Morgunblaðið - 19.09.1995, Síða 8

Morgunblaðið - 19.09.1995, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Launahækkun þingmanna og ráðherra: Réttlætiskennd fólks stórlega misboðið - segir framkvæmdastjóri ASÍ iii yiíííi,. Þið getið gleymt þessu, strákar. Við þessir hæstvirtu látum ekki hrekja okkur úr landi vegna lélegra launa. Miklar kalskemmdir víða um allt land í sumar Tjón bænda vegna kals í túnum metið í haust MIKLAR kalskemmdir hafa orðið á túnum víða um land á þessu ári en ekki liggur endanlega fyrir tjón bænda af þeim sökum. Ólafur Dýrmundsson ráðunautur segir að menn hafi orðið varir við kal í túnum mjög víða um land fram eftir sumri, á sumum svæðum voru heilu túnin mjög mikið skemmd á Suðurlandi, Austurlandi, Norður- landi og á Ströndum. Einnig bar talsvert á smáblettakali og var upp- skera af túnum talsvert minni en í venjulegu árferði. „Seinni part sumars hefur hins vegar verið tiltölulega góð sprettu- tíð og þá rættist töluvert úr sprett- unni en þar sem heilu svæðin voru skemmd vegna kalsins ná túnin sér ekki á heilu sumri,“ sagði Ólafur. Hann sagði að sumir bændur hefðu gripið til þess ráðs að endurrækta tún sín og hefðu votverkað í rúllur. „En ég held að fóðurástand sé betra en á horfðist á miðju sumri,“ sagði hann. Bjargráðasjóði verði tryggt fjármagn vegna bótagreiðslna Bæjarstjóm Neskaupstaðar hefur sent áskomn til landbúnaðarráð- herra og fjárveitinganefndar Al- þingis um að séð verði til þess að Bjargráðasjóði verði tryggt lög- bundið fjármagn úr ríkissjóði, þann- ig að sjóðurinn geti bætt bændum þau alvarlegu kaltjón sem orðið hafi á þessu ári og honum beri að , gera skv. lögum. í greinargerð með áskorun bæj- arstjórnarinnar segir að gríðarlegar kalskemmdir hafi orðið í Norðfjarð- arsveit á þessu ári og að mati ráðu- nauta séu kalskemmdir í sveitinni þær mestu á landinu. „Það er óvið- undandi fyrir bændur að vita ekki á haustdögum hvaða bætur þeir fá vegna kalsins, þannig að þær liggi fyrir þegar teknar eru ákvarðanir um ásetning fyrir veturinn," segir í greinargerðinni. Skv. upplýsingum Ólafs munu forðagæslumenn kanna heyfeng hjá bændum í haust og héraðsráðunaut- ar meta þær jarðir sem hafa orðið illa úti. í framhaldi af því muni raun- vemlegt kaltjón bænda koma betur í ljós. Þeir sem hafa orðið illa úti geti svo í framhaldi af því sótt um bætur til Bjargráðasjóðs. Kveikt í rúmfatnaði ELDUR kom upp í mannlausri kjallaraíbúð í Grafarvogi í gær. Af ummerkjum þótti ljóst, að kveikt hafði verið í með því að kasta einhveiju logandi inn um glugga íbúðarinnar. Nágranni tók eftir því um kl. 16 að reyk lagði út um glugga íbúðarinnar og kallaði á slökkvilið. Skamman tíma tók að slökkva eld- inn, sem logaði í rúmfatnaði. Að sögn Bergsveins Alfonsson- ar, varðstjóra hjá slökkviliði Reykjavíkur, hafði einhverju log- andi greinilega verið kastað inn um gluggann. Hann sagði að vonandi hefðu óvitar verið þar á ferð, því full- orðnir ættu að gera sér grein fyr- ir þeirri hættu, sem af slíku hátta- lagi stafaði. Morgunblaðið/Einar Guðmundsson Ómissandi á morgnana HANN Pétur Helgi Einarsson 2 ára er augsýnilega þeirrar skoð- unar að Mogginn sé ómissandi með cheeriosinu á morgnana. Islenskur alheimsforseti Kiwanis Kiwanis og SÞ gegnjoðskorti Kiwanishreyfingin var stofnuð í Bandaríkj- unum árið 1915, en árið 1961 varð hreyfingin alþjóðleg og starfar nú í 80 löndum. Fyrsti Kiwanis- klúbburinn hér á landi, Kiw- anisklúbburinn Hekla, var stofnaður í janúar 1964, og var níundi Kiwanisklúbb- urinn í Evrópu. Innan vé- banda hreyfingarinnar starfa nú um 330 þúsund manns um allan heim, auk um 240 þúsund manns innan ungliðahreyfinga Kiwanis. Hér á landi eru 1.300 Kiwan- ismenn. Alheimsforseti Kiw- anis næsta árið verður Ey- jólfur Sigurðsson, einn stofnfélaga Kiwanisklúbbs- ins Heklu. Félagar hans héldu honum hátíð í Kiwan- ishúsinu á laugardag og heiðruðu hann í tilefni þessa merka áfanga, sem litið er á sem viðurkenningu fyrir alla íslenska Kiwanismenn. Hvert er meginmarkmið Kiw- anishreyfingarinnar? „Kiwanishreyfipgin er þjón- ustuhreyfing og meginmarkmið hennar er að klúbbar starfí í hverri heimabyggð og aðstoði við lausn margvíslegra vandamála. Megin- þema hreyfingarinnar undanfarin 6 ár hefur verið að starfa í þágu barna. Stærsta verkefni Kiwanis hér á landi hefur verið K-dagur- inn, þegar Kiwanismenn selja lykla til hjálpar geðsjúkum. Við höfum haldið tryggð við það verk- efni og næsti K-dagur verður 21. október." Hvaða verkefni bíða þín sem alheimsforseta Kiwanis? „Nú er að hefjast umfangsmik- ið starf í samvinnu við barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og er ætlun- in að Kiwanis safni 75 milljónum Bandaríkjadala fram til næstu aldamóta. Því fé verður varið til að beijast gegn joðskorti, sem þjakar fólk í 108 löndum heims- ins. Afleiðingar joðskorts eru margvíslegar; hann orsakar heila- skemmdir, börn fæðast vangefin eða fötluð og joðskorturinn kemur fram sem ofvöxtur í skjaldkirtli. Ég sá fjölmörg dæmi þessa í Nep- al, þar sem ég var nýlega á vegum Sameinuðu þjóðanna." Hvernig hagið þið baráttunni gegn joðskorti? „Baráttunni er hagað þannig að joði er blandað í neyslusalt. Við ætlum til dæmis að byggja saltgeymslur á landamærum Ind- iands og Nepal. Þar verður joðinu blandað í saltið áður en ------ það fer á markað. Þetta einfalda starf getur bjargað lífi milljóna manna. Þegar nauðsyn- legri aðstöðu hefur ver- ““—~~“ ið komið upp munum við fylgja starfinu eftir með stofnun Kiw- anisklúbba á hveijum stað.“ Leggið þið fyrra starf á hilluna til að sinna þessu verkefni? „Nei, þetta bætist við fyrra staf Kiwanisfélaga um allan heim og er í fyrsta skipti sem Kiwanis- menn snúa sé að alþjóðlegu verk- efni. í raun er þetta verkefni lýs- andi dæmi um þær breytingar, sem orðið hafa í starfsemi hreyf- inga eins og Kiwa'nis. Samgöngur og samskipti um alian heim eru með þeim hætti, að yfirsýn er miklu betri en áður. Klúbbarnir mega ekki einangrast í sinni heimabyggð, því þeirra heima- byggð er í raun heimsbyggðin öll. En hér á, íslandi höldum við til dæmis áfram að selja lykil til hjálpar geðsjúkum á K-daginn. Eyjólfur Sigurðsson ►Eyjólfur Sigurðsson fæddist 29. október árið 1938. Hann er prentari að mennt og hefur starfað við bókaútgafu og bók- sölu, síðast sem útgáfustjóri Skjaldborgar. Eyjólfur er stofn- félagi Kiwanishreyfingarinnar á Islandi og tekur 1. október við starfi alheimsforseta Kiw- anis, sem hann gegnir í eitt ár. Hann er fyrsti Evrópubúinn sem kjörinn er í embætti al- heimsforseta. Eiginkona Eyj- ólfs er Sjöfn Ólafsdóttir. Þau hjón eiga þijár uppkomnar dætur og átta barnabörn. Sala lykilsins hefur skilað 140 milljónum króna frá því að hún hófst árið 1974. Þeir peningar hafa m.a. farið til að reisa nýbygg- ingu Bergiðjunnar við Kleppsspít- ala og til að setja á laggirnar áfangaheimili fyrir geðsjúka. Þessi íslenska hugmynd, að hafa sérstakan K-dag, er nú orðin al- þjóðleg. Þegar íslenskir Kiwanis- menn safna til hjálpar geðsjúkum þann 21. október safna Kiwanis- menn í öðrum löndum fé til joð- verkefnisins." Hvar verða bækistöðvar a 1- heimsforsetans næsta árið? „Höfuðbækistöðvar Kiwanis eru í Indianapolis í Bandaríkjun- um, þar sem 140 manns starfa. Hins vegar fer mestur tími minn í að ferðast milli umdæma. Ég mun fara til 42 landa í öllum heim- sálfum og 38 fylkja Bandaríkj- anna og ég býst við að slík ferða- lög taki alls um 270 daga. Ég hefði ekki getað tekið þetta starf að mér nema af því að kona mín, Sjöfn Ólafsdóttir, stendur við hlið --------- mér. Kona alheimsfor- seta gegnir veigamiklu hlutverki, hún þarf að kynna landið og halda ýmsar tækifærisræð- ur.“ Hvaða þýðingu hefur það fyrir lsiand að alheimsforseti Kiwanis er íslenskur? „Þessi staða gefur möguleika á mikilli landkynningu. Utanríkis- þjónustan hefur tekið mikinn þátt í undirbúningi starfs míns, ásamt ýmsum íslenskum fyrirtækjum, sem ætla að kynna framleiðslu sína og ferðaþjónustu, hvar sem ég fer á þessu ári í starfi. Sem dæmi má nefna, að fjórtán þúsund manns verða á opnunarhátíð al- heimsþings Kiwanis í Salt Lake City á næsta ári. Þar verður ís- lensk list kynnt, því Sigrún Hjálm- týsdóttir syngur á hátíðinni. Og svo annað dæmi sé tekið, þá verða ekki haldnir fundir hjá heims- hreyfingu Kiwanis öðru vísi en svo að íslenskt vatn verði á boðstól- um.“ Miklir mögu- leikartil land- kynningar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.