Morgunblaðið - 27.09.1995, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 27.09.1995, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 31 ÓLÖF SIG URÐARDÓTTIR + Ólöf Signrðar- dóttir var fædd í Reykjavík 22. nóv- ember 1947. Hún lést í Landspítalan- um 17. september síðastliðinn. For- eldrar Ólafar voru Sigurður Guð- mundsson, d. 1994, og Friðbjörg Ólafs- dóttir, d. 1994. Hinn 18. mars árið 1967 gekk Ólöf að eiga eftirlifandi eiginmann sinn, Guðmund Einars- son, f. 7. mars 1945. Börn Ólaf- ar og Guðmundar eru Sigurð- ur, f. 20. mars 1970, Einar Gunnar, f. 9. júní 1972, og Mar- grét Björg, f. 31. október 1980. Útför Olafar var gerð frá Vidalínskirkju í Garðabæ 26. september. í GÆR var til moldar borin Ólöf Sigurðardóttir, Grenilundi 2, Garðabæ. Ólöf kom til starfa í stjórn Sjálfstæðisfélags Garðabæjar á ár- inu 1991. Hún vakti strax athygli okkar samstarfsmanna sinna á þeim vettvangi fyrir að setja sig vel inn í öll mál sem til umfjöllunar voru og í framhaldi af því að taka sjálfstæða og einarða afstöðu, byggða á sinni sannfæringu. Það fór líka svo að hún var valin til að gegna forystuhlutverki í okkar röð- um og var kjörinn formaður Sjálf- stæðisfélags Garðabæjar 1993 og var fyrsta konan sem gegndi því hlutverki. Ólöf var endurkjörinn formaður 1994 og stýrði félaginu til sigurs í kosningabaráttunni fyrir síðustu sveitarstjórnakosningar af sinni alkunnu röggsemi. Um svipað leyti kom í ljós að hún hafði eign- ast öllu hatrammari andstæðing en þá pólitísku, það er þann sjúkdóm sem hún að lokum beið ósigur fyr- ir. Barátta hennar við þennan and- stæðing lýsir Ólöfu í raun og veru best, óbilandi baráttuvilji sem nán- ast átti sér engin takmörk meðan kraftar leyfðu. Þannig hélt hún áfram um stjómartaumana í sjálf- stæðisfélaginu fram að síðustu al- þingiskosningum er hún tók við for- mennsku í fulltrúaráði sjálfstæðisfé- laganna í Garðabæ, fýrst kvenna, ákveðin í að láta ekki sitt eftir liggja í baráttunni, jafnt á pólitískum vett- vangi sem sínum eigin. Ólöf átti sæti í heilbrigðisnefnd Garðabæjar 1990-1994 og í skólanefnd frá 1994 og þar til yfír lauk. Við sem áttum því láni að fagna að starfa með henni erum þakklát fyrir sam- starfið og þá reynslu sem við öðluð- umst af samstarfinu við hana, alla þá birtu og gleði sem alltaf stafaði af henni. Hvernig sem á stóð var alltaf stutt í hláturinn sem gerði öll verkefni auðveldari. Nú að stríð- inu loknu stöndum við eftir hljóð og horfum á vandfyllt skarð í okkar röðum en minningin um góðan fé- laga og vin mun lifa. Fjölskyldu Ólafar sendum við innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau öll á þessari erfiðu stundu. F.h. Sjálfstæðisfélags Garðabæjar, Gunnar Pálmason formaður. Elskuleg vinkona okkar er dáin. Við sem eftir stöndum vissum svo sem að hverju stefndi, en kjarkur og bjartsýni Lólóar fyllti okkur von um að henni tækist að sigra þann vágest sem leggur svo marga að velli, bæði unga og aldna. Það var því dapurlegur sunnudagur þegar sameiginlegur vinur hringdi og til- kynnti okkur lát hennar. Ekki er ætlunin að rekja hér æviferil Lóló- ar, það munu eflaust aðrir sjá um. Okkur langar aðeins að þakka henni fyrir allar samverustundirnar sem við áttum saman, nú síðast í júlí í Skagafirðinum þar sem Lóló lék á als oddi þrátt fyrir þann dimma skugga sem yfir hvíldi, en Lóló var sterk og kannski var hún sterk- ust af okkur öllum. í þessúm fátæklegu orðum er ekki minnst á það æðruleysi, kjark og dug sem Lóló sýndi í veikindum sínum. Þess þarf ekki, allir sem fylgdust með bar- áttu hennar vita að hún var hetja. Elsku Lóló, þetta eru erfiðir dagar og sökn- uðurinn er sár, en við sem eftir stöndum vit- um að við eigum minningar sem enginn tekur frá okkur og við þær getum við yljað okkur og þegar við hittumst öll á ný tökum við kannski lagið saman og syngjum kvæðið sem þér þótti svo vænt um, kvæðið um „Blakk“ og allir syngja með sínu lagi. Guð blessi þig og varð- veiti. Elsku Mummi, Margrét Björg, Einar Gunnar og Siggi, það er sárt að sjá á eftir yndislegri konu og móður í blóma lífsins, ykkar sökn- uður er mikill. Við skiljum sjaldnast hver ætlun Guðs er og verðum því samfara söknuðinum reið yfir því ranglæti sem okkur fínnst við hafa orðið fyrir, en þegar frá líður skilj- um við að það er Guð sem líknar, þurrkar tárin og mildar hjarta okk- ar. Blessuð sé minning Ólafar Sig- urðardóttur. Betsý og Arnór. Allt síðastliðið ár hefur Lóló vin- kona mín barist af æðruleysi við sjúkdóm þann er loks bar hana ofur- liði, nú þegar sumri tók að halla. Okkar kynni hófust er við vorum unglingar í Hagaskólanum, þá þeg- ar tókst með okkur sú vinátta er haldist hefur óslitið allt fram á þennan dag. Við, sem unglingar, nutum lífsins á þeim árum eins og kostur var. Bæjarlífíð var töluvert öðruvísi á þeim árum og samastað- ir okkar unglinganna voru skólinn og heimili hvers annars. Á heimili þínu á Lynghaganum hjá Fríðu og Sigga var mér alltaf tekið sem einni úr íjölskyldunni og eru þær stundir mér ógleymanlegar. Margt brölluðu við vinkonurnar saman á þessum árum og var oft líflegt í kringum okkur. Á stundum sem þessum þyrl- ast upp minningar og samveru- stundirnar renna í gegnum hugann jafn skýrar og þær hefðu gerst í gær. Bjartasta minningin er þá allt- af hvellandi hlátur þinn og bjart- sýni þín á lífíð og tilveruna, alltaf sást þú ljósu punktana, hvað sem á gekk, og ekki má gleyma fóta- taki þínu sem lýsti hvað best per- sónuleika þínum, fast og ákveðið. Þú lást ekki á skoðunum þínum heldur sagðir hlutina beint út og var enginn í vafa um hvað meint var. Þitt eðli var hjálpsemi við alla, jafnt við ókunnuga sem vini og kunningja, og alveg var sama hvað þú tókst þér fyrir hendur, allt var gert af miklum krafti og myndar- skap. Alltaf var jafn gott að koma á heimili ykkar Mumma og hitta Sigga, Einar Gunnar og Margréti Björgu, sem voru miklir vinir mínir og fjölskyldu minnar. Ekki má gleyma umhyggju þinni fyrir böm- um mínum og barnabörnum, því að í hvert sinn sem við hittumst eða töluðum saman í síma komu börn okkar inn í umræðuna. Ofarlega í minningunni er þegar þú, sjálfstæð- ismanneskjan mikla, fórst út í stjórnmálaumræðu og talaðir yfír hausamótunum á framsóknar- manninum á mínu heimili, þá naustu þín vel og í kjölfarið fylgdi dillandi hlátur þinn, enda þú og hann miklir vinir, því að þá lifnaði yfir hlutunum, það gerði þín líflega framkoma og skemmtileg tilsvör, sem eftir var tekið. Elsku Lóló mín, þessar stundir okkar saman í þessu lífí verða ekki fleiri, en minningin um þig mun lifa í huga mínum um ókomna tíð, en erfítt verður að fylla það tómarúm sem myndast er þú ert farin frá okkur, en hvatning þín í gegnum tíðina mun verða mitt leiðarljós. Elsku Lóló, við Bóbó og allir í fjölskyldunni kveðjum þig og þökkum fyrir allt er þú hefur gefíð okkur í gegnum árin. Megi góður Guð styrkja ykkur á þessari erfiðu stund, elsku Mummi, Siggi, Einar Gunnar, Margrét Björg, Hrafnhildur og Nicola um ókomna framtíð. Agnes M. Jónsdóttir. Það er erfítt að sætta sig við dauðann og enn erfiðara þegar fólk á blómaskeiði lífsins er brott kallað. Við sitjum eftir hnípin og hnugg- in er okkar kæri félagi Ólöf Sigurð- ardóttir er brott kölluð langt um aldur fram. Ólöf hafði um nokkurra ára skeið verið formaður sjálfstæðisfélagsins í Garðabæ og að auki setið i nefnd- um og ráðum á vegum bæjarins sem fulltrúi okkar sjálfstæðismanna. Af krafti og eljusemi sinnti hún störfunum í þágu bæjarins eins og öllum þeim störfum sem hún tók að sér. Af trúmennsku og dugnaði sinnti hún hveiju því sem hún var kölluð til og var einkar fljót að til- einka sér þau málefni sem til um- ræðu voru hveiju sinni. Það var gott að leita í smiðju til Ólafar og ófá samtöl áttum við um þau margvíslegu mál er varða vel- ferð bæjarfélagsins. Reyndist hún notadijúg og úrræðagóð er leysa þurfti einhver mál. Viðmót og viðhorf Ólafar ein- kenndust af bjartsýni og hlýju. Það ríkti alltaf gleði og kátína þar sem Ólöf var og allir brattir hjallar voru einungis til að sigrast á, því var það mikið áfall þegar sjúkdómurinn sem leiddi hana til dauða greindist hjá henni. Á þeirri stundu kom best í ljós hvem mann Ólöf hafði að geyma, bjartsýni hennar gaf okkur hinum von og trú. Að leiðarlokum fæmm við fjöl- skyldu hennar og venslafólki öllu okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum þann er öllu ræður að veita þeim styrk og huggun á stund sorg- ar og trega. Fyrir hönd bæjarfulltrúa og bæj- armálaráðs Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Laufey Jóhannsdóttir. Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum fóðurörmum þínum og hvili sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu fóðurhjarta. Þín líknarásján lýsi dimmum heimi, þitt ljósið blessað, gef í nótt mig dfeymi. I Jesú nafni vil ég væran sofa og vakna snemma þína dýrð að lofa. (M. Joch.) Okkur, sameignarfélagana á Skammbeinsstöðum, langar að kveðja Lóló með þakklæti fyrir allar yndislegu samverustundimar á undanförnum árum. Mumma og fjölskyldu hans send- um við kveðjur og biðjum Guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Halldóra, Valdimar, Hrafnhildur, Ríkharð. Erfidiykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir saJir og mjög góð þjónusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 t Móðir okkar, STEFANÍA STEINDÓRSDÓTTIR, Munkaþverárstræti 1, Akureyri, lést 24. september. Útförin auglýst sfðar. Eria, Ásta, Marta, Aida og Þórdís Þórðardætur. t Elskuleg móðir okkar og dóttir, KRISTÍN JÓHANNSDÓTTIR, Bláhömrum 9, lést í Landspítalanum þriðjudaginn 26. september. Nanna Renee Husted, Dakri Irene Husted, Kristín Dana Husted, Jóhann Sigurðsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN OLGA STEFÁNSDÓTTIR frá Hjarðartúni, Suðurgötu 76, Hafnarfirði, lést í Landspítalanum sunnudaginn 24. september. Útförin verður gerð frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 3. október kl. 15.00. Guðni Þór Ólafsson, Herbjört Pétursdóttir, Stefán Ólafsson, Ólafía Þórdis Gunnarsdóttir, Sigurður Rúnar Olafsson, Mjöll Gunnarsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, KRISTJÁNS SIGURÐSSONAR, Snorrabraut 22. Guðrún S. Kristjánsdóttir, Gunnar Einarsson, Kolbeinn R. Kristjánsson, Jakob Kristjánsson, Elsa Björk Gunnarsdóttir, Ástgeir Kristjánsson og barnabörn. t Innilegariaakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BJARNA ÞÓRÐAR HALLDÓRSSONAR, Skólabraut 3, Seltjarnarnesí. Rúna Vigdís Halldórsdóttir, Ragna G. Bjarnadóttir, Guðmar E. Magnússon, Sigurþór Bjarnason, Halldór G. Bjarnason, Ingibjörg Kristleifsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför sonar okkar, föður og vinar, BOGA Þ. FRIÐRIKSSONAR, Hrafnakletti 1, Borgarnesi. Guð blessi ykkur öll. Hulda Bára Jóhannesdóttir, Friðrik Bogason, Jóhannes G. Friðriksson, Lovisa Shen, Vigdís Einbjarnardóttir, Þorsteinn Jóhannesson, Svaniaug Vilhjálmsdóttir og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.