Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Kvennaráðstefnan í Peking Samkomulag um erfðarétt Peking. Reuter. FULLTRÚAR íslamskra ríkja á Alþjóðakvennaráðstefnunni í Peking féll- ust í gær á málamiðlun í deilunni um erfðarétt kvenna og samkomulag náðist einnig um orðalag ályktunar um ýmsa þjónustu, sem konum ætti að standa til boða. Höfðu Vesturlönd haft fyrirvara í því efni þar sem þau telja, að fátæk ríki verði sjálf að standa straum af sinni grunnþjónustu. Tilraunirnar á Mururoa Frakkar leyfa eftirlit París. Reuter. FRAKKAR komu í gær til móts við bandamenn sína i Evrópusambandinu, ESB, og Japana sem hafa. gagnrýnt kjamorkutilraunirnar á Mur- uroa-eyju á Suður-Kyrrahafi. Segjast frönsk stjómvöld reiðubúin að taka á móti sendimanni Tókýó-stjórnar vegna málsins og jafnframt fá sérfræðingar á vegum ESB að kanna strax hvort geisla- mengun hafi orðið vegna til- raunanna. Fram til þessa hafa Frakk- ar aðeins viljað að sérfræðing- arnir fengju að fara á staðinn eftir að öllum tilraununum lýkur en gert er ráð fyrir að alls verði um 6-8 sprengingar að ræða. Nýhafinn er fundur 16 ríkja á Suður-Kyrrahafi og verður þar rætt í dag til hvaða að- gerða hægt verði að grípa til að fá Frakka ofan af því að sprengja fleiri kjamorku- sprengjur. Margir óttast að bergið á Mururoa, sem er kóralrif, geti spmngið vegna tilraunanna og valdið mikilli geislamengun þrátt fyrir allar varúðarráðstafanir. Orðalag lokaályktunar um erfðarétt kvenna er þannig, að þeim skuli tryggður ,jafn réttur til erfða og jafn réttur til arftöku“ en jafnframt var lýst yfir, að með orðalaginu væri fremur reynt að koma í veg fyrir mismunun en að tryggja nákvæmlega sama hlut karla og kvenna í arfi. Þessi túlkun gefur íhaldssömum múslimum dálítið svigrúm en írönsku konumar vora þó alls ekki ánægðar með hana. „Sanngirni er sjálfsögð en ekki jafnrétti," sagði Turan Jamshidian. „Við hlítum íslömskum lögum. Boðorðum guðs er ekki unnt að breyta. Við munum nú halda okkar leið,“ sagði hún og gaf í skyn, að íransstjórn myndi hafa einhvern fyrirvara á um sam- þykktina. Deilur milli íhaldssamra, ísl- amskra ríkja með íran í farar- broddi og vestrænna ríkja hafa átt mestan þátt í hve illa hefur gengið að koma saman lokaálykt- un kvennaráðstefnunnar. Alþjóðabankinn ætlar að auka framlög sín til ýmissa framfara- mála kvenna um 50% á næstu þremur árum. Var skýrt frá þessu í Kína í gær. Lánin nema nú um 3,5 milljörðum dollara á ári og fara aðallega til mennta- og mannfjölgunarmála, heilsugæslu og landbúnaðar. Það svarar til 15% af útlánum bankans en fyrir áratug var hlutfallið aðeins 5%. Sagði fulltrúi bankans, Klas Bergman, að kúgun kvenna væri víða Þrándur í Götu efnahags- legra framfara og því væri enn meiri ástæða en ella til að bæta hlut þeirra. Reuter KONUR frá Rómönsku Ameríku efndu til mótmælafundar í gær í anddyri byggingarinnar þar sem kvennaráðstefnan í Peking er haldin. Kröfðust þær aukins stuðnings auðugra ríkja við rikin í Mið- og S-Ameríku og vildu, að allar erlendar skuldir þeirra yrðu strokaðar út. Ráðstefnunni lýkur á morgun. Rússar lofa aukinni aðstoð og brottflutningi barna Loftbrú hjálpar- gagna til Belgrad Moskvu. Reuter. R!ÚSSAR tilkynntu í gær að þeir hygðust reisa loftbrú til að flytja hjálpargögn til Belgrad, höfuð- borgar Serbíu. Haft var eftir Sergei Shoigu, neyðarástandsráðherra, að Rússar myndu senda 15 flutningavélar til að flytja lyf og matvæli. Shoigu sagði jafnframt að Rússar væru reiðubúnir til að hefja brottflutning barna frá bardagasvæðum ef nauðsyn krefði. Þessi yfirlýsing siglir í kjölfarið á ásökunum Rússa á þriðjudag um að böm hefðu verið myrt í loftárás- um Atlantshafsbandalagsins og þær stefndu heilli kynslóð Serba í útrýmingarhættu. Kommúnistar gegn Jeltsín Kommúnistar á rússneska þing- inu hófu tilraunir sínar til að víkja Boris Jeltsín, forseta Rússlands, úr embætti vegna stefnu hans í málefnum Bosníu að nýju í gær. Hjá fréttafulltrúa þingsins feng- ust þær upplýsingar að kommún- istar hefðu gripið til þessa bragðs vegna þess að forsetinn hefði virt að vettugi fordæmingar á þeirri stefnu, sem nú væri fylgt gagn- vart Bosníu. 150 undirskriftir þarf til þess að málið verði tekið formlega fyrir í þinginu. Eftir það hefst mjög flók- ið ferli til að víkja forsetanum úr embætti og er harla ólíklegt að kommúnistum takist ætlunarverk sitt. Þeir gripu til svipaðra aðgerða á þingi eftir að Tsjetsjenar tóku nokkur hundruð manns í gíslingu í bænum Búdennovsk í júní, en ekkert varð úr. ÁRMÚLA 8, SÍMAR 581 2275 og 568 5375 Herflugvél ferst á Sri Lanka Slæmt veður lík- legasta ástæðan Colombo. Reuter. TALIÐ er, að um 80 manns hafi farist þegar herflugvél hrapaði í sjó skammt frá Colombo, höfuðborg Sri Lanka, í gær. Þykir líklegt, að slæmt veður hafi valdið slysinu en einnig er verið að kanna hvort vélinni, sem var af gerðinni Antonov-32, hafi verið grandað með flugskeyti eða sprengju. I fyrstu voru yfirvöld viss um, að vélinni hefði verið grandað en síðan hölluðust þau að því, að veðrinu hefði verið um að kenna. Flugvélin lagði upp frá Ratmalan-flugvelli í Colombo á hádegi í gær en skömmu síðar og rétt áður en hún hrapaði ákváðu flug- mennirnir að reyna að snúa við vegna veðurhamsins. Hugsanlegt er þó talið, að flugvél- in hafi verið skotin niður með flug- skeyti enda er svæðið fyrir norðan slysstaðinn að miklu leyti á valdi tamílskra skæruliða. Þeir skutu niður tvær flugvélar stjórnarhersins í Sri Lanka í apríl og eina í júlí og fórust með þeim meira en 100 menn. Frakkar handtaka 12 vegna sprengjutilræða París. Reuter. RANNSÓKN frönsku lögreglunnar á sprengjutilræðunum, sem undanfarið hafa verið gerð í Frakklandi, leiddi í gær til þess að tólf menn voru hnepptir í gæsluvarðhald. Mennirnir voru handteknir í dögun í París og Lyon þegar leit var gerð þar sem grunur lék á að múslimskir bókstafs- trúarmenn væru í felum. Nafn eins hinna grunuðu var gef- ið upp. Hann heitir Khaled Kelkai og er frá Alsír. Fingraför hans fund- ust á sprengju, sem komið var fyrir nærri hraðlest skammt frá Lyon í ágúst og sprakk ekki. Lögregla hefur leyst 36 manns, sem handteknir voru í París á mánu- dag, úr haldi vegna skorts á sönnun- argögnum um að þeir væru viðriðn- ir sprengingarnar, sem á þessu ári hafa leitt til dauða sjö manna og sært rúmlega 130 manns. Átta manns eru hins vegar enn í haldi í. Lyon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.