Morgunblaðið - 28.10.1995, Side 6
6 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fyrsti björgunarmaðurinn trúði
ekki sínum eigin augum
Hélt að þetta
væri martröð
Morgunblaðið/Sverrir
GUÐLAUG Pálsdóttir og Einar Guðbjartsson í fjöldahjálparstöðinni í mötuneyti Kambs.
Flateyri. Morgunblaðið.
>
G SKELLTI mér beint í gall-
ann og óð snjó upp að mitti
til að komast á svæðið. Þeg-
ar ég fór fram hjá húsi Eiríks Finns
heyrði ég köll og gekk í að ná þeim
út,“ segir Einar Guðbjartsson, trillu-
sjómaður og fiskverkandi. Kunningi
hans, Gunnar Valdimarsson í Hafn-
arstræti 43, hringdi til hans strax
og snjóflóðið féll, sagði honum frá
því hvað gerst hefði og bað hann
um að ná sér út.
Einar býr skammt frá snjóflóða-
svæðinu. Hann skellti sér í gallann
sem lá tilbúinn og var kominn á
svæðið eftir 3-4 minútur, væntan-
lega fyrstur björgunarmanna. Hann
mætti Guðjóni Guðmundssyni sem
hafði komist út úr sínu húsi og fljót-
lega komu fleiri til hjálpar.
Hélt að eldri strákurinn
væri þarna líka
Einar segir að hann hafi þurft
að moka frá Eiríki Finni Greipssyni
og Guðlaugu Auðunsdóttur konu
hans og tína spýtnabrak ofan af
þeim. Síðan hafi hann þurft að
skríða inn undir mæni hússins. Það
hafi háð honum mest að vera að
paufast þetta ljóslaus. Hann fór í
neyðarskýlið með Eirík Finn og
Guðlaugu sem óðu snjóinn upp í
klof á nærklæðunum.
„Ég fór til baka til að ná strákun-
um þeirra upp og náði fljótlega yngri
drengnum. Ég hélt að sá eldri væri
þama líka og gróf eftir honum, en
svo kom í ljós að hann hafði komist
af sjálfsdáðum í hús.“
Ekki eyða tímanum i okkur
„Við fórum að dyrunum hjá Gunn-
ari Valdimarssyni og Mörtu Ingvars-
dóttur í Hafnarstræti 43. Húsið stóð
uppi, en brak sem lagðist fyrir dyrn-
ar, lokaði þau inni. Okkur vantaði
áhöld til að vinna á þessu. Þau voru
á efri hæðinni og Gunnar kallaði til
okkar að vera ekki að eyða tíma í
sig og hvatti okkur til að athuga
með aðra fyrst.“
Marta Ingvarsdóttir segist hafa
vaknað upp við hávaða. Þegar þau
litu út hafi þau séð hvað um var að
ræða, meðal annars að næsta hús
hefði brothað. Marta og Gunnar
voru aðeins tvö í húsinu og sváfu á
efri hæðinni.
„Þetta var auðvitað óskemmtilegt.
En enginn snjór kom inn á okkur.
Efri endi hússins er hugsanlega eitt-
hvað skemmdur og skúrinn þar sem
gengið er inn eyðilagðist og festist
fyrir dyrum þannig að við komumst
ekki með góðu móti út. En það var
allt í lagi með okkur, og við hefðum
getað komist út með því að bijóta
rúðu ef við hefðum þurft nauðsyn-
lega að flýta okkur út,“ segir Marta.
Heyrðum í honum
allan tímann
„Svo var haldið áfram,“ segir
Einar Guðbjartsson. „Við gátum
bara farið þangað sem hús voru
uppistandandi, vissum annars ekki
hvar við ættum að byija. Ég var við
þegar Anton Rúnarsson náðist út.
Við vorum nokkrir saman og vorum
beggja megin við hann, bæði við
höfuðlag og gafl. Það var erfitt að
ná drengnum, en við heyrðum í hon-
um allan tímann. Að lokum tókst
það með stórri vélsög," segir Einar.
Guðrún Pálsdóttir, kona Einars,
segist hafa gengið í það með Stein-
unni, tólf ára dóttur þeirra Einars,
að hringja í alla verkfæra menn sem
hugsanlega gætu farið til hjálpar á
snjóflóðasvæðinu. „Það var raf-
magnslaust. Steinunn sagði mér
númerin og var alltaf tilbúin með
það næsta þegar hveiju samtali lauk.
Ég veit að margir fleiri voru að
hringja á sama hátt og ég tel að
allir sem vettlingi gátu valdið hafí
lagt sitt af mörkum," segir Guðrún.
Guðrún fór í mötuneyti Kambs
um klukkan sjö og leysti þar af tvær
konur sem höfðu hitað þar kaffi. „Ég
var allan daginn að smyija brauð
og hita kaffi. Hér var sett upp
læknamóttaka og mötuneyti. Hingað
komu allir sem misst höfðu húsnæði
sitt og þurftu á aðstoð að halda og
bömin og unga konan, sem bjargað
var úr flóðinu. Þeim var kalt en þau
voru öll mjög dugleg. Við gáfum
fólkinu að borða og ég reyndi að
tala við það og aðstoða eins og ég
gat.“
„Þetta var hreint út sagt hrikalegt
ástand og ekki hægt að lýsa því
með orðum. Það komu ákaflega erf-
ið tímabil og biðin var erfið, eftir
því hvernig stóð á. En gleðin var
líka mikil þegar það fréttist að verið
væri að koma með einhvem á lífi,“
segir Guðrún.
Misstu ættingja og vini
Einar og Guðlaug misstu nákomna
ættingja og vini. Haraldur Eggerts-
son var systursonur Einars en öll fjöl-
skyldan, hjónin og þijú böm þeirra,
fómst í snjóflóðinu og einnig Sólrún
Ása frænka hans. Guðrún segir að
auk þess hafi þau misst marga nána
vini. „Ég trúði því ekki að þetta
væri að gerast í raunvemleikanum,
hélt fyrst að þetta væri martröð,"
segir Einar Guðbjartsson.
Erfitt að hugsa til þess að eiga ekki eftir sjá fólkið aftur
Flateyri. Morgunbladið.
G fer suður í næstu viku. Það
var löngu ákveðið, en eins
og staðan er í dag veit ég
ekki hvenær ég kem heim aftur.
Hugurinn breytist kannski eftir
nokkra daga,“ segir Soffía Ingimars-
dóttir, Goðatúni 4.
Soffía segist hafa vaknað um
klukkan þijú snjóflóðanóttina við að
það kviknaði á neyðarljósi sem fer
í gang þegar rafmagnið fer af. Mað-
ur hennar, Kristján Einarsson, yfir-
maður Orkubús Vestfjarða á Flat-
eyri, var að vinna vegna rafmagns-
bilana og hefur þetta neyðarljós til
að lýsa sér þegar hann fer í útköll
vegna rafmagnsleysis.
Soffía segist hafa farið að lesa
og ekki orðið vör við snjóflóðið þó
hún byggi ofarlega í bænum. „Upp
úr klukkan fjögur hringdi vinkona
mín og sagði mér fréttirnar og
skömmu seinna hringdi maðurinn
minn og sagði: „Viltu gjöra svo vel
að klæða þig og strákinn og koma
Hugsað
með hryll-
ingitil
vetrarins
ykkur út úr húsinu." Við Fannar
Þór, sem er ellefu ára gamall, fómm
niður í rafstöð og tókum tíkina Nótt
með. Þar vomm við öll í nótt.“
Gaf mér mikinn kraft
Morguninn eftir snjóflóðið fór
Soffía að vinna í mötuneytinu hjá
Kambi og var þar allan daginn. „Það
var mikið að gera og ég fór ekki
að átta mig fyrr en ég fór að sofa
í gærkvöldi. Þá fór ég að hugsa til
fólksins. Besta vinafólk mitt missti
dóttur sína, Svönu, en önnur dóttir
þeirra, Sóley, bjargaðist. Foreldrar
hennar vom staddir í Reykjavík og
ég var mikið hjá henni þar til hún
fór og gaf það mér mikinn kraft.
Ég þekkti allt fólkið sem lést og það
er erfítt að hugsa til þess að eiga
ekki eftir að hitta það oftar.
Maður finnur að tilfinningarnar
krauma undir hjá fólki, þó þær hafi
ekki brotist út. Mér finnst dýrlegt
að sjá hvað fólk vann vel og hjálpað-
ist að sem einn maður eins og alltaf
gerist á svona stundum."
Hús Soffíu og Kristjáns er ofar-
lega á Eyrinni og hefur ekki verið
talið á hættusvæði þó þau hafi þurft
rýma það í janúar sl. „Nú er allur
veturinn framundan. Maður spyr sig
að því hvemig veturinn verði þegar
þetta byijar svona. Það fólk sem ég
hef rætt við hugsar til vetrarins með
hryllingi," segir Soffía.
Morgunblaðið/Sverrir
SOFFÍ A Ingimarsdóttir með nýja „heimilið“ sitt, Orkubúshúsið, í baksýn,
Morgunblaðið/Sverrir.
KRISTJÁN Jóhannesson sveitarstjóri flýtti sér heim úr sum-
arleyfi þegar fréttist af snjóflóðinu. Hann þurfti að byrja á
því að huga að skemmdum á sínu eigin húsi sem hingað til
hefur verið talið langt utan hættusvæðis.
Kristján Jóhannesson sveitarstjóri
Þetta er hjartað
úr by ffffðinni
Flateyri. Morgunblaðið.
AÐ hefði engum manni dottið
í hug að slíkt gæti gerst á
þessum stað,“ sagði Kristján Jó-
hannesson, sveitarstjóri á Flateyri,
þegar hann kom heim í gær. Hann
var með fjölskyldu sinni í fríi á
Flórída þegar snjóflóðið féll á Flat-
eyri. og hraðaði sér heim þegar
hann frétti af því.
„Já, þetta er dapurlegur endir
á sumarfríinu," segir Kristján.
Hann segist hafa verið í símasam-
bandi við félaga sína á Flateyri á
meðan hann beið eftir flugi heim
og hefði því vitað um afleiðingar
flóðsins. „Þetta er algerlega ólýs-
anlegt ástand,“ segir hann þegar
hann var búinn að Iíta út yfir flóða-
svæðið. „Þetta er hjartað úr
bvggðinni. Ég sé að búið er að
tengja gulan lögregluborða í húsið
mitt sem er rétt fyrir neðan snjó-
flóðasvæðið en það hefur aldrei
hvarflað að mér að húsið væri
nálægt hættusvæði." Á meðan
blaðamaður var að ræða við sveit-
arstjórann kom kona hans og sagði
að rúður hefðu brotnað á húsinu
og einhver snjór hefði komist inn.
Siyóflóðavarnir hefðu
komið að litlu gagni
Kristján var ekki búinn að hitta
félaga sína í sveitarstjórninni og
almannavarnarnefnd og vildi lítið
ræða um framhaldið. Sagði þó ljóst
að þær snjóflóðavarnir sem fyrir-
hugaðar eru í hlíðinni hefðu komið
að litlu gagni. Þyrfti mun stærri
vamir ef þær ættu að vera til ein-
hvers gagns.
„Ég veit ekki um andlega líðan
fólksins. Það hlýtur að eiga erf-
itt,“ segir hann. Varðandi raddir
sem heyrst hafa frá fólki um að
það treysti sér ekki til að búa leng-
ur á Flateyri segir Kristján að
fólk væri ekki í andlegu jafnvægi
fyrst eftir svona hræðilegt slys.
Nógur tími væri til að skoða mál-
in þegar björgunarstarfi og fyrstu
verkum væri lokið.