Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Til vamar þingræðinu Hinir útvöldu FAGNAÐARANDVARP leið frá bijósti þjóðarinnar þegar það frétt- ist að þingmönnum og ráðherrum hefði verið dæmd kauphækkun „á sömu nótum og áður gerðir samn- ingar verkalýðsfélaganna". Það var svo oft búið að segja þjóðinni að þeir væru illa launaðir og tími til kominn að leiðrétta. Fyrirfólki þingsins var skiljanlega veitt nokkru meiri umbun og önnuðust það frammámenn flokkanna, ásamt oddvita, en sú launabót vakti minni fögnuð. Fjörutíu þúsunda mánaðar- leg skattlaus greiðsla varð til þess að menn setti hljóða, — en þó hlakk- aði í skattsvikurum og þeim sem stunda nótulaus viðskipti, þróunin virtist þeim í vil. Forsætisráðherra sagði, skömmu eftir að hann settist á þing, að sér virtist sem hann væri kominn á málfund í unglingaskóla og mætti af því ætla að hér hafi verið um barnabrek að ræða eða löngun til að vekja á sér athygli. Þótt þingmenn láti oft sem þeir séu ósammála og rífist stundum eins og þeim sé alvara, eru þeir nokkuð sammála um mikilvægi þingsins og hvers annars, og að VETRARTÍMI: Frá 18. september er opið kl. 9 - 17 Lýsing hf. FUOTLEGRI FJARMOGNUN SUÐURLANDSBRAUT 22 SÍMI 533 1500 • FAX 533 1505 Lipur vinmihestur cnauin FC/FP 2, 21/2 og 3t. lyftigeta. CROWN -Gæði fyrir gott verð. UMBOÐS- OG HBLDVERSLUN SMIÐJUVEGUR 70, KÚP SÍMI 564 4711 • FAX 564 4725 Árni Brynjólfsson þingsetuna beri að meta í launum, fríð- indum og ferðalög- um. — Það er von- laust að ætla fólki að sitja á þingi einungis vegna hugsjóna, eitt- hvað fleira verður að koma til. Umræðan um frjálsa samkeppni virðist yfirleitt brenglast þegar rætt er um laun þeirra sem betur eru settir hjá ríkinu, ætla mætti að laun væru í einhveiju samræmi við framboð og eftirspurn, en ekki er svo að sjá þegar um eftirsótt- ustu störfín er að ræða, ekki ein- göngu þingmennsku, heldur nán- ast öll störf sem greidd eru með skattpeningum almennings. — Áhuginn mun enn vaxa ef skatt- fríðindi bætast við aðra umbun sem þar er fyrir. „Svört vinna“ löggilt? Fyrir síðustu kosningar töluðu frambjóðendur mikið um skattsvik, nótulaus viðskipti og „svarta vinnu“, flestir vpru sammála um nauðsyn úrbóta. í framhaldi af því skipaði ijármálaráðherra fjöl- menna nefnd til þess að finna ráð við þessum meinta ósóma, — nú skyldi vegið að rótum vandans, flett ofan af skattsvikurunum, þeim gert að borga skatta og skila álögum. Fyrrverandi fjármálaráðherra vélvæddi á sínum tíma baráttuna gegn þessum ófögnuði með sjóðsvél- um, öðru nafni búðar- kössum, sem áttu að duga vel til að beija á neðanjarðarstarfsem- inni. Lítið virðist hafa áunnist, en veruleg aukning -varð í sölu þessara tækja, — óbeint mun „Skattmann" hafa náð inn tekjum. „Ráðirðu ekki við andstæðinginn, skaltu ljá honum lið,“ segir enskt máltæki, sem gæti átt við síðustu at- burði í launamálum þingmanna. Bæði hér og í öðrum skattglöðum löndum hefur gengið illa að kveða niður „svarta vinnu“, en þeir sem hafa löggjafarvaldið geta þó auðveldað baráttuna með því að löggilda glæpinn. Á þingi er yfírleitt frómt fólk og varla við því að búast að fyrir því vaki að hygla sér einum og gera má því ráð fyrir að á næsta þingi muni veitt hliðstæð umbun, þeim sem ekki koma við undan- skotum og/eða stunda nótulausa vinnu. Þetta mun slá á óánægju- raddimar og líklega verður nefndin hans Friðriks þá óþörf. Einhveijir frekjudallar voru að krefjast þess að duldar greiðslur yrðu lagðar af, öll laun skyldu upp á borðið. Þingmannafríðindin benda til þess að sú krafa eigi fáa formælendur, enda þá erfiðara að segja rangt frá niðurstöðum samn- Bæta má þinghaldið og fækka þingmönnum, segir Árni Brynjólfs- son, og hagræða á þeim vettvangi sem öðrum. inga og sér í lagi að halda niðri lægstu launum. Þá yrði og áhrifa- minna að viðhalda töxtum sem aldrei eru notaðir nema til að fá samúð og að gráta yfir. „Þjóðarsáttin“ lifir Forystumenn verkalýðsfélag- anna virðist ekki enn hafa komið auga á ljósu hliðar þessa máls, þeir setja í brýrnar og eru drýldn: ir á svip, en framkvæmdastjóri VSÍ segir þetta vera löglegt en sið- laust, kjarasamningar muni halda. — Auðvitað halda samningar verkafólksins, sem fékk i vor 2.700 krónur gegn tveggja ára „þjóðar- sátt“, þegar æðstu broddum þjóð- arinnar eru dæmdar tugir þúsunda króna ofan á sín naumu laun. Vera má að verkalýðsleiðtogarnir kætist ef þeim verður ljóst að fólkið þeirra getur e.t.v. svikið löglega undan skatti, — þótt lítið sé að svíkja. Launahækkun fyrirmanna ríkis- ins er áhrifameiri vegna þess að þeir sem komnir eru á eftirlaun fá sömu hækkanir, — óvíst með fríð- indin. Spörum og hagræðum Tími er kominn til að þjóðin hagræði á fleiri sviðum en gert hefur verið til þessa, bæta má þinghaldið og fækka þingmönnum og þá verður auðveldara að hækka laun þeirra sem eftir verða. Minnka má vinnuálagið með því að þingmenn haldi sig við nauð- synlega lagasmíð og hætti að vera ofan í hvers manns koppi við at- kvæðaveiðar. Alþingishúsið yrði eðlilegri þingstaður og auðveldara væri að bæta vinnuaðstöðuna. Kjördæmin verði sameinuð í eitt, — kjördæmi alls fólksins í landinu — og hver kjósandi hefði heimild til að merkja við 31 fram- bjóðanda. Kosningu hlytu 31 sem flest atkvæðin fengju, án tillits til flokks eða búsetu. Leysa mætti þingmenn undan því að taka sér launabætur eða skattfríðindi ef laun þeirra yrðu t.d. fimm- eða sexföld lágmarks- laun verkafólks og tækju breyt- ingum í samræmi við þá taxta. Þeir hefðu engin fríðindi nema kostnað vegna þingstarfa og yrði sú upphæð miðuð við sama taxta og launin. Aðild þeirra að Lífeyrissjóði opinberra starfsmanna yrði flutt í einhvern lífeyrissjóð almennu verkalýðsfélaganna og nytu þeir þar sömu réttinda og annað aðild- arfólk. Með þessari breytingu væri þingheimur leystur undan áleit- inni gagnrýni vegna sjálftöku launa og kostnaður við þinghaldið myndi snarminnka. Til greina kæmi einnig að losa ráðherrana út úr þinginu, ekki síst með tilliti til orða forsætisráðherra, sem minnst var á hér að framan. Höfundur er framkvæmdastjóri. Svona gæti maður gert! HV. BORGARSTJÓRI! í sjónvarpsfréttum á þriðjudag segir þú, í framhaldi af grein minni í Mbl., að ég þurfí að svara tvennu. Annaðhvort hvemig veita eigi betri þjónustu án aukins tilkostnaðar, eða hvar taka eigi fé til að bæta þjónustuna, því borgarsjóður sé ekki aflögufær. Um leið og ég þakka alúðleg viðbrögð við sjálfs- gagnrýni minni, verð ég að lýsa undrun yfir þessu nýja verkefni mínu. Ég hélt nefnilega að þetta væri þitt starf. Fyrst þú óskar þess, er mér þó ljúft að benda á nokkur atriði sem koma í hugann. Þó er ég ekki sér- fróður um rekstur SVR, eða al- menningssamgöngur yfirleitt. Ég hef heldur ekki aðstoðarmenn, fjár- málastjóra, hagfræðinga, rekstrar- stjóra, endurskoðendur, ráðgjafa- fyrirtæki, verkfræðinga, ráð, stjórnir og starfsmenn til verksins. En þú tekur viljann fyrir verkið. 1. Opið og lýðræðislegt stjórn- kerfí, sögðum við. Sé vandi SVR svo mikill, virðist mér að við höfum gefið fyrirheit um að svo alvarlegt mál nyti lýðræðislegrar umræðu, þar sem borgurum gæfíst færi á að segja álit sitt áður en ákvörðun — - % - kjarni malsins! væri tekin. Að tilkynna 100% hækkun af þessu tagi og spyija síðan: Ja, hafíð þið eitthvað til málanna að leggja? er að skjóta fyrst og spyija svo. Það eru stjórnar- hættir forvera okkar og ekki til farsældar falln- ir. 2. Rekstur Almenn- ingsvagna er nágranna- sveitarfélögum okkar dýr. Þannig greiðir Kópavogur nær tvöfalt meira til AV miðað við íbúafjölda, en við greið- um í SVR. Þó hækkar AV líka. Þegar fyrir- tækin í landinu áttu í sem mestum erfíðleikum reyndist samruni og samvinna fyrirtækja oft vel við að bæta afkomu. I erfiðri stöðu SVR og AV er ekki óeðlilegt að gera kröfu um að slík leið sé könnuð til hlítar, áður en ráðist er á farþegana. 3. Formaður stjórnar SVR hefur réttilega bent á að bæta megi þjón- ustu með því að vagnamir aki ekki í halarófu eftir stofnbrautum, held- ur á mismunandi tímum. Það kostar ekki neitt! 4. Stjórn SVR stendur að athygl- isverðri tilraun í Ferðaþjónustu við fatlaða, með því að notfæra sér aðkeyptan akstur. Ifyrstu tölur benda til að kostnaður við hveija ferð sé helmingi lægri, en með þeim bílum sem SVR reka sjálfir. Tvö- falt betri þjónusta með sama til- kostnaði. Borgin úir og grúir af stórum og litlum bílum sem vantar bara verkefni. Geta þeir ekki með litlum tilkostnaði flutt farþega úr einstökum hverfum út á aðalgöt- umar í stóru vagnana. Eða verða þrír farþegar ekki fluttir öðruvísi er með 50 manna vagni? Fjölmörg stór fyrirtæki telja hagkvæmara að kaupa þjónustu leigu- og greiðabíla, en reka eigin flota. 5. Almenn sátt gæti hafa náðst um 6% hækkun vegna verðlagsþró- unar. Hún skilar allt að 30 milljón- um árlega. 6. Sé aðkallandi að byggja skiptistöðvar við Lækjartorg og Vesturíandsveg er ekki óeðlilegt að selja e-ð af eignum borgar- innar til'.að ljármagna slíka framkvæmd. Ég nefni Tryggvagötu 15, Pósthússtræti 9 og Vonarstræti 4 sem dæmi. 7. Aukinn kostnað- ur í rekstri SVR og AV stafar m.a. af út- þenslu byggðar. Verð Helgi farmiða ræðst oft af Hjörvar lengd ferðar. Þannig er dýrara að fljúga til Peking en Patreksfjarðar. I náinni samvinnu AV og SVR væri ekki óeðlilegt að dýrara væri að aka frá Seltjarnarnesi í Árbæ, en frá Hlemmi inní Sund. Þannig ykjust tekjur eftir því sem þjónustusvæði stækkaði og kostnaður eykst. 8. Talandi um Hlemm. Far- gjaldahækkunin á að bæta tengsl hans við Lækjartorg. í pólitík for- gangsraðar maður og þær gatna- framkvæmdir mega bitna á fram- kvæmdum fyrir einkabíla, því við setjum almenningssamgöngur í for- gang. 9. Okkar ágæta fólk í SVR hefur haft ýmsar hugmyndir um að gera almenningssamgöngur fysilegri kost. T.d. er tilraunin með að leyfa reiðjól í vögnunum. Fjölmargar slík- ar hugmyndir geta aukið nýtinguna og þar með bætt afkomuna. 10. Ég leyfi mér að efast um réttmæti þess að láta aldraða, ungt fólk og ijölskyldur greiða með sér- stökum skatti fyrirhugaða tengi- byggingu frá Kringlunni að biðstöð SVR við Miklubraut. En sem fyrr segir, þetta er ekki mitt starf. Vagnstjórar SVR og farþegar, íbúasamtök, nemendafélög og aðrir borgarar í Reykjavík hafa eflaust fjölmargar hugmyndir fram að færa um hvernig bæta megi þjónustu án aukins tilkostnaðar. Við gáfum fólki von um breytingar, segir Helgi Hjörvar. Við trúðum að við gætum það. Og okkar fólk í stjórn SVR er fullfært um að leysa þessi mál í samvinnu við borgarana og borgar- stjórn. Til þess þurfa þeir þó póli- tíska stefnumörkun borgarstjóra um að almenningssamgöngur séu forgangsmál og svigrúm í rekstri SVR til að ná langtímaárangri. Dugi það ekki til verðum við að endurskoða forgangsröðun í fjár- hagsáætlun. Því það er grundvallar- atriði, hve illa sem árar, að maður leggur ekki sérstaka skatta á þá sem minnst hafa umleikis. Við höfum tekið við stjórn í gam- algrónu kerfi. Þar er áratuga hefð fyrir valdhroka, gerræðislegum ákvörðunum og áhugaleysi á þátt- töku hins almenna borgara í samfé- lagi sínu. Við gáfum fólki von um breytingar. Við trúðum að við gæt- um það. Enginn bað okkur að vekja þessa von. Því höfum við skyldum að gegna. Að verða ekki samdauna. Það er örðugt að andæfa hefðinni og ekki hægt að gera þá kröfu á eina manneskju að hún sé óskeik- ul. En við erum að gera eitthvað vitlaust. Kannski áttum við að stíga skrefíð til fulls og stofna Reykjavík- urlistann sem stjórnmálaflokk í stað kosningabandalags. Skapa okkur félagslegan vettvang lýðræðislegr- ar umræðu, þar sem hægt væri að sækja hugmyndir og kraft til stuðn- ingsmanna í stað þess að ræðast við á þessum vettvangi. Hvað um það. Borgarstjórii hefur enn ekki staðfest þessa skatta- hækkun á þá sem síst skyldi. Mikil blessun væri það Reykvíkingum ef þeir loksins eignuðust borgarstjóra sem hefði kjark til að endurskoða ákvarðanir sínar, ef borgararnir hafa um þær ærlegar efasemdir. Höfundur er framkvæmdastjóri. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.