Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 27
F MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1995 27 Grimaldi Hoffman hlunnfór þúsundir Evrópubúa um rúman milljarð króna með íslenska bankareikninga að vopni aða var að Tone Myklebost þriðjudagskvöldið. Samíska skáld- konan Synnove Persen hóf dag- skrána. Hún flutti ljóð sín með sef- andi rödd, dró upp mýstískar nátt- úrumyndir. Ljóðstíll Synnove er knappur, ljóðrænn og hlýr, auk þess hafði hann þetta eitthvað sem öll góð ljóð hafa en verður ekki lýst. Daninn Poul Vad las úr bók sinni Nord for Vatnajokel sem áður hefur verið sagt frá. Þar er á ferðinni bók sem þyrfti að þýða og kynna betur fyrir islenskum lesendum. Norðmað- urinn Kjel Askildsen las úr bók sinni, Et stort ode landskap og Hjalti Rögn- valdsson las söguna Skák úr nýút- kominni þýðingu Har.nesar Sigfús- sonar á smásagnaúrvali Askildsens, Síðustu minnisblöð Tómasar F. handa almenningi. Þar kemur fyrir þessi kostulega speki: Meðan fólk les skáldsögur verður til ógrynni af heimsku í heiminum. Friðrik Erlingsson las úr óbirtri skáldsögu sinni um ballettdansmey sem þjáist af flogaveiki. Textinn lýsti á einkar nærfærinn og tilfinninga- þrunginn hátt upplifun sjúkdómsins, forvitnileg saga. Arto Melleri, Colette Fayard og Mártha Tikkanen lásu einnig úr verk- um sínum. Hátíðin í dag í hádeginu munu Tor Norretrand- ers og Þorsteinn Vilhjálmsson pró- fessor ræðast við á dönsku um heims- mynd nútímans - hina vísindalegu sýn. Pallborðsumræður um bók- menntir og veruleika verða haldnar kl. 13.30; þátttakendur verða Mártha Tikkanen, Sigrid Combúchen, Kjel Askildsen, Solvej Balle og Einar Kárason. Torben Rasmussen stýrir umræðum á dönsku. Jostein Gaarder og Páll Skúlason prófessor munu ræða saman á ensku um heimspeki kl. 15 og kl. 16.15 flytur Jason Ep- stein bókmenntaritstjóri hjá Random House fyrirlestur um útgáfumál. All- ir ofangreindir dagskrárliðir fara fram í Norræna húsinu. Margir bíða dagskrár hátíðarinnar í kvöld með mikilli eftirvæntingu. Hún hefst kl. 20.30 og munu eftir- taldir höfundar lesa úr verkum sínum í Þjóðleikhúskjallaranum: Sigrid Combúchen, Tor Norretranders, Patrick Cliamoiseau, Michael Krú- ger, Desmond O’Grady, William Styr- on og Ólafur Jóhann Ólafsson. Milljarða svikamylla brotin á bak aftur Talið er að pappírsfyrírtækið Grímaldi Hoff- man hafí jafnvel hagnast um tugi milljarða króna á alþjóðlegum fjársvikum áður en forsvarsmenn þess stofnuðu bankareikninga * * í Islandsbanka og Landsbanka Islands í fyrra. í grein Péturs Gunnarssonar kemur fram að svikamylla fyrirtækisins fólst í því að fá þúsundir velstæðra Evrópubúa til að fjárfesta í gervifyrirtækjum. FYRIRTÆKIÐ Grimaldi Hoff- man var stofnað í Nassau á Bahamaeyjum árið 1992 með alþjóðleg verðbréfavið- skipti að yfirlýstum tilgangi. Ba- hamaeyjar eru eitt þeirra ríkja sem gera minnstar kröfur til hlutafélaga. Landið er þekkt aðsetur og skálka- skjól pappírsfyrirtækja. Talið er víst að tilteknir menn í Belgíu og Hol- landi hafi staðið að baki stofnunar fyrirtækisins en skráðir stjórnarmenn eru búsettir á Ermasundseyjunni Sark og þar hafa stjórnarfundir fyrirtækis- ins verið haldnir. Að sögn Jóns H. Snorrasonar, deildarstjóra hjá RLR, er þekkt að menn á Ermasundseyjum taki að sér stjórnarsetu og taki á fundum form- lega þær ákvarðanir sem þeim er sagt að taka. Grimaldi Hoffman stofnaði útibú á Spáni og í þeim „söluherferðum" sem fyrirtækið gekkst fyrir síðar var látið líta út fyrir að það hefði aðsetur þar í landi. I raun var útibúið ekki annað en pósthólf, sem launaður starfsmað- ur sá um að tæma og framsenda póst til raunverulegra eigenda fyrir- tækisins. Jafnframt var stofnuð skrifstofa í Amsterdam í Hollandi þar sem ráðinn var starfsmaður í góðri trú til að annast vörslu bankareikninga fyrir- tækisins. Frá upphafi er talið að fyrirtækið hafi gengist fyrir nokkrum „söluher- ferðum" sem skilað hafi miklum ágóða með sömu aðferðum og við- hafðar voru við þá þerferðina sem teygði anga sína til íslands og varð svikamyllunni að falli. Vorið 1994 höfðu aðstandendur Grimaldi Hoffmans et Cie S.A. sam- band við lögmannstofu á íslandi og báðu hana að annast stofnun banka- reikninga fyrir fyrirtækið hér á landi. Reikningar á nafni þess voru stofn- aðir í Landsbanka íslands og íslands- banka. Skömmu síðar hófst söluherferð á vegum fyrirtækisins og var henni beint til þúsunda manna í fjölmörgum löndum Evrópu. Söluherferðir fyrir- tækisins voru kröftugar og var haft samband við þúsundir á fáeinum vik- um. „Alþjóðlegi verðbréfamiðlarinn Grimaldi Hoffman“ sendi „markhópn- um“ kynningarbæklinga um nafn- greind hátæknifyrirtæki í Kanada og Bandaríkjunum. Sagt var að fyrirtækin væru í örum vexti og væru allar líkur á að gengi hlutabréfa þeirra færi ört hækkandi í náinni framtíð þar sem þau væru að hefja framleiðslu á byltingar- kenndri tækninýjung sem væri á fárra vitorði. í kynningarefninu var vísað til þess að fyrirtækin væru skráð á verðbréfa- mörkuðum í Bandaríkjunum og Kanada og væri skráð gengi bréfanna 4,0. í ráun höfðu fyrirtækin nær enga starfsemi en höfðu fengist skráð á opnum tiiboðsmarkaði vestanhafs. í slíkri skráningu felst að gengi er skráð samkvæmt þeim kauptilboðum sem borist hafa. Að því er lögregluyfirvöld telja fór skráningin þannig fram með pappírs- viðskiptum þar sem stofnendur „há- tæknifyrirtækjanna" gerðu kauptil- boð á genginu 4,0 í eigin hlutabréf og samþykktu svo sjálfír tilboðin. Þúsundir manna í fjölmörgum lönd- um ákváðu að fjárfesta í „hátæknifyr- irtækjunum." Til staðfestingar á kaupunum áttu fjárfestarnir að leggja kaupverð hlutabréfanna inn á banka- reikninga á íslandi. Á rúmum mánuði bárust 1,6 milij- arðar íslenskra króna inn á hina ís- lensku bankareikninga Grimaldi Hoffmans. Að liðnum nokkrum vikum fór fjár- festana að lengja eftir nánari upplýs- ingum og fylltust efa um réttmæti fjárfestingarinnar. Þeir sem fyrstir höfðu samband við Grimaldi Hoffman og óskuðu eftir að selja bréfin voru taldir á að doka við þar sem hlutirnar væru að fara að ganga fyrirtækinu í hag. Að liðnum nokkrum mánuðum höfðu um 60% fjárestanna haft sam- band við Grimaldi Hoffman og gefið fyrirmæli um sölu bréfa sinna. í millitíðinni höfðu höfuðpaurar málsins, að talið er, gert nýtt tilboð í hlutabréf „hátæknifyrirtækjanna“ á genginu 0,5 og jafnframt fallist á það tilboð. Þar með var skráð gengi bréf- anna á opna tilboðsmarkaðinum vest- anhafs orðið 0,5. Á því gengi voru öll hlutabréfin seld þannig að fjárfestarnir fengu aðeins til baka 500 krónur af hverjum 4.000 krónum sem þeir höfðu lagt í fyrirtækið. Á mánaðartíma má ætla að þeir sem stóðu á bak við Grimaldi Hoff- man hafi hagnast um 1,2 -1,3 millj- arða króna. Samkvæmt skipun frá skrifstofu félagsins í Hollandi voru fjárhæðir sem komu inn á íslensku bankareikn- ingana millifærðar yfir á bankareikn- inga fyrirtækis að nafni Assess Computer Service í Belgíu. Starfsmenn Landsbanka og ís- landsbanka gerðu RLR vart um þess- ar óeðlilegu hreyfingar á reikningun- um, sem báru ekki með sér bakgrunn venjulegra viðskipta. Það er skylt vegna ákvæða laga um varnir gegn peningaþvætti. í framhaldi gafst tækifæri til að hefja lögreglurannsókn en áður hafði lögregla á Spáni eingöngu haft órökstyðjanlegar grunsemdir sem ekki var hægt að staðfesta þar sem ekki hafði tekist að rekja slóð fyrir- tækisins lengra en að pósthólfi því sem var útibú Grimaldi Hoffmans á Spáni. Þar sem fyrir lá hvert peningar þeir sem bárust á íslensku reikning- ana höfðu verið sendir komust lög- regluyfírvöld á slóðina. Rannsóknin hefur síðan staðið yfir og eru nú ætlaðir höfuðpaurar og aðrir sem tengjast starfseminni með einum eða öðrum hætti í haldi í Belg- íu og eiga yfir höfði sér saksókn fyr- ir fjársvik. Ekki er hins vegar talið víst að starfsmenn á útibúum fyrir- tækisins hafi gert sér grein fyrir að þeir væru hlekkir í alþjóðlegri svika- myllu. Þáttur RLR í rannsókninni fólst meðal annars í því að lagt var hald á milljónatugi sem enn voru á banka- reikngunum hér á landi. Að sögn Jóns H. Snorrasonar hafa lögregluyfirvöld í Belgíu einnig lagt hald á verulegar fjárhæðir við rann- sóknina þar í landi. Standa vonir til*k að vegna þessa verði hægt að bæta „fjárfestunum“ a.m.k. hluta tjóns þeirra. Enginn aðili á íslandi er grunaður um aðild að málinu. Enginn íslending- ur var í þeim hópi sem boðið var að gerast fjárfestar hjá Grimaldi Hoff- man í þessari söluherferð, þar sem það hefði aukið líkur á að upp um fjársvikin hér á landi kæmist. Talið er að íslendingum hafi áður borist að fjárfesta hjá fyrirtækinu. Jón H. Snorrason segir að rétt sé^ að Islendingar séu á varðbergi gagn- vart gylliboðum af þessu tagi frá al- þjóðlegum fjársvikurum. Þrjár til fjór- ar svikamyllur á borð vð Grimaldi Hoffman séu nú taldar í gangi í heim- inum. „Það er ástæða til að hvetja fólk til að taka öllum tilboðum frá erlendum fyrirtækjum sem lofa miklum hagnaði á skömmum tíma með miklum fyrir- vara,“ sagði Jón H. Snorrason. Hann sagði eðlilegt að gera ráð fyrir að er- lend fyrirtæki sem leiti innlendra fjár- festa í lögmætum tilgangi geri það gegnum umboðsmenn hér á landi. Jón H. Snorrason segir að sá þátt- ur alþjóðlegrar fjársvikastarfsemi sem verið hafi sýnilegastur hér á landi sé straumur erlendra keðjubréfa sem ' skjóti upp kollinum af og til og eigi t.d. upptök sín í Bandaríkjunum eða Þýskalandi. Þátttaka í slfkum keðju- bréfum varði við lög fyrir íslendinga ekki síður en þátttaka í íslenskum peningakeðjum. Fyrripart þessa árs voru forsvarsmenn íslenskrar pen- ingakeðju dæmdir í sektir og skilorðs- bundið fangelsi auk þess sem þeim var gert að skila þriggja milljóna króna ágóða af starfseminni. p Peningaplokk á Islandi Þúsundum vibskiptavina er bobin til kaups hlutabréf á genginu 4,0 í pappírsfyrirtækjum í Kanada og Bandaríkjunum. Kaupver&ib skyldi lagt inn á bankareikninga á íslandi. Þegar vibskiptavinirnir fóru aö ókyrrast stóð þeim til boöa aö selja bréf sín á genginu 0,5 og tapa þannig 80% af „fjárfestingunni". Bankareikningar stofna&ir á Islandi í nafni fyrirtækisins 1994,en peningar sem skiluöu sér þangab voru millifær&ir á banka í Belgíu Ltd - •' ■ 'tVerðbréfafyrirtækib Grimaldi Hoffman er stofnam í Nassau á Bahama-eyjum 1992 Stjornarmenn búa á Ermarsunds- eyjunni Sark Skrifstofur í Hollandi og Belgíuannast bankareikninga Fyrirtækib Grimaldi Hoffman hefur síban pósthólf á Spáni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.