Morgunblaðið - 27.09.1995, Síða 8

Morgunblaðið - 27.09.1995, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Félagsmálarábherra: Til þjónustu reiðubúinn hr. yfirhershöfðingi. . . Framkvæmdastj óri Dagvistar barna Sverrir Hermannsson og fjölskylda leigja Hrútafjarðará til fimm ára Sjálfs- áhætta jafngóð og trygging BERGUR Felixson, framkvæmda- stjóri Dagvistar barna, segir að börn á leikskólum Reykjavíkurborgar séu ekki tryggð hjá tryggingafélagi fyr- ir slysum. „Að mínu mati er sjálfs- áhætta Reykjavíkurborgar alveg jafngóð og einhver trygging. En trygging getur auðvitað falið í sér eitthvað annað sem ég veit ekki hvað er,“ segir Bergur. „Það er alveg hárrétt að leikskóla- börn í Reykjavík eru ekki tryggð hjá tryggingafélagi en þau eru tryggð á þann hátt að borgin ber ábyrgð á þeim slysum sem verða af völdum mannvirkja eða annars. Reykjavík- urborg er mjög góður borgunarmað- ur fyrir því,“ segir Bergur. Ingibjörg Óðinsdóttir, sem sæti á í stjórn Landssamtaka foreldrafé- laga leikskóla, hefur sagt að í trygg- ingaskilmálum hjá öðrum sveitarfé- lögum segi að tryggingin bæti tjón- ið hver svo sem eigi sök á slysi. Hins vegar þurfi foreldrar að sækja mál sín sérstaklega gagnvart Reykjavíkurborg vilji þeir ná fram bótum. Bergur segir að það þurfi að skoða það hvort leikskólabörn í öðrum sveitarfélögum séu líka tryggð fyrir því sem engum verður um kennt. Einungis flugu- veiði verður leyfð EIGNARHALDSFÉ- LAGIÐ Bálkur EFH, sem samanstendur af Sverri Hermannssyni, bankastjóra í Lands- bankanum, og fjöl- skyldu hans, hefur tek- ið Hrútafjarðará á leigu til næstu fimm ára og ætla hinir nýju leigutakar einungis að heimila þar fluguveiði. Hrútafjarðará verður þá önnur laxveiðiáin í landinu þar sem fluga er eina löglega agnið. Fyrir var Haffjarðará. „Það er heimild til að hafa þetta svona í samningnum og við erum ákveðin í að notfæra okkur það,“ sagði Sverrir í samtali við Morgunblaðið. „Síðustu þrjú- fjögur árin höfum \ið einungis leyft fluguveiði í júlí og það var strax í áttina, en nú verður skrefið stigið . til fulls. Með þessu móti verður ekki gengið eins nærri ánni, því þótt flug- an sé jafnveiðin og annað agn, þá er það staðreynd, að þriðjungur stórra laxa sem taka flugu sleppur aftur. Það er okkar trú að gengið hafí verið of nærri ánni og raunar fleiri ám hér á landi og það er kannski tilkomið af því að hér er engu haldið á lofti nema þeim sem veiða mest og drepa mest. Það er mjög andstætt því sem ég hef kynnst í öðrum löndum, t.d. í Kanada, þar sem þér er kannski leyft að drepa einn lax, veiða aðeins með einkrækj- um og jafnvel með agn- haldslausum flugum," segir Sverrir og bætir við að undir haustið verði gerð athugun á því hvort veiðimenn séu ekki tilbúnir að sleppa einhveiju af stærri legna laxinum og leggja þannig sitt af mörkum til að hífa ána upp úr öldudal síðustu ára. Menn muna Stewart Veiði í Hrútafjarðará hefur verið minnkandi um nokkurra ára skeið þótt veiðin í sumar hafi verið aðeins betri en 1994. Sverrir segir að eitt af því skemmtilegasta við þessa til- raun sé „áhuginn við fjörðinn“, eins og hann orðar það. „Elstu menn hér muna eftir Stewart sem leigði ána á þriðja áratug, ræktaði hana upp úr engu, leyfði aðeins fluguveiði og sleppti oft iöxum,“ segir Sverrir. Sverrir Hermannsson Ráðuneytisstj óri Fimmtán umsækjendur STARF ráðuneytisstjóra í heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu hefur verið auglýst til umsóknar. Umsóknarfrestur rann út 20. september sl. Um starfið sóttu 15 umsækjendur. Umsækjendur eru þessir: Arn- ór Pétursson,.Árni Njálsson, Dav- íð Á. Gunnarsson, Dögg Pálsdótt- ir, Guðjón Magnússon, Guðmund- ur Einarsson, Haukur Ingibergs- son, Jóhann Einvarðsson, Ragn- heiður Haraldsdóttir, Sigriður Snæbjörnsdóttir, Sigurður Snæv- arr, Skúli Bjarnason, Sólveig Guðmundsdóttir og Valgerður Gunnarsdóttir. Einn umsækjandi hefur óskað eftir nafnleynd. Ráðherra mun bráðlega gera tillögur til forseta íslands um það hver stöðuna hlýtur, segir í frétta- tilkynningu frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Samstarfsáætlun Evrópusambandsins Sókrates styrkir hverskonar- kennslustarf Þóra Magnúsdóttir TT'' ynningarráðstefna um Sókrates, nýja samstarfsáætlun Evrópusambandsins menntunarmálum var ný- lega haldin í Reykjavík. Ráð- stefnuna sóttu fulltrúar víðsvegar úr skólakerfinu auk fulltrúa framkvæmda- stjórnar Evrópusambands- ins og gestafyrirlesara frá Bretlandi og Danmörku. En hvað er Sókrates? „Sókrates er samstarfsá- ætlun í menntamálum, sem styrkir hverskonar kenns- lusamstarf allt frá leik- skólastigi til háskólastigs auk fjarkennslu og fullorð- inskennslu,“ sagði Þóra Magnúsdóttir fram- kvæmdastjóri Alþjóðaskrif- stofu háskólastigs og Landsskrifstofu Sókratesá- ætlunarinnar en hún sá um ráðstefnuna. - Fyrír hvern er Sókrates? „Sókrates nær til stúdenta- skipta, kennaraskipta og ýmiskon- ar samstarfsverkefna svo sem kennslugagnagerðar. Síðan eru ýmsar undiráætlanir, sem fjalla um hvern þessara þátta. Þar á meðal er Erasmus, sem er sam- starfsáætlun fyrir háskólstig og Comenius, sem er fyrir skólastigið frá leikskóla og að háskólastigi en auk þess eru ýmsar stuðnings- aðgerðir. Þær helstu er Lingua, sem er ætlað að styrkja tungu- málakunnáttu í löndum Evrópu- sambandsins og ekki síst að efla kunnáttu í tungumálum minni landssvæða." - Hvernig fer þetta fram? „Við höfum fyrst og fremst reynslu af háskólasamstarfínu enn sem komið er. Kennarar úr ýmsum fræðigreinum hafa tekið sig saman um samvinnu sem getur snúist um stúdentaskipti, kennaraskipti eða sameiginlega kennslugagnagerð auk sameiginlegra námskeiða. í tengslum við þetta samstarf fara háskólanemar utan og taka þar hluta af sínu háskólanámi allt frá þremur mánuðum upp í eitt ár. Veittir eru ferðastyrkir til námsins og tungumálastyrki ef þörf krefur en námið er metið sem hluti af námi hér heima. í staðin tökum við á móti nemendum og kennurum að utan. Þama er í raun verið að skapa farveg fyrir flæði milli ein- stakra háskólastofnana." - Hafa margir Islendingar far- ið utan? „Já, þeim hefur farið fjölgandi en ísland hefur tekið þátt í Eras- mus í íjögur ár. Fyrsta árið fóru 35 nemendur utan en í ár fóru 103 og í vetur verða um 40 erlend- ir námsmenn við nám hér. Ég held að við séum vinsæl og greinilegt að áhugi er fyrir að korna hing- að. Við njótum þess að fólki finnst spennandi að koma til íslands og finnst landið sérkennilegt og öðru- vísu. Það 'sem hefur staðið í vegi er skortur á námsframboði á ensku fyrir nemendur, sem koma til styttri dvalar og talar ekki ís- lensku. Þannig að við þurfum að aðlaga okkar námsframboð að breyttum nemendahópi og bjóða upp á kennslu á ensku. Lagadeild- in er til dæmis með misserisnám á ensku, sem er ágætt fyrir ís- lenska nemendur líka. Flestir fara í framhaldsnám erlendis og þá er þetta ágætur undirbúningu. ►Þóra Magnúsdóttir er fædd 1. júní 1956. Hún lauk BA námi í félagsfræði frá Háskóla Is- Iands og mastersprófi frá Há- skólanum í Essex í Bretlandi í sömu grein. Þóra hefur verið starfsmaður alþjóðasamskipta- nefndar Háskólaráðs frá upp- hafi og framkvæmdastjóri samskiptasviðs Háskóla fs- lands, sem Alþjóðaskrifstofan fellur undir frá árinu 1990. Þóra er ógift og barnlaus. Það sem er að opnast nýtt er þetta samstarf fyrir önnur skóla- stig. Það er náttúrlega augljóst að ekki verður hægt að skiptast á öllum nemendum á grunn- og framhaldsskólastigi þannig að þar er kennarasamstarfið meira í for- grunni. Reynt verður að skiptast á kennurum og vinna að ákveðn- um verkefnum." - Eru erlendir kennarar hér núna? - „Comenius er ekki kominn til framkvæmda en það liggja fyr- ir umsóknir um kennaraskipti. Ég get nefnt að nánast er búið að ganga frá því að leikskólakennari fari frá Laufásborg til Frakklands og að franskur leikskólakennari komi hingað í staðin. Eitt af því sem mikið er lagt upp úr er Lingua áætlunin og þar erum við aðeins komin af stað. Það er ábyggilega eitthvað sem við komum til með að nýta okkur í ríku mæli. Við höfum í fyrsta sinn sent út sextán nemendur, verðandi tungumálakennara, sem fara í raun í starfsþjálfun. Þetta er fólk sem er að útskrifast héðan og þau fara utan til að vinna í skólum. Sem dæmi má nefna að verðandi enskukennari fer til Portúgal til að kenna portúgölskum nemend- um ensku. Þá gæti kennari sem ætlar að verða sér- kennari í íslensku fyrir nýbúa far- ið til Danmerkur og kynnt sér hvernig þeirri kennslu er háttað þar. Þá hafa starfandi tungumála- kennarar möguleika á að sækja endurmenntunarnámskeið.“_ - Hvað kostar þátttaka Íslands í þessarí áætlun? „íslenska ríkið greiðir þátttöku- gjald og af Sokrates áætluninn er greitt 13,5 milljónir í ári en við eigum að g-eta fengið allt að 60 milljónum til baka.“ Kennara- samstarf í forgrunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.