Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 27 LISTIR Litli Dundee KVIKMYNPIR Iláskólabíó INDÍÁNI í STÓRBORG- INNI (UN INDIEN DANS LA VILLE) ★ ★ '/i Leikstjóri Hurve Palud. handrit Lou- is Becker. Tónlist Manu Katcher og Geoffrey Dryema. Aðalleikendur Thierry Lhermitte, Ludwig Briand, Patrick Timsit, Miou Miou. Frönsk. IMLF 1995. SÚ MYND sem notið hefur hvað mestra vinsælda í Frakklandi í ár er þessi geðþekka barna- og fjöl- skyldumynd. Frönsk að uppruna en af áströlskum stofni;7nd;an/ í stórborginni er tilbrigði við hina feikivinsælu mynd Pauls Hogan, Krókódíla Dundee. Verðbréfasali í París (Thierry Lhermitte) fregnar að hann eigi ungan táningspilt (Ludwig Briand) sem býr meðal frumbyggja Venesúela. Thierry býður honum að kynnast stórborg- arlífinu þar sem hann svo sprang- ar stríðsmálaður um stræti og torg með boga sinn og örvamæli reidda um öxl og tarantúlu uppá vasann. Frumskógasveinninn lendir í margvíslegu ævintýrum á malbik- inu enda er pabbi hans lengst af upptekinn við að pranga sojabaun- um inná rússneska mafíósa en konuefnið hans (Miou Miou) for- fallið í Nýaldarvísindum. Stráksi skelfir nágrannana, kemur lífs- reyndum Parísarbúum úr jafnvægi með uppátækjum sínum, kemur föður sínum úr argaþrasi við- skiptalífsins niður á jörðina og verður ástfanginn. Þetta lítur ekkert alltof vel út lengi framan af. Höfundunum tekst ekki að nýta sér þessar fyndnu kringumstæður á eftir- minnilegan hátt heldur eru þær afgreiddar heldur ódýrt. Til allrar blessunar sækir Indíáninn smám saman í sig veðrið og eftir að til- finningasamband kemst á milli feðganna verður hún hlý og nota- leg fjölskylduskemmtun. Hlið- arsaga um rússneska erkibófa er groddaleg og smellur ekki sem skyldi inní heildarmyndina þó nauðsynleg sé framvindunni. Ást- arævintýri unglinganna er því sak- lausara og sætara. Ludwig Briand, ungi leikarinn sem fer með titilhlutverkið, skiiar því eins vel og við er að búast af nýgræðingi í leiklistinni og Thierry Lhermitte er hárréttur í föðurhlut- verkinu. Fyrir þeirra tilstilli fyrst og fremst hófur Indíáninn náð þeim umtalsverðu vinsældum sem raun ber vitni. Sæbjörn Valdimarsson Kynning á verk- um Jóhannesar úr Kötlum BÓKMENNTAKYNNING verður í Risinu, Hverfisgötu 105, 3. októ- ber kl. 15. Leikfélagið Snúður og Snælda kynnir verk Jóhannesar úr Kötlum. Gils Guðmundsson rit- höfundur rekur feril skáldsins og lesið verður úr kvæðum skáldsins og brugðið upp myndum úr lífi úr Kötlum þeSS. Jtlí Ótrúlegum árangri Mjög áhrifamikið fítubrennslutæki Þjálfar: Læri, aftan og framan Rassvöðva Brjóstvöðva Bakvöðva Axlir Handleggi Tölvumælir með klukku, teljara og kaloríu- brennslu Breitt og 1 gott sæti Einfalt í notkun og hentar öllum aldurshópu 12 þrekstig VERSLANIR SKEIFUNNI19 - S. 568-1717 - LAUGAVEGI51 - S. 551-7717 Ótrúlegt verð kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.