Morgunblaðið - 19.09.1995, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Tvö erfið sjúkraflug hjá Flugfélaginu Erni á ísafirði
Ellefu vindstig
og svarta myrkur
ísafirði - Flugmenn Flugfélags-
ins Emis á ísafirði, þeir Egill Ibs-
en, Gunnar Örn Hauksson og
Bjartmar Amarsson fóru í tvö
sjúkraflug um síðustu helgi. í
bæði skiptin vora flugskilyrði með
erfiðasta móti, 9-11 vindstig, auk
svarta myrkurs í síðara fluginu.
Fyrra flugið var farið um miðjan
dag á laugardag frá ísafirði og
þurfti að nota bifreið til að halda
við flugvélina áður en hún hóf sig
á loft.
„Við ákváðum að láta bakka
vélinni út á brautina, enda var
mjög hvasst, 40-50 hnútar eða 11
vindstig. Eftir að við voram komn-
ir í loftið gekk flugið vel til Reykja-
víkur, en við voram lengi á leiðinni
eða eina klukkustund og 20 mínút-
ur,“ sagði Egill Ibsen flugmaður í
samtali við blaðið.
Síðara sjúkraflugið var farið um
klukkan eitt aðfaranótt sunnudags
og þá til Bíldudals til að sækja
konu í bamsnauð. Sami vindstyrkur
var og í fyrra skiptið auk þess sem
svarta myrkur gerði flugið erfiðara.
„Þetta var erfitt flug. Flug-
vallarstjórinn á Bíldudal kallaði út
björgunarsveitina á staðnum sem
aftur raðaði bílum meðfram hlíð-
inni á milli bæjarins og vallarins.
Þannig komumst við inn . Ef það
hefði ekki verið gert hefðum við
aldrei getað lent, enda era engir
aðflugsvitar í Amarfirðinum. Það
era mjög dauf rafhlöðuljós á vellin-
um. En þetta gekk. Fyrir mig per-
sónulega var þetta erfitt, allavega
um tíma í Arnarfirðinum,“ sagði
Egill.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
STARFSFÓLK heilsuræktarstöðvarinnar Styrks á Selfossi.
Nýtt fólk rekur Styrk
Selfossi - Nýir rekstraraðilar,
íþróttakennararnir Ágústa Gísla-
dóttir og Auður Vala Gunnarsdótt-
ir, hafa tekið á leigu heilsuræktar-
stöðina Styrk við Gagnheiði á Sel-
fossi, en eigandi stöðvarinnar er
Pálmi Egilsson.
Að sögn þeirra Auðar og Ág-
ústu verður í vetur m.a. boðið upp
á veggjatennis, dans, morgun-
klúbba, herratíma á kvöldin í þol-
fini, hefðbundna tíma í þolfími,
leikfími fyrir eldra fólk, kjör-
þyngdamámskeið, göngu- og
skokkhópa, körfubolta, ljósatíma
og gufubað.
Lífræn ræktun í Vallanesi vottuð
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
EYMUNDUR Magnússon og Kristbjörg Kristmundsdóttir
bændur í Vallanesi með soninn Gabríel Svein.
Trygging fyrir vax-
andi neytendahóp
Egilsstöðum - Lífræn ræktun í
Vallanesi á Fljótsdalshéraði hefur
fengið vöravottun frá vottunar-
fyrirtækinu Soil Association Org-
anic Marketing í Englandi. Um
er að ræða alla framleiðslu á jörð-
inni Vallanesi, þ.e. grænmeti,
pökkun, skógrækt, komrækt,
moldarframleiðslu, nautgripa-
rækt og heilsuolíur.
Bændur í Vallanesi era þau
Kristbjörg Kristmundsdóttir og
Eymundur Magnússon og hafa
þau unnið við lífræna ræktun s.l.
10 ár. Fyrir 4 áram síðan var öll
framleiðsla jarðarinnar orðin líf-
ræn. Eymundur segir vottun
þessa hafa það í för með sér að
nú geti viðskiptavinurinn treyst
því að varan sem hann kaupir sé
örugglega meðhöndluð á lífrænan
hátt.
Framleiðslu sína selja þau und-
ir nafninu Móðir jörð.
Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon
Stefni af skútu
fannst við Eyjar
Vestmannaeyjum - Plasthlutur, sem líklega
er stefni af tveggja skrokka skútu, fannst á
reki vestan við Vestmannaeyjar fyrir skömmu.
Komið var með hlutinn til hafnar í Vestmanna-
eyjum þar sem hann hefur verið skoðaður en
ekki er vitað hvaðan hluturinn er kominn.
Það var Fannberg Stefánsson á trillunni
Lilju VE 75, sem fann plasthlutinn á reki á
svokölluðum Flúðum vestan við Eyjar 2. sept-
ember sl. Fannberg tók hann í tog og kom til
hafnar í Vestmannaeyjum. Sigmar Þór Svein-
björnsson, umdæmisstjóri Siglingamálastofn-
unar í Eyjum, skoðaði hlutinn og telur hann
að þetta sé stefni af tveggja skrokka skútu,
sem hefur brotnað frá aðalskrokknum.
Hluturinn er gerður úr trefjaplasti með hörðu
frauði á milli og er mjög léttur. Utan á hlutn-
um er áletrunin 971 með stórum stöfum. Sig-
mar segir að greinilegt sé að stefnið hafi ver-
ið tankur því lok hafi verið á með áletruninni
Fuel RC. Einnig hafi það verið merkt að það
hafí verið framleitt á Nýja-Sjálandi.
Ekki lengi í sjó
Sigmar sagði engan gróður hafa verið að
finna á hlutnum og bendi það til að hluturinn
sé ekki búinn að liggja lengi í sjó. Hann hafi
séð sand og fína blágrýtismöl í brotsárunum
og mest af því hafi verið í neðri hluta brotsár-
anna.
Sigmar sagði að ekki væri vitað af hvaða
skútu þetta gæti verið komið. Hann sagði að
þegar hluturinn fannst hafí verið hæg norðlæg
átt og bjart veður en samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
HLUTURINN sem fannst á reki
vestan við Vestmannaeyjar.
sem hann hefði fengið frá Veðurstofunni þá
hafí verið mjög slæmt veður og lélegt skyggni
suður af landinu 20. ágúst sl. og hafi þá
mælst 9 vindstig á skipi í hafínu suður af land-
inu. Eins hafí verið slæmt veður á þessum slóð-
um 23. og 24. ágúst sl. og sagðist hann velta
fyrir sér hvort einhver skúta hefði verið á ferð-
inni á þessum slóðum þá og eitthvað komið
fyrir hana.
Fjörutíu
lúður á
einum
mánuði
Grundarfirði - Bræðurnir Guð-
jón og Ægir Elíssynir komu
með fimm stórlúður að landi
fyrir helgina. Hver um sig vó
um það bil 100 kg. Bræðurnir
hafa lagt haukalóð undanfar-
inn hálfan mánuð og verið
mjög fengsælir. Eru þeir búnir
að fá 40 lúður á einum mánuði
og eru margar þeirra mjög
stórar. Á myndinni virða bræð-
urnir fyrir sér feng dagsins
ásamt strákaskaranum sem
alltaf safnast fyrir á bryggj-
unni ef eitthvað er um að vera.
>
>
>
\
i