Morgunblaðið - 19.09.1995, Síða 19

Morgunblaðið - 19.09.1995, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 19 FRETTIR: EVROPA Könnunarviðræður um tengingu Noregs og íslands við Schengen Fái meiri áhrif á ákvarðanir en í EES ÍSLENZKIR og norskir embættis- menn ræddu á föstudag við fulltrúa Belgíu, Þýzkalands og Hollands, sem fara með forystu í ráðherraráði Schengen-samkomulagsins um af- nám landamæra innan Evrópusam- bandsins. Um var að ræða könnunar- viðræður um fyrirkomulag á aukaað- ild Noregs og íslands að Schengen, þannig að hægt verði að ’viðhalda vegabréfsfrelsi á ferðum milli Norð- urlandanna þótt Danmörk, Svíþjóð og Finnland gangi í Schengen. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var gengið út frá því á viðræðufund- inum að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið yrði einhvers konar viðmiðun að því er varðar áhrif ís- lands og Noregs á ákvarðanatöku innan Schengen. Þó yrði um meiri áhrif að ræða en í EES. í júní síðastliðnum lögðu Scheng- en-ríkin fram tilboð til Noregs og íslands, sem byggði á fyrirkomulagi ákvarðanatöku í EES-samningnum. Þannig fengju ríkin tvö ekki að taka þátt í innra ákvarðanatökuferli Schengen, heldur yrðu þau að taka upp reglur, sem áður hefðu verið ákveðnar af aðildarríkjunum sjálfum, eftir umfjöllun í sameiginlegu ráð- herraráði og embættismannanefnd allra ríkjanna. Viðbrögð íslands og Noregs við þessu voru þau, að með því að gæta í raun ytri landamæra Evrópusam- bandsins og taka upp sameiginlegar reglur um t.d. meðferð flóttamanna, varnir gegn smygli og fleira, væru ríkin að taka á sig skyldur, sem snertu viðkvæma þætti öryggis ríkis- ins. Því yrðu þau að fá meiri áhrif á ákvarðanatöku en í EES, þar sem einkum væri fjallað um viðskipta- löggjöf. Þorsteinn Pálsson dóms- málaráðherra sagði á þessum tíma að Island yrði að sækjast eftir sem næst fullri aðild að Schengen. Verði öðrum ekki fordæmi Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins kom fram viss skilningur á þessum sjónarmiðum á embættis- mannafundinum í Brussel. Rætt var um að finna lausn, sem veitti Noregi og íslandi ákveðin áhrif, á þeirri for- sendu að vegabréfasamstarf Norður- landanna sé þegar fyrir hendi. Hins vegar er Schengen-ríkjunum mikið í mun að litið verði á slíkt samkomu- lag sem einsdæmi og ekki sem for- dæmi að t.d. samskiptum Schengen- ríkjanna og Sviss. I þessu sambandi hefur „Finn- EFTA“ borið á góma, þ.e. er Finn- land gerðist aukaaðili að EFTA á sjöunda áratugnum, en naut í raun hér um bil fullra réttinda sem aðild- arríki hvað varðaði ákvarðanatöku innan samtakanna. Samkvæmt Schengen-samkomulaginu geta að- eins aðildarríki ESB fengið fulla að- ild með formlegum hætti. Framhaldið ákveðið í október Fundurinn í Brussel er síðasti und- irbúningsfundur Schengen með Is- landi og Noregi áður en Schengen- ráðið kemur saman 20. október næst- komandi og ákveður hvert verði framhaldið á viðræðum við ríkin tvö. Reuter BYGGING ráðherraráðs ESB í Brussel. Þar eru gerðar leynisam- þykktir fyrir luktum dyrum, sem sjálf lögfræðideild ráðherraráðs- ins segir grafa undan réttaröryggi í ESB. Lögfræðideild ráðherraráðs ESB Leynisamþykktir grafa undan réttaröryggi LÖGFRÆÐIDEILD ráðherraráðs Evrópusambandsins telur leynilegar samþykktir ráðherraráðsins og fram- kvæmdastjórnarinnar um túlkun ESB-löggjafar í einstökum Evrópu- ríkjum grafa undan réttaröryggi inn- an sambandsins. Leynisamþykktirn- ar hafa verið gagnrýndar harðlega, meðal annars af EFTA-ríkjunum, sem segja þær hafa í för með sér að ESB-ríki fái undanþágur frá ýms- um reglum, sem EFTA-ríkin geti ekki fengið. Þá telja talsmenn aukins gagnsæis og lýðræðis í ESB núver- andi ástand óveijandi. Samþykktirnar, sem um ræðir, voru upphaflega ætlaðar til að túlka 'ákveðin lög í ákveðnu samhengi. Nú hafa þær hins vegar orðið tæki fyrir aðildarríkin til að fá undanþágu frá löggjöf Evrópusambandsins. Sem dæmi má nefna tilskipun um sjón- varpsauglýsingar frá 1989, þar sem segir að ekki megi tíða minna en 20 mínútur á milli auglýsingatíma. I leynisamþykkt, sem fylgir tilskipun- inni, segir hins vegar að millibilið megi verið „dálítið styttra". Svipað er uppi á teningnum varð- andi reglur um að séu vörur, sem nota megi jafnt í venjulega iðnfram- leiðslu og í hergögn, fluttar frá einu ESB-ríki um landsvæði annars, beri útflutningsríkinu að hafa samráð við ríkin, sem farið er um. í leynisam- þykktinni segir að „samþykkt sé að það sé augljóslega ekki nauðsynlegt að hafa samráð við sérhvert aðildar- ríki, sem varan fer í gegnum á leið sinni út úr bandalaginu." 31 leynisamþykkt við eina tilskipun í skýrslu, sem lögfræðideild ráð- herraráðsins hefur tekið saman og sagt er frá í nýjasta hefti The Ec- onomist, segir að það sem í upphafi hafi verið „handhægt verkfæri í samningaviðræðum“ hafi nú „vaxið út fyrir öll takmörk." Þannig hafi með tilskipun um gagnavemd frá í fyrra fylgt 31 leynileg samþykkt ráð- herraráðs og framkvæmdastjómar. Lögfræðideildin segir að leynisam- þykktirnar og undanþágurnar, sem á þeim eru byggðar, grafi undan réttaröryggi í Evrópusambandinu, vegna þess að þær skapi „lögmætar væntingar" en séu hins vegar einsk- is virði frammi fyrir Evrópudóm- stólnum, sem dæmir eftir þeim lög- um, sem gerð hafa verið opinber. SUZUKI BALENO ÁRGERÐ 1996 Vandaður og öflugur japanskur bíll á verði sem kemur þægilega á óvart. Komið og reynsluakið SUZUKI SUZUKI - Afl og öryggi ---////------------ SUZUKI BÍLAR HF. SKEIFAN 17-SÍMI: 568 5100 færðu Dilinu INDEStT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT uru og í mörg, mörg ár eftir það. Því endingin er einstök. Verð stgr. Verð stgr. A Þvottavél IW 860 Vindur 800 sn. 14 þvottakerfi. Stiglaus hitastillir. Orkunotkun 2,3 kwst. HæS 85 cm Breidd 60 cm Dýpt 60 cm Verð kr. 52.527,- Verðstgr. ▲ Uppþvottavél D 4500 10 kerfa vél, tekurl2 manna matarstell, 6 falt vatnsöryggiskerfi mjög hljóSlát og fullkomin. HæS: 85 cm Breidd: 60 cm Dýpt: 60 cm Verð kr. 63.153,- /'*" Verð stgr. • ••■ - ,v pk' Eldavél KN 6046 Undir og yfirhiti. Geymsluskúffa. HæS: 85-90 cm Breidd: 60 cm Dýpt: 60 cm Verð kr.46.211,- #índesih Kæliskópur GR 1860 HæS: 117 cm Breidd: 50 cm Dýpt: 60 cm Kælir:140 I. Frystir: 45 I. 1.15 kwst/24 tímum. Verð kr.41.939,- Verð rö stgr. 842 Kæliskápar með ftystihólfi fyrir ofan Gerð HæðxBreiddxDýpt Kælir Itr. Frystir Itr. Staðgr. GR 1860 117x50x60 140 45 39.842,- GR 2260 140x50x60 180 45 44.916,- • GR 2600 35x60 187 m 47.181,- Undirborbsofn ▲ GR 3300 170x60x60 225 76l 55.433,- Þurrkarí SD 510 Tromlan snýst í báSar áttir,tvö hitastig. Kaldur blástur. Klukkurofi. Barki fylgir Verð kr.37.517,- Cl M2W - Blástur undir og yfirhiti, grill meS eSa án blásturs. Klukkurofi Verð kr. 34.684,- Veggofn Fl M1 - Blástur undir eSa án Verd kr. 29.950,- 3£ firhiti, grill meS ásturs. Klukkurofi DjOBMSSONHF Lágmúla 8, Sími 553 8820 Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrfmsson, Grundarfirði. Ásubúð.Búöardal Vestfiröir: Rafbúð Jónasar Þór.Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvfk.Straumur.ísafiröi. Norðurland: Kf. Steingrímsfjaröar.Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúð.Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Urö, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson. Egilsstööum. i Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi. Stál, Seyölsfiröl. Verslunin Vík, Neskaupsstað. i Kf. Fáskrúösfiröinga. Fáskrúösfirði. KASK, Höfn Suðurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. : Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustrl. Brimnes, Vestmannaeyjum. I Roykjanes: Stapafell. Keflavik. Rafborg, Grindavík. FIT, Hafnarfiröi : iNDESIT INDESIT INDESIT iNDESiT iNDESIT iNDESIT INDESiT INDESiT INDESIT iNDESIT INDESIT INDESIT!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.