Morgunblaðið - 19.09.1995, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 37
FRÉTTIR
Málþing um velferð
komandi kynslóða
Morgunblaðið/Kristinn
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Jóhann
Pálsson garðyrkjustjóri skoða Brekku í Nónholti.
Nýtt útivistarsvæði
í Grafarvogi
MÁLÞING verður haldið í ráð-
stefnusal Þjóðarbókhlöðunnar dag-
ana 21. og 22. september nk. und-
ir yfirskriftinni Menntun, sjálfbær
þróun og velferð komandi kynslóða.
Málþingið er haldið á vegum
Framtíðarfélagsins og Institute for
the Intergrated Studies of Future
Generations í Kyoto, Japan. Allir
fyrirlestrar málþingsins verða
haldnir á ensku.
í fréttatilkynningu sem blaðinu
hefur borist segir: „Institute for
the Intergrated Studies of Future
Generations er stofnun sem helgar
sig baráttu fyrir hagsmunum kom-
andi kynslóða og hefur haldið
málþing víða um heim í samvinnu
við ýmsa aðila. Þá hefur hún gefið
út bækur og stutt margs konar
verkefni sem stuðla að betri lífs-
skilyrðum í heiminum.
Tilefni málþingsins er ósk
þessarar stofnunar eftir samvinnu
við íslendinga til að vinna að verk-
efnum sem stuðla að bættum hag
komandi kynslóða. Framtíðarfé-
lagið er óformlegur félagsskapur
einstaklinga sem heldur fundi og
málþing um framtíðarmál. í fram-
kvæmdanefnd málþingsins sátu
þau Guðrún Pétursdóttir, Jón Jóel
Einarsson, Páll Skúlason og Vil-
hjálmur Lúðvíksson.
Dagskrá málþingsins hefst
fimmtudaginn 21. september kl.
13.15 með ávörpum þeirra Katsu-
hiko Yazakai, formanns Future
Generations Alliance Foundation
og Steingríms Hermannssonar,
seðlabankastjóra. Síðan flytur
Katsuhiko Hayashi, framkvæmda-
stjóri við japönsku sjónvarpsstöð-
ina NHK, erindi um „Þáttagerð
fyrir sjónvarp um menntun og
komandi kynslóðir11.
Því næst flytur Haraldur Ólafs-
son, mannfræðingur og dósent við
H.Í., erindi um „Menntun í þágu
sjálfbærrar þróunar". Að því loknu
verða almennar umræður. Þá mun
dr. Tae-Chang Kim, prófessor við
Kvennaháskólann í Kyoto, flytja
opinberan fyrirlestur á vegum
Háskóla íslands í tengslum við
málþingið. Fyrirlesturinn verður
haldinn í Odda, stofu 101, og hefst
kl. 17.
Dagskráin heldur siðan áfram
föstudaginn 22. september og
hefst kl. 9 með erindi Kido Inoue,
Zen meistara og skólastjóra um
„Viðhorf Zen-búddista til mennt-
unar og komandi kynslóða". Síðan
flytur Halldór Þorgeirsson, deildar-
stjóri hjá Rannsóknastofnun Land-
búnaðarins, erindi sem nefnist: „Að
taka skref í dag í átt til sjálfbærr-
ar framtíðar." Loks munu prófess-
orarnir Páll Skúlason og Tae-
Chang Kim í sameiningu ræða
ýmis málefni sem varða menntun,
sjálfbæra þróun og velferð kom-
andi kynslóða. Málþinginu lýkur á
hádegi.
Málþingið er öllum opið. Þátt-
tökugjald er 1.000 kr. fyrir al-
menning en 500 kr. fyrir náms-
menn og greiðist það við inngang-
inn. Nánari upplýsingar veitir Jón
Jóel Einarsson.
í LANDI Brekku í Nónholti í
Grafarvogi hefur Reykjavíkur-
borg opnað nýtt útivistarsvæði.
í garðinum er óvenju fjölbreytt-
ur gróður og er þar að finna
ýmsar sjaldséðar tegundir.
Það voru hjónin Agúst Jóhann-
esson og ísafold Jónsdóttir sem
eignuðust landið árið 1950 og
reistu þar sumarhús en síðustu
15 ár hefur garðurinn sem þau
plöntuðu verið í órækt. Borgin
eignaðist landið árið 1994 og var
þá hafist handa við að grisja trjá-
gróður, leggja nýja stíga og
hressa upp á gamlar hleðslur,
segir i frétt frá garðyrkjustjóra.
Það er Þórólfur Jónsson lands-
lagsarkitekt, sem hefur séð um
hönnunina.
RADAUGÍ YSINGAR
SltlO auglýsingar
Iðnaðarhúsnæði
- fjárfesting
Til sölu 900 m2 húsnæði, sem er í langtíma-
leigu til opinbers aðila. Möguleiki á skiptum
á íbúðarhúsnæði í Garðabæ. Sími 565 4548.
Vegmúli - Suðurlandsbraut
- nýtt hús
Til leigu er 60-300 fm skrifstofuhúsnæði í
nýju lyftuhúsnæði við Vegmúla í Reykajvík.
Húsið er ailt hið vandaðasta og verða innrétt-
ingar í samráði við leigutaka.
Upplýsingar í síma 893 4628.
Aðalfundur
Fólags sjálfstæðismanna í Vestur-'og miðbæ verður haldinn í Val-
höll við Háaleitisbraut þriðjudaginn 26. september nk. kl. 18.00.
Dagskrá:
1. Venjubundin aðalfundarstörf.
2. Kosning landsfundarfulltrúa.
3. Önnur mál.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Stjórnin.
Hækkun strætisvagna-
fargjalda
Félag sjálfstæðismanna í Laugarneshverfi
heldur opinn félagsfund á Grand Hótel við
Sigtún í dag, þriðjudaginn 19. september,
kl. 20.30.
Fundarefni verður hækkun strætisvagna-
fargjalda og borgarmálefni.
Gestur fundarins verður Árni Sigfússon,
borgarfulltrúi.
Stjórnin.
I.O.O.F. Rb. 4 = 1449198 -
I.O.O.F. Ob. 1 = 17609198:30 -
Fundarstaður SELFOSS. Farið
frá Oddfellowhúsi kl. 18.00.
FEHÐAFÉLAG
ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SIMI 568-2533
Helgarferðir 23.-24. sept.
Brottför ki. 08.00.
1. Gljúfurleit - Þjórsárdalur,
haustlitaferð. Gist í húsi.
2. Þórsmörk, haustlitir.
Gist í Skagfjörösskála.
3. Hekluslóðir (árbókarferð),
dagsferð.
Minnum einnig á Þórsmörk,
haustlitir, grillveisla 29/9-1/10.
Gerist félagar í Ferðafélaginu
og eignist glæsilega árbók,
Á Hekluslóðum. Árgjaldið er
3.200 kr. (500 kr. aukagjald fyr-
ir innbundna bók).
Ferðafélag (slands.
Dagsferðir laugardaginn
23. september
1. Kl. 08.00 Gígjökull að grill-
veislu í Básum. Grillveislan inni-
falin.
2. Kl. 09.00 Ármannsfell, fjalla-
syrpa, 8. áfangi.
Dagsferð sunnud. 24. sept.
Kl. 09.00 Þríhyrningur, valin leið
úr Reykjavíkurgöngunni 1990.
Brottför frá BSI við bensínsölu.
Miðar við rútu.
Helgarferðir 22.-24. sept.
1. Árleg haustlita- og grillferð
Útivistar. Gönguferðir um Þórs-
mörk og Goðaland sem skrýðast
fögrum haustlitum. Sameigin-
legur kvöldverður innifalinn.
Fararstj.: Kristján Jóhannesson
og Anna Soffía Óskarsdóttir.
2. Fimmvörðuháls, fullbókað.
Miðar óskast sóttir.
Útivist.
skólar/námskeið
tölvur
■ Tölvuskóli í fararbroddi.
öll hagnýt tölvunámskeið.
Fáðu senda námsskrána.
KERFISÞRÖUN HF.
Fákafeni 11, 128 Reykjavík.
Stutt, hnitmiðuð hálfsdagsnámskeið
fyrir notendur STÓLPA og þá, sem
þurfa að kynna sér notkun alhliða
bókhaldskerfis.
Fjárhagsbókhald.
Viðskiptamannakerfi.
Solukerfi og reikningsgerð.
Birgðakerfi.
Framleiðslukerfi.
Kassakerfi fyrir verslanir.
Pantanakerfi.
Tollskýrslugerð og verðútreikningur.
Launakerfi.
Mælingakerfi.
Stimpilklukkukerfi.
Verkbókhald.
Tilboðskerfi.
Bifreiðakerfi fyrir verkstæði.
Útflutningskerfi.
Tenging við innheimtukerfi banka.
Visa/Euro samningar, víxlar og gíró.
Námskeiðin eru haldin bæði fyrir
og eftir hádegi.
Vinsamlegast pantið í síma
568 8044.
■ Bókhaldsnámskeið ,
Þrjú sjálfstæð dagnámskeið fyrir
notendur STÓLPA og byrjendur:
Fjárhagsbókhald.
Fjárhagsbókhald, skuldunauta-,
sölu- og birgðakerfi.
Launakerfi.
Námskeiðin eru haldin alla miðvikudaga.
Vinsamlegast pantið í síma 568 8044.
KERFISÞRÚUN HF.
Fákafeni 11, 128 Reykjavík.
myndmennt
■ Málun - myndlist
Dag- og kvöldtímar fyrir byrjendur og
lengra komna.
Undirstöðuatriði og tækni.
Málað með vatns- og olíulitum.
Upplýsingar og innritun eftir kl. 13 alla
daga.
Rúna Gfsladóttir, listmálari,
simi 561 1525
■ Námskeið í módelteikningu
mánudaga kl. 17.30-19.45, átta skipti.
Verð 15.900 kr. Hefst 2. október.
Rut Rebekka, listmálari,
Stafnaseli 3,
sími 557 1565.
■ Bréfaskólanámskeið
Grunnteikning, likamsteikning, litameð-
ferð, listmálun með myndbandi, skraut-
skrift, innanhússarkitektúr, híbýlafræði,
garðhúsagerð, teikning og föndur fýrir
börn, húsasótt, UFO og bíóryþmi.
Fáðu sent kynningarit skólans eða
hringdu í síma 562 7644 allan sólar-
hringinn eða sendu okkur línu í pósthólf
1464, 121 Reykjavík eða í
http://www.mmedia.is/handment/
handavinna
■ Ódýr saumanámskeið
Samvinna við Burda. Sparið og saumið
fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp.
Faglærður kennari.
Sigríður Pétursd., s. 551 7356.
tómstundir
■ Bridsskólinn
Námskeið fyrir byrjendur hefjast mánu-
daginn 25. september.
Upplýsingar og innritun í síma
564 4247.
ýmisiegt
■ Breytum áhyggjum
f uppbyggjandi orku!
ITC námskeiðið Markviss málflutningur.
Grundvallaratriði í ræðumennsku.
Upplýsingar: Sigríður Jóhannsdóttir
í símum 568-2750 og 568-1753.
■ PHOENIX
námskeið - leiðin til árangurs
Kynning á Phoenix-námskeiðinu á Hótel
Loftleiðum mánudaginn 25. sept. kl. 18.
Phoenix-klúbbfundur á Hótel Loftleiðum
mánudaginn 25. sept. kl. 20.
Upplýsingar og skráning á næstu
námskeið, Fanný Jónmundsdóttir,
súni 552 7755.
fullorðinsfræðslan
Gerðubergi 1 í| .„L , ]|n 557-1155
■ Málanámskeið 1-3, fornáms-
og framhaldsskólaprófáfangar
0, 10, 20, 30, 40, áf.: Ens., þýs., dan.,
sæn., nor., spæ., fra., stæ., eðl., efn:,
isl., Icelandic. Aukatfmar. Lokaskráning.
ss""* Frá Sálar-
rannsókna-
■ Miðilsfundur - umbreyting
Sálarrannsóknafélag íslands gengst fyrir
tveimur opnum fundum með breska
umbreytingamiölinum (Transfiguration),
DIANE ELLIOT í Norræna húsinu.
Fundimir verða miðvikudaginn 20. og
fðstudaginn 22. september kl. 20.30.
Á fyrri fundinum mun María Sigurðar-
dóttir reyna að ná sambandi við þá sem
birtast en Ingibjörg Þengilsdóttir á þeim
síðari.
Miðasala á skrifstofu SRFÍ og í Norræna
húsinu frá kl. 20 fundardagana. Verð
kr. 1.500,- (félagsmenn kr. 1.000).