Morgunblaðið - 27.09.1995, Page 15

Morgunblaðið - 27.09.1995, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 15 VIÐSKIPTI Bikuben og Giro- bank sam- einast Kaupmannahöfn. Reuter. ÞRIÐJI stærsti banki Danmerkur, Sparekassen Bikuben A/S, og sá fimmti stærsti, Girobank A/S, hafa ákveðið að hefja viðræður um sam- einingu frá 1. janúar 1996. Girobankinn var nýlega einkav- æddur, en danska ríkið á 49% í hon- um. Sérfræðingar telja að hann hagnist mest á sameiningunni og veruleg hækkun á verði hlutabréfa í Girobank staðfestir þá skoðun. Sala ríkishluta skilyrði Bikuben og Girobank setja það skil- yrði fyrir sameiningu að ríkið selji þau hlutabréf, sem það á enn í Giro- bank. Mogens Lykketoft fjármálaráð- herra sagði að hann væri samþykkur viðræðunum og mundi taka nið- urstöður þeirra til athugunar þegar þær lægju fyrir. Bikuben hefur skilað sex mánaða hagnaði í ár upp á 501 miiljón dan- skra króna samanborið við 472 millj- óna tap ári áður. Girobank skilaði hálfsárshagnaði upp á 237 milljónir danskra króna samanborið við 477 milljóna tap á fyrri hluta árs í fyrra. ------» ♦ ■»---- Fundur um áhrifaríka ! skjalastjórnun ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla íslands og Framtíðarsýn ehf. halda fyrsta sameiginlega hádegis- verðarfund vetrarins í Arsal Hótel Sögu fimmtudaginn 28. september næstkomandi. Efni þessa fundar er skjalastjómun og hvemig hún nýtist við stjómun og rekstur fyrirtækja. í frétt frá Endurmenntunarstofnun HÍ segir að þörfín fyrir áhrifaríka . skjalastjómun fari sífellt vaxandi, ekki síst í ljósi þess að faxvélar, tölv- ur og ljósritunarvélar auki skjalaflæð- ið til muna. Markmiðið með fundinum er að kynna fyrir stjómendum hvaða leiðir era mögulegar í þessum efnum. Á fundinum heldur Sigmar Þorm- ar erindi, en hann vinnur sem ráð- gjafi varðandi þessi mál og hefur nýlega, ásamt Olfu Kristjánsdóttur, gefið út smárit um efnið í Ritröð Framtíðarsýnar og Viðskiptafræði- stofnunar Háskóla íslands. Nánari I upplýsingar og skráning fást hjá Endurmenntunarstofnun HÍ. Samtök iðnaðarins vilja: Aðild að Evrópusambandinu jjðeins með aðild að Evrópusambandinu njólum við sömu skilyrða til starfa og samkeppnis- þjóðir okkar. íslendingar geta hafl áhrif á ákvarðanir um eigin framtíð og búið við sömu leikreglur í viðskipt- um og helstu keppinautarnir. Vaxtarmöguleikar íslensks iðnaðar aukast og tryggður verður greiður aðgangur að helstu mörkuðum. Á þennan hált leiðir aðild að ESB til bættra lífskjara í framtíðinni. Samtök iðnaðarins telja brýnt að íslendingar verði fullgildir þátttakendur í samfélagi Evrópuþjóða. Helstu viðskipta- og samkeppnisþjóðir okkar eru innan Hivrópusambandsins. A Ð G E R Ð I R Landsmenn þurfa að kynna sér áhrif aðildar að ESB. Stjórnvöld verða að móta skýra stefnu. Setja þarf íslandi raunhœf samningsmarkmið og kynna þau í aðildarríkjum ESB. Það skiptir sköpum fyrir íslenskt atvinnulíf að búa við sambærileg starfsskilyrði og þjóðir ESB auk þess sem við eigum helst samleið með Evi’ópu- þjóðum í menningarmálum. Brýnt er að íslendingar taki beinan þátt í mótun eigin framtíðar en það verður best tryggt með aðild að Evrópu- sambandinu enda bendir flest til að nær allar Evrópuþjóðir verði brátt innan vébanda þess. <3) SAMTÖK IÐNAÐARINS II II II II II II li II II II II II II II I \ i v \ i i i ► i Getur þú ímyndad þér þá tilfinningu ad taka við 44 milljjóna króna ávísun? LÍffS Til mikils að vinna! Alla miðvikudaga fyrirkl. 17.00. aðalútibú draumabanki ÍSLANDS Tékkareikningw nr. Greiðið gegntékka Þessum Krónur Reykjavík ^áriðandaðhérfyrirneðansiáist 01

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.