Morgunblaðið - 27.09.1995, Síða 35

Morgunblaðið - 27.09.1995, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 35 FRÉTTIR AÐSTANDENDUR MS-samtakanna voru hæstánægðir með að- sókn gesta sem kynntu sér starfsemi samtakanna. MS-dagurinn í fyrsta skipti A þriðja hundrað gestir I I I Bókanir vegna um- mæla forsæt- j isráðherra BORGARFULLTRÚAR R-listans í borgarráði samþykktu á fundi borg- arráðs í gær bókun þar sem lýst er furðu á ummælum forsætisráð- herra í fjölmiðlum um málefni Strætisvagna Reykjavíkur og veitu- stofnana borgarinnar. „Borgarráð telur óviðeigandi að forsætisráðherra blandi sér í mál- efni einstakra sveitarfélaga með ' þeim hætti sem hann gerði. I Það vekur sérstaka athygli að | forsætisráðherra fer ekki rétt með þegar hann heldur því fram að gjaldskrárhækkanir hafi orðið hjá veitufyrirtækjum. það er alrangt. Þá er rétt að benda forsætisráð- herra á, að fargjöld SVR eru þau langlægstu á höfuðborgarsvæð- inu,“ segir í bókun meirihlutans. Ummælin mjög eðlileg Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins samþykktu aðra bókun I vegna sama máls þar sem segir: „Það er staðreynd að 11-100% hækkun fargjalda Strætisvagna Reykjavíkur hefur áhrif á verðlags- forsendur kjarasamninga. Ummæli forsætisráðherra eru því mjög eðlileg með tilliti til þessara hækkana R-listans og annarra hækkana sem til umræðu hafa ver- ið.“ Kvikmyndahá- tíð í tilefni af aldarafmæli í ÁR er haldið upp á aldarafmæli kvikmyndasýninga í heiminum og af því tilefni hefur áhugahópur um kvikmyndir ásamt Kvikmyndasafni Islands skipuiagt kvikmyndahátíð þar sem sýndar verða margar sígild- ar kvikmyndir frá ýmsum löndum. Hátíðin hefst hinn 28. september. Á kvikmyndahátíðinni verður boð- ið upp á myndirnar „Hyldýpið", „Litla engilinn", „Götu sorgarinnar", heimildarmyndirnar „Asta Nielsen“ eftir Astu sjálfa, og „Asta og Charl- otte“ eftir Heinz Trenczak og Paul Hofman í tilefni af sýningu myndar- innar S1 (1913). Hún er ein af elstu myndum Astu og er gerð undir merkjum föðurlandsástar og þýskrar þjóðernishyggju. Eins og margar myndir frá tímum fyrri heimstyijald- arinnar lýsir S1 ótta almennings við hervæðingu og njósnir og skömmu eftir frumsýningu myndarinnar í Berlin var hún tekin til sýninga í herbúðum Þjóðverja. Myndin var nærri gleymd þar til hún fannst nýverið í Moskvu og var gerð upp. Á þessari hátíð gefst kvikmyndaunn- endum sjaldfengið tækifæri til að sjá þessa þöglu, norrænu kvik- myndagyðju sem á sínum tíma hlaut alheimsfrægð. FYRSTI MS-dagurinn var haldinn á laugardag og heimsótti fjöl- menni hús samtakanna við Sléttu- veg, eða á þriðja hundrað manns. Elín Þorkelsdóttir gjaldkeri MS- félags Islands segir áhuga gesta hafa verið mikinn og aðstandend- ur samtakanna séu hæstánægðir með aðsóknina. Húsið var opið almenningi, Bubbi Morthens lék og söng fyrir gesti og boðið var upp á léttar veiting- ar. Fólki var boðið að ganga um húsið að vild og gáfu MS-sjúkling- ar, aðstandendur þeirra og styrktaraðilar upplýsingar um starfsemina. „Fólk var almennt hrifið af húsinu og aðstæðum ölium. Við erum hæstánægð með aðsókn og áhuga gesta, en tilgangur MS- dagsins er að velqa athygli á s>.arf- seminni og því málefni sem um ræðir. MS-félag íslands var stofn- að 20. september árið 1968 og við ákváðum að kynna starfsemi okk- ar sem næst afmælisdegi félags- ins, og gerum fastlega ráð fyrir að svo verði áfram framvegis," segir Elín. Fundur um konur í valdastöðum í TILEFNI framboðs Margrétar Frí- mannsdóttur til formanns í Alþýðu- bandalaginu gengst Stellurnar, hreyfmg alþýðubandalagskvenna og annarra róttækra jafnaðarkvenna fyrir opnum fundi í kvöld, miðviku- dagskvöldið 27. september, á Korn- hlöðuloftinu við Bankastræti. Fund- urinn hefst kl. 20.30 og er öllum opinn. Yfirskrift fundarins er: Skiptir það máli að konur komist til valda í stjórnmálakerfmu? Á dagskrá eru stutt erindi bæði fræðikvenna og starfandi stjórnmálakvenna af vinstri væng stjórnmálanna, en hún er þessi: Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Þjóðvaka, flytur erindi sem hún nefnir Konur í forystu. Þorgerð- ur Einarsdóttir, félagsfræðingur, veltir fyrir sér spurningunni hvort nokkur ástæða sé fyrir konur að hlýta leikreglum stjórnmálanna. Sig- rún Jónsdóttir kvennalistakona spyr Völd til hvers? og Árelía Guðmunds- dóttir, ungur stjórnmálafræðingur með vinnumarkaðsfræði sem sér- grein, fjallar um tengslanet sem sér- staka aðferð kvenna bæði í stjórn- málum og atvinnulífinu. Loks talar Margrét Frímannsdóttir, alþingis- maður og frambjóðandi, og heitir hennar erindi: Hvers virði er form- annsembættið? Fundarstjóri er Bryndís Hlöðversdóttir, alþingis- maður. Umboðsmaður barna heimsæk- ir Suðurland UMBOÐSMAÐUR barna heim- sækir vesturhluta fræðsiuum- dæmis Suðurlands dagana 28. og 29. september nk. Farið verður í ellefu skóla á svæðinu, embættið verður kynnt fyrir börnunum og umboðsmaður mun fjaha um hlutverk sitt sem talsmaður barna og réttindamála barna almennt. Jafnframt verður afhentur kynningarbæklingur um embættið, sem er einkum ætlaður börnum. Þá mun umboðsmaður barna eiga kynningarfundi með sveitarstjórn- armönnum á Stokkseyri, Eyrar- bakka, Flúðum, Selfossi, í Hvera- gerði, Þorlákshöfn, Skeiðahreppi, Hraungerðishreppi, Gaulverjabæj- arhreppi, Gnúpveijahreppi og Vill- ingaholtshreppi. Sams konar ferð var farin í fræðsluumdæmi Vest- fjarða í maí sl. Gengið strönd Skerjafjarðar HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer eina af sínum gönguleiðum miðviku- dagskvöldið 27. september. Farið verður frá ankerinu í Hafn- arhúsportinu kl. 20 og gengið með Tjörninni, um Hljómskálagarðinn, Háskólasvæðið og suður í Skeija- fjörð. Síðan gengið með ströndinni að Lyngbergi og áfram að Tjaidhóli í Fossvogsbotni. Val er um að ganga styttri leið um Vatnsmýrina og Öskjuhlíðina að Lyngbergi. Báðum hópunum verður ekið til baka að Hafnarhúsinu. Á leiðinni verður litið á stígaframkvæmdir í Fossvogi inn- anverðum. Kirkjustarf aldraðra í Grensáskirkju OPIÐ hús fyrir eldri borgara og vini þeirra verður í Grensáskirkju alla fimmtudaga kl. 14-16 og hefst starfið á morgun, fimmtudaginn 28. september. Boðið verður upp á Biblíulestur og bænastund, einnig aðra trúar- og kirkjulega fræðslu. Þá verða veit- ingar og samverustund á eftir svo og sálgæsla og persónulegar bænir fyrir þá sem óska. Fimmtudaginn 7. desember verð- ur jólagleði og hefst hún kl. 12 með helgistund, síðan er máltíð og dag- skrá. Slíkar stundir verða einnig á þorra, föstu og á degi aldraðra á uppstigningardag. Þá er ætlunin að fara í kynnisferðir og heimsækja m.a. Kópavogskirkju, Vídalínskirkju og kirkju Guðbrands biskups. ALMENNINGI var boðið að kynna sér aðstöðu MS-félags ís- lands, meðal annars tómstundastarf og líkamsþjálfun. t VALDÍS VALDIMARSDÓTTIR, Eyjabakka 3, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 25. sept. Jarðarförin auglýst síðar. Börnin. t Við þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföð- ur, afa og langafa, ÞORSTEINS BRYNJÓLFSSONAR, Hagamel 48, Reykjavík. Þuríður Þorsteinsdóttir, Lára Sigurlaug Þorsteinsdóttir, Guðrún Þorsteinsdóttir, Bryndís Þorsteinsdóttir, Brynjólfur Már Þorsteinsson, Dagbjört Þorsteinsdóttir, Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Birna Einarsdóttir, Geir Þorsteinsson, Rúna Björg Þorsteinsdóttir, Elías Reynisson, Sigrún Þorsteinsdóttir, Tumi Hafþór Helgason, barnabörn og barnabarnabarn. Guðmundur Kr. Þórðarson, Grétar Kristjánsson, Ólafur Sigurmundsson, Ragnar Jón Skúlason, Ragnheiður Garðarsdóttir, Mogens Löve Markússon, Borgarráð ■ : ...og á föstudögum Fyrsti þátturinn hefst G.október

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.