Morgunblaðið - 28.10.1995, Page 2

Morgunblaðið - 28.10.1995, Page 2
2 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ > FRÉTTIR Snjóflóðafræðingur Veðurstofunnar SNJÓFLÓÐAFRÆÐINGUR Veð- urstofunnar efast um að vamar- virki ofan við byggðina á Flateyri hefðu dugað til að stöðva snjóflóð- ið sem féll þar á miðvikudagsnótt. „Hraðinn á þessu flóði var svo mikill að þegar það kemur niður að efstu húsum má áætla að það hafí verið á um 28 metra hraða á sekúndu og því hefðu nánast eng- ar vamir dugað. Til þess að vamarvirki séu raunhæf á Flat- eyri, miðað við flóð af þessari stærð, þyrftu þau að vera fyrir neðan núverandi byggðarmörk; ef verja ætti núverandi byggð fyrir slíku flóði þyrfti risavaxna vamar- garða,“ sagði Magnús Már Magn- ússon snjóflóðafræðingur. Snjóflóðavömum má að sögn Magnúsar skipta í tvo flokka. Annars vegar stoðvirki við upptök snjóflóða og hins vegar vamar- virki neðar. Vandamál fyrirsjáanleg Magnús sagði að einu varnim- ar, sem hugsanlega hefðu dugað á Flateyri við núverandi aðstæður, væm stoðvirki, grindur eða net, sem vömuðu því að snjóflóð fari af stað. Magnús sagði að stoðvirki væm mikið notuð í Ölpunum og Davíðtil Flateyrar DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og Páll Pétursson félagsmálaráð- herra fara í dag til Flateyrar til að skoða aðstæður og ræða við heima- menn um björgunarstörf og afleið- ingar snjóflóðsins. í för með_ þeim verða þingmenn Vestfjarða. Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður tek- ur á móti gestunum, en áætlað er að þeir komu til Flateyrar laust eftir 12 á hádegi. Svisslendingar klæði heilu hlíðam- ar með þeim, en Magnús'hefur kynnt sér snjóflóðavamir þar í landi. Magnús sagði ekki hægt, að óathuguðu máli, að afskrifa vamarvirki fyrir aðra þá staði á landinu þar sem er snjóflóðahætta. Ákveðin vandamál væm fyrirsjá- anleg með stoðvirkin, til dæmis hvort yfírleitt sé hægt að koma þeim fyrir í upptökunum, og hvort þau svari kostnaði. Slík stoðvirki gæti fennt í kaf og þá væm menn komnir aftur á upphafsreit. Magnús sagði að þegar talað væri um vamargarða væri átt við 15-25 metra háa garða, eða stærð við 12 hæða hús. „Hér verður að skoða hvert til- felli fyrir sig, en við verðum þá einnig að miða við þær forsendur varðandi vamargarða, að þeir séu nægilega háir til að þeir taki þau flóð sem verið er að reyna að verj- ast. Það er spuming hvað miða eigi við og umræðan þarf nú að snú- ast um hvað sé viðunandi áhætta hér á íslandi. Það þurfum við að gera upp við okkur. Við emm aldr- ei alveg ömgg,“ sagði Magnús. KeUur og garðar Um 8 metra háir vamargarðar em fyrir ofan byggðina í Flateyri fyrir neðan svonefnt Bæjargil, en Flateyri og Ólafsvík em einu stað- imir á landinu þar sem hafa verið settar upp snjóflóðavamir. Að sögn Magnúsar vom garðamir reistir á sínum tíma á þeim for- sendum að byggð yrðu stoðvirki að auki uppi í giiinu, en af því hafí ekki orðið. Snjóflóðið fór yfír keilur sem reistar höfðu verið til vamar. Magnús sagði erfítt að henda reið- ur á hvaða gagn keilumar gerðu. Reynslan segði að þær virkuðu nokkuð vel við að stöðva vot og hægfara flóð, en hefðu litla þýð- ingu í hraðari flóðum. Efastumað garður hefði stöðvað flóðið Morgunblaðið/Þorkell V esturlands vegur Fallist á fyrir- hugaða tvöföldun Þétt faðmlög og tárvotar kinnar 24 FLATEYRINGAR, 9 læknar og hjúkrunarliðar og 4 björgun- arsveitarmenn voru farþegar með varðskipinu Ægi sem kom frá Flateyri skömmu fyrir há- degi í gær og lagði að Miðbakka Reylyavíkurhafnar. Ættingjar og vinir tóku á móti þeim og voru endurfundimir hlaðnir til- finningum, í senn sorg vegna fráfalls ástvina og gleði yfir að heimta sína nánustu úr helju snjóflóðsins. Langferðabíll beið farþega en þeir kusu margir að halda burt með skyldmennum eftir að kyrrlátum en magn- þmngnum móttökum þeirra lauk. Menn þurftu engin orð, þétt faðmlög og tárvotar kinnar sögðu alla söguna. Hér faðmar Guðlaug Auðunsdóttir, sem bjargaðist úr flóðinu ásamt fjöl- skyldu sinni, ættingja sinn á hafnarbakkanum. SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hef- ur fallist á fyrirhugaða tvöföldun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ og frárein af Vesturlandsvegi inn á verslunar- og þjónustusvæði norðaustan Lágafells, sunnan Hafravatnsvegar, með nokkrum skijyrðum. íbúar við Tröllagil 1 og 2 mót- mæltu legu vegarins meðal annars vegna nálægðar við hús þeirra, aukins hávaða og skerts útsýnis vegna hljóðmanar. Skipulagsstjóri krefst þess að hæð hljóðmanar við þessi hús verið ákveðin í samráði við eigendur íbúðarhúsanna. Skipulagsstjóri gerir einnig að skilyrði að frárein sú af Vestur- landsvegi sem liggja á inn á fyrir- hugað verslunar- og þjónustusvæði norðaustan Lágafells, sunnan Hafravatnsvegar, verði lögð þegar uppbygging samkvæmt deiliskipu- lagi er hafin og bæjaryfírvöld Mos- fellsbæjar telja nauðsynlegt að hún komi vegna starfsemi á svæðinu. Hægt að kæra úrskurð skipulagsstj óra Ef mælingar sýna að hávaða- mengun við íbúðabyggð fari yfír viðmiðunarmörk skal gripið til ráð- stafana í samræmi við ákvæði mengunarvarnareglugerðar. Úrskurðurinn var gefinn út 23. október síðastliðinn. Kæra má úr- skurð skipulagsstjóra ríkisins til umhverfisráðherra innan fjögurra vikna frá því að hann er birtur eða kynntur viðkomandi aðila. Landssöfnun vegna náttúruhamfaranna á Flateyri hefst í dag Frakkar Samhugnr í verki á ný ÞJÁNING og sorg íbúa á Flateyri og gífurlegt eignatjón kalla á skjót viðbrögð annarra Islendinga þeim til hjálpar og stuðnings. Þess vegna hafa allir fjölmiðlar landsins, ásamt Pósti og síma og í samvinnu við Rauða kross íslands og Hjálparstofn- un kirkjunnar, ákveðið að efna til landssöfnunar. Landssöfnunin „Sam- hugur í verki“ hefst í dag, laugardag- inn 28. október, kl. 12 á hádegi og síðan verður tekið á móti framlögum í símamiðstöð söfnunarinnar til þriðjudagskvölds 31. október. Landssöfnunin verður með því sniði, að fólk getur annars vegar hringt í símanúmer landssöfnunar- innar og tilgreint fjárhæð sem sett er á greiðslukort eða heimsendan gíróseðil. Hins vegar 'er hægt að leggja beint inn á bankareikning söfnunarinnar hjá öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum. Símanúmer landssöfnunarinnar er 800-50-50. Bankareikningur landssöfnunar- innar er 1183-26-800, hjá Sparisjóði Önundarfjarðar á Flateyri. Tekið verður á móti framlögum í símamiðstöð söfnunarinnar frá kl. 12-22 í dag, laugardaginn 28. októ- ber, sunnudaginn 29. október frá kl. 9-22, mánudaginn 30. október kl. 9-22 og þriðjudaginn 31. október ki. 9-22. Tekið verður á móti framlögum á bankareikning landssöfnunarinnar frá og með mánudeginum 30. októ- ber. Þeir sem standa að landssöfnun vegna náttúruhamfara á Flateyri hvetja alla íslendinga til að sýna samhug í verki og láta sitt af hendi rakna svo milda megi áhrif hinna válegu atburða-á líf og afkomu fjöl- skyldna og einstaklinga á Flateyri. Morgunblaðið/Þorkell UNNIÐ var hörðum höndum að því að setja upp tölvur í gær, svo að unnt yrði að taka við innhringingum gefenda I lands- söfnunina til styrktar Flateyringum. sprensna þriðju sprengjuna París, I.ondon. Reuter. FRANSKA varnarmálaráðuneytið greindi frá því í gærkvöldi að þriðja kjarnorkusprengjan hefði verið sprengd í Muroroa í Kyrrahafí. Jafngilti sprengjan, sem sprakk klukkan tíu í gærkvöldi, 60 kíló- tonnum af hefðbundnum sprengi- efnum. Kjarnorkutilraunum Frakka í Kyrrahafi hefur verið mótmælt um allan heim, en talsmaður breska forsætisráðuneytisins sagði eftir sprenginguna í gær, að þetta væri í einu og öllu franskt mál. „Viðbrögð okkar eru þau sömu og þau hafa ávallt verið gagnvart þessum tilraunum, nefnilega að þetta sé einungis mál frönsku ríkis- stjórnarinnar,“ sagði hann. \ Frakkar hafa lýst því yfír að þeir hyggist framkvæma sex kjarn- orkutilraunir í Kyrrahafí en jafn- framt heitið því að hætta þeim í eitt skipti fyrir öll að því búnu. i i i í í *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.