Morgunblaðið - 04.10.1995, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 04.10.1995, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 21 AÐSEIMDAR GREINAR Vísíndasamfélagið má ekki einangrast HVARVETNA • glíma stjórnmálamenn við svipaðan vanda, þegar rætt er um fjá- veitingar til rann- sókna, vísinda og tækni. Hvaða mæli- kvarða á að nota til að meta, hvort ráð- stöfun á skattfé al- mennings hafi skilað árangri? Hvert á að vera svigróm háskóla við ráðstöfun á þessu fé? Hverjir eiga að koma að ákvörðunum um stefnumótun að því er varðar rann- sóknir og vísindi? Spurningar á borð við þessar voru til umræðu í höfuðstöðvum OECD, Efnahags- og framfara- stofnunarinnar, í París 26. og 27. september, þegar ráðherrar vís- inda- og tæknimála frá aðildar- löndunum komu þar saman. Hér á landi eins og víða annars staðar fellur þessi málaflokkur undir menntamálaráðuneytið, en Rann- sóknarráð íslands er hin opinbera stofnun, sem mest kemur að fram- kvæmd stefnu íslenskra stjórn- valda á þessu sviði. Á ráðherra- fundi OECD var að þessu sinni einkum litið á fjárfestingar í vísind- um og tækni í alþjóðlegu sam- hengi. í Morgunblaðsgrein, sem ég las í fiugvélinni á leið heim af fund- inum, mátti sjá staðfestingu á því, að ekki er síður brýnt fyrir okkur en aðra að leita svara við spurning- um, sem nefndar voru hér í upp- hafi. I greininni, sem birtist 28. september og er eftir Baldur Hjaltason, forstjóra Lýsis hf., er vakið máls á því, hvemig efla eigi frumkvæði íslenskra fyrirtækja í nýsköpun, rannsókn- um og þróun. Baldur telur hlut Háskóla ís- lands of mikinn, þegar litið sé á úthlutun styrkja úr opinberum sjóðum til þessara mála hér. Hann segir: „Þessi verkefni eru síðan oftast unnin al- farið innan veggja Háskóla íslands eða rannsóknastofnana at- vinnuveganna, sem leiðir oft til takmark- aðrar markaðsþekk- ingar og markaðssam- banda sem eru nauð- synleg til að nýsköpun skili árangri og auknum arði í þjóðarbúið." Baldur Hjaltason telur skýring- una á þessari ásókn Háskólans og annarra opinberra stofnana í rann- sóknarfé stafa af þörf þeirra fyrir sértekjur vegna lítilla opinberra fjárframlaga. Eftir hinar miklu umræður á ráðherrafundinum í París er ég ekki viss um, að þessi skýring dugi. Málið snýst ekki síð- ur um almenna stöðu háskóla, hvaða markmið menn setja sér við úthlutun á fé til nýsköpunar og rannsókna og hvernig staðið er að umsóknum um fjármunina. í niðurstöðum ráðherrafundar- ins kemur fram, að vísindasamfé- lagið eða kerfið verði að laga sig að breyttum aðstæðum, þar á meðal væntingum almennings varðandi félagslegt og efnahags- legt gildi þess starfs, sem unnið er á vettvangi þess. Talið er, að við núverandi aðstæður sé megin- verkefnið fólgið í því að endurmeta hlutverk háskóla, sem myndi kjarna vísindasamfélagsins í flest- um löndum, og jafnvægið á milli Stefnumörkun varðandi vísindi og tækni er alls staðar til endurmats, segir Björn Bjarnason, o g telur brýnt að rann- sóknarstarf nýtist á öll- um sviðum þjóðlífsins. hefðbundinnar þekkingar-fram- leiðslu (rannsókna) óg þekking- armiðlunar (kennslu) í skólunum annars vegar og hins nýja hlut- verks þeirra hins vegar, sem felst í þekkingar-yfirfærslu (bein aðstoð og ráðgjöf við atvinnulífið). Það er þó ekki sjálfgefið, að rannsókn- ir leiði til einhvers eða færi eitt- hvað í aðra hönd. Við þetta endur- mat má ekki skerða hið mikilvæga hlutverk háskóla, að stunda rann- sóknir án þess að þær hafi aug- ljóst hagnýtt gildi, spyrja gagnrýn- inna og forvitnilegra spurninga og leiða í ljós hið óvænta. Það endur- nærir og skerpir háskólana í því meginviðfangsefni þeirra að veita sívaxandi Ijölda námsmanna víð- tæka menntun á grundvelli bestu fáanlegrar þekkingar á hveijum tíma. I þessum efnum þarf að leita skynsamlegs jafnvægis. Á fundinum voru menn einnig sammála um, að huga sérstaklega að afstöðu ungs fólks til vísinda og tækni. Afstaða þess skipti ekki aðeins máli vegna starfa þess á þessum vettvangi sem vísinda- menn og verkfræðingar heldur þegar litið væri til hæfni allra til að átta sig á gildi vísinda og tækni. Viðhorf almennings ræður Björn Bjarnason Það kemur ekki til mála að fresta Gilsfjarðarbrú! ALLT FRÁ árinú 1984 hefur Vegagerð- in haft til athugunar brúargerð yfir Gils- ijörð frá Kaldrana yfir í Króksfjarðarnes, í kjölfar tillögu Matthí- asar Bjarnasonar þar að lútandi sem hann flutti á Alþingi með stuðningi allra þing- manna Vestfjarða og Vesturlands. Samkvæmt áætlun- um og viljayfirlýsing- um allra sem að þessu máli hafa komið átti að bjóða verkið út um mánaðarmótin maí- júní, í síðasta lagi júní-júlí. Nú virð- ist vera að koma í ljós að fyrirheitin og Ioforðin sem menn hafa treyst að að staðið verði við varðandi Gils- fjarðarbrú eru í endurskoðun og I fréttum undanfarna daga hefur hvað eftir annað verið nefnt að fram- kvæmdinni verði frestað. Skera eigi niður samkvæmt óframkomnum ijárlögum um 7-900 milljónir í vega- framkvæmdum á landinu. Eg trúi ekki að fjölmiðlar hafi nokkra vitneskju um hvað ríkistjórn hyggst skera niður, almennir þing- menn eins og undirritaður hafa ekki fengið upplýsingar um tillögur þar að lútandi. Það getur ekki ver- ið að stjórnarþingmenn sem hafa gefið loforð og hástemmdar yfirlýs- ingar um brúargerð yfir Gilsfjörð, standi ekki við þær og hafist verði handa ekki síðar en í haust 1995. Mér er kunnugt um að öll gögn eru tilbúin fyrir útboð og hefðu getað verið tilbúin fyrr. Afsakanir sem hafa komið frá Vegagerð- inni vegna tafa eru marklausar, það er ein- hver sem tefur fyrir málinu. Getur það verið að háttvirtur ráðherra borðaklippir eigi þar hlut að máli? Orð skulu standa Á fundum með heimamönnum fyrir og eftir kosn- ingar hafa þingmenn gefið fyrirheit um málið. Ég sem þetta rita hef heyrt heimamenn á svæðinu lýsa því yfir, að ef ekki verði staðið við umrædd fyrirheit muni það koma fram í stuðningi við þá sem bregð- ast í þessu milkilvæga máli. Ég verð nú að játa að ég legg ekki mikinn trúnað á þær yfirlýsingar, það er sama hvað framsókn og íhald hefur lagt á fólk í byggðum sem liggja næst Gilsfirði, það hefur allt- af sett x við sitt gamla B eða D. Það er ekki vegna þess að ég haldi að fólk skipti um skoðun vegna frestunar þessarar framkvæmdar að ég rita þessi orð, heldur vegna þess að ég tel að orð eigi að standa. Því skora ég á alla þingmenn Vest- Ég skora á þingmenn Vestfjarða og Vestur- lands, segir Gísli S. Einarsson, að sjá til þess að Gilsfjarðar- brú verði boðin út nú í október. Ijarða og Vesturlands að sjá til þess að Gilsfjarðarbrú verði boðin út nú í október og framkvæmdir geti hafist meðan tækifæri er til vegna veðurs. Ef skera þarf niður í vegaframkvæmdum verður það að gerast annarsstaðar. Ég er reiðu- búin að ganga til þess verks af sanngirni með öðrum þingmönnum með jöfnuð í huga og með mark- mið fyrri ríkisstjórnar að leiðarljósi um stækkun þjónustusvæða, sam- einingu sveitarfélaga og aukna þjónustu í verslun og atvinnulífi. Mikilvægi Gilsfjarðarbrúar er ekkert vafamál, það var meira og minna ófært í tvo mánuði á síðasta vetri milli byggðarlaga sem eiga allt undir öruggum samgöngum með tilliti til áðurnefndra mark- miða. Höfundur er þingmaður á Vestur- landi. Gísli S. Einarsson úrslitum um það, hver eru tengsl vísinda við þjóðlífið allt. Allt skóla- kerfið verður að taka mið af þessu. Jafnframt er nauðsynlegt, að fyrir opnum tjöldum sé rætt um gildi vísinda og tækni með þátttöku fulltrúa stjórnvalda, atvinnulífs, vísindasamfélagsins og annarra, sem láta sig þessi mikilvægu mál varða. Ljóst er, að hér á landi verður vísindasamfélagið aldrei jafnfjöl- mennt og hjá stærri þjóðum. Breyting í upplýsingatækni veldur því hins vegar, að Ijarlægðir skipta minna máli en áður. Vís- indamaður getur verið í jafnnánu rannsóknarsambandi við mann í annarri heimsálfu og í sömu há- skólabyggingu. Hér eins og ann- ars staðar þarf þó að leiða inn- lenda krafta saman til að ná best- um árangri og nýta fjármuni með skynsamlegum hætti. Við Islendingar hljótum að fagna auknu alþjóðlegu samstarfi í vísindum og tækni. Á evrópskum vettvangi höfum við sótt um styrki til margvíslegra verkefna, sem hafa verið gjaldgeng í hinni hörðu samkeppni þar. Við veijum einnig háum ijárhæðum á ári hverju til sameiginlegra evrópskra sjóða og til þátttöku í samvinnu Evrópu- þjóðanna. Hér á landi og í hafinu umhverfis er unnt að stunda vís- indarannsóknir, sem falla undir stórverkefni á alþjóðlegan mæli- kvarða. Þetta eru „megascience“ -verkefni, eins og þau eru nefnd á erlendum tungum. Lúta þau meðal annars að hnattrænum breytingum og snerta jarðfræði, veðurfræði og haffræði. Við hljót- um að skilgreina rannsóknarverk- efni hér á þann veg, að þau falli innan stórverkefnaramma, þar sem tilefni gefast. Yfirstjórn innlendra rannsókn- armála var breytt á síðasta ári. Full reynsla er ekki komin á hið nýja Rannsóknarráð íslands. Það hlýtur að vera enn brýnna hér en í hinum stærri löndum, að allir taki höndum saman í rannsóknar- málum. Við höfum síður efni á því en aðrir, að háskólar einangr- ist og sinni aðeins hnýsirannsókn- um. Erfitt er að finna óumdeildan mælikvarða til að meta gildi rann- sókna. Eðli máisins samkvæmt hlýtur hann að vera rúmur, því að enginn getur sagt fyrir um hagnýtt gildi vísinda- og rann- sóknarstarfs. Besta tryggingin fyrir því, að niðurstöður og þekk- ing nýtist til fulls fæst með því að ryðja burtu múrum á milli vís- indasamfélagsins og annarra þátta þjóðfélagsins. Höfundur er menntamálaráð- herra. <I<1<I<1<I<1<I<I<4<I<4<I Dömuhaustfatnaður, stórar stærðir. Tösku-, slæðu- og hattaúrval. Nýjar sendingar. Hán s. 553-2347. !>!>!>!>♦>!>!>!>!>!>!>!> Jólaefni - 700 gerðir úr að velja. Verð frá kr. 385 til kr. 947 pr. m. Gífurlegt úrval af jólaföndursniðum, bókum, blúndum og satínborðum. Föndurlímið vinsæla ávallt til hjá okkur. m- VIRKA .-.•k' Mörkin 3 við Suðurlandsbraut. •:‘s- Sími 568-7477 Opið mán.-föst. kl. 10-18. og laugard. kl. 10- 14. Eftirlitsstofniin EFTA Flæði vöru, vinnuafls, þjónustu og fjármagns er frjálst innan Evrópska efnahagssvæðisins. EES-sainningurinn felur í sér jafnbindandi reglur hvað þetta varðar fyrir þær þjóðir EFTA sem aðild eiga að honum (Island, Noregur og Liechtenstein) og gilda milli hinna fimmtán aðildar- ríkja Evrópusambandsins. Til að tryggja gildistöku og framkvæmd fjórfrelsisins styðst EFTIR- LITSSTOFNUN EFTA við áþekkar reglur og hefur áþekk völd og framkvæmdastjórn Evrópusamhandsins gagnvart aðildarríkjunum. Þrátt fyrir að starfsmenn stofnunarinnar eru alla jafna ríkisborgarar EFTA-rikjanna Jiriggja er stofnunin einnig reiðuhúin að taka til greina umsóknir frá borgurum annarra ríkja, er aðild eiga að samningnum. Frá og með 1. desember 1995 hyggjumst við ráða til starfa fuUtrúa cr her áhyrgð á eftirfarandi inálailokkum: - félagslegt öryggi - vernd á réttindum launþega - jöfn nieðferö karla og kvenna - öryggi og heUbrigði á viiuiustaö Starfsmaðurinn sem við óskum eftir að ráða þarf að hafa lokið háskólanámi í lögfræði eða öðru áþekku námi er gerir honum/henni kleift að takast á við einn eða fleiri af ofantöldum málaflokkum. Þá ætti hann að hafa starfsreynslu af að minnsta kosti einum þeirra. Þekking á reglum Evrópusambandsins „aequis communautaire", á þessum sviðum yrði metin sem mjög inikilvægur kostur. Umsækjanda ber einnig að hafa afliurða vald á ensku, jafnt munnlega sem skriflega, en hún er opinhert mál EFTA og ágæta þekkingu á annað- hvort norsku, íslensku, þýsku, dönsku eða sænsku. Frönskuþekking er mjög æskileg. Umsóknarfrestur rennur út: 20. októher 1995. Frekari upplýsingar um stöðuna veitir: Dr. Hannu von Hertzen, frainkvæmdastjóri. Skrifstofa frjáls flæðis fólks, þjónustu og fjárntagns. Sími: 00 32-2-2861-860. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast hjá: Administration EFTA Surveillance Authority Rue de Tréves 74, B - 1040 Brussels Sími: 00 32-2-2861-891, fax: 00 32-2-2861-800

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.