Morgunblaðið - 04.10.1995, Page 6

Morgunblaðið - 04.10.1995, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Forsætis-, fjármála- og utanríkisráðherra kynna fjárlagafrumvarp og þjóðhagsáætlun 1996 FJARLAGAFRUMVARP og þjóð- hagsáætlun fyrir árið 1996 voru lögð fram á Alþingi í gær. Gert er ráð fyrir að halli ríkissjóðs verði innan við 4 milljarða kr. á árinu eða sem svarar til 0,8% af lands- framleiðslu og yrði það minnsti halli á ríkissjóði í 12 ár. Davíð Oddsson forsætisráðherra, Friðrik Sophusson fjármálaráðherra og Halldór Ásgrímsspn utanríkisráð- herra kynntu á sameiginlegum fréttamannafundi í gær fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjómar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks ásamt þjóðhagsáætlun og fjölluðu um horfur í efnahagsmál- um. Forsætisráðherra sagði engan vafa leika á að öll helstu kennileiti í íslenskum efnahagsmálum hefðu snúist mjög til hins betra og jafn- vægi og stöðugleiki væru í önd- vegi. „Það má segja að á hvaða mælikvarða sem við lítum sé ár- angurinn í efnahagsmálum í sam- ræmi við það besta sem er að gerast í nágrannalöndunum núna,“ sagði Davíð. Hann benti á að hagvöxtur hér á landi hefði verið nokkru meiri sl. tvö ár en í iðnríkjunum. Var- færnisleg spá benti til að hann yrði nokkru minni á næsta ári, eða um 2%, vegna skerðingar afla- heimilda. Þjóðarútgjöld færu nú vaxandi og kaupmáttur heimil- anna ykist og Davíð sagði að ekk- ert benti til annars en að kaup- máttur myndi halda áfram að vaxa á næstu árum. Þá væru horfur á að íslendingar myndu borga niður erlendar skuldir sínar fjögur ár í röð. Einnig sagði forsætisráðherra að verðlagsþróunin væri hagstæð- ari en í helstu viðskiptalöndum.' Þannig stefndi í að verðbólgan yrði 1,7% milli áranna 1994-1995 og spáð væri 2,5% verðbólgu á næsta ári. „Það hefur aðeins borið á því í umræðum að undanförnu að menn halda að verðbólgan sé að fara úr böndum vegna þess að nokkrar hækkanir hafa orðið með haustinu. Það er ekkert sem bend- ir til þess að svo sé, heldur er hér um tímabundna sveiflu að ræða,“ sagði Davíð. Forsætisráðherra sagði einnig, aðspurður um þann möguleika að kjarasamningar losnuðu á næst- unni, að það væri hvorki í þágu launþegahreyfingar né annarra að úlfúð skapaðist á launamark- aði. Það væri það versta sem fyr- ir íslendinga gæti komið ef óró- Jafnvæg’i og stöð- ugleiki í öndvegi Morgunblaðið/RAX HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra, Davíð Oddsson forsætisráðherra og Friðrik Sophusson fjármálaráðherra kynntu fréttamönnum fjárlagafrumvarp og þjóðhagsáætlun fyrir árið 1996 í ráðherrabústaðnum í gær. leikinn magnaðist. „Órói á vinnu- markaði gæti í einu vetfangi leitt til hækkunar á vöxtum og skaðað okkur að öðru leyti,“ sagði Davíð. Jafnvægi í ríkisfjármálum forsenda efnahagsbata Friðrik Sophusson lagði áherslu á að jafnvægi í ríkisfjármálum væri forsenda þess að árangur næðist á öðrum sviðum efnahags- lífsins og hagvöxtur héldi áfram. „Það er ásetningur ríkisstjórnar- innar að ná þessu jafnvægi og koma í veg fyrir að við höldum áfram að safna skuldum hjá rík- inu,“ sagði Friðrik. Megineinkenni fjárlagafrum- varpsins eru að sögn fjármálaráð- herra að dregið er úr stofnkostn- aði og fjárfestingu ríkisins en reiknað er með að atvinnulífið taki við sér og fyrirtækin fjárfesti í auknum mæli. Tilfærslur til landbúnaðar og einstaklinga í gegnum trygginga- kerfið standa nokkurn veginn í stað skv. frumvarpinu. Þó mun nýr búvörusamningur auka fram- lög vegna sauðfjárframleiðslu um 200 millj. kr. á næsta ári en finna á sparnaðarleiðir á móti þessari fjárhæð við meðferð frumvarpsins á Alþingi, að sögn fjármálaráð- herra. Rekstrarkostnaður ríkisins eykst aftur á móti um 5,8% frá áætlaðri útkomu á þessu ári, aðal- lega vegna aukinna launaútgjalda í kjölfar kjarasamninga. „Ríkis- stjórnin hefur ákveðið að skoða reksturinn sérstaklega fyrir 1997 og er það starf hafið,“ sagði Friðrik. „Þá þarf að taka síðara og erfiðara skrefið til að ná jafnvægi í ríkisfjármálum," sagði hann. Fjármagnstekjuskattur gæti hugsanlega skilað 400-700 millj. kr. Fjármálaráðherra benti á að heildarútgjöld 1996 stæðu nokk- urn veginn í stað frá áætluðum útgjöldum þessa árs, í krónum talið, ert þau lækki að raungildi á næsta ári um 3,5 milljarða kr. ef spár um verðþróun ganga eftir. Tekjur ríkissjóðs 1996 aukast um 5,5 milljarða vegna meiri kaup- máttar almennings og aukinnar neyslu en skattbyrði á að vera óbreytt. Loks minnkar bein láns- fjárþörf ríkisins og fyrirtækja og sjóða, sem á að sögn fjármálaráð- herra að geta orðið grundvöllur fyrir vaxtalækkun. Til að mæta um 1,5 milljarða kr. tekjutapi ríkissjóðs vegna skattfrelsis lífeyrissjóðsiðgjalda, sem ákveðið var í tengslum við gerð kjarasamninga, er trygg- ingagjald fyrirtækja hækkað um 0,5%, sem á að skila um einum milljarði kr. í tekjur, og horfið verður frá sjálfvirkri verðupp- færslu afsláttar- og bótaliða í tekjuskattskerfinu. Fjármálaráð- herra benti á að þrátt fyrir óbreyttan persónuafslátt á næsta ári yrðu skattleysismörkin engu að síður hærri en ef engar breyt- ingar hefðu verið gerðar á tekju- skattslögunum. Jaðarskattar fjölskyldna með þijú eða fjögur börn eiga að lækka strax á næsta ári þar sem dregið verður úr tekjuskerðingu barna- bótaaukans. Á það að geta numið um 10 þús. kr. fyrir hjón með þijú börn, sem hafa um 200 þús. kr. í laun á mánuði. Ekki er gert ráð fyrir tekjum af Qármagnstekjuskatti í frum- varpinu, þó stefnt sé að lögfest- ingu hans á næsta ári, þegartillög- ur nefndar sem hefur undirbúið málið, undir formennsku Ásmund- ar Stefánssonar, liggja fyrir. Gert er ráð fyrir 10% staðgreiðsluskatti af nafnvöxtum. Fram kom í máli fjármálaráðherra að hugsanlega myndi fjármagnstekjuskatturinn skila 400-700 millj. kr. á ári. Engin önnur leið fær Halldór Ásgrímsson sagði að gengið hefði vel að mynda ríkis- stjórnina vegna þess að flokkarn- ir hefðu verið sammála í efna- hagsmálum og ríkisfjármálum. Fyrirséð hefði verið að án aðgerða yrði ríkissjóðshallinn á næsta ári níu milljarðar og skuldir ríkisins myndu aukast um 70 milljarða á kjörtímabilinu. „Að mínu mati er engin önnur stefna fær en að ná ríkissjóðshallanum niður,“ sagði Halldór. „Ef okkur tekst það ætl- unarverk að ná ríkissjóðshallan- um niður, mun störfum fjölga til næstu aldamóta um svona rúm- lega níu þúsund, án þess að þar sé tekin með stækkun álvers og aðrar erlendar íjárfestingar. Þetta er því lykillinn að því að okkur megi takast að draga veru- lega úr atvinnuleysi á næstu árum og auka hagvöxtinn,“ sagði Hall- dór. Þjóðhagsstofnun reiknar með auknum kaupmætti ráðstöfunartekna árið 1996 HORFUR eru á að hagvöxtur hér á landi minnki á næsta ári og verði um 2%, vegna skerðingar aflaheimilda, en í iðnríkjunum er spáð 2,5% vexti. Áætlað er að þjóðarútgjöld aukist um 3,9% í ár og 2,8% á næsta ári, við- skiptajöfnuður verði með afgangi á næsta ári sem svarar til 0,7% af landsframleiðslu, kaup- máttur ráðstöfunartekna á mann er talinn verða 5,5% meiri á næsta ári en hann var í fyrra og spáð er 2,6% verðbólgu á árinu 1996. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsáætlun Þjóð- hagsstofnunar sem dreift var á Alþingi í gær. „Mikil aukning útflutnings knúði hagvöxt- inn í fyrra. Á þessu ári hefur hins vegar aukin innlend eftirspurn, einkum aukin einka- neysla og fjárfesting, tekið við hlutverki út- flutnings og borið uppi hagvöxtinn," segir í þjóðhagsáætluninni. Þjóðhagsstofnun bendir á að frá því að gengið var frá kj_arasamningum landssambanda ASÍ við vinnuveit- endur í febrúar hafi aðrir hópar samið um mun meiri launahækk- anir. Ekki sé hægt að útiloka að ____________ launaskrið fari af stað vegna þessa og einnig vegna þess að framleiðni vinnuafls hefur aukist, sem kunni að gefa tilefni til einstaklingsbundinna launaauka. Gert var ráð fyrir 2,5% verðbólgu á þessu ári en nú er útlit fyrir 1,7% hækkun vísitölu neysluverðs milli ára og 2% hækkun frá upp- hafi til loka árs. Spáð er meiri verðbólgu á næsta ári en hún byggist á forsendu um fast Spáð er 2% hagvexti og 2,5% verðbólgu Minni hag- vöxtur en í iðnríkjunum gengi krónunnar, óbreytta heildarskatta og að opinberar gjaldskár hækki ekki að_ marki umfram almennar verðbreytingar. „Ástæða er hins vegar að hafa fyrirvara á þessari spá ~ekki síst í ljósi verðhækkana að undan- förnu,“ segir í þjóðhagsáætluninni. Áætlað að atvinnuleysi verði 4,8% á næsta ári Fram kemur í áætluninni að þótt talið sé --------- að störfum hafi fjölgað um 1.700 á þessu ári sé gert ráð fyrir að at- vinnuleysi verði ívið meira en í fyrra, eða 5% af mannafla í stað 4,8%. Þetta skýrist af auknu vinnufram- boði. Á næsta ári er talið að störfum muni fjölga svipað og á þessu ári en hins vegar er búist við að vinnuframboðið aukist heldur minna. Fyrir vikið dregur nokkuð úr atvinnuleysi og er áætlað að það verði 4,8% af mannafla á árinu 1996. Þá er áætlað að hreinn hagnaður atvinnu- rekstrar hafi numið 3,5% af tekjum í fyrra og hann verði 3% af tekjum á þessu ári. Þjóð- hagsstofnun segir erfitt að sjá fyrir þróun afkomunnar á næsta ári en lauslegar áætlan- ir bendi til að hagur fyrirtækja styrkist frem- ur en veikist. Þá telur stofnunin að afkoma sjávarútvegsins á næsta ári verði áfram við- unandi. Ekki er reiknað með stækkun álversins í spá um hagvöxt á næsta ári en í þjóðhags- áætlun segir að þar sem ekki hafi verið geng- ið frá samningum um hana hafi verið tekin sú afstaða að halda henni að svo ------------ stöddu utan við áætlanagerðina. Þjóðhagsstofnun reiknar með að útflutningsframleiðsla sjávaraf- urða aukist um 1% milli áranna ______________ 1995 og 1996. Gerir hún ráð fyrir að þorskafli af íslandsmiðum verði 165 þús- und tonn sem er óbreytt frá síðasta fiskveið- iári. Ekki er reiknað með að þorskafli Islend- inga af öðrum miðum breytist frá þessu ári en reiknað er með að annar botnfiskafli auk- ist um 1,9%. Munar þar mest um að reiknað er með að 40 þúsund tonn veiðist af úthafs- karfa. Gert er ráð fyrir að loðnuaflinn verði 14,5% meiri á næsta ári en á yfirstandandi ári. Verðmæti álútflutnings hefur aukist mik- ið og stefnir í um 12 milljarða króna á þessu ári samanborið við 10,8 milljarða í fyrra. Gert er ráð fyrir 1,5% framleiðsluaukningu á næsta ári og miðað við markaðshorfur er reiknað með að útflutningstekjur verði tæpir 13 milljarðar kr. „Það sem af er þessu ári hefur verðlag á útfluttum sjávarafurðum hækkað töluvert í erlendri mynt. Fyrstu sjö mánuði ársins var verð sjávarafurða 7,4% hærra mælt í SDR en á sama tíma í fyrra. Miðað við horfur það sem eftir er ársins stefnir í að verðið hækki um 5% milli ára. Þessi verðhækkun brýtur blað í verð- þróun sjávarafurða þar sem sjávarútvegurinn hefur mátt búa við lækkandi heimsmarkaðs- verð frá árinu 1991,“ segir í þjóðhagsáætlun. Erfitt að spá um þróun vaxta Ekki hægt að útiloka launa- skrið Þjóðhagsstofnun telur erfitt að spá fyrir um þróun vaxta. „Ef að líkum lætur mun hún öðru fremur ________ ráðast af tveimur þáttum. Hin al- þjóðlega þróun setur án efa tóninn og fremur er þar að vænta lækkunar en hækkunar auk þess sem innlendir vextir hafa vart fylgt erlendum til lækkunar á undanförn- um vikum. Hinn þátturinn er svo lánsfjárþörf opinberra aðila. Mat á þessum þáttum á for- sendum Þjóðhagsáætlunar leiðir fremur til þess að vænta megi lækkunar en hækkunar vaxta,“ segir í áætluninni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.