Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 7 Brugg í skrifstofu- húsnæði LÖGREGLAN í Kópavogi gerði upptæka 37 lítra af landa í skrifstofuhúsnæði í austurbæ Kópavogs á mánudaginn. Eig- endur bruggsins voru hand- teknir á staðnum. Annar mannanna, sem hef- ur oft komið við sögu lög- reglu, hefur viðurkennt að eiga landann. Lögreglan sagði það ekki óvenjulegt að bruggun ætti sér stað í skrifstofuhús- næði. Ekki er vitað hvort bruggun hafi staðið lengi yfir í húsnæðinu. Eitthvað af áhöldum var einnig gert upp- tækt. Mönnunum hefur verið sleppt úr haldi og málið telst upplýst. Gjaldþrot Borg-ar- bræðra 165,2 millj. HEILDARFJÁRHÆÐ lýstra krafna í gjaldþrotabú Borgar- bræðra hf. nam 165,2 milljón- um króna auk vaxta og kostn- aðar. Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota 27. janúar 1994 en það hafði meðal annars verslað með laxafurðir. Skiptum á búinu lauk 8. september síðastliðinn og greiddust rúmar 4,5 milljónir króna upp í samþykktar kröfur í búinu. Samþykktar forgangs- kröfur greiddust að fullu og auk 0,61% af almennum kröf- um. Blað hf. lýst gjaldþrota BLAÐ hf., fyrirtæki sem á sín- um tíma gaf út Helgarpóstinn sem var undanfari Pressunnar, hefur verið úrskurðað gjald- þrota. Lýstar kröfur í búið námu rúmlega 28,2 milljónum króna. Engar forgangskröfur voru í búið. Þrotabúið var eignalaust og fékkst því ekk- ert upp í kröfur. Blað hf. var stofnað af Al- þýðuflokknum á sínum tíma til að annast útgáfu á Helgar- póstinum en var síðar selt til Heimreiðarinnar hf., sem Frið- rik Friðriksson stóð að. Friðrik rak fyrirtækið til 1993 þegar það var tekið til gjaldþrota- skipta. Kvennalisti Nýr þing- flokksfor- maður ÞINGFLOKKUR Kvennalist- ans kaus í gær Guðnýju Guð- björnsdóttur sem formann þingflokksins. Þingflokkurinn kaus jafn- framt Kristínu Halldórsdóttur sem varaformann. Frá upphafi setu Kvenna- listans á þingi hefur hann haft þá reglu að skipta árlega um þingflokksformann og hafa skipti jafnan farið fram að hausti. Fráfarandi formaður þingflokksins er Kristín Ást- geirsdóttir. Kínó kynnt almenningi með flug- eldasýningu í TILEFNI af kynningu á happ- drættisleiknum Kínó hérlendis hyggst íslensk getspá efna til skemmtunar á Valbjarnarvelli í Laugardal í kvöld, miðvikudag, klukkan 20. Hjálparsveit skáta mun m.a. standa fyrir flugelda- sýningu sem að sögn talsmanna íslenskrar getspár á að vera sam- bærileg við flugeldasýningu í til- efni af 200 ára afmæli Reykjavík- urborgar 1986. Einnig mun Sniglabandið leika. Kínó er happdrættisleikur sem hefur göngu sína nk. laugardag, 7. október, og á hann rætur að rekja til ríflega 2000 ára gamals leiks í kínversku bændasamfé- lagi. Dregið verður alla daga vik- unnar nema sunnudaga og vinn- ingstölur birtar samdægurs í fjöl- miðlum. Einfaldar reglur Leikurinn gengur þannig fyrir sig að þátttakandi velur leikspjald og greiðir 50-250 krónur fyrir, og getur valið eftir upphæðinni eina til sex tölur á bilinu 1 til 30. í lok hvers dags eru dregnar út sjö tölur og reiknast vinningsupp- hæðin sem margfeldi af þeirri upphæð sem greidd var fyrir leik- spjaldið og fjölda réttra talna sem dregnar voru út. Fái þátttakandi sem valdi sex tölur enga rétta tölu fær hann leikspjaldið endur- greitt. FRÉTTIR „Mæðgurnar“ til Hjaltlandseyia GEORGÍSKU úthafstogararnir tveir, Atlantic Queen og Atlantic Princess, Mæðgurnar svonefndu, liggja enn í Hafnarfjarðarhöfn en að sögn Kára Valvessonar hjá Gáru hf., umboðsaðila skipanna hérlendis, standa vonir til að þau haldi til Hjaltlandseyja innan skamms til að frysta makríl og síld. Lítið varð úr veiði skipanna á Reykjaneshrygg enda lágu þau bundin við bryggju í Hafnarfirði lengst af veiðitímanum. Kári segir að skipin geti fengið að frysta makríl og síld við Hjalt- landseyjar og nú sé reynt að koma þeim þangað. Útgerðarmenn skipanna hafi metið stöðuna þannig að ekki verði meiri veiði á Reykjaneshrygg og telji sig heppna að fá þetta verkefni við Hjaltlandseyjar þar til þeir geti gert skipin út til úthafskarfaveiða áný. Samningur við lánardrottna Kári segir að samningur, sem útgerðin gerði við lánardrottna og fólst í því að hlutur af and- virði afla skipanna rynni til greiðslu skulda, verði áfram í gildi. Hins vegar hljóti greiðslum að verða frestað þar til skipin komast á Reykjaneshrygginn á ný. Kári segir að flestir lánar- drottnanna meti það svo að verk- efni skipanna við Hjaltlandseyjar sé vænsti kosturinn í stöðunni. Það mun vera skoskur aðili sem leigir skipin í þetta verkefni en þau munu taka við afla úr veiði- skipum og frysta hann. Síðan losa þau frystan aflann í flutningsskip úti á hafi. Kári segir að talið sé að útgerðin standi undir sér með- an verkefnið varir. Skipin eru með svipaða frystigetu, eða ná- lægt 60 tonnum á sólarhring. Morgunblaðið/Þorkell TOGARARNIR tveir í Hafnarfjarðarhöfn í gær. Hagfræðingur Bændasamtakanna segir miklar breytingar samfara búvörusamningi Búast má við verðlækkun lá kindakjöti og öðru kjöti SVERRIR Bjartmarz, hagfræðing- ur Bændasamtakanna, segir allar líkur á að nýr búvörusamningur milli ríkisins og bænda komi til með að leiða til verðlækkunar á kjöti, bæði kindakjöti og öðrum kjötteg- undum. Útilokað sé hins vegar að spá fyrir um hvað verðlækkunin verði mikil. Hann telur einnig lík- legt að fijáls verðlagning á slátur- kostnaði leiði til aukinnar sam- keppni milli sláturhúsa og lækkunar sláturkostnaðar. Sverrir sagði ekki fyrirséð hvað muni gerast í þvi nýja umhverfi sem búvörusamningurinn skapaði sauð- ijárræktinni. Að öllum líkindum myndu sauðijárbændur standa frammi fyrir tveimur kostum, ann- ars vegar að halda verði kjötsins áfram tiltölulega háu, sem myndi þýða svipaða eða lægri markaðs- hlutdeild, eða hins vegar að lækka kjötið og freista þess að auka mark- aðshlutdeild þess. Forsenda fyrir samstarfi Sverrir sagði það sitt mat að afnám opinberrar verðlagningar á kindakjöti myndi leiða til -------------- verðlækkunar. Engin Aukin sam- leið yæri að spá fyrir um ke j m,m hve lækkunm yrði miku. Hann sagði að lægra verð á kindakjöti myndi án efa hafa áhrif á verð á öðrum kjöttegundum, sem eru í sam- keppni við kindakjötið, þ.e. svína- kjöt, nautakjöt og kjúklingakjöt. Hann sagði þó ekki sjálfgefið að framundan væri miskunnarlaus verðsamkeppni milli kjötframleið- enda. Þegar búið væri að afnema opinbera verðlagningu á kindakjöti væri það komið í sömu stöðu og aðrar greinar og þar með væri komin forsenda fyrir samstarfi milli kjötgreinanna. Talsverður áhugi hefur verið meðal kjötframleiðenda á að köma á samstarfi um sölu- og markaðs- setningu á kjöti. Tilgangurinn er að tryggja hag framleiðenda. Bændur í svína- og kjúklingarækt hafa alla tíð hafnað slíku sam- starfi vegna þess að þeir hafa ekki séð sér hag í samstarfi við sauðijárbændur, sem hafa lotið opinberri stýringu í verðlagningu og framleiðslu. Sverrir sagði fróð- legt að sjá hvort kjötframleiðendur kæmu til með að sjá sér hag í að taka upp samstarf nú þegar breytt- ar aðstæður hefðu skapast í sauðljárræktinni. Þó að ætlunin sé að hætta opin- berri verðlagningu á kindakjöti verður starfað eftir verðlagsákvæð- um búvörulaga allt til ársins 1998. Hins vegar verður ákvæði laganna um að heimilt sé að lækka verð á ________ kindakjöti, ef aðstæður kalli á verðbreytingu, notuð. Fram að þessu ., . . hefur heimildin aldrei sláturhusa verið notuð við afsetn- kindakjöts íngu kindakjots vegna þess að lækkun á skráðu verði hefði leitt til lækkunar á beingreiðslum. í nýja samningnum er tenging rofin milli beingreiðslna og verðlagningar á kindakjöti og þess vegna hefur verið sköpuð forsenda fyrir sveigj- anlegri verðlagningu. Frá og með næsta hausti verður verðlagning á sláturkostnaði gefin fijáls. Það þýðir að það verður samningsatriði milli bænda og slát- urleyfishafa hver kostnaðurinn við slátrun er. Eins koma bændur og sláturleyfishafar til með að semja sín á milli um verð á kjötinu og greiðslukjör. Það er t.d. ekkert því til fyrirstöðu að bóndi óski eftir til- boðum frá sláturleyfishafa í slátrun lamba sinna. Líklegt má telja að verð og greiðslukjör verði mismun- andi milli sláturleyfishafa. Lægri sláturkostnaður Sverrir Bjartmarz sagði að þessi breyting ætti að leiða til lækkunar á sláturkostnaði. Aukin samkeppni milli sláturleyfishafa þvingaði þá til að leita allra leiða til hagræðingar. Hann sagði að mörg sláturhús stæðu illa og ættu því erfitt með að standast samkeppni. Fækkun sláturhúsa væri því líkleg niður- staða af þessari breytingu. Kindakjötsbirgðir í landinu í haust era yfir 2.000 tonn. Sverrir sagði að þessi birgðavandi hefði safnast upp á nokkrum árum. Jafnvægi myndi nást á milli neyslu og framleiðslu ef markmið um að fækka sauðfé í landinu um 30.000 fjár næðist, en það þýðir 500-600 tonna minni framleiðslu. Það er þó háð því að ársneysla á kindakjöti hald- ist í um 7.000 tonnum. Undanfarin ár hafa yfir 1.000 tonn farið á svo- kallaða umsýslusamninga, en það kjöt hefur verið flutt út. Gengið er út frá þvi að svipað magn verði flutt út í nýja kerfinu. Hætt við sölutregðu á næstu vikum Forsenda fyrir búvörusamningn- um er að birgðavandinn verði leyst- ur og í þeim tilgangi verður 250 milljónum varið til tímabundinna niðurgreiðslna á kjöti á innanlands- markaði og eins verður kjöt flutt úr landi. Eftir því sem næst er kom- ist hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir um hvernig þetta verður framkvæmt i einstökum atriðum, en stefnt er að því að selja helming birgðanna úr landi og helming inn- anlands. Sverrir sagðist óttast að þessi boðaða verðlækkun myndi leiða til þess að mjög lítið af kindakjöti myndi seljast á næstu vikum. Hætt væri við að vinnslustöðvar myndu halda að sér höndum við kaup á kjöti til vinnslu. Hann sagði því mikilvægt að boðuðum aðgerðum yrði hrint í framkvæmd sem fyrst svo komið yrði í veg fyrir að óeðli- legt ástand skapaðist á kjötmarkað- inum. Samningurmn gerir ráð fyrir að 75 milljónum verði varið til umhverfis- verkefna á sviði gróður- verndar og fleiri verk- efna. Eftir er að útfæra þessi verk- efni í einstökum atriðum. Reiknað er með að bændur sæki um að vinna að skógrækt gegn því að halda óbreyttum beingreiðslum. Eftir er að koma í ljós hver áhugi á þessu er mikill meðal bænda. Forsenda að birgðavandi verði leystur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.