Morgunblaðið - 27.09.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 27.09.1995, Síða 1
64 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 219. TBL. 83.ARG. MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Samningaviðræður um framtíð Bosníu hefjast í New York Samkomulag næst um lýðræðislegar kosningar Washington, New York, Banja Luka, Bonn. Reuter. NÝTT skref var stigið í átt til friðar í Bosníu í gær þegar utanríkisráðherrar Bosníu, Króatíu og Serbíu/Svartfjailalands samþykktu nokkur grundvallaratriði stjórnskipunar landsins á fyrsta degi nýrrar samningaiotu í New York. Bill Clint- on, forseti Bandaríkjanna, sagði samkomulagið fela í sér að Bosnía yrði áfram „eitt ríki sem nyti alþjóðlegrar viðurkenningar“. Clinton sagði að í samkomulaginu væri kveðið á um forseta, þing og stjórnlagadómstói í Bosníu. „Aðilarnir skuidbinda sig til að efna til frjálsra og lýðræðislegra kosninga undir alþjóðlegu eftir- liti og kveðið er á um að ríkisstjórnin beri ábyrgð á utanríkismálum Bosníu og fleiri mikilvægum málaflokkum sem enn er verið að ræða.“ Forsetinn lagði áherslu á að þrátt fyrir sam- komulagið væri engin trygging fyrir því að samið yrði um varanlegan frið í Bosníu. „Samkomulagið færir okkur þó nær því lokatakmarki að koma á raunverulegum friði og á að tryggja að Bosnía verði eitt ríki sem njóti alþjóðlegrar viðurkenning- ar. Bandaríkin leggjast eindregið gegn skiptingu Bosníu og halda áfram að beita sér fyrir friði.“ „Þetta er mjög mikilvægur dagur í viðræðun- um,“ sagði Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eftir að hafa sett fyrsta samninga- fundinn í New York. Auk utanríkisráðherra Balk- an-ríkjanna sátu fundinn Richard Holbrooke, samningamaður Bandaríkjastjórnar, Carl Bildt, milligöngumaður Evrópusambandsins, og hátt settir embættismenn frá Rússlandi, Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi. Áður en viðræðurnar hófust varaði Ratko Mladic, yfirmaður hers Bosníu-Serba, við því að átökin í Bosníu gætu breiðst út á Balkanskaga ef viðræðurnar færu út um þúfur. Tillögu Gratsjovs hafnað Embættismenn Atlantshafsbandalagsins sögðu í gær að til greina kæmi að hermenn frá Rúss- landi og múslimaríkjum yrðu í fjöiþjóðlegu her- Iiði, sem sent yrði til Bosníu ef friður kæmist þar á. Þeir bættu hins vegar við að ómögulegt yrði fyrir NATO og Rússa að skiptast á um yfirstjórn herliðsins, eins og Pavel Gratsjov, varnarmálaráð- herra Rússlands, lagði til á mánudag. Gratsjov léði ekki máls á því að rússneskir hermenn yrðu eingöngu undir stjórn NATO. Simpson-málið Saksókn- ari gagn- rýnir eig- ið vitni Los Angeles. Reuter. MARCLA Clark, aðalsaksókn- arinn í réttarhöldunum yfir O.J. Simpson, iýsti í gær einu af helstu vitnum sínum sem lygara og kynþátta- hatara. Hún kvaðst þó vona að vitn- ið yrði ekki til þess að kviðdómur- inn hefði að engu „fjöl- mörg gögn“ sem sönnuðu að Simpson hefði myrt fyrrverandi eigin- konu sína og vin hennar. Clark hóf lokaræðu ákæru- valdsins með gagnrýni á Mark Fuhrman, einn af lögreglu- mönnunum sem rannsökuðu morðmálið. Hún kvaðst hafa fyllst „reiði og viðbjóði" í garð Fuhrmans, sem sagði eiðsvar- inn að hann hefði aldrei notað orðið „surtur“ síðustu tíu árin en segulbandsupptökur með rödd hans sýndu að hann bar ljúgvitni. Fuhrman kvaðst einnig hafa fundið blóðuga hanska á heimili Simpsons skömmu eftir morðin. „Sú staðreynd að Mark Fuhrman er kynþáttahatari og laug um það í vitnastúkunni breytir því ekki að við höfum sannað sekt sakborningsins á óyggjandi hátt,“ sagði Clark. Hún reyndi þannig að grafa undan þeirri kenningu verjend- anna að Fuhrman hefði tekið þátt í samsæri um að koma sök á Simpson með fölsuðum sönnunargögnum. O.J. Simpson Morgunblaðið/Þorkell Japanskur banki tapar 70 milljörðum Banka- maður ákærður New York. Reuter. BANDARÍSKIR saksóknarar birtu í gær ákæru á hendur Toshihide Iguchi, fyrrverandi starfsmanni jap- anska bankans Daiwa í New York, fyrir skjalafals til að fela tap sem nemur 1,1 milljarði dala, 71,5 millj- örðum króna, vegna skuldabréfa- viðskipta á ellefu árum. í ákæruskjalinu er Iguchi sagður hafa selt án heimildar bandarisk ríkisskuldabréf í eigu eða vörslu bankans vegna taps á viðskiptum sínum, en hann var þá yfirmaður skuldabréfadeildar útibúsins. Til að fela tapið hafi hann falsað skjöl um skuldabréfaeign bankans. Þetta er enn eitt áfallið fyrir jap- anska bankakerfið, sem á við gífur- legan vanda að etja vegna tapaðra útlána. -------» ♦ »--------- Kasparov sigraði New York. Reuter. GARRÍ Kasparov vann 10. skákina gegn Indverjanum Viswanathan Anand í heimsmeistaraeinvíginu í New York í gær. Skákmennirnir eru báðir með fímm vinninga þegar einvígið er hálfnað. Anand gaf skákina eftir 38. leik Kasparovs, er bjó sig undir sókn sem áskorandinn fann ekkert svar við. Anand var þá tveimur peðum undir. ■ Kasparovjafnaðistrax/25 Ahtisaari boðinn vel- kominn FORSETI íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, býður Martti Ahtisaari Finnlandsforseta velkominn í op- inbera tveggja daga heimsókntil Islands, sem hófst í gær. Þáðu finnsku forsetahjónin hádegis- og kvöldverðarboð forseta íslands auk þess sem Ahtisaari átti við- ræður við Davíð Oddsson. Þá heimsóttu hjónin Ámastofnun og Landsbókasafn Islands - Háskóla- bókasafn, þar sem forsetinn opn- aði sýningu á Finnlandskortum. í dag mun Ahtisaari halda til Nesja- valla, skoða Gvendarbrunna og ef veður leyfir verður flogið til Vest- mannaeyja. Á myndinni má m.a. sjá Ole Norrback, Evrópumálaráðherra Finnlands, Tom Söderman, sendi- herra Finnlands á íslandi, Njörð P. Njarðvík og að baki Vigdísar Finnbogadóttur glittir í Eevu Ahtisaari, forsetafrú Finnlands. ■ Forsetaheimsókn/4 Giulio Andreotti sótt- ur til saka á Sikiley Palermo. Reuter. RÉTTARHÖLDIN í máli Giulios Andreottis, fyn-ver- andi forsætisráðherra og áhrifamesta stjórnmála- manns á Ítalíu undanfarin 50 ár,- hófust í Palermo, höfuðborg Sikileyjar, í gær að viðstöddum fréttamönn- um hvaðanæva að úr heim- inum. Andreotti er gefið að sök að hafa greitt götu ít- ölsku mafíunnar í Róm frá árinu 1968. Fyrsta ákvörðun Franc- escos Ingarginolas, dómara í málinu, var að banna bein- ar sjónvarpsútsendingar frá réttarhöldunum, sem talið er að geti staðið í allt að tvö ár. Hann leyfði hins vegar útsendingar í útvarpi og sagði að sjónvarps- stöðvar gætu notað efni, sem tekið yrði upp í réttarsalnum. Að sögn ákæruvaldsins hefði Reuter GIULIO Andreotti, fyrrverandi forsætisráð- herra Ítalíu, milli veijenda sinna. bein útsending haft þvingandi áhrif á framburð vitna, sem flest eru lið- hlaupar úr röðum mafíunnar. Málið á hendur Andreotti byggist á fram- burði þessara vitna, en Andreotti segir að mafían hafi stefnt þeim til höfuðs sér vegna baráttu sinnar gegn skipulagðri glæpastarfsemi á Ítalíu. Franco Coppi, verjandi Andreottis, sagði að sjón- varpa bæri réttarhöldunum beint. Hann krafðist þess einnig að réttarhöldin yrðu flutt til Rómar. Dómárinn hafði ekki tekið afstöðu til þeirrar kröfu í gær þegar hann gerði hlé á réttarhöld- unum til 6. október. Andreotti sat og neri ýmist saman fíngrum eða skrifaði hjá sér í réttarsaln- um í gær. Hann var sjö sinn- um forsætisráðherra og var leiðtogi flokks kristilegra demó- krata, sem beið fylgishrun þegar flett var ofan af spillingu í ítölskum stjórnmálum. Herra ítalía/16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.