Morgunblaðið - 27.09.1995, Side 22
22 MIÐVIKUD4GUR 27. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Lítið einkarekið
umonnunar-
heimili
fyrir aldraða
í JANÚARMÁN-
UÐI árið 1991 komu
fulltrúar og formenn
félaga sem hafa staðið
að byggingu þjónustu-
íbúða aldraðra saman
í þeim tilgangi að bæta
úr skorti á umönnunar-
eða hjúkrunarrýmum.
Þá var mynduð Sam-
starfsnefnd félaga
aldraðra í Reykjavík.
Það reyndist vera
áhugi fyrir því að
byggja lítil einkarekin
umönnunarheimili, þar
sem aldrað fólk ætti
eigin vistarveru og
byggi við heimilislegar
aðstæður eða sem líkastar því sem
það á að venjast í heimahúsum.
Af hveiju orðið „umönnunar-
heimili" er spurt? Svar mitt er:
Þeir sem verða veikir fara á sjúkra-
hús til þess að fá lækningu og þar
þeim er hjúkrað. Ellin er aftur á
móti eðlilegt ástand sem ekki er
hægt að lækna. Líkaminn hrörnar
og fólk þarf aðstoð við að þrífa sig,
klæðast, borða, fara á salerni og
fleira. Það vil ég kalla umönnun.
Kunningjakona mín, 96 ára göm-
ul sem hefur verið afar dugleg við
að bjarga sér sjálf, varð fyrir því
óhappi að lærbrotna og hefur nú
legið undanfarna þrjá mánuði á
öldrunardeild Borgarspítalans. Þar
eru þijár konur saman á stofu.
Kostnaður á hvert rúm er frá
24.000.00 krónum á dag, en Borg-
arspítalinn er hátæknisjúkrahús og
fólk fer á öldrunardeildina að und-
angengnum aðgerðum.
Gamla konan er andlega heil-
brigð og skýr í hugsun.
Hana langar til þess
að komast út og anda
að sér tæru lofti eins
og hún var vön að gera
á hveijum degi.
Hún gerir sér grein
fyrir því að hún getur
ekki farið aftur í fal-
legu íbúðina sína þó að
hún fengi bæði heimil-
ishjálp og heimahjúkr-
un. Hún lætur hveijum
degi nægja sína þján-
ingu og kvartar ekki,
en á sér þann draum
að komast í sér her-
bergi, þar sem hún
gæti haft eitthvað af
persónulegum munum og myndum
hjá sér.
Umsóknir um lóð
fyrir umönnunarheimili
Samstarfsnefnd félaga aldraðra
í Reykjavík sendffleiri bréf til borg-
aryfirvalda með beiðni um lóð und-
ir lítið umönnunareða hjúkrunar-
heimili, en fékk engar undirtektir.
Ég vildi nú samt ekki gefa þessa
hugmynd upp á bátinn, ekki síst
fyrir þá sök, að ég var þá búin að
fá reynslu af heimahjúkrun og
fannst hún vera langt frá því sem
ég hafði gert mér vonir um.
Þegar R-listinn kom tii valda með
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem
borgarstjóra lagði ég málið fyrir
hana með bréfi dags. 21. september
1994.
Ég riijaði upp niðurstöðu könn-
unar 12 manna nefndar( Morgun-
blaðið, 4. apríl ’91) sem Jóhanna
Sigurðardóttir, þáverandi félags-
Gyða
Jóhannsdóttir
TEIKNINGAR eru eftir Thelmu Friðriksdóttur, nema í innanhússarkitektúr.
Hér fjallar Gyða
Jóhannsdóttir um lítið
einkarekið umönnunar-
heimili fyrir aldraða.
málaráðherra, skipaði til þess að
undirbúa framkvæmdaáætlun í
húsnæðismálum aldraðra. Þar kom
fram að 65 ára og eldri á öllu land-
inu, sem þá voru um 26 þúsund,
ættu um 100 milljarða króna í eign-
um og verðmætum og þar af væru
75 milljarðar í eigu fólks í Reykja-
vík og á Reykjanesi. Þarna voru
að sjálfsögðu ekki meðtalin þau
verðmæti sem fólk telur ekki fram,
en það mun vera dágóð upphæð.
Stór hópur aldraðra hefur því
vaxtatekjur, arð af hlutabréfum og
eftirlaun sem nægja til þess að
greiða fyrir sig á umönnunarheim-
ili án þess að skerða höfuðstólinn.
Það skal tekið fram, að félags-
málaráðherrann sagði að þó að
þessi úttekt sýndi að eignastaða
aldraðra væri almennt góð byggju
5-6000 við bága húsnæðisaðstöðu
og kjör. í bréfinu til borgarstjóra
greindi ég frá heimildum mínum
fyrir því að samningur við RÚV um
lóð norðan við Útvarpshúsið í Efsta-
leiti rynni út um sl. áramót og ósk-
aði eftir því að fá þar lóð fyrir lítið
einkarekið umönnunarheimili, en á
þessu svæði og í námunda við það
eru 7 sambýlishús með um það bil
280 eignaríbúðum aldraðra. Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir sýndi þessu
strax áhuga og málið er nú í athug-
un..
Nýi borgarstjórinn er raunsær.
Sveitarfélögin munu taka við
rekstri öldrunarþjónustunnar innan
skamms. Ingibjörg Sólrún gerir sér
grein fyrir því, að stórauknum út-
gjöldum vegna fjölgunar aldraðra á
komandi árum verður ekki mætt
með því að velta þeim yfir á lág-
launafólkið í landinu. Hjón sem
bæði vinna úti til þess að ná endum
saman eru ekki líkleg til þess að
taka á sig aukna skattbyrði vegna
langlífis aldraðra.
Aldraðir eiga sjálfir
að sjá um sín mál
í fundargerðum frá árinu 1973
þegar stofnun Samtaka aldraðra
var í undirbúningi má sjá að mark-
miðið var að byggja hagkvæmar
íbúðir fyrir aldraða og hjúkrunar-
rými. Samtökin hafa byggt falleg
sambýlishús með íbúðum sem
ganga kaupum og sölum á fijálsum
markaði á verði frá 7 til 12 miljón-
ir króna. Nú .er komið að því að
sinna hinum þættinum. Við sem
erum komin til vits og ára gerum
okkur ljósa þá staðreynd, að þegar
ríki og sveitarfélög standa ekki
undir kostnaði við' öldrunarþjón-
ustuna verðum við sjálf að leggja
meira af mörkum.
í Bretlandi fá þeir sem eiga yfír
visst mark í eignum og verðmætum
ekki neina niðurgreiðslu frá því
opinbera. í Grimsby eru mörg einka-
rekin umönnunarheimili. Fólk getur
dvalið einn mánuð í senn á slíkum
heimilum og farið á annað ef því
líkar ekki vistin. Aðbúnaður á þeim
er ekkert frábrugðinn því sem er á
heimilum sem það opinbera rekur,
en vegna samkeppninnar verða þeir
sem reka einkaheimilin að leggja
sig fram við að veita góða þjónustu
fyrir sem lægst verð, ef þeir eiga
að halda velli.
Þar sem við sjáum okkur ekki
fært að byggja upp einkaheimili
nema með fjármagni frá einstakl-
ingum yrði sennilega um hlutafélag
að ræða, eða annað form, þar sem
ca. 15 ferm. herbergi eða 32ja ferm.
íbúð yrði þinglýstur eignarhluti við-
komandi. Þann eignarhluta er síðan
hægt að leigja öðrum með skilmál-
um sem um það yrðu settir af stjórn
heimilisins, þar til eigandi þarfnast
þess sjálfur.
Það yrði síðan tryggt í gegn um
bankastofnun að eigandi og íbúi
heimilins fengi andvirði eignar sinn-
ar endurgreitt ef honum líkaði ekki
vistin eða erfingjar ef hann félli
frá. Þjónustuferli og kostnaður við
það færj nokkuð eftir því hvað aldr-
að fólk sem þarna yrði þyrfti mikla
aðstoð og hversu duglegt það yrði
við að hjálpa sér sjálft.
Við viljum njóta arðsins af lífs-
starfi okkar og teljum okkur vera
dómbærust á það sjálf hvernig við
búum um okkur til þess að gera
okkur ellina léttbærari.
Höfundur hafði forgöngu um
stofnun Samtaka aldraðra og síð-
ar Byggingarfélagsins Gimlis hf.
Herdís, hvar hefur þú alið
manninn öll þín æviár?
ÞAÐ ER ekki hægt að ímynda sér
að þú sért fædd og uppalin í landi
sem talið er vera „á mörkum hins
byggilega heims", vegna veðurfars
og óblíðra ytri skilyrða. Eg hef þó
ekki þá skoðun, því að mér finnst
ísland vera besta land í heimi, jafn-
vel þótt þetta ferfætta skrímsli,
sauðkindin, vaði hér yfir þér ti sárr-
ar skapraunar og sálarkreppu. Eg
skil heldur ekki hvernig í veröldinni
þér getur dottið í hug að ísland yrði
að einhveijum Edensgarði, aðeins
ef sauðkindinni yrði útrýmt? Þú hef-
ur eflaust ekki leitt hugann að því
að sennilega værir þú ekki til, ef
engin sauðkind hefði verið í landinu
til að fæða og klæða landsmenn frá
því að þeir settust hér að. Á hveiju
hefðu þeir átt að nærast og með hvetju
skýla nekt sinni, ef þetta óargadýr
hefði ekki lagt til kjöt og ull?
í þá daga var víst ekki hægt að
hlaupa út í næstu kjörbúð og kaupa
pasta eða hamborgara, eða klæð-
skerasaumuð föt. Laun heimsins eru
vanþakklæti. Enn þann dag í dag,
þrátt fyrir allar framfarir, er ullin
lífgjafi tugþúsunda og ekki eru allir
svo glámskyggnir enn, að þeir vilji
ekki frekar íslenskt, ómengað kinda-
kjöt en útlent kjöt, hlaðið eiturefnum
og hormónum sem enginn veit hve
skaðleg áhrif geta haft á heilsu
manna, er fram í sækir.
Ofstæki á aldrei rétt á sér, það
kemur í veg fyrir sanngirni og rétt-
læti og sauðkindin á það síst skilið
af okkur að við rökkum hana niður
eins og hveija aðra
plágu. Víst og rétt er
það að blessaðar ærnar
bíta gras, en það er
þeirra eðli og ekki við
þær að sakast. Það er
öruggt að Drottinn lét
einmitt grasið vaxa á
jörðinni svo að grasbít-
ar hefðu eitthvað að
éta, frekar en að við
hefðum eitthvað grænt
að horfa á þó að það
sé ánægjulegt líka.
Við megum ekki
gleyma nokkrum mikil-
vægum atriðum varð-
andi gróðurleysi lands-
ins, sem eg álít að eigi
í raun mesta sök á
hvernig komið er, en þú virðist ekki
vita af, eða líta viljandi framhjá, í
ofurkappi þínu að Iasta lífgjafa þinn,
sauðkindina. Þessi atriði eru ekki
smávægileg og þú ættir að rifja upp
sögu landsins sem teljast má óyggj-
andi, en hætta að staglast á því sem
enginn getur sannað, eins og það
að hér hafí verið skógar upp á fjallst-
inda og allt landið iðjagrænt fyrir
landnámstíð. Hver er til frásagnar
um slíkt, er ekki hætt við að mikið
af þessum fúllyrðingum sé ósk-
hyggja sem ekki eigi við rök að styðj-
ast?
En burtséð frá því langar mig til
að spyija þig að því hvort þú hafir
nokkurntíma heyrt getið um eldgos,
hraunbreiður og öskufall sem eyði-
lagt hafa gróður á stór-
um landflæmum?
Hefurðu nokkurn-
tíma heyrt getið um
skriðuföll, stórflóð,
storma eða frosthörkur
og kal? Eg treysti
sauðkindinni betur fyrir
gróðri landsins en þess-
um náttúruöflum. Þú
hefur ef til vill aldrei
komið á Reykjanes-
skagann? Hver skyldi
frekar eiga sök á þeirri
auðn, kindurnar eða
eldgosin? Hvað lagði
mikinn hluta Suður-
landsins í auðn er
Skaftáreldar geisuðu?
Hvað veldur gróður-
leysinu í Námaskarði og þar í grend-
inni? Eg er nokkuð viss um að nátt-
úruöflin eru stórvirkari og meiri or-
sakavaldur en sauðfé. Og hvað um
fannfergið sem brýtur niður skóga
og eyðileggur í stórum stíl. Þú minn-
ist heldur aldrei á hrossin, sem eru
farin að nálgast eitt hundrað þúsund
og rótnaga svo að þar sést ekki
stingandi strá eftir? Varla bæta
hreindýrin á Austurlandi gróðurfar-
ið þar, en það er aldrei minnst á
þau, samt eru þau innfluttur og
alls óþarfur vargur í gróðúrfari
landsins.
Hestar eru líka löngu orðnir óþarf-
ir þjónar bænda, en eru nú aðeins
notaðir sem afþreying fyrir þá sem
eru nógu ríkir til að eiga þá og þess
Sauðkindin á það síst
skilið af okkur, segir
Dagrún Kristjánsdótt-
ir, að við rökkum hana
niður eins og hveija
aðra plágu.
vegna má ekki blaka við þeim. Væru
öll þessi hross til nytja fyrir bænd-
ur, þá hefðirðu eflaust munað eftir
því að útmála það hve illa þau færu
með gróðurinn.
Þú hefur líka steingleymt því að
bændur hafa ræktað stór landflæmi
sem áður voru óræktarbörð og móar.
Þú vildi kannski líta aftur í tímann,
um það bil flmmtíu, sextíu ár? Hvað
heldur þú að þú sæir? Smátúnbletti
með löngu millibili, en nú liggja tún
nær saman í heilu byggðarlögunum
og hátt upp í hlíðar. Hverra verk
er það, nema bændanna sem þú
sakar um að hafa gert landið að
auðn. Hvernig heldur þú að landið
liti út eftir nokkra tugi ára ef þér
tækist að útrýma öllu sauðfé? Það
færu hundruð bújarða í eyði, ræktar-
landið yrði fljótt að óræktarmóum,
sem þá fyrir áhrif veðurs og vinda
gætu fljótt orðið að þessum ástkæru
moldarbörðum sem þið þreytist ekki
á að sýna í sjónvarpi og blöðum, -
en það skrýtna er að það er oftast
Dagrún
Kristjánsdóttir
sama moldarbarðið sem þið birtið
myndir af. Eigið þið eitthvert uppá-
halds moldarbarð? - eða eigið þið
erfitt með að finna annað eins og
áhrifamikið?
Þegar eg hef grandskoðað þessa
þætti sem stuðla að gróðureyðingu
landsins, þá sé eg ekki annað, Her-
dís, en að þú verðir að snúa þér að
einhveijum máttugri eyðileggingar-
öflum, en bændum, að kasta sök á.
Þú gætir kropið á kné og beðið al-
mættið að hætta að láta gjósa vítt
og breitt um iandið, hætta að láta
rigna svo að jarðvegurinn skríði ekki
fram, hætta að láta storma og rok
rífa og slíta gróðurinn, hætta að
láta frosthörkur sprengja jarðveginn
og eyðileggja gróður á túnum. í leið-
inni gætirðu beðið hann að stöðva
jökulhlaup sem bera sand og gijót
yfir gróið land og jafnvel væri við
hæfi að þú bæðir Drottin um það
að snyrta svolítið hæstu Ijaliatoppa
því að það stingur í augun að sjá
svarta hamraveggi gnæfa yfir sig
með tilheyrandi sandskriðum þar
sem ekki sést stingandi strá, þrátt
fyrir það að varla nokkurt rollutetur
hefur stigið þar fæti í aldanna rás.
Eg er líka hálfhrædd um það að
Drottinn hafi haft hönd í bagga,
þegar Ódáðahrauni var slett á dá-
góðan skika af Norðausturlandi. Eg
er líka hrædd um það að þú verðir
að biðja heitt og lengi áður en þú
nærð tökum á þessu öllu, þó svo að
sauðkindin hverfi. Þetta er bara
mesta vandræðamál, eir þó minna,
ef þú snérir þér að réttum aðila og
bæðir hann, bljúg í anda að hlífa
þessu litla fallega og góða landi,
fyrir mestu ólátunum í náttúruöflun-
um, - þau geta sem best ærslast á
Suðurpólnum.
Með bestu kveðju.
Höfundur er fyrrv. húsmæðra-
kennari.