Morgunblaðið - 19.09.1995, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
UNDIRRITAÐUR
hefur undanfarin átta
ár verið búsettur í
Noregi og fylgst með
Smugumálinu frá
upphafi, sérstaklega
triið Norðmanna. Hef-
ur mál þetta varpað
skugga á annars mjög
góð samskipti milli
þessara bræðraþjóða.
Norðmenn eru sem
þjóð afskaplega vin-
veitir íslendingum og
má segja að stundum
hafi manni fundist að
betra sé að vera ís-
lendingur í Noregi, en
infæddur, svo vel er
manni tekið. íslendingar njóta
þessara viðhorfa enn í Smugumál-
inu.
Norðmenn eru sem þjóð sein-
^•eyttir til reiði og reiðast gjarnan
meira fyrir hönd annarra en sjálfs
síns. í þessu tilfelli reiðast þeir
fyrir hönd físksins og fískivernd-
unarsjónarmiða. Þeir telja sig
gjaman vera einhveija mestu
umhverfisvemdunarþjóð í heimi.
Almenningur á Oslóarsvæðinu,
þar sem stærsti hluti þjóðarinnar
býr, er yfirleitt ekki upptekinn af
þessu máli að ráði. Sjaldan varð
maður var við að Norðmenn hæfu
máls á framferði íslendinga að
Sjf rra bragði, þó oft væri því laum-
að að, mest í stríðni og mest þeir
er maður þekkti best. Hins vegar
varð maður oft var við óánægju
og jafnvel reiði, ef maður spurði
nánar út í viðhorf mannsins á
götunni til málsins. Viðhorfín voru
qftast á þessa leið: „Hvemig geta
íslendingar, sem hafa verið fyrir-
mynd annarra þjóða í fískverndun-
armálum, breyst í slíka rányrkju-
þjóð?“
Aróðursstríðið tapað
Athyglisvert hefur verið að
fylgjast með einhliða áróðri fjöl-
miðla beggja landa. Einhverjar
ausur úr norskum blöðum til
stuðnings íslending-
um er slegið upp, nán-
ast sem viðhorfi Norð-
manna allra í íslensk-
um blöðurn. Að mínu
mati hafa íslendingar
tapað áróðursstríðinu
í Noregi fyrir löngu.
Málið er matreitt fyrir
Norðmenn af sijórn-
málamönnum q.fl. á
einfaldan hátt: íslend-
ingar eru búnir að of-
veiða fiskinn heima
hjá sér og þá koma
þeir til okkar og byija
á okkar stofni. Islend-
ingar hafa ekki kvóta.
Veiðar án kvóta eru
rányrkja, því eru íslendingar rán-
yrkjuþjóð og slíkir eiga ekkert
gott skilið. Nú ef við Norðmenn
eigum ekki svæðið lagalega séð,
þá verður að breyta því strax, því
rányrkjuna verður að stöðva, físki-
stofnanna vegna auðvitað. Sið-
ferðilega, landfræðilega og
hefðarlega séð er þetta okkar
svæði og það erum við, sem höfum
með miklum fórnum, ræktað upp
stofninn að nýju. Þetta er því okk-
ar fiskur. Punktur og basta.
Þeir Norðmenn sem hafa stutt
íslendinga í þessu máli hafa að
mínu mati flestir gert það meira
af frændsemi, en að þeir hefðu
nokkur haldgóð rök. Út frá því sem
ég hef heyrt, er hægið að þeim
hafí tekist að vinna íslendingum
fylgi að ráði. Samt sem áður
skammast flestir Norðmenn sín
fyrir að eiga í deilum við litla
smáþjóð, sem að auki er nánast
Norðmenn í útlandinu, svipað og
við lítum á Vestur-íslendinga. Því
miður, hegðun íslendinga er
ófyrirgefanleg, það er ekki hægt
að semja. Söguskoðun lengra en
tíu ár aftur í tímann virðist ekki
vekja áhuga almennings. Hjá
mörgum Islendingum er málið
álíka einfalt: Norðmenn eiga ekk-
ert í þessum físki og eru bara
frekjur.
Það er varla jákvætt
fyrír íslendinga, segir
Einar Guðmundsson,
ef suðrænar þjóðir
feta í fótspor þeirra á
norðurslóðum.
Vandi norskra
stj órnmálamanna
Norskir stjórnmálamenn eru í
klípu í þessu máli. Þeir byijuðu
með harðorðum yfirlýsingum sem
erfitt verður að éta ofan í sig,
þeir þurfa auðvitað að passa sitt
fylgi. Síðan hafa þeir áttað sig á
að málið er ekki svo einfalt sem
þeir héldu. Þeim er talsverð vor-
kunn, því enginn vafí er að Norð-
menn líta, allavega á seinni árum,
á Svalbarða sem hluta af Noregi,
svipað og Grímsey er íslensk. Þeir
hafa einnig fyrir nokkrum árum
lagt mjög þungar byrðar á norska
útgerð með loforð um betri tíma
síðar. Á því svæði sem lifir af físki
í Noregi á svipaðan hátt og við
íslendingar gerum býr um hálf
milljón íbúa. Hér á við um Norður-
Noreg, sérstaklega Finnmörk. Út-
gerðin varð að halda að sér hönd-
um í um það bil þijú ár. Þetta
leiddi af sér atvinnuleysi, fólks-
flutninga, gjaldþrot, sölu á bátum
og hvaðeina. í raun mikið þjáning-
artímabil. Þegar þeir mega loks
fara að veiða aftur, mæta þarna
Islendingar, sjaldgæfír gestir á
þessum slóðum, og fara að not-
færa sér árangur verndarstefn-
unnar án nokkurra fórna. Það er
því ekki létt fyrir norska stjórn-
málamenn að segja norskum sjó-
mönnum að nú eigi að hleypa fleiri
útlendingum að. Og þarna eru
auðvitað mörg atkvæði í húfi.
(Enginn nefnir peninga í þessu
máli, en auðvitað er það kjarn-
inn.) Skilaboðin eru skýr: ef ykkar
fískur er ofveiddur, þá skuluð þið
bara færa sömu fórnir og við og
hætta að veiða um skeið. Það
gleymist auðvitað að við höfum
engan iðnað eða olíu að halla okk-
ur að eins og þeir höfðu sjálfir.
Erfðamál
Þegar ættingjar snúast hveijir
gegn öðrum er oft um erfðamál
að ræða. Það má kannski segja
það sama í þessu máli, þ.e. upp-
gjör eftir fall danska stórveldisins,
sem átti meira og minna öll þau
lönd sem liggja að Norður-Atlants-
hafi, fyrir utan Rússland og Finn-
land. Stóri bróðir, Noregur, sem
fyrst varð fullvaxta/sjálfstæður
gat nýtt sér forskotið á hina, td.
með töku Jan Maýen. Ekki er laust
við að beri á stórveldisdraumum
hjá Norðmönnum í upphafí sjálf-
stæðis, sbr. tilburði þeirra að eigna
sér land á Suðurheimskautinu o.fl.
Hvernig hefur svo skiptingin á
hafinu orðið? Þegar íslendingar
ákváðu sér 200 mílur færðu þeir
Norðmönnum stóran hluta Norð-
ur-Atlantshafsins,^ svo mikil er
þeirra landhelgi. Ég sé ekki betur
af venjulegu korti en að Svalbarði
hafi stærri landhelgi en Island og
Jan Mayen stærri en Færeyjar.
(Vonandi er þetta rangt.) Er þetta
réttlát skipting? Hvað á að ráða?
Stærð strandlengju, eða t.d. fólks-
fjöldi. Grænlendingar hafa óskap-
lega strandlengju, en eru fáir.
Söguleg hefð? Rússar tóku strand-
lengju Finnlands við Barentshafið
með valdi fyrir aðeins u.þ.b. 50
árum. Enginn minnist á það.
Svalbarðasamningurinn
Af hveiju skrifuðu íslendingar
ekki undir Svalbarðasamninginn
1920? Eftir því sem ég best veit
fóru Danir með íslensk utanríkis-
mál á þessum tíma. Skrifuðu Dan-
ir þá ekki undir fyrir hönd íslend-
inga? Tóku þeir kannski sérstak-
lega fram að þeirra undirskrift
gilti ekki fyrir íslendinga? Eða
sagði ísland sig úr þessum samn-
ingi strax og við urðum fullvalda?
Ég spyr því í fáfræði minni: Hve-
nær hættu íslendingar að vera
aðilar að Svalbarðasamningnum?
íslendingar eiga
sterkan leik
Hvað vilja íslendingar eiginlega
í Smugunni? Það er erfitt að átta
sig á stefnunni. Helst heyrir mað-
ur „það er ekki hægt að banna
okkur þessar veiðar“ eða „við eig-
um rétt á kvóta“ o.fl. í þessum
dúr. Er þetta stefna? Hvert er
lokamarkmið íslenskra stjórnvalda
í þessu máli?
íslendingar eiga hér sterkan
leik. Stjórnvöld eiga að setjast
saman með fiskifræðingum og
öðrum sérfræðingum og ákveða
strax kvóta fyrir íslendinga, sem
er sanngjarn miðað við veiði ann-
arra og miðað við þol fískistofna.
Kvótinn má gjarnan vera það stór
að hægt sé að gefa tilslakanir við
samningaborðið. Norðmenn virða
kannski kvótann að vettugi í byij-
un, en því lengur sem þeir draga
að semja því meiri hefð kemst á
kvótann og einnig reynsla af því
hvað stofninn þolir.
Kvótalaus veiði gerir Norðmenn
hrædda og reiða. Hafi íslendingar
kvóta eru þeir ekki lengur „rán-
yrkjuþjóð", sem mundi vera mikill
sigur gagnvart almenningsálitinu
í Noregi (og á íslandi). Það væri
t.d. mjög sterkur leikur ef birtist
frétt um að íslenskir togarar væru
farnir úr Smugunni vegna þess
að kvótinn væri uppurinn. Norskir
stjórnmálamenn væru í allt ann-
arri stöðu. Það að semja um kvóta-
stærðir, sem varla er fréttnæmt,
er allt annað en að þurfa að segja
kjósendum sínum að þeir hefðu
verið knúnir að samningaborðinu
með yfirgangi rányrkjuþjóðar.
Verndunarstefnu þarf
fyrir allt hafið
Sameiginleg stjóm á öllu Norð-
ur-Atlantshafínu er það sem hlýtur
að koma fyrr en síðar. Þetta svæði
þarf að vémda í mörg hundmð ár.
Nú hyllir undir slíka samvinnu og
eru það gleðitíðindi. Mér fínnst
sjálfsagt að bjóða Finnum þáttöku
í slíku samstarfi, enda hefur Bar-
entshafið verið þeirra haf þar til
Stalín svipti þá landsvæðum með
ofbeldi fyrir aðeins örfáum áratug-
um. íslendingum væri sómi í að
standa fyrir slíkri tillögu og styðja
þannig táknrænt við bakið á smá-
þjóð, sem hefur orðið fyrir barðinu
á stórþjóð. íslendingum er engin
sæmd af Smugumálinu og Norð-
menn eru logandi hræddir um að
fordæmi Islendinga eigi eftir að
hvetja aðrar þjóðir til að hegða sér
í auknum mæli á sama hátt. Það
getur varla verið jákvætt fyrir ís-
lendinga ef fleiri suðlægar þjóðir
fylgja í fótspor þeirra og hvetja
þannig til stórfelldrar ofveiði á
norðurslóðum. Það er því allra hag-
ur að semja hið fyrsta.
Höfundur er starfnndi geðlæknir
í Noregi.
Norðmenn, íslend-
ingar og Smugan
Einar
Guðmundsson
Sveit +Film bikar-
meistari 1995
BRIPS
B r i d s h ö 11 i n
Þönglabakka
BIKARKEPPNI
V BRIDSSAMBANDS
ÍSLANDS 1995
SVEIT +Film sigraði sveit VÍB
í hörkuleik um bikarmeistaratit-
ilinn en úrslitaleikurinn fór fram
sl. sunnudag. I sveit +Film spil-
uðu feðgarnir Vilhjámur Sigurðs-
son og Sigurður Vilhjálmsson,
Valur Sigurðsson, Guðmundur
Sveinsson, Jakob Kristinsson og
Rúnar Magnússon. Kempan
síunga, Vilhjálmur Sigurðsson,
vann bikarinn í annað sinn en
hann var í sigursveit Ármanns
J. Lárussonar, sem vann fyrstu
bikarkeppni Bridssambandsins
1977.
Spilaður var 64 spila leikur í
fjórum lotum og vann sigursveit-
in fyrstu lotu, 40-35. Sveitin
vann einnig aðra lotuna, 40-22,
en í þriðju lotu kom sveifla til
VÍB, 55-34, og leikurinn var í
jafnvægi, 114 gegn 112 fyrir
+Film. Siðasta lotan var sigur-
vegaranna sem unnu 33-20 og
þar með leikinn, 147-132. Nokk-
uð óvænt en sanngjörn úrslit.
Sveit VÍB spilaði gegn Sam-
vinnuferðum/Landsýn í undan-
úrslitum á laugardaginn. VIB
byijaði illa, tapaði fyrstu lotunni
23-52 en vann leikinn nokkuð
sannfærandi, 155-100.
Hinn undanúrslitaleikurinn
var +Film gegn Hjólbarðahöll-
inni. Sá leikur þróaðist svipað.
Hjólbarðahöllin vann fyrstu lotu
44-7, +Film vann tvær næstu,
19-12 og 23-12, en gerði út um
leikinn í síðustu lotu, 45-13.
Lokatölur 94-81.
Fjölmennt var á úrslitaleikn-
um. Keppnisstjóri var Sveinn R.
Eiríksson. Forseti Bridssam-
bandsins, Helgi Jóhannsson, af-
henti verðlaun í mótslok, en þá
voru einnig afhent verðlaun fyrir
Kjördæmakeppnina, sem haldin
var á Egilsstöðum í vor. Sveit
Morgunblaðið/Arnór G. Ragnarsson
BIKARMEISTARAR 1995, sveit +Film. Talið frá vinstri: Rúnar Magnússon, Guðmundur
Sveinsson, Sveinn Sveinsson framkvæmdastjóri +Film, Jakob Kristinsson, Sigurður Vilhjálms-
son, Vilhjálmur Sigurðsson og Valur Sigurðsson.
Suðurlands vann þá keppni og Reykjaness vann aðra deildina í Afhentir voru verðlaunapen-
tók við farandbikar sem Akra- kjördæmamótinu og spilar í ingar fyrir báðar deildir sem
nesbær gaf til keppninnar. Sveit fyrstu deild að ári. Egilsstaðabær gaf.