Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR LESBÓK/C/D 246. TBL. 83. ÁRG. LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS • Leit lokið á Flateyri • Tuttugn létust í snjóflóðinu • Fólk harmi slegið • Stjórnvöld og almenningur bjóða aðstoð • Samúðarkveðjur víða að .. j ... . .. Morgunblaðið/RAX MINNINGARATHOFN var haldin í gærkvöldi í kirkjunni á Flateyri um þá sem fórust i snjóflóðinu. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson og sr. Kristinn Jens Sigurþórsson leiddu minningarathöfnina. íbúar á Flateyri og björgunarsveitarmenn fylltu kirkjuna. Kirlgugestir héldu á logandi kertum og áttu saman mjög áhrifamikla stund. Brosti þegar þeir komu Sóleyju Eiríksdóttur 11 ára var bjargað eftir níu stundir í snjóflóðinu „VINSTRI höndin var orðin ísköld og mátt- kus þannig að ég gat ekki hreyft hana. Ég var líka öll skorin, sennilega eftir gler- brotin úr rúðunni," segir Sóley Eiríksdóttir, 11 ára gömul, sem lá í níu klukkustundir í snjóflóðinu á Flateyri áður en leitarmenn björguðu henni. Sóley kom flugleiðis til Reykjavíkur í gær. „Ég fann ekki fyrir rispunum og skrám- unum og brosti bara þegar þeir komu. Þá var ég viss um að allt væri í lagi.“ Heimili Sóleyjar var á Unnarstíg 2, en þar voru einnig Svana, 19 ára gömul systir hennar, og Halldór Ólafsson, 24 ára gam- all. Þau fórust bæði í snjóflóðinu. „Eftir að ég vaknaði aftur hugsaði ég strax um hvort að systir mín væri lifandi og reyndi að kalla á hana, en fékk ekkert svar og skildi að enginn heyrði neitt í mér,“ segir Sóley. Hún sofnaði að nýju, en vaknaði við að björgunarmaður hóf að bjástra við útvegg hússins. „Hann gerði smágat á vegginn við rúmið svo að meiri snjór kom inn, en heyrði samt ekkert í mér og fór í burtu. Ég varð því að bíða dálítið lengi í viðbót. Tíminn leið annars ekki mjög hægt, kannski af því að ég sofnaði.“ Var fullviss um björgun allan tímann Sóley segist hafa orðið ögn órótt þegar björgunarmaðurinn fór, en verið samt full- viss um að verða bjargað allan tímann. Eft- ir tæpa níu klukkustunda bið byijuðu leitar- menn að grafa sig inn í herbergið við hlið SÓLEY Eiríksdóttir slapp ótrúlega vel eftir níu stunda veru í snjóflóðinu. hennar og hún varð þeirra vör. „Ég róaðist mikið þegar ég vissi að þeir voru nálægt. Þeir ætluðu að brjóta vegginn á milli her- bergjanna, en byijuðu of ofarlega, þannig að ég varð að lyfta höfðinu upp til að sjá þá. Þá hrundi snjór ofan á mig,“ segir Sóley. Misstu ekki vonina Foreldrar Sóleyjar, Eiríkur Guðmundsson og Ragna Óladóttir, og Óli Örn, bróðir henn- ar, fréttu ekki af flóðinu fyrr en tæpum fjórum tímum eftir að það átti sér stað, en þau voru stödd í Kópavogi hjá foreldrum Rögnu. Tíðindin bárust þeim með útvarps- fréttum skömmu fyrir klukkan átta á fímmtudagsmorgun. Þau hringdu þá til Flateyrar og var sagt að beggja dætra þeirra væri saknað. Þau segjast aldrei hafa misst vonina. „Við trúðum því alveg fram á síðustu stundu að þær myndu báðar sleppa lifandi," segir Óli Örn. ■ Fann jörðina hristast/4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.