Morgunblaðið - 29.09.1995, Síða 27

Morgunblaðið - 29.09.1995, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 27 LISTIR Litli Dundee KVIKMYNPIR Iláskólabíó INDÍÁNI í STÓRBORG- INNI (UN INDIEN DANS LA VILLE) ★ ★ '/i Leikstjóri Hurve Palud. handrit Lou- is Becker. Tónlist Manu Katcher og Geoffrey Dryema. Aðalleikendur Thierry Lhermitte, Ludwig Briand, Patrick Timsit, Miou Miou. Frönsk. IMLF 1995. SÚ MYND sem notið hefur hvað mestra vinsælda í Frakklandi í ár er þessi geðþekka barna- og fjöl- skyldumynd. Frönsk að uppruna en af áströlskum stofni;7nd;an/ í stórborginni er tilbrigði við hina feikivinsælu mynd Pauls Hogan, Krókódíla Dundee. Verðbréfasali í París (Thierry Lhermitte) fregnar að hann eigi ungan táningspilt (Ludwig Briand) sem býr meðal frumbyggja Venesúela. Thierry býður honum að kynnast stórborg- arlífinu þar sem hann svo sprang- ar stríðsmálaður um stræti og torg með boga sinn og örvamæli reidda um öxl og tarantúlu uppá vasann. Frumskógasveinninn lendir í margvíslegu ævintýrum á malbik- inu enda er pabbi hans lengst af upptekinn við að pranga sojabaun- um inná rússneska mafíósa en konuefnið hans (Miou Miou) for- fallið í Nýaldarvísindum. Stráksi skelfir nágrannana, kemur lífs- reyndum Parísarbúum úr jafnvægi með uppátækjum sínum, kemur föður sínum úr argaþrasi við- skiptalífsins niður á jörðina og verður ástfanginn. Þetta lítur ekkert alltof vel út lengi framan af. Höfundunum tekst ekki að nýta sér þessar fyndnu kringumstæður á eftir- minnilegan hátt heldur eru þær afgreiddar heldur ódýrt. Til allrar blessunar sækir Indíáninn smám saman í sig veðrið og eftir að til- finningasamband kemst á milli feðganna verður hún hlý og nota- leg fjölskylduskemmtun. Hlið- arsaga um rússneska erkibófa er groddaleg og smellur ekki sem skyldi inní heildarmyndina þó nauðsynleg sé framvindunni. Ást- arævintýri unglinganna er því sak- lausara og sætara. Ludwig Briand, ungi leikarinn sem fer með titilhlutverkið, skiiar því eins vel og við er að búast af nýgræðingi í leiklistinni og Thierry Lhermitte er hárréttur í föðurhlut- verkinu. Fyrir þeirra tilstilli fyrst og fremst hófur Indíáninn náð þeim umtalsverðu vinsældum sem raun ber vitni. Sæbjörn Valdimarsson Kynning á verk- um Jóhannesar úr Kötlum BÓKMENNTAKYNNING verður í Risinu, Hverfisgötu 105, 3. októ- ber kl. 15. Leikfélagið Snúður og Snælda kynnir verk Jóhannesar úr Kötlum. Gils Guðmundsson rit- höfundur rekur feril skáldsins og lesið verður úr kvæðum skáldsins og brugðið upp myndum úr lífi úr Kötlum þeSS. Jtlí Ótrúlegum árangri Mjög áhrifamikið fítubrennslutæki Þjálfar: Læri, aftan og framan Rassvöðva Brjóstvöðva Bakvöðva Axlir Handleggi Tölvumælir með klukku, teljara og kaloríu- brennslu Breitt og 1 gott sæti Einfalt í notkun og hentar öllum aldurshópu 12 þrekstig VERSLANIR SKEIFUNNI19 - S. 568-1717 - LAUGAVEGI51 - S. 551-7717 Ótrúlegt verð kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.