Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1995 31 AÐSENDAR GREINAR Ofbeldi og mannréttindi ÞAÐ hefur lengi verið ljóst að mann- réttindi kvenna eru ekki varin sém skyldi. Þess vegna hefur al- þjóðasamfélagið grip- ið til sinna ráða og Sameinuðu þjóðimar hafa bæði ályktað um málið og staðið að gerð alþjóðlegra sátt- mála til vemdar mannréttindum kvenna. .Sem dæmi má nefna samninginn um afnám allrar mis- mununar gagnvart konum og yfirlýsingu um afnám ofbeldis gagnvart kon- um. Nýlega skipuðu Sameinuðu Átakið „Karlar gegn ofbeldi“ sýnir, að mati Ágústs Þórs Árnason- ar, vilja karla til að axla ábyrgð. þjóðirnar sérstakan eftirlitsmann til að kanna ofbeldi gagnvart kon- um, orsakir þess og afleiðingar. Eftirlitsmaðurinn, Radhika Co- omaraswamy, hefur þegar skilað fyrstu skýrslu sinni þar sem finna má yfirlit yfir þau mannréttinda- brot sem konur verða fyrir. Ekki er nóg með að konur um allan heim sæti barsmíðum og nauðgunum heima fyrir og á göt- um úti. í nafni siðvenja, trúar- bragða eða fagurfræði verða kon- ur einnig að sæta því að vera lim- lestar á margvíslegan hátt. Þegar kemur að þessum þætti tilverunn- ar virðist hugmyndaauðgi manna lítil takmörk sett. Og þegar þess er krafist að stjórnvöld í viðkom- andi ríkjum taki á þessu vanda- máli er oftar en ekki vísað til þess að sinn sé siður í landi hveiju og utanaðkomandi eigi ekkert með að skipta sér af slíkum háttum. Þetta ástand er með öllu óviðunandi. Hefðir og siðir sem hafa það beinlínis að markmiði að svipta (kven)fólk réttinum til heilbrigðs lífs er ekk- ert sem ber að vernda. Þess vegna ber að mótmæla limlestingu eins og umskurði stúlkna þannig að heyrist. Reynt hefur verið að réttlæta um- AgústÞór skurð meybarna sem Árnason nauðsynlega læknis- aðgerð. Alþjóða heilbrigðismála- stofnunin varar mjög við þessari tilhneigingu. Hér er ekki um að ræða aðgerð sem á nokkurn hátt er hægt að réttlæta frá læknis- fræðilegu sjónarmiði. Þess vegna ber að fordæma hana sem brot á mannréttindum kvenna. En lítum okkur nær. Er það viðunandi að á hverju ári leiti hátt í 400 konur til Kvennaathvarfsins vegna þess að þeim og börnum þeirra er ekki vært innan veggja eigin heimila? Er það eðlilegt ástand að hátt í helmingur þeirra kvenna sem leita til slysadeildar vegna ofbeldisáverka, hafi orðið fyrir honum innan heimilis? Að sjálfsögðu er þetta óviðun- andi. Það getur ekki farið á milli mála að hér er verið að traðka á mannréttindum kvenna. Þetta er augljóst brot á 3. gr. Mannrétt- indayfirlýsingar Sameinuðu þjóð- anna sem segir að „allir menn eigi rétt til lífs, frelsis og mannhelgi“. En þó að margt ljótt sé að finna í skýrslu Sameinuðu þjóðanna og margan smánarblettinn megi fínna á íslensku samfélagi og í KYNNING! Byltingarkennd nýjung frá Blomber KARLAR GEGN OFBELD) þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á ofbeldi gagnvart konum þá er ástæðulaust að gefast upp. Átakið „Karlar gegn ofbeldi“ sýn- ir vilja karla til að axla ábyrgð sína á þessum málum. Það er mik- ilvægt innlegg í jafnréttisbarátt- una og því mikilvægt fyrir barátt- una fyrir því að mannréttindi allra séu virt. Það vekur vonir að lesa í skýrslu um ástand þessara mála hér á landi að um 70% þeirra of- beldismanna sem taka þátt í með- ferð til að breyta eigin hegðun hætta öllum barsmíðum. Það ligg- ur því beint við að hvetja íslensk stjórnvöld til að stuðla að því að ofbeldishneigðir karlar eigi þess kost að leita sér meðferðar. Höfundur er réttarheimspek- ingur. Ofnar með TURBO kældri ofnhurð. Nú eru börnin örugg, þó verið sé að nota ofninn við háan hita! Sérstakur kynninqarafsláttur! Kynntu þér BLOMBERG ofnana, þeir eru hlaðnir kostum og tæknilegum nýjungum. ///' Eínar Farestveit & Co hf. Borgartúni 28 sS62 2901 og 562 2900 FLASA/HARLOS? Við eigum ráð. ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13 -S. 551 2136 Hvaða litir henta þér? Dagana 15. og 16. sept. kynnum við nýjung I húð- og litgreiningu frá Clinique. Littu inn og jféfiu leiðbeiningar þérað kostnafiarlausu eða hringdu og pantaðu tíma. H Y G E A ,• n y rt i i' ör u t>errlu n Krinijlunni, 555 J555 CLINIQUE 100‘.iuparfumerct

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.