Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D ttrgunliIiiMfr STOFNAÐ 1913 208. TBL. 83. ARG. FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rússnesk leyndarmál afhjúpuð MARKUS Wolf, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Aust- ur-Þýskalands, kynnir hér fjórðu bók sína. I þetta sinn afhjúpar hann rússnesk leynd- armál í bók sem heitir „Leynd- ardómar rússneskrar matar- gerðar". I henni eru uppskriftir að russneskum réttum og stuttar sögur um hvar þeir voru born- ir fram fyrir höfundinn. Wolf er 72 ára og var dæmd- ur í sex ára fangelsi fyrir Reuter föðurlandssvjk eftir samein- ingu Þýskalands. Hæstiréttur landsins hnekkti hins vegar dómnum þar sem hann taldi ekki réttlætanlegt að dæma njósnaf oringja fyrir starfsemi sem var lögleg samkvæmt aust- ur-þýskum lögum. Króatar og stjórnarher Bosníu hefja stórsókn Mikilvægir serb- neskir bæir falla 50.000 Serbar leggja á flótta Zagreb, Sarajevo, Washington. Reuter, The Daily Telegraph. KRÓATAR og stjórnarher Bosníu hertu sókn sína í mið- og vesturhluta landsins og náðu mikilvægum bæjum á sitt vald í gær. Allt að 50.000 serb- neskir íbúar á svæðinu lögðu á flótta til norðurs. Bandaríkjastjórn hvatti Króata og stjórn Bosníu til að láta af hernaðaraðgerðunum til að stefna ekki friðarviðræðum í hættu. Sóknin er sögð mikið áfall fyrir Bosníu Serba, sem hafa átt í vök að verjast vegna loftárása Atlantshafsbandalagsins. Dollar styrkist Tókýó, London. Reuter. GENGI Bandaríkjadollara hækkaði í kauphöllinni í Tókýó í gær og hef- ur ekki verið jafn hátt í tæpa 15 mánuði. Gengi dollars fór um tíma yfir 102 jen í fyrsta sinn frá því í júní í fyrra. í kauphöllinni í London var gengi dollarsins 102,63 jen. Pjármálamenn í Tókýó segja að gengi dollarans eigi eftir að hækka smám saman á næstu dögum. Marg- ir telja þó að það lækki aftur 20. september, þegar japanska stjórnin tilkynnir nýjar aðgerðir til að blása lífi í efnahaginn. Olíklegt þykir samt að dollarinn fari niður fyrir 100 jen. Fjármálamennirnir sögðu ástæðu gengishækkunarinnar þá að menn væru orðnir sannfærðir um að jap- anska stjórnin væri staðráðin í að draga úr styrk jensins, sem hefur skaðað japönsk útflutningsfyrirtæki og haldið hagvexti niðri. SERBNESK fjölskylda flýr á hestakerru frá bænum Sipovo í vesturhluta Bosníu. Reuter Allt að 50.000 serbneskir íbúar fiúðu frá fimm bæjum við þjóðveg sem tengir Bihac í norðvesturhlutan- um við Zenica á yfirráðasvæði stjórn- arhersins í miðhlutanum. Flótta- mennirnir stefndu að bænum Banja Luka í norðurhlutanum, en þar eru fyrir 50.000 flóttamenn frá Krajina- héraði sem Króatíuher náði á sitt vald í síðasta mánuði. Notfæra sér loftárásirnar Króatar og stjórnarher Bosníu eru að notfæra sér glundroðann meðal Bosníu-Serba vegna loftárása NATO. Haldi sókn þeirra áfram verð- ur erfitt fyrir NATÖ að réttlæta frek- ari loftárásir, þar sem túlka mætti þær þannig að Atlantshafsbandalag- ið hefði í reynd tekið afstöðu gegn Serbum í stríðinu. Sókn Króata og stjórnarhersins virðist einnig renna stoðum undir staðhæfingar Bosníu-Serba um að þeir yrðu varnarlausir gagnvart stjórnarhernum ef þeir yrðu við kröf- um NATO og flyttu þungavopn sín á brott. Loftárásirnar sæta vaxandi gagn- rýni í Moskvu og jafnvel meðal NATO-ríkja. Yfirmenn bandalagsins og friðargæsluliðs Sameinuðu þjóð- anna gætu því staðið frammi fyrir tveim slæmum kostum, að gefa enn einu sinni eftir eða að halda loftárás- unum áfram í von um að Serbar féll- ust á kröfurnar. Nokkrir fréttaskýrendur telja að sóknin geti valdið Bosníu-Serbum svo miklum skaða að Rússar kunni • að neyðast til að skerast í leikinn. ¦ Loftbrú hjálpargagna/18 Sprengju skotið á bandaríska sendiráðið í miðborg Moskvu Stöðyaðist við ljósritunarvél Moskvu, Washington. Reuter. SPRENGJU var skotið í gegnum vegg bandaríska sendiráðsins í Moskvu í gær en hún stöðvaðist við stóra ljósritunarvél og olli ekki miklu tjóni. Ekki er vitað hverjir voru að verki og bandarískir emb- ættismenn sögðu ekkert benda til þess að tilræðið tengdist óánægju Rússa með loftárásir Atlantshafs- bandalagsins (NATO) á víghreiður Serba í Bosníu. Talsmenn rússnesku lögreglunn- ar sögðu að enginn hefði særst og þeir tjáðu sig ekki um hugsanlegar ástæður verknaðarins. Sendiráðs- menn sögðu að búnaður til að skjóta sprengjum, hanskar, svört gríma og poki hefðu fundist í garði hand- an götunnar. Embættismenn í Hvíta húsinu í Washington sögðu að sprengjan hefði lent á sjöttu hæð byggingar- innar, sem er við innri hringveginn í miðborginni. Misvísandi fregnir voru um hvað- an sprengjunni var skotið. Itar-Tass sagði að henni hefði verið skotið úr bíl sem ók hjá, en fréttastofan Interfax hafði eftir rússneskum leyniþjónustumönnum að skotið hefði verið frá bogahliði handan götunnar. Oryggisgæslan hert Lögreglustjóri Moskvu gaf mönn- um sínum fyrirmæli um að vera á varðbergi vegna hættu á frekari sprengjutilræðum og heimilaði þeim að leita í bílum og íbúðum að eigin vild. Öryggisgæslan við sendiráðið í Reuter RÚÐUR brotnuðu, gluggakista skemmdist og hola myndaðist á vegg sendiráðs Bandaríkjanna í Moskvu vegna sprengju í gær. Moskvu og ræðismannsskrifstofurn- ar í Pétursborg, Jekaterínborg og Vladívostok var hert. Ekki er vitað um ástæðu tilræðis- ins, en samskipti Rússa og Banda- ríkjamanna hafa verið stirð að und- anförnu vegna loftárásanna í Bosníu. Skipulögð glæpasamtök hafa einnig sótt í sig veðrið í Rúss- landi eftir hrun Sovétríkjanna og nokkur þeirra hafa haslað sér völl í Bandaríkjunum. Líbýa Palestínu- mönnum vísað burt Jerúsalem. The Daily Telegraph. ARABABANDALAGIÐ bað í gær Muammar Gaddafi, leið- toga Líbýu, að falla frá þejrri ákvörðun sinni að vísa 30.000 Palestínumönnum úr landi. Gaddafi ákvað fyrr í mánuð- inum að grípa til þessara að- gerða til að sýna fram á að samningurinn við ísrael um sjálfstjórn Palestínumanna á Gaza-svæðinu og í Jeríkó á Vesturbakkanum leysti ekki vanda palestínskra flóttamanna. Fregnir herma að yfirvöld í Líbýu hafi látið safna Palestínu- mönnum saman í búðum í Trí- oplí. Þúsundum Palestínumanna hefur þegar verið vísað úr landi og margir þeirra hafa þurft að dúsa við landamæri arabaríkja og ísraels, sem neita að taka við þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.