Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GLAÐST yfir góðum árangri: Aldís Helga Egilsdóttir, Reynir Hjálmarsson, Krislján Egilsson, safn- vörður í Vestmannaeyjum, Þorsteinn Ingi Sigfússon, formaður stjórnar rannsóknasetursins i Eyj- um, Gísli Már Gislason, prófessor Háskóla íslands, Jóhann Örn Friðsteinsson, Gísli Óskarsson, að- stoðarmaður og Páll Marvin Jónsson, fararstjóri og forstöðumaður rannsóknarseturs Háskóla ís- lands i Vestmannaeyjum. Þriðju verðlaun í samkeppni ungra vísindamanna Frábær gleðitílfinníng er úrslit voru tilkynnt Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Arnar Petersen ÍSLENZKU keppendurnir taka við verðlaunuum sínum. UNGLINGAR fra Vestmannaeyjum hlutu í gær þriðju verðlaun í Evrópu- keppni ungra vísindamanna sem fram fór í Newcastle á Englandi en þeir tóku þátt í keppninni fyrir ís- lands hönd. Rannsóknarverkefnið • sem Eyjakrakkamir fóru með í keppnina voru rannsóknir á hrygn- ingaratferli og líffræði loðnunnar við íslandsstrendur en það verkefni vann Hugvísiskeppnina hér á landi síðastliðið vor og gaf þátttökurétt í Evrópukeppninni. 10 nemendur úr Framhaldsskól- anum í Eyjum tóku þátt i rannsókn- arverkefninu en þrír úr hópnum, Jóhann Öm Friðsteinsson, Reynir Hjálmarsson og Aldís Helga Egils- dóttir vom valin til þátttöku i keppn- inni í Newcastle. 1 keppninni kynntu þau rannsóknir sínar og sátu fyrir svömm er dómarar keppninnar spurðu. Úrslit keppninnar vom til- kynnt um hádegi í gær og þá kom í Ijós að þau höfðu hlotið þriðja sæti í keppninni sem gaf tæpar 126.000 islenskar krónur í verðlaun. Sumir með tæki sem ekki til á íslandi Páll Marvin Jónsson, forstöðu- maður rannsóknarseturs Háskóla íslands í Vestmannaeyjum, sem hefur verið einn helsti aðstoðarmað- ur ungu vísindamannanna í rann- sóknum þeirra, er fararstjóri keppn- ishópsins. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að krakkarnir hefðu staðið sig frábærlega vel. Þau hefði verið að keppa við snillinga á ýmsum sviðum sem sumir hveijir hefðu verið ótrúlega vel tækjum búnir. „Það voru sumir þarna með tækjabúnað til rannsókna sem ekki er einu sinni til heima á íslandi, og sum rannsóknarverkefnin hafa stað- ið yfir í mörg ár“ sagði Páll. Hann sagði að úrslitin hefðu því komið þeim þægilega á óvart og mikil gleði væri ríkjandi í hópnum enda árang- ur hreint út sagt frábær og framar björtustu vonum. í sigurvímu Jóhann Örn Friðsteinsson, einn keppendanna, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld að þau væru í sigurvímu eftir árangurinn. Þegar Morgunblaðið ræddi við Jó- hann var hann staddur á lokahátíð keppninnar sem hann sagði hafa verið heilt ævintýri út í gegn. „Þetta hefur verið erfitt en ofboðslega gaman. Við áttum alls ekki von á að vinna til verðlauna, þó auðvitað hafí maður vonað að það tækist. Það er greinilegt að sumir þátttak- endurnir eru mjög klárir, algjörir heilar, og tækjabúnaður þeirra var ótrúlegur," sagði Jóhann. Hann sagði að fyrirkomulag keppninnar hefði verið þannig að þau hefðu sett upp kynningarbás þar sem þau kynntu rannsóknir sín- ar en síðan hefðu dómarar komið og rætt við þau. „Það komu fímm dómarar og ræddu við okkur í tíu mínútur hver. Þeir spurðu mikið, byrjuðu á almennu spjalli en fóru smám saman út í erfíðar og flóknar spumingar sem ég held að okkur hafí tekist ágætlega að svara. Það hlýtur alla vega að vera. Þetta reyndi talsvert á tungumálakunn- áttuna en við vorum búin að und- irbúa okkur vel og því gekk þetta allt upp.“ Loðnan til Japan! í frásögn Arnar Petersen, ljós- myndara Morgunblaðsins, af verð- Iaunaafhendingunni segir, að eitt tilsvar íslendinganna hafí vakið mikla kátínu viðstaddra. Einn dóm- aranna spurði hvaða gildi loðnan hefði fyrir útflutning íslendinga til annarra Evrópulanda, en vísinda- keppnin var á vegum Evrópusam- bandsins. íslendingarnir svöruðu með bros á vör, að öll sú loðna, sem flutt væri út frá Islandi færi á Jap- ansmarkað og braust þá út skelli- hlátur í salnum. Svitnaði í lófunum Jóhann Örn Friðsteinsson' sagði að kvikmynd um verkefnið sem þau sýndu í bás sínum hafi vakið mikla athygli og hafi hún örugglega hjálp- að til að þessi góði árangur náðist. Hann sagði að talsverður spenn- ingur hefði ríkt við verðlaunaaf- hendinguna í hádeginu í gær og það hefði verið ólýsanleg tilfínning þeg- ar í ljós kom að þau höfðu unnið til verðlauna. „Þetta var allt mjög formfast við verðlaunaafhending- una, svo að okkur þótti eiginlega nóg um hvað allir voru stífír. Fyrst voru veittar viðurkenningar til allra þátttökulanda sem ekki hlutu verð- laun og vora þau lönd kölluð upp í stafrófsröð þannig að þegar komið var fram yfír 1-ið í stafrófínu var ljóst að við höfðum unnið til verð- launa. Það jókst því hjartslátturinn og maður svitnaði í lófunum og þegar tilkynnt var að við hefðum náð þriðja sætinu braust út frábær gleðitilfínning, tilfinning sem ég á vonandi eftir að upplifa einhvern- tímann aftur. Við vorum síðan köll- uð á svið og okkur afhent stór ávís- un að launum fyrir árangurinn.“ Jóhann sagði að 99 þátttakendur hefðu verið í keppninni með 54 verk- efni. Þijú verkefni hefðu hlotið fyrstu verðlaun og þijú önnur verð- laun. Sex verkefni hefðu hlotið þriðju verðlaun og í þeim hópi hefðu þau verið. „Við erum rétt að byija að átta okkur á þessu núna. Að vinna til þriðju verðlauna í Evrópukeppni ungra vísindamanna er eitthvað sem ég hefði aldrei látið mig dreyma um að ég ætti eftir að upplifa. Þetta er hreint út sagt frábært og við eram öll í skýjunum yfir þessu," sagði Jóhann. Guðrún Þórsdóttir fræðslufulltrúi um árangur ungmennanna A eftir að hafa mikil áhrif „ÞETTA er alveg óskaplega ánægjulegt vegna þess að þetta er í fyrsta sinn sem Islendingar taka þátt í keppninni. Þarna kepptu nemendur frá 24 þjóðum og víða er mikil hefð fyrir keppninni. Þýskaland styður sína krakka vel og þar er mikill metnað ríkjandi. Nor- egur hefur tekið þátt í 24 ár, þannig að þetta eru engir viðvaningar sem krakkarnir eru að keþpa við,“ sagði Guðrún Þórsdóttir, fræðslu- fulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurborgar, um árangur nemenda í keppn- inni í Newcastle. Guðrún sagði að mikil vinna lægi að baki þessum árangri. Krakkarnir hefðu unnið að verkefninu frá febr- úar fram í ágúst. Þeir hefðu unnið allt kennaraverkfallið og vaktað verkefnið um tíma allan sólarhringinn. Töluverð áhersla hefði verið Iögð á að æfa þá í að svara spurningum á ensku, en dómarar ganga nokkuð hart fram í að spyrja út í rannsóknina. Það skipti einnig miklu um árangurinn að verkefnið væri mjög fram- bærilegt. 64% verða vísindamenn Guðrún sagði að þessi vinna væri nemendunum mik- ils virði og mikill áhugi væri í hópnum á að leggja þessa vísindabraut fyrir sig. Rann- sóknir á árangri af svona keppni erlendis sýni að 64% af þeim sem fengju verðlaun yrðu afgerandi vísindamenn. Guðrún sagði að öll verk- efnin, sem borist hefðu í keppnina hér heima, hefðu verið frábærlega vel unnin. Sérstaklega góð verkefni hefðu borist frá Menntaskól- anum í Reykjavík og Fjöl- brautaskólanum á Selfossi. „Ég reikna með að þessi vinn- ingur hafi mikil áhrif á fram- haldið. Ég er sannfærð um að þetta hvetur skólana og nemendur til að gefa þessu meiri gaum. Við erum að reyna að breyta áherslum svolítið í framhaldsskólanum í þá veru að vekja áhuga nem- enda á raungreinum." Vaktþjónusta barnalækna Vaktþj ónustan fellur undir sér- fræðiþjónustu EKKI þarf sérstakt samþykki Tryggingastofnunar fyrir niður- greiðslu á vaktþjónustu barna- lækna þar sem stofnunin telur þjónustuna falla undir ramma gild- andi samninga um sérfræðiþjón- ustu. Fjallað var um þetta mál í frétt í Morgunblaðinu í gær og gætti þar nokkurs misskilnings á orðum Karls Steinars Guðnasonar, for- stjóra Tryggingastofnunar, í sam- tali við blaðið. Var samtalið túlkað þannig ranglega í fyrirsögn frétt- arinar að vaktþjónustan yrði ekki niðurgreidd. Karl Steinar sagði í gær að um væri að ræða jafnaðargreiðslu gegnum sjúkratryggingar til barnalækna og þeir gætu þess vegna unnið sína vinnu á þessum umrædda tíma sólarhringsins eins og öðrum án þess að fara út fyrir ramma sérfræðiþjónustusamn- ingsins. Því hefðu barnalæknar ekki þurft að leita eftir sérstöku samþykki Tryggingastofnunar um niðurgreiðslu á vaktþjónustu og þar af leiðandi hefði slíkt sam- þykki ekki verið veitt sérstaklega. Var Karl Steinar með því að vísa tii mótmælabréfs Læknavakt- arinnar hf. til heilbrigðisráðherra vegna vaktþjónustu barnalækna en í bréfínu kemur fram að Trygg- ingastofnun hafi samþykkt að nið- urgreiða þjónustuna gegnum sjúkratryggingar. Þá var haft eftir Gunnari Inga Gunnarssyni, stjórnarformanni Læknavaktarinnar hf., í Morgun- blaðinu á sunnudag að vaktþjón- ustan væri aðför að heimilislækn- um og ef Tryggingastofnun hafi samþykkt að greiða niður vakt- þjónustu barnaiækna þá hljóti stofnunin að hafa samþykkt frávik frá ákvæðum í samningi sérfræð- inga og þar með heimilað þeim að hefja almenna heimilislækna- þjónustu. Ekki aðför að heimilislæknum Aðspurður um ástæður þess að barnalæknar hyggist hefja vakt- þjónustu, segir Olafur Gísli Jóns- son, einn þeirra sem að henni standa, ljóst að margir vilji fara til barnalækna með veik börn en telji ýmsum erfiðleikum bundið að sækja þá þjónustu á sjúkrahúsin. Sumir þeirra sérfræðinga í barna- lækningum sem starfa á sjúkra- húsunum séu þó þeir sömu og taki þátt í vaktþjónustunni, þannig að í raun sé eingöngu verið að færa til þjónustu. „Fyrir okkur vakti eingöngu að bæta aðgengi fólks að barnalækn- um, óski það eftir þjónustu þeirra fyrir veik börn sín fram á kvöld. Við teljum okkur ekki vera í beinni samkeppni við Læknavaktina sf., og ætluðum að bjóða þeim læknum sem þar eru upp á samstarf um álitsgjöf o.fl. Yfirlýsingar forráðamanna þeirra vöktu undrun okkar, því að við áttum ekki von á að vakt- þjónustan myndi valda þessu upp- námi sem orðið hefur. Heimilis- læknar hafa m.a. sagt að vakt- þjónustan sé aðför að þeim, en hún var engan veginn hugsuð sem slík, það var ekki tilgangurinn," segir hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.