Morgunblaðið - 28.10.1995, Síða 9

Morgunblaðið - 28.10.1995, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 9 FRÉTTIR Forsendur hættumats í endurskoðun EFRI línan sýnir staðfest hættumat fyrir Flateyri sam- kvæmt gögnum frá Skipulagi ríkisins. Neðri línan sýnir til- lögu að nýju hættumati sem unnið hefur verið að beiðni Almannavarna ríkisins sam- kvæmt forsendum í nýrri reglugerð frá því í vor. Sam- kvæmt upplýsingum Almanna- varna vinnur starfshópur jafn- framt að því að endurskoða forsendur hættumats vegna flóða og þær aðferðir sem not- aðar eru til að meta þessa hættu. Ekki er gert ráð fyrir að hópurinn geti skilað niður- stöðu fyrr en eftir 1-2 ár og er gert ráð fyrir að hættumat alls staðar á landinu verði end- urskoðað í kjölfarið. í þriðja lagi sýnir kortið hvernig snjó- flóðið féll á Flateyri og sést glöggt að það fer miklu lengra en staðfest hættumat eða til- laga að nýju hættumati gera ráð fyrir. Snjóflóðið sem féll úr Skollahvilft á Flateyri um kl. 4 aðfaranótt 26. október Staðfest hættumat Tillaga að nýju hættumati FLATEYRI Samúðarkveðjur víðsvegarúr heiminum FORSETA íslands og ríkisstjórn hefur í gær og fyrradag borist Qöldi samúðarkveðja víðs vegar að úr heiminum vegna atburðanna á Flateyri. Kveðja frá sænsku konungshjónunum Karl Gústaf, konungur Svíþjóð- ar, sendi frú Vigdísi Finnbogadótt- ur, forseta íslands, eftirfarandi samúðarkveðju í gær: „Ég og drottningin erum afar slegin yfir fréttum af hinu hörmu- lega slysi, sem ríður nú á ný yfir ísland, aðeins níu mánuðum eftir snjóflóðið í Súðavík. Við látum í ljósi samúð okkar með fjölskyldum hinna látnu og öllum þeim, sem slösuðust.“ Síðdegis á fimmtudag sendi Gro Harlem Brundtland, for- sætisráðherra Noregs, kveðju til Davíðs Oddssonar, forsætis- ráðherra. Þar segist norski for- sætisráðherrann bera innileg- ustu samúðarkveðjur norsku ríkisstjórnarinnar eftir snjó- flóðið á Flateyri. „Við hugsum með hlýhug til þeirra sem eiga um sárt á binda,“ segir Gro Harlem Brundtland. Norsku konungshjónin sendu einnig samúðarkveðjur, sem og Jóhannes Páll II páfi, forsætisráð- herrar Danmerkur og Eistlands, lögmaður Færeyja, ríkisstjórn Argentínu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, svo dæmi séu nefnd. EINSTAKT TÆKIFÆRI LOKAÚTSALA Samúð o g hlýhugur Morgunblaðið/Árni Sæberg NEMENDUR Kvennaskólans í utan skólann í gær til að votta Björk Árnadóttir skáld las ljóð Reykjavík söfnuðust saman fyrir íbúum Flateyrar samúð sína. Nína og nemendur kveiktu á kertum. Forsætisráðherra segir að leitað verði allra leiða til að tryggja öryggi landsmanna Spurningar vakna um mat á snjóflóðahættu DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær að atburðimir á Flateyri vektu upp spurningar um mat okkar á snjó- flóðahættu víðar á landinu. Hann sagði að leitað yrði allra leiða til að tryggja öryggi landsmanna, en nú væri mikilvægast að leysa bráðasta vanda íbúanna á Flateyri. Ríkisstjórnarfundurinn hófst í gærmorgun, skömmu eftir að forsætisráðherra kom til landsins frá Bandaríkjunum. Fundinn sátu for- ystumenn stjórnarandstöðunnar, for- stjóri Landhelgisgæslu, fram- kvæmdastjóri Almannavama og ráðuneytisstjórar í forsætis- og fjár- málaráðuneytinu. Á fundinum voru lagðar fram til- lögur sem starfshópur ráðuneyt- isstjóra, sem settur var á stofn vegna snjóflóðanna á Flateyri, hefur unnið. „Á þessum fundi fjölluðum' við fyrst og fremst um það sem lýtur að bráðasta vandanum, bráðasta fjárhagslegum vanda, húsnæðismál og slíka hluti. Síðan komum við til með að huga að framhaldinu í samstarfi ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu. Það kom fram á fund- inum að menn telja að fram að þessu hafi verið bragðist rétt við af hálfu allra aðila, Almanna- varna, fjölmiðla og allra annarra sem að málinu hafa komið.“ Davið sagði óljóst á þessari stundu hve mikið ijárhagslegt tjón hefði orðið í snjóflóðinu á Flat- eyri, en án efa væri um að ræða mjög háar fjárhæðir. Ljóst væri að stjórnvöld yrðu að leggja fram verulega fjármuni til að koma Flateyringum til hjálpar. Opnaður yrði reikningur í Ijármálaráðuneyt- inu til að mæta kostnaði við hjálpar- starf og björgunarstörf. „Við eigum einnig eftir að horfa til framtíðar annars staðar. Þetta snjóflóð vekur upp spumingar um mat okkar á snjó- flóðahættu víðar á landinu. Þetta mun hafa djúpstæð áhrif á allt okkar starf og skipulag í þessum efn- um. Það er mikill tilfinn- ingahiti í bijóstum manna um land allt. Þarna hafa gerst at- burðir sem enginn átti von á og mörg okkar töldu öraggt að gætu ekki gerst. Við rædd- um á fundinum almennt um framtíð byggðar í ljósi þessara atburða og með hvað hætti væri hægt að treysta öryggi fólksins þannig að það geti verið öruggt um sinn hag. Við viljum ekki hlaupa að niðurstöðu um þau efni. Nú er brýnast að taka ákvarð- anir um það sem þarf að gera strax.“ Davíð Oddsson Chantelle/Passionata-undirföt verða seld með 50-70% afslætti laugardag milli kl. 11-17.30 og sunudag milli kl. 13-17 á Hótel Islandi, 2. hœð. Chantell NÝKOMIÐ FRÁ ÍTALÍU HÚSGAGNAVERSLUN Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, sími 565 4100 Eitt blab fyrir alla! - kjarni málsins! Mikið úrval af sófasettum oe rókókóstólum frá de angeli Tegund Barbara 3+1+1 tau. Tegund Raisa 3+1+1 leður og tau. Ath.: Ný sending af borðstofuhúsgögnum OPIÐ í DAG TIL KL. 16.00. SUNNUDAG kl. 14.00-16.00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.