Morgunblaðið - 28.10.1995, Page 4

Morgunblaðið - 28.10.1995, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ 4 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 FRÉTTIR Sóley Eiríksdóttir bjargaðist úr snjóflóðinu á Flateyri eftir níu klukkustundir á Flateyri stóðu í sömu trá því að hann var settur á lista yfír týnda. Seinna kom í ljós að hann hafði verið ræstur út um leið og flóðið féll og var á kafí í mokstrinum," segir Ragna. Þau biðu milli vonar og ótta fram til klukk- an 13 þegar þær fregnir bárust að Sóley hefði fundist, níu tímum eftir að flóðið féll. Þremur tímum seinna var haft samband við þau frá Rauða kross-húsinu og þeim tilkynnt að Svana hefði fundist látin. Um klukkan 18 kom síðan sjúkrahússprestur á þeirra fund. RAGNA segir atburði sein- ustu sólarhringa svo. hræðilega að hún hafi vart áttað sig á þeim enn. „Það , gerðist of margt í einu til að hægt sé að taka því öllu,“ segir hún. „Þegar Sóley fannst leið okkur talsvert betur. Mágkona mín hringdi í okkur eftir að Sóley fannst og var búin að sjá að hún væri heil á húfí. Lúther, bróðir Rögnu, fékk síðan að hringja frá mötuneyt- inu á milli klukkan 17 og 18 og þá fengum við loks að tala við hana,“ segir Eirikur. Móðir Halldórs sagði þeim eftir Þorsteini Jóhannessyni, yfirlækni á ísafírði, að allt benti til að steyptur veggur milli herbergja hefði hrunið yfir Halldór og Svönu. Þau sváfu í herbergi sem var fjær fjallinu og var her- bergi Óla Arnar á milli þess herbergis og herbergis Sóleyjar. „Við trúðum því alveg fram á síðustu stund að þær myndu báðar sleppa lifandi og vorum alveg sannfærð eftir að Sóley kom í leitirn- ar. Um klukkan 15 var tilkynnt að tólf hefðu látist og aðeins fímm væri enn saknað og þar sem ekki var hringt í okkur héldum við að Svana væri ein þeirra. Þegar við fréttum hins vegar af Svönu vildum við fá Sóleyju strax til okkar og héld- um að þeir ætluðu að senda hana með varnar- liðsþyrlunni sem kom beint suður, en vegna einhvers misskilnings var hún í staðinn send með TF-Lif til ísafjarðar þar sem hún var yfír nóttina á sjúkrahúsinu. Lúther var samt hjá henni þannig að það kom kannski ekki að sök,“ segir Oli Örn. Eiríkur segir að gamall maður sem átti heima við Tjamargötu, sem er fyrir ofan Unnarstíg, hafi sagt honum frá því endur fyrir löngu að tvívegis hafí snjóflóð fallið að tröppum hússins. Hann hafí þó ekki talið minnstu ástæðu til að ætla að spjóflóð gætu fallið jafn langt inn í byggðina og raun ber vitni. Engan hefur nokkurn tímann órað fyrir að flóð gæti fallið jafn langt og gerðist á fimmtudagsnóttina. Við byggðum húsið okk- ar fyrir 20 árum og höfum alltaf talið okkur vera örugg. Það hvarflaði ekki einu sinni að okkur eftir að flóðið féll á Súðavík í janúar, nema hvað við færðum krakkana frá útveggj- um, en það hefur sýnt sig að það skiptir ekki máli hvar fólk er í húsinu. Það er helst að þeir hafi sloppið ögn betur á Flateyri sem bjuggu í timburhúsum," segir hann. Aðspurð um framtíðarhorfur Flateyrar segja Ragna og Eiríkur margt binda þau við byggðarlagið, meðal annars eignir og ætt- menni Eiríks. Ákvörðun um áframhaldandi búsetu eða búferlaflutninga biði hins vegar seinni tíma. „Tilfínningar mínar í garð áfram- haldandi búsetu eru mjög blendnar, þótt mér hafí liðið ágætlega þar, en ég sé ekki að ég vilji flytja þangað aftur í bráð. Aðstæður breytast líka þegar bömin flytja suður til að ganga í framhaldsskóla," segir Ragna. ALLAN síðasta vetur var ekki byggilegt þarna vegna snjóþyngsla og mig langaði burt,“ segir Óli Örn, sem kveðst engan veginn tilbúinn til að búa áfram á Flateyri. „Þeir rýmdu raðhúsin fyrir ofan okkur í fyrra og ég hugsaði með mér; fyrst þeir sjá ástæðu til að rýma þessi hús, erum við þá ekki líka í hættu?“ segir hann. Sóley tekur í svipaðan streng og segist að minnsta kosti ekki vilja búa á sama stað og áður, en hún sé tilbúin til að endurskoða þá ákvörðun ef finnist lóð á öruggu svæði. Eiríkur og Ragna segja ljóst að tilgangslít- ið sé í þeirra augum að byggja dýrar snjó- flóðavarnir, því að þær tryggi engum nauð- synlegt öryggi á heimili sínu. „Flóðið á Flat- eyri ruddist yfir garð með keilum til varnar snjóflóðum fyrir ofan byggðina sem virðist ógurlegt mannvirki yfir hásumarið. Að vetr- arlagi skefur hins vegar snjó upp að þessum garði, sem er fyrir vikið ekki einu sinni fyrir- staða fyrir skíðamann, hvað þá snjóflóð." FANN JÖRÐINA HRISTAST „Sprungur voru komnar í veggína og naglar stóðu út úr þeim. Þegar ég reyndi að beygja höfuðið niður fann ég eins og rifíð í hárið á mér. Háríð á mér var frosið fast við snjóinn,“ segír Sóley Eiríksdóttir, 11 ára. f húsinu á Unnarstíg 2 voru einnig Svana, 19 ára göm- ul systir hennar, og Halldór Olafsson, 24 ára vinur Svönu. Þau létust bæði. Sóley, foreldrar hennar og bróðir, ræddu við Sindra Freysson um lífsreynslu sína. EG VAR sofandi í rúminu mínu þegar ég fann jörðina hristast og heyrði skruðn- inga allt í einu. Þá vaknaði ég og snjórinn kom inn, þó ekki mjög mikill. Ég held að ég hafí sofnað eða misst meðvitund, en þegar ég vaknaði aftur lá stór rauður kassi þétt upp við þannig að ég gat ekki hreyft mig. Fyrir framan herbergið mitt var kofí sem skall örugglega á húsinu eða að kassinn kom úr öðru húsi fyrir ofan. Ég var föst liggjandi á maganum með aðra höndina undir mér og hina teygða aftur fyrir mig. Það voru komn- ar sprungur í veggina og naglar stóðu út úr þeim. Þegar ég reyndi að beygja höfuðið niður fann ég eins og rifíð í hárið á mér. Hárið á mér var frosið fast við snjóinn í kassanum." Sóley segir að um leið og hún hrökk upp við hávaðann, sem hugsanlega hafí stafað af því að flóðið hreif kofann í garðinum með sér og eyðilagði, hafí hún óttast að hann væri fyrirboði snjóflóðs. Þegar snjórinn þrengdi sér inn var hún ekki í minnsta vafa. „Eftir að ég vaknaði aftur hugsaði ég strax um hvort að systir mín væri lifandi og reyndi að kalla á hana, en fékk ekkert svar og skildi að enginn heyrði neitt í mér. Þá sofnaði ég að nýju, en vaknaði við að einhver kom og fór að grafa í vegginn og reyndi að rífa hann niður. Hann gerði smágat á vegginn við rúm- ið svo að það kom meiri snjór inn, en heyrði samt ekkert í mér og fór í burtu. Ég varð því að bíða dálítið lengi í viðbót. Tíminn leið annars ekki mjög hægt, kannski af því að ég sofnaði." Sóley segist hafa verið viss um allan tím- ann að henni yrði bjargað. Henni hafí þó brugðið þegar leitarmaðurinn sem kom fyrst- ur á_ vettvang hélt aftur á braut. „Ég var orðin svolítið hrædd en síðan heyrði ég einhver læti í herberginu við hlið- ina á mínu og gerði mér grein fyrir að marg- ir menn væru komnir þangað inn. Ég róaðist mikið þegar ég vissi að þeir voru nálægt. Þeir ætluðu að brjóta vegginn á milli her- bergjanna en byrjuðu of ofarlega, þannig að ég varð að lyfta höfðinu upp til að sjá þá. Þá hrundi snjór ofan á mig. Hann er kallað- ur Stebbi Dan [Stefán Daníelsson] sem fann mig og spurði hvað ég héti og hvað ég væri gömul. Ég svaraði og sagði að mér liði ágæt- lega. Vinstri höndin var þó orðin rsköld og máttlaus þannig að ég gat ekki hreyft hana. Ég var líka öll skorin, sennilega eftir glerbrot- in úr rúðunni, en ég fann ekki fyrir rispunum og skrámunum þá og brosti bara þegar þeir komu. Þá var ég viss um að allt væri í lagi. Síðan skriðu þeir inn um gatið og grófu sér leið gegnum gluggann. Húsið var komið í algjörar tætlur, en ég lá þannig að þeir þurftu að saga í sundur kassann sem skorð- aði mig fasta. < Kassinn var fullur af snjó svo að þeir gátu ekki hreyft hann og urðu að toga mig upp á höndunum. Það var mjög óþægilegt, en ég gat hjálpað þeim aðeins með því að sparka með fótunum. Það var voðalega gott að losna. Ég gat ekki hreyft mig mikið vegna kuldans enda beið ég allan tímann bara í nærbuxum og bol og lá ofan á sænginni og snjónum.“ Sóley segir að henni hafi sýnst herbergið sitt furðu heillegt, t.d. hafi skrifborðið henn- ar verið óbrotið. Hún var flutt í mötuneyti Kambs þar sem læknar tóku við og hlúðu að henni. „Þegar ég var komin í mötuneytið spurði ég hvort að þeir hefðu fundið Svönu, en þeir vissu ekkert um hana. Ég lýsti her- berginu hennar og þeir fóru fljótlega af stað til að athuga það,“ segir Sóley en Svana fannst um kl. 14. Foreldrar Sóleyjar, Eiríkur Guðmundsson og Ragna Óladóttir, voru hjá foreldrum Rögnu í Kópavogi þegar þeim bárust fréttir af flóðinu um klukkan hálfátta á fimmtudags- morgun. Það var með þeim hætti að Óli Órn sonur þeirra heyrði útvarpsfréttir á meðan hann var að tygja sig í skólann. „Við byijuðum á að hringja heim til okkar og síðan til bróður Eiríks, en það svaraði á hvorugum staðnum. í seinna skiptið fékk ég einhverra hluta vegna samband við annað hús og konan sem svaraði sagði mér að hringja í stjórnstöð leitarinnar og gaf mér símanúmerið þar. Þeir sögðu okkur þá að báðar dætur okkar væru týndar, frænka þeirra væri dáin en bræður Eiríks, Gunnar og Guðjón, hefðu báðir bjargast. Þeir bjuggu í húsunum við hliðina á okkur og gegnt, og náfrændi þeirra bræðra þar hjá, þannig að þetta var mikil fjölskyldugata. Lúther bróðir minn á heima annars staðar á Flateyri, en við héldum kannski að hann hefði gist hjá stelpunum þessa nótt og menn Morgunblaðið/Þorkell SÓLEY Eiríksdóttir fékk að vonum hlýjar móttökur frá foreldrum sínum og bróður þegar hún kom til Reykjavíkur í gær, en sú mikla gleði var harmi blandin sökum láts Svönu systur hennar og nítján annarra Flateyringa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.