Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1995 17 FRÉTTIR: EVRÓPA ESB vill fá veiði- bannifrestað Nouakchott. Reuter. FULLTRÚI Evrópusambandsins (ESB) er kominn til Máritaníu í þeirri von að honum megi auðnast að telja stjórnvöldum þar í landi hughvarf en þau hafa lýst yfír að mánaðar- langt bann við veiðum muni ganga í gildi í næsta mánuði. Sýnt þykir að mjög hafí gengið á fiskistofna undan ströndum Máritan- íu og skýrði talsmaður sjávarútvegs- ráðuneytisins þar í landi frá því í fyrri viku að bátum frá Máritaníu sem og erlendum skipum yrði bannað að stunda veiðar í októbermánuði. Með þessu móti væri vonast til að fiskistofnar næðu aftur fyrri styrk. Samið á næsta ári „Evrópusambandið er ekki and- vígt því að sett verði ákvæði um verndaraðgerðir inn í þann nýja samning sem sambandið og Mári- tanía munu gera með sér og undir- rita á næsta ári. Sambandið fer hins vegar fram á það við stjórnvöld í Máritaníu að aðgerðum í þá veru verði frestað þar til að samningar hafa verið undirritaðir," sagði fulltrúi framkvæmdastjómar ESB, Manuel Amal í samtali við Reuíers-frétta- stofuna. „Verði bannið innleitt þann 1. næsta mánaðar munu fískvinnslu- stöðvar svo sem í Cadiz og Huelva á Spáni verða gjaldþrota,“ bætti hann við. Stjórnvöld í Máritaníu hafa sett á veiðibann á nokkurra ára fresti í því skyni að hlífa stofnum. Nú ber hins vegar svo við að bannið verður inn- leitt á sama tíma og Evrópusamband- ið og stjórnvöld í Marokkó eiga í fisk- veiðideilu. Marokkómenn riftu samn- ingi við Evrópusambandið á vormán- uðum og hafa spænskir sjómenn ekki getað stundað veiðar undan ströndum landsins í fimm mánuði af þeim sökum. Manuel Arnal kvaðst vongóður um að för hans yrði árangursrík. „Stjórn- völd hér í Nouakchott hafa jafnan sýnt erfiðleikum ESB á sviði sjávar- útvegs mikinn skilning," sagði hann. Mikill aflasamdráttur Jafnan munu um 100 skip frá aðildarríkjum Evrópusambandsins stunda veiðar á miðum Máritaníu i Atlantsthafi. Um helmingur af út- flutningstekjum Máritaníu er í formi fískafurða en fiskveiðar svará til um tíunda hluta af þjóðartekjunum. Samkvæmt opinberum tölum veiddust alls 296.627 tonn af físki á máritanískum miðum árið 1994. 195.985 tonn voru flutt út og feng- ust fyrir þau 174 milljónir Banda- ríkjadala. Árið 1993 var heildarveiðin hins vegar 479.824 og segja embætt- ismenn í Máritaníu að þennan mikla samdrátt megi rekja til ofveiði. Ráðstefna um verðbréf ÞRIGGJA daga ráðstefna um verðbréfaviðskipti í Evrópu hófst í Barbican-miðstöðinni í London í gær. Urban Backström, seðla- bankastjóri Svíþjóðar, var einn þeirra sem ávarpaði ráðstefnuna og sést hann hér á blaðamanna- fundi að henni lokinni. Italir hyggjast greiða götu Marokkó Rabat. Reuter. ÍTALIR munu beita sér af fullum þunga fýrir því að gengið verði frá samningi um aukaaðild Marokkó að ESB þegar þeir taka við forsæti í sambandinu á næsta ári. Þetta var haft eftir ítölskum embættismanni í gær. MAP en svo nefnist hin opinbera fréttastofa Marokkó greindi frá því að Mario D’Urso, aðstoðarráðherra Ítalíu á sviði utanríkisviðskipta, hefði látið þessi ummæli falla á fundi með orkumálaráðherra Marokkó, Abdell- atif Guerraoui. Marokkó og ESB hófu nýverið viðræður sem vonast er til að iykti með nýjum samstarfssáttmála. Hins vegar hefur lítt miðað í viðræðum þessum eftir að viðræður um sam- starf á sviði sjávarútvegsmála og veiðiréttindi ESB til handa fóru út um þúfur í fyrra mánuði. Það eru einkum spænskir togarar sem fengið hafa leyfi til að veiða undan strönd- um Marokkó gegn gjaldi. Emma Bonino, sjávarútvegsstjóri ESB, lagði i kjölfar þessa til að öll sam- skipti sambandsins og Marokkó.yrðu endurskoðuð. ESB-aðild Svíþjóðar Stóraukin fjárfesting Stokkhólmi. Rcuter. INGVAR Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að fjárfesting þar í landi hafi aukist um heil 40% á þessu ári. Segir forsætisráðherrann að skýra megi þetta með tilvísun til þeirrar ákvörðunar Svía að ganga í Evrópusambandið (ESB). „Aldrei áður í samtímasögu Sví- þjóðar hefur fjárfesting í sænskum iðnaði aukist með sambærilegum hætti og þessi umskipti má rekja til Evrópusambands-aðildarinnar,” sagði Carlsson í samtali við sænsku fréttastofuna TT. Sænski forsætis- ráðherrann lét þess getið að fjárfest- ing hefði reynst mun minni í sænsk- um iðnaði hefðu landsmenn hafnað aðild að Evrópusambandinu í þjóðar- atkvæðagreiðslu í fyrra. Kosningar til Evrópuþingsins fara fram í Svíþjóð á sunnudag. t i I b o ð bókabúðu m rhkm1 kostaði höfundinn fopdæmingu og útlegð f æst í næstu bókabúð Árið 1992 stendur hindúafjölskylda í Bangladesh frammi fyrir því hvort þau eigi að fara eða vera þegar vægðarlaus átök trúarbragðahópa brjótast út í heimalandi þeirra. Taslima Nasrin er læknir frá Bangladesh. Hún er Taslima Nasrin vefur í þessari heimildaskáldsögu saman vinsæli höfundur í heimalandi sínu, einkum meðal áhrifamiklum frásögnum úr fortíð og nút(ð Bangladesh. kvenna, en býr nú í útlegð í Svíþjóð. Sænski PEN- Dregin er.upp mynd af því hvernig múslimar hafa níðst klúbburinn veitti henni málfrelsisverðlaun árið á hindúíska minnihlutanum áratugum saman, en 1994. Hún er gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík jafnframt er bókin ákall um umburðarlyndi og mannúð. í september. Silja Aðalsteinsdóttir þýddi. F O R L_ /V O 1 Ð IVI Á 1—. C3 O IVl E N IM 1 rsi o ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.