópa til að hlíta honum. Ég er í grundvallaratriðum ósammála þeirri hugsun,“ sagði Páll. Hann sagði að hin hliðin á þessu máli væru skattfijálsar starfs- Benedikt Davíðsson forseti ASÍ Full- kominn einhug- ur ríkti ur, sem ákveður laun æðstu emb- ættismanna, fara alveg þvert á þá stefnuyfirlýsingu sem gefin var út í vetur og allar líkur eru á að framkvæmd þessi leiði til þess að markmiðin náist alls ekki heldur fari hér verðbólguskriða af stað, sem myndi fyrst og fremst bitna á láglaunafólki," sagði Benedikt ennfremur. Jafnvel tvítugfaldar upphæðir Hann sagði að þetta ætti sér- staklega við um það þegar verið væri að breyta launum hjá til- teknum starfshópum upp á sex- faldar, áttfaldar og jafnvel tvítug- faldar þær upphæðir sem verka- fólk innan Alþýðusambandsins hefði hækkað um í kjarasamning- unum „Þetta er auðvitað ekki { neinum takti við það sem þar var taiað um og auðvitað ennþá síður það að Alþingi sé látið setja ein- Páll Halldórsson formaður BHMR Engin af- staða tek- in til að- gerðanna kjaragreiðslur til alþingismanna. Þar væri algjört siðleysi á ferðinni að hans mati, „og mér finnst það vera umhugsunarefni að mikill meirihluti þingmanna hafi verið sleginn þessari blindu að sam- þykkja slík lög í vor. Það finnst mér mjög alvarlegt, því auðvitað kemur það ekki til greina að þing- menn lúti einhveijum öðrum regl- um hvað varðar skattalega með- hver sérstök skattsvikalög fyrir alþingismenn. Það finnst okkur eiginlega ekki geta gerst nema þar sem menn eru gjörsamlega úr takti við þjóðlífið og þá umræðu sem verið hefur að undanförnu um vandamálið skattsvik," sagði hann ennfremur. Benedikt sagði að haft hefði verið samráð við forystumenn launamanna vítt og breitt um landið um þessar aðgerðir. Síminn hefði ekki þagnað síðustu dagana vegna þessa. Þótt ályktanir væru góðar út af fyrir sig þá væri fullt tilefni til að efna til þessa sem fyrstu aðgerða og hvetja stjórn- völd til að snúa af villu síns vegar til að koma í veg fyrir frekara tjón. Benedikt sagði ennfremur að það hefði komið verulega á óvart sú yfirlýsing formanns Kjaradóms í Morgunblaðinu í gær að hann hefði ekki þekkt allar forsendurnar og hvað forsætisnefnd myndi gera í þessum sömu málum þegar dómurinn úrskurðaði um laun æðstu stjórnenda. Hann sagði að það væri veruleg hætta á því að samningunum yrði sagt upp um áramótin. Annars vegar væri það almennt álitið að miðað við þá þróun sem orðið hefði að undanförnu væru siðferðilegar forsendur fyrir því að segja þeim upp miðað við yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar og hvert framhaldið hefði orðið. Að auki væru vísbend- ingar um að verðlagsþróun hér á landi hefði farið verulega úr bönd- unum síðustu vikurnar og ef fram- hald yrði þar á væri hætta á að verðbólga yrði yfir þeim mörkum sem hefðu verið sett í samningun- um. ferð en almenningur í landinu. Mér finnst það mjög slæmt ef þeir átta sig ekki á því nema það komi til Ijöldamótmæla. Það er nú eigin- lega það sem mér finnst verst að þingmenn þjóðarinnar skuli hafa gert þetta,“ sagði Páll ennfremur. Aðspurður hvort honum fyndist ekkert við það að athuga að á sama tíma og hinir lægst launuðu hækk- uðú um 2.700-3.700 krónur í laun- um á mánuði þá hækkuðu hinir hærra launuðu um tugi þúsunda, sagði Páll að það alvarlega hvað það snerti væri að þessi forsmánar- lega lágu laun skyldu hækkuð um svonar lágar upphæðir. Lág laun hér á landi væru stórkostlegt vandamál. „En það sýnir merkilegan tví- skinnung að þeir sem eru að tala um mikilvægi þessara þjóðarsátta hafa aldrei áttað sig á því að þær ættu við um þá sjálfa. Ég skil auð- vitað reiði almennings. Hins vegar myndi ég frekar vilja sjá þennan samtakamátt verða til þess að það næðist að hækka þessi Iágu laun,“ sagði Páll að lokum. Ályktun miðstjórn- arfundar ASÍ • HÉR fer á eftir í heild ályktun sem miðstjórn Alþýðusambands ís- lands samþykkti á fundi sínum í gær um launamál og Kjaradóm. „Miðsljórn Alþýðusambands Isiands fordæmir þær ákvarðanir sem teknar hafa verið á síðustu dögum um launamál ráðherra, alþingis- manna og helstu embættismanna. Þessar ákvarðanir eru kjaftshögg fyrir þá jafnlaunastefnu sem reynt var að framfylgja með samningum landssambanda innan ASI í febrúar sl. Ákvarðanir sem þessar hljóta að fela í sér að sú stefna síðustu 5 ára, að almennt launafólk axli ábyrgð á stöðugleika verði endurskoðuð í grundvallaratriðum. Miðstjórn ASÍ hvetur launafólk til þess sem fyrstu aðgerðar gegn þessu siðleysi að leggja niður vinnu eftir hádegi fimmtudaginn 14. september til að undirstrika mótmæli sín. Jafnframt hvetur miðstjórn launafólk til að fjölmenna á mótmælafundi, t.d. á Ingólfstorgi í Reykja- vík kl. 13.15 þennan sama dag. Það er ljóst að flestir kjarasamningar sem gerðir hafa verið frá því að landssambönd innan ASÍ sömdu í febrúar sl. hafa gefið mun meiri launahækkanir. I þessu sambandi má benda á ýmsa hópa opin- berra starfsmanna sem kjaradómur segist taka mið af. Launahækk- anir samkvæmt kjaradómi og ákvörðun forsætisnefndar Alþingis eru margfaldar á við hækkun lægstu launa. Það er gersamlega óliðandi að forráðamenn þjóðarinnar gangi fram fyrir skjöldu til að bijóta niður þá stefnu að þeir tekjulægstu skuli fá mestu launahækkanirn- ar. Jafnlaunastefnan hefur þannig verið markvisst brotin niður og siðferðilegar forsendur fyrir kjarasamningum frá því í febrúar alger- lega brostnar. Verðlagskannanir sýna meiri verðbólgu Þá hafa nýjar verðlagskannanir sýnt meiri verðbólgu á undanförnum mánuðum en forsendur kjarasamninga gera ráð fyrir og nýjar hækkanir dynja yfir á hveijum degi, svo sem vegna afleiðinga af framkvæmd stjórnvalda á GATT-samningum, hækkunar fargjalda SVR, gjaldskrárhækkunum veitustofnana o.fl. Þar með er þeim litla kaupmáttarbata sem almennt launafólk hefur mátt sætta sig við stefnt í voða. Miðsljórn fordæmir ennfremur ákvarðanir alþingismanna um að veita sjálfum sér skattfrjálsar kostnaðargreiðslur upp á hundruð þúsunda króna á ári á sama tíma og launþegar eru skattlagðir fyrir máltíðir og ferðir á vinnustað. Sérstök skattmeðferð alþingismanna og ráðherra grefur undan skattkerfinu og misbýður réttlætiskennd almennings. Miðsljórn krefst þess að ákvarðanir um kostnaðargreiðslur verði felldar úr gildi og alþingis- og embættismönnnum verði úrskurðaðar 2.700 krónur í launahækkun á mánuði." Ámi Sæberg Mótmælafundur 1992 ASÍ og BSRB boðuðu til útifund- ar 2. júlí árið 1992 til að mót- mæla nýuppkveðnum úrskurði Kjaradóms um launakjör æðstu embættismanna sem fól í sér allt að 90% hækkun launa. Talið var að 8-10 þúsund manns hefðu ver- ið á fundinum þar sem þess var krafist að Alþingi yrði kvatt sam- an þegar í stað. Forsætisnefnd ræðir reglumar á morgun FORSÆTISNEFND Alþingis og for- menn þingflokka hittast á fundi á föstudag og verður þá væntanlega rædd sú. gagnrýni sem fram hefur komið á reglur um þingfararkostnað þingmanna, sem forsætisnefndin setti nýlega. Þingflokksformaður Þjóðvaka og varaformaður þing- flokks Kvennalista vilja að reglunum verði breytt. Ólafur G. Einarsson, forseti Al- þingis, og Ragnar Amalds, fyrsti varaforseti Alþingis, áttu fund með Friðrik Sophussyni, starfandi forsæt- isráðherra, og Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra á þriðjudag og sagði Ragnar að þar hefði verið far- ið yfir gagnrýni sem fram hefði kom- ið á reglumar. Sérreglur um þingmenn „Ég reikna með að málið verði til áframhaldandi skoðunar. Það er fund- ur forsætisnefndar með þingflokks- formönnum á föstudag og einnig er forsætisnefndarfundur sama dag. En þau atriði sem mest hafa verið gagn- rýnd eru í lögunum sjálfum [um þingfararkaup og þingfararkostnað] og það þarf að skoða allar hliðar málsins á næstu vikum fra® að þing- setningu," sagði Ragnar. Ný lög um þingfararkaup og þingfararkostnað voru samþykkt á Alþingi í vor og var þar m.a. kveðið á um skattfrelsi ákveðinna kostnað- argreiðslna án þess að þingmenn þyrftu að sýna fram á að þeir hefðu kostnað á móti greiðslunum. Ragnar Arnalds sagði að alltaf hefðu gilt sérreglur um starfskjör þingmanna enda væru þau sérstaks eðlis. „Þingmannsstarfið er ekki hlið- stætt neinu öðru starfi. Þingmaður hefur ekki ákveðinn vinnuveitanda heldur vinnur mjög sjálfstætt og rek- ur sitt starf einna líkast og þeir sem reka fyrirtæki í eigin nafni. Sá fjöl- menni hópur hefur rétt til þess að draga ýmis starfstengd útgjöld frá tekjum og það höfðu menn í huga við þessar ákvarðanir. En það má vel vera rétt að skoða betur hvort eðlilegt sé að miða við ákveðna upp- hæð í þessu sambandi," sagði Ragn- ar. I Morgunblaðinu í gær var haft eftir Friðrik Sophussyni fjármálaráð- herra að hann teldi eðlilegt að for- sætisnefnd Alþingis og formenn þingflokka færu yfir þessar reglur á ný. Svanfríður Jónasdóttir, þing- flokksformaður Þjóðvaka, sagði að þingmenn Þjóðvaka hefðu ekki tekið þátt í undirbúningi lagasetningarinn- ar í vor og hefðu varað við þessum breytingum. Nú væri komið á daginn að þingmenn Þjóðvaka hefðu haft rétt fyrir sér. Eðlilega þætti launþeg- um sér freklega misboðið og sagðist Svanfríður telja þetta mál mjög slæmt fyrir Alþingi „Við erum til viðræðu um þátttöku í að breyta þessum reglum ef þing- menn eru tilbúnir til þess, sem ég vona að verði,“ sagði Svanfríður. „Við erum alltaf að ræða þessi mál. Við þurfum engar fyrirskipanir ofan úr fjármálaráðuneyti til þess. Mér finnst hlutur Friðriks í þessu máli satt að segja orðinn mjög sér- kennilegur, vegna þess að hann hef- ur fylgst með þessu máli skref fyrir skref, alveg frá upphafi og meira að segja var farið eftir hans ábending- um um veigamikil atriði. Svo lætur hann eins og hann hafi hvergi komið nærri. Mér finnst það ekki stórmann- Iegt,“ sagði Svavar Gestsson, for- maður þingflokks Alþýðubandalags- ins. Aðspurður hvort hann teldi ástæðu til að breyta reglunum í ljósi umræð- unnar undanfarna daga svaraði Svavar: „Öll mannanna verk eru þannig að þeim verður einhvern tíma breytt. Út af fyrir sig kemur það vel til greina en við höfum ekkert hist. Eg vil því ekkert um það segja á þessu stigi og kann best við að við reynum að ræða þessi mál eins og kostur er og gerum það örugglega á næstunni,“ sagði Svavar. Oll launamál þingmanna endurskoðuð Guðný Guðbjörnsdóttir, varafor- maður þingflokks Kvennalistans, ætlar að beita sér fyrir því að reglum um þingfararkostnað verði breytt og vill að launamál þingmanna verði tekin til allsherjar endurskoðunar. Segist hún hafa verið andvíg ákvæð- inu um fasta greiðslu vegna starfs- kostnaðar þegar þingfararkaupslög- in voru samþykkt sl. vor. „Ég var þeirrar skoðunar að það væri ekki rétt að ætla þingmönnum ákveðna skattlausa greiðslu en ég var líka þeirrar skoðunar að það bæri að hækka laun þingmanna. Ég mun ræða þetta á þeim nótum,“ seg- ir Guðný. Hún segir nauðsynlegt að þingmenn njóti hærri launa svo þeir geti sinnt starfi sínu af fullum heil- indum en jafnframt sé grundvallarat- riði að allar tekjur þingmanna verði skattskyldar. Ekki tókst að bera þetta mál undir formenn annarra þingflokka í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.