Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
RAUNSÆI
RÁÐHERRA
INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra lýsir því yfir í
viðtali, sem birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, að hún
telji koma til greina að breyta þegar gerðum samningum um
byggingu heilbrigðisstofnana á nokkrum stöðum út um land,
þar sem fé sé einfaldlega ekki fyrir hendi í ríkissjóði til að ljúka
byggingunum. „Við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að
eiga í sívaxandi erfiðleikum með að reka það, sém fyrir er.
Sífellt þarf að loka sjúkradeildum vegna rekstrarerfiðleika. Það
er því útilokað að halda áfram eins og ekkert sé, nýjar bygging-
ar kalla á nýtt rekstrarfé," segir heilbrigðisráðherra.
Ýmis þau dæmi, sem Ingibjörg Pálmadóttir nefnir, eru slá-
andi. Þannig á bygging hjúkrunarheimilis á Fáskrúðsfirði að
kosta 80-100 milljónir, en aðeins fimmtán milljóna króna fjár-
veiting er fyrir hendi. Vistunarmat sýnir að aðeins fjórir sjúkling-
ar bíði eftir plássi á heimilinu.
Á Suðurnesjum hefur verið samið um byggingu D-álmu
sjúkrahússins. „Samningurinn sem búið er að skrifa undir nær
til aldamóta og er upp á 120 millj. kr. í framkvæmd sem kost-
ar 400 millj. kr. Það svarar til að um aldamót yrði þarna upp-
steyptur kassi, tilbúinn undir tréverk, sem ætti enn langt í land
með að geta þjónað sjúklingum," segir Ingibjörg.
Heilbrigðisráðherra bendir réttilega á að það sé eðlilegt að
heimamenn á þeim stöðum, sem um ræðir, bregðist illa við að
framkvæmdir hefjist ekki á umsömdum tíma. Um leið hlýtur
hins vegar að vera eðlilegt að þeir horfist í augu við þann raun-
veruleika, sem ráðherrann lýsir: ,,[M]enn eru ekkert bættari
með að fá hálfkláraða byggingu sem tekur svo mörg ár eða
áratugi að koma endanlega í notkun.“
Morgunblaðið tekur undir hið raunsæja mat heilbrigðisráð-
herra í þessu máli. Það er óveijandi að ráðast í nýjar framkvæmd-
ir, þegar ekki er nægt fé fyrir hendi til að reka þá heilbrigðis-
starfsemi, sem fyrir er. Heilbrigðismálin hafa tekið til sín æ
stærri hlut ríkisútgjaldanna og það er löngu tímabært að spyrnt
sé við fótum. Hagræðing og ný forgangsröðun í núverandi starf-
semi er forsenda þess að hægt sé að ráðast í nýframkvæmdir.
Raunar má rifja upp í þessu sambandi orð Björns Bjarnasonar
menntamálaráðherra, sem Morgunblaðið hefur lýst sig sam-
mála, að nær sé að leggja niður einhveija starfsemi á vegum
ríkisins en að halda sífellt áfram að taka fé af þeirri, sem fyrir er.
Heilbrigðisráðherra sýnir nú, að hún hyggist taka með festu
á því verkefni, sem hún deilir með öðrum ráðherrum; að ná
tökum á ríkisfjármálunum. Eins og hún bendir á sjálf í Morgun-
blaðsviðtalinu ræður hún málalokum hins vegar ekki ein. Al-
þingi á síðasta orðið um sparnað eða eyðslu í ríkisfjármálum.
Vonandi stendur stjórnarmeirihlutinn við bakið á heilbrigðisráð-
herranum í hinni nauðsynlegu baráttu við útgjöldin.
LÍNUDANS VIÐ RÚSSA
YFIRLÝSINGAR rússneskra ráðamanna vegna hernaðarað-
gerða Atlantshafshandalagsins gegn Bosníu-Serbum hafa
valdið mörgum Vesturlandabúum áhyggjum. Sambúð Rússlands
og Vesturlanda virtist hafa farið batnandi eftir að samið var
um vopnahlé í Tsjetsjníju og Rússar ákváðu að taka þátt í friðar-
samstarfi Atlantshafsbandalagsríkjanna. Nú hafa Jeltsín forseti
og Kozyrev utanríkisráðherra hins vegar notað orð eins og „þjóð-
armorð“ og „ódæði“ um hernaðaraðgerðir bandalagsins og hót-
að aðgerðum af hálfu Rússa, verði þeim ekki hætt. Dúman,
rússneska þingið, fordæmdi aðgerðir Atlantshafsbandalagsins
með 258 atkvæðum gegn tveimur.
Viðbrögð Rússa þurfa í raun ekki að koma á óvart, þegar
þau eru skoðuð í sögulegu ljósi. Sovétríkin voru á margan hátt
hið gamla rússneska heimsveldi undir nýjum merkjum. Jafn-
framt hefur hefðbundin rússnesk þjóðernishyggja nú komið í
stað kommúnískrar hugmyndafræði sem sameiningarafl Rússa.
Út frá rússneskum sjónarhóli er málið einfalt; gamall óvinur,
Atlantshafsbandalagið, er að beija á gömlum vini, hinum slav-
nesku Serbum, trúbræðrum Rússa.
Þetta er þó ef til vill ekki aðalástæða reiði Rússa, heldur það
að þeim finnst hafa verið gengið framhjá þeim við töku ákvarð-
ana um aðgerðir í Bosníu. Ætli stjórnmálamenn á Vesturlöndum
að ná árangri í samskiptum við Rússa, verða þeir að skilja að
Rússland er eldgamalt stórveldi, með hagsmuni og söguleg
tengsl út um alla austanverða Evrópu og Norður- og Mið-Asíu.
Virðing fyrir hagsmunum Rússlands má sízt verða til þess
að Vesturlönd haldi að sér höndum, til dæmis varðandi áform
um stækkun Atlantshafsbandalagsins til austurs. Slíkt gæti
leitt til þess að í Mið- og Austur-Evrópu skapaðist hættulegt
tómarúm í öryggismálum. Rússar geta ekki ráðið því, hvort og
hvenær aðildarríkjum bandalagsins fjölgar. Mestu skiptir að ná
góðu sambandi við ráðamenn í Rússlandi og viðurkenna stöðu
Rússlands sem áhrifavalds í alþjóðamálum, sem þrátt fyrir hrun
kommúnismans lítur alþjóðamál oft öðrum augum og telur sig
eiga aðra hagsmuni en Vesturlönd. Samskiptin við Rússland
eru því erfiður línudans, ekkert síður nú en á tíma kalda stríðsins.
Stefnt að útgáfu húsbréfa til fimmtán ára fyrir viðhaldskostnaði yfir 500 þús.
Morgunblaðið/Ásdís
UM 12 þúsund Ibúðir voru byggðar frá 1988-1994 hérlendis, en að sögn formanns Félags fasteignasala
er ekki óalgengt að nýjar íbúðir standi óseldar í 2-3 ár.
„Þörf á sérstakri
fyrirgreiðslu
við fyrstu kaup“
Félagsmálaráðherra segir áform uppi um að
gefa fleirum kost á húsbréfum til endurbóta
á eldra húsnæði, sem ætti að minnka atvinnu-
leysi á meðal byggingamanna. Formaður
Samtaka iðnaðarins segist vilja sjá hækkað
lánshlutfaíl í húsbréfakerfinu, allt að 80-85%,
eða aukna fyrirgreiðslu við fyrstu íbúðarkaup.
NÚ ER það svo að til að
eiga kost á húsbréfum
fyrir viðgerðir á húsnæði
þarf viðgerðin að kosta
yfir rúma eina milljón króna en Páll
Pétursson félagsmálaráðherra segir
áhuga á að færa viðmiðunina niður
í hálfa milljón.
Hann segist eiga von á að þetta
gangi eftir, þó svo að það þýði auk-
inn kostnað Húsnæðisstofnunar.
„Við höfum haft þetta í athugun,
meðal annars í nefnd sem vinnur að
endurskoðun laga um húsnæðismál
en hefur ekki enn skilað endanlegum
niðurstöðum. Ég hef mikinn áhuga
á að hrindra þessu í framkvæmd og
hef látið mér detta í hug að fólk
ætti kost á húsbréfum til fimmtán
ára fyrir endurbætur sem kosta
meira en 500 þúsund krónur.
Þjóðin er búin að byggja það vel
yfír sig, að verði ekki stórfelldir bú-
ferlaflutningar í landinu þarf ekki
mjög mikið af nýju íbúðarhúsnæði,
en hins vegar er hvarvetna að finna
húsnæði sem er að grotna niður.
Þetta ætti að geta orðið veruleg at-
vinnusköpun fyrir byggingaiðnað-
inn,“ segir Páll.
Hækkað lánshlutfall
Haraldur Sumarliðason, formaður
Samtaka iðnaðarins, kveðst þeirrar
skoðunar að fjölga þurfi valkostum
fyrir húskaupendur. „Ég tel bæði
þörf á lengri og styttri lánum en
fyrst og fremst þarf að jafna þann
mismun sem er á milli félagslega
kerfisins og eignamarkaðarins þegar
fólk er að kaupa í fyrsta skipti. Það
er miklu auðveldara að komast inn
í félagslega kerfíð en það reynist
fólki miklu dýrara þegar til lengri
tíma er litið. Ég held að vel hægt
væri að stýra þessu með skynsam-
legri hætti en nú er gert,“ segir
Haraldur.
Hann segist telja tvo möguleika
færa, annars vegar að hækka láns-
hlutfall upp í 80-85% í fyrsta skipti
en hins vegar sé ekki óeðlilegt að
þeir sem kaupa íbúð í fyrsta skipti
fái sérstaka fyrirgreiðslu, að minnsta
kosti vegna hluta kaupverðs sem
hægt sé að flytja áfram, nær þeim
kjörum sem tíðkast í félagslega kerf-
inu. „Ég er að tala um að einu sinni
á ævinni fengi fólk byr undir báða
vængi til að komast í hóp íbúðareig-
enda, viljum við á annað borð við-
haida eignakerfi á íbúðum hérlendis.
Við verðum að finna einhveija slíka
leið til að koma til móts við unga
fólkið sem er bundið í báða skó og
kemst ekki inn á markaðinn eins og
málin standa í dag.
Ég held að stuðningurinn þyrfti
ekki að vera verða oftar en einu sinni,
flestir myndu bjarga sér þaðan í frá,“
segir Haraldur.
Hann gagnrýnir félagslega hús-
næðiskerfið og segir lítið réttlæti
felast í að skipta þjóðinni í tvö horn,
þannig að þeir sem vilja fara inn í
félagslegt kerfi fái önnur lánskjör
en þeir sem vilja bjarga sér sjálfir.
„Síðan gerist það að margir sem
hafa farið inn í félagslega kerfið,
vilja losna þegar tímar líða og kom-
ast inn á fijálsa markaðinn, en þá
kemur í ijós að þeir eru orðnir fang-
ar kerfisins. Það er enginn vandi að
losna við íbúðirnar en fólkið á ekk-
ert í þeim,“ segir Haraldur.
Gífurlegt framboð eldri eigna
Jón Guðmundsson formaður Fé-
lags fasteignasala tekur undir full-
yrðingar Atla Ólafssonar fram-
kvæmdastjóra Meistarafélags iðnað-
armanna f Hafnarfirði, þess efnis að
treglega gangi að selja nýjar íbúðir
á ákveðnum svæðum. Hann segir
það hafa loðað við nýbyggðar eignir
undanfarin 2-4 ár að þær hafi ekki
verið samkeppnishæfar við gífuriegt
framboð á notuðum eignum á fast-
eignamarkaðinum.
„Slök sala á nýjum eignum stafar
fyrst og fremst af þessum ástæðum,
því að þær eru dýrari en eldri eignir
í flestum tilvikum og þegar fólk hef-
ur minni fjármuni handa á milli horf-
ir það aðallega á verðið," segir Jón.
„I flestum tilvikum er einnig verið
að bjóða nýjar íbúðir í hverfum sem
standa á jöðrum, eins og t.d. í Borg-
arholti, og hverfin hafa ekki áunnið
sér þann sess sem kaupendur sækj-
ast eftir, sérstaklega miðað við þjón-
ustu og slíkt.
Hins vegar hefur mér sýnst tals-
verð eftirspurn eftir íbúðum á nýja
svæðinu í Kópavogi, í kringum
Smárahvammsland, vegna þess að
lega þeirra íbúða fellur vel að mark-
aðinum.“ Jón segir erfitt að meta
ijölda óseldra nýrra íbúða, en ljóst
sé að umfangið sé talsvert. Atli
Ólafsson gat í frétt Morgunblaðsins
í fyrradag um auðar blokkir i Grafar-
vogi, t.d. í Rimahverfi þar sem fjöl-
býlishúsin hafi staðið „eins og
draugaborgir í 2-3 ár“.
Jón segist hafa haft til sölu íbúðir
í Fróðengi og Betjarima um nokkurt
skeið sem hafi verið tímafrekt að
selja. „Þessir íbúðir seljast en seljast
treglega og seint,“ segir Jón og seg-
ist einnig þekkja þess dæmi að hluti
nýbygginga hafi staðið auður í 2-3
ár.
Breyting ekki líkleg
„Það er alltaf að finna íbúðir sem
standa óseldar en fullbúnar um
nokkurra ára skeið. Húsbréfakerfíð
hefur líka kallað á að íbúðir væru
seldar fullbúnar, þar sem verktaki
eða íbúðareigandi má ekki bíða með
seinni hluta lánsins nema í ákveðinn
tíma eftir að hann fékk fyrri hlut-
ann. Áður voru íbúðir seldar tiibúnar
undir tréverk og menn voru að gutla
í íbúðunum í nokkur ár, en nú heitir
það að þær séu tilbúnar undir inn-
réttingar," segir Jón.
Hann segir að auðveldast sé að
selja íbúðir sem falla vel að húsbréfa-
kerfinu og á sama tíma og dregið
hafi úr sölu á stærri eignum, séu
fyrrnefndu eignirnar aðallega í sam-
keppni við nýsmíðina því að hún sé
sömu stærðar. „Þetta gífurlega
framboð á notuðum eignum mið-
svæðis leiðir til tiltölulega lágs verð-
lags á íbúðum og þeir sem eru að
smíða nýjar íbúðir hafa ekki treyst
sér til þess að lækka verðið á fram-
leiðslu sinni til að mæta þessari sam-
keppni. Ég sé ekki fyrir mér að breyt-
ing verði á þessu ástandi í náinni
framtíð miðað við framboðið,“ segir
Jón.
Páll Pétursson minnir á að frá
1988 til 1994 hafí verið lokið við 12
þúsund íbúðir á íslandi, en á sama
tíma fjölgaði landsmönnum aðeins
um 15 þúsund. „Þessar tölur sýna
að það er byggð íbúð á næstum
hvem einasta nýbura og það gefur
augaleið að ekki er hægt að búast
við siíkri gósentíð fyrir byggingar-
menn til eilífðarnóns," segir Páll.
97 hafa óskað hærra hlutfalls
Páll segist telja að stjórnvöld hafi
bætt aðstöðu lántakenda til að kaupa
íbúðir, m.a. með því að hækka láns-
hlutfall til þeirra sem kaupa íbúð í
fyrsta skipti úr 65% í 70%. Vaxta-
kjörin á húsbréfum séu tiitölulega
hagstæð miðað við almenna banka-
vexti, en hins vegar hafi afföllin
stundum verið með þeim hætti að
þeir hafi orðið okurvextir. „Ef Har-
aldur kynni ráð til að lækka afföllin
eða koma í veg fyrir þau væri ég
mjög tilbúinn til að hlusta á þau.
Þessi afföll á pappírum sem eru með
ríkisábyrgð, sem ég tel mikilvægt
að verði áfram, eru með öllu órök-
rétt.“
Páll segir að í ágúst hafi Hús-
næðisstofnun afgreitt 97 umsóknir
þar sem umsækjendur voru að kaupa
fyrstu íbúð og nýttu sér heimild til
hærra lánshlutfalls. „Ég veit ekki
hversu skynsamlegt er að fara hátt
eða hvenær hlutfallið er orðið of
hátt, ekki síst með tilliti til slæms
gengis margra þeirra sem fóru í fé-
lagslega kerfið. Við hækkun láns-
hlutfalls upp í 70% virðist fólk hins
vegar sem ætlaði að koma sér upp
þaki yfir höfuðið frekar hafa not-
fært sé þann kost en félagslega kerf-
ið, sem er ein af skýringum á veru-
legum samdrætti í félagslega kerf-
inu, þannig að í sjálfu sér er óþarft
af Haraldi að gagnrýna það,“ segir
Páll.
Stækka þarf leigumarkaðinn
Ráðherra segir reynsluna sýna að
þeir sem fari í félagslega kerfið séu
ekki ofsælir. „Það er staðreynd að
þeir sem ekkert eiga og hafa ekkert
að leggja af eigin fé í íbúðarkaup,
lenda flestir í ógöngum fljótlega.
Víða um land stendur mikið af fé-
lagslegu íbúðarhúsnæði autt, vegna
þess að fólk hefur gefíst upp á að
búa þar og þær hafa ekki orðið það
úrræði fyrir fátækt fólk sem þær
áttu að vera. Mjög brýnt er að taka
á því vandamáli og ég hef skipað
nefnd í samstarfi við Samband ís-
lenskra sveitarfélaga til að bjarga
þeim út úr þessu og gera þessar íbúð-
ir annaðhvort að markaðsvöru eða
að koma málum í það horf að sveitar-
félögin geti leigt þær út og rekið sem
slíkar,“ segir hann.
Hann segist telja mikla þörf á að
stækka leigumarkaðinn, þannig að
eignarlaust fólk hafi aðgang að
leiguhúsnæði sem það geti búið í við
sæmileg kjör. Slíkt sé eðlilegra held-
ur en að láta fólk steypa sér í skuld-
ir sem það ræður ekki við.
ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 27^
Reuter
SERBNESKIR hermenn aka skriðdrekum sínum frá Sarajevo á sunnudag til að fullnægja skilyrðum sem sett voru fyrir því að hætta loftárásum.
Þáttaskil í Bosníu-stríðinu
STÓRSÓKN Bosníu-múslíma
og Króata til vesturs yfir
Bosníu er ekki aðeins ógn
við helsta vígi Serba á þess-
um slóðum, borgina Banja Luka, held-
ur kann hún að grafa undan sjálfri
áætluninni sem lögð hefur verið til
grundvallar um frið í landinu. Á örfá-
um dögum hefur múslimum og Króöt-
um tekist að leggja undir sig eina
2.000 ferkílómetra lands.
Talið er að allt að 100.000 Serbar
séu nú á flótta undan árásarsveitun-
um og^ allsherjar ringulreið er ríkj-
andi. Ólíkt því sem við átti þegar
her Króatíu réðst inn í Krajina-hérað
í ágústmánuði og í Vestur-Slavoníu
í maí er ekki um skipulegt undan-
hald að ræða. í þetta sinn eru ger-
sigraðar sveitir Serba og örvænting-
arfullir óbreyttir borgarar á skipu-
lagslausum flótta.
Áætlun Holbrooke
Sigrar Króata og múslima nú
kunna einnig að gera að engu frið-
aráætlun þá sem Richard Holbrooke,
aðstoðarutanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, hefur náð að knýja fram
samþykki við. Svo virðist sem for-
sendur þeirrar friðargjörðar séu að
breytast í grundvallaratriðum. Þvert
á það sem áður var talið hugsanlegt
eru Króatar og múslimar nú að kom-
ast í þá aðstöðu að geta gert tilkall
til svæða sem gert hafði verið ráð
fyrir að kæmu í hlut Serba eftir að
gengið hefði verið frá skiptingu Bos-
níu. Serbar hafa nú m.a. glatað yfir-
ráðum yfír bæjum og þorpum í hinum
bosníska hluta Krajina þar sem forf-
eður þeirra hafa haldið til öldum
saman.
Minnkar hlutur Serba?
Samkvæmt áætlun Holbrookes,
sem er endurskoðuð útgáfa fyrri
sáttatilrauna, koma 49% Bosníu í
hlut Bosníu-Serba en 51% í hlut
múslima og Króata. Haldi hinir síðar-
nefndu hins vegar áfram stórsókn-
inni kann svo að fara að hlutur Serba
minnki. Þegar hafðar eru í huga þær
blóðsúthellingar og hörmungar sem
riðið hafa yfir Bosníu á síðustu þrem-
ur og hálfu ári verður að teljast
harla ólíklegt að Króatar og þó eink-
um bandamenn þeirra, múslimar,
reynist tilbúnir til að gefa eftir land-
vinningana.
Þetta eru skelfileg tíðindi fyrir
serbneska þjóðernissinna, sem
manna mest hafa hvatt til landvinn-
inga í Bosníu. í norðurhluta Bosníu,
á milli Krajina og fljótsins Sava, eru
fjölmennustu byggðir Serba í land-
inu. Nú sækja sveitir Króata og
múslima frá landamærum Króatíu
til austurs á sama tíma og múslimar
sækja til norðurs frá Ozren-fjöllum
að bænum Doboj. Nái þeir honum á
sitt vald geta þeir lokað „Posavina-
hliðinu" sem tengir þetta svæði við
MUSLIMAR OG KROATAR OGNA BANJA LUKA
Herir múslima og Króata sækja
hratt fram og eru sagðir nálgast
öflugt vígi Bosníu-Serba í
borginni Banja Luka
Talið var að á milli 70.000 og 90.000
serbneskir flóttamenn væru komnir til
Banja Luka, umferð var mjög hæg og
hjálparflokkar urðu að nota hesta til að
koma gögnum sínum áleiðis
Sprengjuárásir NATO á vígtól og stöðvar
Serba hafa gjörbreytt stöðunni í Bosníu-stríð-
inu. Líklegt þykir nú að Króatar og múslimar
nái á sitt vald stærra landsvæði en friðaráætl-
un um Bosníu gerir ráð fyrir að komi í þeirra
hlut. Þetta kann að draga átökin enn á langinn.
sjálfa Serbíu. Því er nú svo komið
að hugsanlegt er að Bosníu-Serbar
í norðurhlutanúm verði lokaðir af á
litlu svæði austur af Banja Luka.
Serba kann að bíða það hlutskipti
sem áður var talið víst að múslimar
í Bosníu þyrftu að sætta sig við.
Ótrúleg umskipti
Það er að sönnu með ólíkindum
að sveitir Ratko Mladic, yfirmanns
herafla Bosníu-Serba, skuli bíða svo
algjöran ósigur. Yestrænir hernað-
arsérfræðingar hafa ekki gert ráð
fyrir þessum möguleika í umfjöllun
sinni. Fram til þessa hafði verið tal-
ið að Serbar myndu ávallt hafa yfir-
höndina bæði vegna þess að þeir
réðu yfír öflugri þungavopnum, fall-
byssum og skriðdrekum, og eins
vegna þess að herstjórn þeirra var
álitin mun betri. Haft var á orði að
það væri aðeins einn Mladic hers-
höfðingi í Bosníustríðinu.
Vera kann að Mladic hafi sjálfur
verið tekinn að trúa eigin yfirlýsing-
um um að herafli Serba væri ósigr-
andi. Króatar hafa náð að þjálfa
mannafla sinn upp á nýtt og búa
hann betri vopnum. Þeir hafa þegið
góð ráð frá Bandaríkjunum og mik-
inn fjölda vopna, skriðdreka, fall-
byssur, þyrlur og flugvélar, sem áður
var að fínna í vopnabúrum Varsjár-
bandalagsríkjanna. Mest hafa þeir
fengið frá Ukraínu.
Vanmat Mladic
Mladic virðist einnig hafa vanmet-
ið staðfestu þeirra Ruperts Smiths,
yfirmanns herafla Sameinuðu þjóð-
anna í Bosníu, og Leighton Smith,
sem stjórnar aðgerðum Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) á þessum slóð-
um. Þessir menn voru ákveðnir að
aflétta umsátri Serba um Sarajevo.
Sprengjuárásir NATO og Sameinuðu
þjóðanna á víghreiður Serba gjör-
breyttu stöðu múslima og Króata á.
vígyellinum.
í fyrstu loftárásum NATO tókst
að lama nánast öll fjarskipti Serba.
Af þeim sökum þurftu Mladic og
undirsátar hans að notast við síma.
Síðar var einnig þessi boðskiptaleið
þeirra gerð ónothæf.
Nú þurfa foringjar Bosníu-Serba
að ákveða hvort þeir telja vænlegra
til árangurs að freista þess að halda
Banja Luka eða hvort fysilegra er
að einbeita sér að byggðum Serba í
suðurhluta landsins í nágrenni
Sarajevo og í Drina-dalnum.
Ratko Mladic er nú í sjúkrahúsi í
Belgrad en þangað var hann fluttur
í skyndingu eftir heiftarlegt nýma-
steinakast. Þetta kann að reynast
upphafið að endalokunum og að fer-
ill hans sem herforingja og stjórn-
málamanns verði brátt á enda.
Rupert Smith hershöfðingi lýsir
stöðunni í Bosníu nú á þann veg að
þar ríki „hættulegur óstöðugleiki".
Ekki verður hins vegar efast um að
sigrar Króata og múslima í norður-
hlutanum skyggja algjörlega á við-
ræður um vopnahlé og frið í
Sarajevo. Vígstaðan hefur breyst í
grundvaliaratriðum.
Króatar hyggja á frekari
landvinninga
Líklegt má teljast að Króatar
freisti þess að nýta sér sigrana til
fullnustu, nú þegar Serbar hafa hlot-
ið það hlutskipti að vera fórnarlömb-
in í þessu blóðuga stríði. Á næstu
vikum má ætla að Króatar reyni að
marka og festa í sessi landamæri sín
og þau sem við munu eiga innan
Bosníu. Sennilegt er að þeir reyni
að tryggja sér landamæri við Dóná
með því að ná að nýju- á sitt vald
Austur-Slavoníu. Þessi herferð verð-
ur trúlega farin fyrir jól. Þá munu
þeir og reyna að skapa „stuðpúða“
meðfram fljótinu Sava og í nágrenni
Dubrovnik á Adríahafsströndinni.
Komi þetta á daginn er óhætt að.
ætla að nokkur tími muni líða þar
til áætlanir Holbrookes með tilheyr-
andi ákvæðum um skiptingu landsins
verða að veruleika. Friður í fyrrum
lýðveldum Júgóslavíu kann að verða
að veruleika í upphafi næsta árs -
en það mat einkennist af mikilli
bjartsýni.
Heimild: The Daily Telegraph.