Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 MINIUINGAR MORGUNBLAÐIÐ STEFANIA JOHANNA „ STEINDÓRSDÓTTIR + Stefanía Jóhanna Steindórsdóttir var fædd á Skjald- þingsstöðum í Vopna- firði 18. júlí 1918. Hún andaðist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 24. septem- ber sl. Foreldrar hennar voru Steindór Kristjánsson, f. 1881, d. 1953, bóndi á Skjaldþingsstöðum og síðar í Syðri-Vík í Vopnafirði, og kona hans Guðrún Jörg- ensdóttir, f. 1884, d. 1923. Stefanía átti tvö systkini, Ingibjörgu, f. 1912, og Gunnar f. 1915} d. 1988, og fóstursystur Ólöfu Olafsdóttur, f. 1920. Stef- anía giftist 14. nóv- ember 1936 Þórði Sigursveini Aðal- steinssyni, f. 1901, d. 1982, múrara- meistara á Akureyri. Þau bjuggu allan sinn búskap á Munkaþverárstræti 1 á Akureyri. Dætur þeirra eru: Erla, f. 1937, maki Adolf Guðmundsson, Ásta, f. 1938, maki Árnald Reykdal, Marta, f. 1940, Alda, f. 1946, maki Valsteinn Jóns- son, Þórdís, f. 1955. Útför Stefaníu fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. HÚN er dáin hún langamma í Munk. Við, elstu langömmubörnin, njót- um þess að vera orðin nógu gömul til þess að þekkja og minnast langömmu um ókomna tíð. Hún sagði okkur frá æsku sinni og uppvexti á Vopnafirði og frá skólagöngu sinni sem var stutt mið- ’v að við okkar skólagöngu. Hún sagði okkur frá öllu fólkinu á æskuheim- ili sínu sem var heldur fleira en er á okkar heimili. Þetta var svo gjör- ólíkt okkar lífi að við getum ekki einu sinni ímyndað okkur allar breytingarnar og framfarirnar sem langamma lifði. En langamma átti góða ævi þó hún hafi átt við vanheilsu að stríða hin síðari ári. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Imbu, ömmu og ömmusystrum okkar sendum við samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þín, elsku lang- amma. Bryndís og Hermann. t Bróðir okkar, STURLA H. SÆMUNDSSON, andaðist í Landspítalanum 24. september sl. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að hans ósk. Björg, Guðrún og Árdfs Sæmundsdætur. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HILDUR VALBORG KARLSDÓTTIR frá Eskifirði, Langholtsvegi 75, Reykjavik, lést á heimili sínu 29. september. Jarðsungið verður frá Langholtskirkju föstudaginn 6. október kl. 15.00. Elfn Hildur Guðmundsdóttir, Ólaffa Guðný Þórðardóttir, Klara Ingibjörg Þóðardóttir, Bjarni Bjarnason, Anna Auður Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, ALDÍS BJÖRG ÁGÚSTSDÓTTIR, er lést í Sjúkrahúsi Siglufjarðar 26. sept- ember sl., verður jarðsungin frá Siglu- fjarðarkirkju föstudaginn 6. október kl. 14.00. Jónas Sumarliðason, Ágústa Sumarliðadóttir, Steinþóra Sumarliðadóttir, Fanney Sumarliðadóttir. Lokað Skrifstofa okkar og hjólbarðaverkstæði á Réttar- hálsi 2 verða lokuð í dag frá kl. 13-15 vegna jarð- arfarar ÓLAFS I. SVEINSSONAR. Gúmmívinnustofan hf. SVERRIR GUÐJÓN GUÐJÓNSSON + Sverrir Guðjón Guðjóngson fæddist á Norðfirði 3. apríl 1965. Hann lést í Namibíu 13. september síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Una Þórðar- dóttir, sem lifir son sinn, og Guðjón Aa- nes, sem lést 8. maí 1983. Systkini Sverris eru: Ragn- ar, kvæntur Gunn- hildi Ólafsdóttur, Þóra, gift Sveini R. Valgeirssyni, Sig- urður, kvæntur Ásdísi Haralds- dóttur, Helga, gift Tryggva Sveinssyni, og Kristín, gift Martin H. Avery. Sverrir var kvæntur Magdalenu Ásgeirs- dóttur frá Akureyri. Fimm mánaða gam- all fluttist Sverrir með foreldrum sín- um og systkinum til Vestmannaeyja og ólst þar upp. Sverrir var lærður neta- gerðarmaður og lauk III. stigi við Stýrimannaskólann Reykjavík síðast- liðið vor. Minningarathöfn um Sverri fer fram í Fossvogs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 16.30. SÍÐASTLIÐIÐ vor hringdi síminn. Það var hann litli bróðir minn. Hann tjáði mér, að hann væri búinn að sækja um starf í Namibíu, þegar skóla lyki. Svo fór, að hann fékk þetta starf og flaug út daginn eftir skólauppsögn. Hann var svo glaður og spenntur. Magga, konan hans, komst ekki strax með honum, þar sem hún þurfti að ljúka sínu starfi. Hún fór síðan út í byijun ágúst. Framtíðin blasti við þeim, bæði tvö búin að leggja hart að sér í námi. Nú skyldi haldið út í heim að vinna. Að kvöldi 13. september sl. hringdi síminn. Það var hún Magga og ekki með gleðifréttir. Hann Sverrir bróðir var týndur. Mér fannst veröldin hrynja á einu augnabljki en hún hef- ur hrunið áður og eftir stöndum við svo vanmáttug. Lífíð getur verið svo grátt en það birtir aftur og lífið hef- ur kennt okkur að láta ekki bugast, hvað sem á gengur. Þegar maður hugsar um allar góðu stundimar með þér, elsku Sverrir minn, þá birtir til og minningarnar streyma fram. Alltaf kemur sama myndin í hugann, ljúfur, bjartur og góður drengur. Gott var að eiga athvarf hjá Möggu og Sverri þegar við hjónin fórum til Reykjavíkur. Á litla heim- ilinu þeirra ríkti mikil ást og hlýja. Þegar sonur okkar eignaðist dóttur sína var Sverrir með honum á fæð- ingardeildinni. Seinna heyrði ég, að starfsfólkið hefði verið í vafa, hvor væri faðirinn, slík var gleði hans yfir litlu frænkunni. Þetta iýsir þér vel, þú varst alltaf svo góður, elsku Svérrir minn. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess^sem var gleði þín. (Kahlil Gibran). Elsku Magga mín, mamma, tengdaforeldrar, systkini og aðrir vandamenn, missir ykkar er mikill en minningin um góðan dreng mun ávallt lifa með okkur. Þín systir, Þóra og fjölskylda. í dag minnumst við elskulegs frænda okkar Sverris Guðjóns Guð- jónssonar. Það var dimmur dagur, miðviku- Eríidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góö þjónusta Upplýsingar ísíma 5050925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR UÓTEL LÖFTLEIDIR dagurinn 13. september, þá er fregn- ir bárust um að Sverris væri saknað af skipi sínu undan strönd Namibíu. Það er svo erfitt að skilja, hvers vegna maður í blóma lífsins er hrif- inn svo snögglega á brott frá ungri eiginkonu og björtum framtíðarvon- um. Mann setur hljóðan. Þessi blíði, góði drengur er ekki lengur á meðal okkar, en í minningu góðs drengs getur sorgin mildast í þeirri von og trú að honum hafi verið ætlað nýtt og göfugt ætlunarverk á æðri stig- um. Við biðjum góðan Guð að blessa minningu þína, elsku frændi, og þökkum þér fyrir allt. Elsku Magga, Una og fjölskylda. Megi minningar um góðan eigin- mann, son og bróður veita ykkur styrk til að bera sorg ykkar fram á veginn. Hvi var þessi beður búinn, bamið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans i hðndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (B.Halld.) Fríða og Gerður Sigurðardætur. Gömul og lúin bók geymir minn- ingar fortíðar. Ég gríp hana til að leita og sjá hversu grátt tíminn hefur leikið mig. Það er sem mig grunar, samsafn týndra daga, nokkur minn- ingarbrot um samverustundir með Möggu og Sverri. Auk þess teikning af brúðkaupsgjöfinni til þeirra. Ég hugsa út í Viðey og hversu fallegur dagurinn var þegar þau giftu sig. Það var eins og lítið ævintýri úti í eyju og fegurðin endurspeglaðist í einfaldleika stundarinnar. Ævintýri er orð sem tengist Sverri í huga mínum. Hann þráði framand- leikann og var óhræddur við að hverfa á vit hans. Ævintýraþráin og forvitnin leiddu hann ekki eingöngu á vit framandi landa. í daglegu lífi og samskiptum við fólk ferðaðist hann óhikað með beinskeytni og hreinskilnum spurningum um allt sem varðar lífið. Hann varð að fá að vita, að skilja og upplifa það í lífinu sem bauð upp á ævintýri. Það er erfitt að sætta sig við að minningar dofna og hverfa á vit gleymskunnar, þrátt fyrir átök við að varðveita þær. Þess vegna felur framtíðin í sér fró. Þar er von um endurtekningu atvika og nýja reynslu sem dregur sterkar upp myndir fort- íðar um leið og hún skapar nýjar minningar. Ég var ekki tilbúin að missa þessa framtíð með Sverri sem ég þóttist eiga vísa fram á gamals aldur, ekki tilbúin að leyfa honum að verða að minningu. Ég veit að árin líða og smám sam- an dofnar látbragð hans í huga mér. Ég horfi á stöðugt bros hans á ljós- mynd þar sem hann situr við hliðina á Möggu í sólinni. Bros sem ég verð að halda í eins lengi og ég get. Ég mun skoða myndir, lesa gömul bréf og skiptast á minningabrotum við vini til að vera eins nálægt honum og mér er unnt. En ég mun ekki elda með honum og Möggu góða máltíð eins og við gerðum svo oft. Hann kom heim með humar eða sköt- usel og við héldum upp á allar okkar ánægjustundir með því að skapa enn eina. Við spjöllum ekki framar um meiri hjartans mál en ég voga við flesta aðra. Við hverfum ekki saman á vit dagdrauma þar sem stórar áætlanir eru gerðar um frekari sam- eiginlega minningasöfnun. í staðinn kveð ég framtíðina með honum og held fast í þann stutta tíma sem við áttum saman sem vin- ir. Ég hugsa stíft til baka og leita að hverri stundu, hverju brosi, hverri hugsun sem tengist honum og varð- veiti vel því þær verða ekki fleiri stundirnar sem skapa minningar með Sverri. Það er svo sárt að hafa misst þig. Hólmfríður Harðardóttir, Bandaríkjunum. Með nokkrum fátæklegum orðum langar mig að minnast míns kæra vinar, Sverris Guðjóns Guðjónssonar, sem lést við störf sín sem stýrimaður í Namibíu 13. september síðastliðinn. Sverrir var einstakur maður og hann var vinur vina sinna, ræktaði vinaböndin sterkt og var alltaf til staðar þegar á þurfti að halda. Við Sverrir ólumst upp í sömu götu í Vestmannaeyjum og vinskapur okkar hófst í bamæsku og hélst alla tíð. Síðustu árin bjuggum við bæði i Reykjavík og svo kom upp sú staða að við ætluðum bæði að flytja á er- lenda grund og vinna við það sem við höfðum menntað okkur í og eftir- væntingin var mikil hjá okkur. Þegar við Sverrir kvöddumst í hinsta sinn ræddum við um það að þótt heimsálf- ur skildu okkur að myndi vinskapur- inn haldast og ætlaði ég að heim- sækja hann og Magdalenu konu hans og við ætluðum að ferðast um Namibíu. En svo kom kallið og eftir situr maður og yljar sér við minninguna um góðan vin og huggar sig við orð hins mikla spámanns Kahlil Gibran: Þú skalt ekki hryggjast þegar þú skilur við vin þinn því að það sem þér þykir vænst um í fari hans getur orðið þér ljósara í fjarveru hans. Magdalena, Una, systkini og aðrir ættingjar og vinir, ég votta ykkur öllum mína dýpstu samúð, ykkar sorg er mikil og minn hugur dvelur hjá ykkur. Leitið huggunar í orðum Kahlil Gibran: Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. Vildís vinkona. Stundum gerast þeir atburðir að það er sem allt samhengi í tilverunni rofni, hin dýpstu rök virðast óskiljan- legri en áður. í huganum ríkir aðeins tóm Ginnungagaps. Þannig varð mér við er fréttin um hvarf Sverris Guð- jóns Guðjónssonar af skipi sínu í Namibíu barst hingað til lands. Sverrir var nemandi minn í Stýri- mannaskólanum í Reykjavík veturinn 1991-1992 og einn sá eftirminnileg- asti. Hann vakti strax athygli mína fyrir afar prúðmannlega framkomu og samviskusemi í námi og við kenn- arar hans vorum sannarlega stoltir af að hafa slíkan nemanda í skólan- um. Við vorum vissir um að mikils væri af honum að vænta í framtíð- inni. En framtíð hans var ekki ætluð þessum heimi, hann hlýtur að hafa verið kallaður til æðri starfa Guðs um geim, slíkrar gerðar var hann. I hjarta okkar geymum við minningar um óvenjulega vandaðan og góðan dreng sem Sverrir Guðjón Guðjóns- son var. Ég undirrituð, skólameistari, kennarar og allt starfslið Stýri- mannaskólans vottum eiginkonu hans og ástvinum öllum dýpstu sam- úð okkar og biðjum Guð að styrkja þau í sorginni. Blessuð og heiðruð sé minning Sverris Guðjóns Guðjónssonar. Helga Nikulásdóttir. 0 Fleiri minningargreinar um Sverri Guðjón Guðjónsson bíða birtingar ogmunu birtast í blað- inu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.