Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 13
FRÉTTIR
• Samræming samgangna og flutninga • Sveitarfélög styðji hreppinn • Leita
að tímabundnu húsnæði á Flateyri og í Reykj avík • Yfirlit yfir tjón á fasteignum
Greiðsla kostnaðanns tryggð
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær að ábyrgj-
ast greiðslu kostnaðar vegna björgunarstarfs á Flateyri að
svo miklu leyti sem hann er ekki borinn af öðrum. Opnaður
verður sérstakur reikningsliður í fjármálaráðuneytinu vegna
þessa.
Gert er ráð fyrir að ríkisvaldið greiði fyrir sömu kostn-
aðarþætti og gert var vegna snjóflóðsins í Súðvík, þ.e. til
björgunarsveita vegna tjóna á búnaði og rekstrar á meðan
á björgunarstarfinu stendur, vegna útfararkostnaðar, vegna
þjónustu við sjúka og slasaða o.fl.
Fyrir fundinn voru lagðar tillögur sem starfshópur ráðu-
neytisstjóra hefur mótað. Tillögurnar miða að því að bregð-
ast við bráðasta vanda sem orsakast hefur vegna snjóflóðs-
ins á Flateyri.
Starfshópurinn telur mikilvægt að samræma allt sem að
samgöngum og flutningum til og frá Flateyri lýtur, hvort
heldur er á lofti, láði eða legi. Samgönguráðuneytinu hefur
verið falið að sjá til þess að samgöngum verði haldið uppi
með snjómokstri vega og flugvalla. Til að byija með verður
lögð áhersla á að tryggja samgöngur til ísafjarðar og Þing-
eyrar og síðan um Djúp.
Starfshópurinn hefur rætt við fulltrúa í sveitarstjórn Flat-
eyrarhrepps. Félagsmálaráðuneytið mun annast samskiptin
við sveitarstjórnina um þau málefni sem hún ber ábyrgð
á, þ.e. húsnæðismál, tryggingamál og þjónustu opinberra
fyrirtækja og stofnana.
Aðstoð við Flateyrarhrepp
Starfshópurinn hefur rætt við fulltrúa Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga um hugsanlega aðstoð þeirra við
Flateyrarhrepp og er þess vænst að sveitarfélögin styðji
hreppinn með sambærilegum hætti og gert var í Súðavík,
þ.e. með fjárhagsaðstoð og tæknilegri fyrirgreiðslu.
Félagsmálaráðuneytið hefur hafist handa við að kanna
hvaða húsnæði á vegum opinberra aðila og einkaaðila á
Flateyri og í nágrenni mætti nýta tímabundið í þágu þeirra
sem eru húsnæðislausir. Upplýsingar um það liggja fyrir.
Rauði kross íslands mun útvega húsnæði fyrir þá sem
koma til með að dvelja á Reykjavíkursvæðinu.
Starfshópurinn mælir með því að fjárhagsaðstoð við
einstaklinga, sem nú eru allslausir, verði með sambærileg-
um hætti og gert var í Súðavík. Fé hefur nú þegar verið
ráðstafað úr neyðarsjóði RKÍ í þessum tilgangi, 20 milljón-
um króna. Starfshópurinn telur óvíst hvað þörf er fyrir
mikið fjármagn vegna einstaklinga í neyð.
Viðskiptaráðuneytið hefur fundað með fulltrúum Sam-
bands íslenskra tryggingafélaga og Viðlagatryggingu um
tryggingabætur og kostnað sem af snjóflóðinu hlýst. Á
næstunni verður unnið heildstætt yfirlit um allar fasteign-
ir sem eyðilögðust eða skemmdust í snjóflóðinu.
Endurmeta forsendur
fyrir hættumati
í lok greinargerðar starfshópsins segir: „Ljóst er að. snjó-
flóðið á Flateyri vekur spurningar um forsendur og áreiðan-
leika hættumata. Ákveða þarf hvernig standa megi að gerð
slíkra mata í framtíðinni ög hvort endurskoða eigi frá grunni
skipulag og núverandi starfsaðferðir eða hvort styrkja eigi
núverandi starf enn frekar en gert hefur verið. Afstaða
stjórnvalda til þessa vérður að vera skýr og ljóst er að brýna
nauðsyn ber til að hætta af snjóflóðum verði metin með
sem raunhæfustum hætti.“
Morgunblaðið/Siguijón J. Sigurðsson
ÞORLÁKUR Kjartansson, stöðvarstjóri Funa, skoðar hér skemmdir þær sem urðu á stjórnkerfi stöðvarinnar.
Bæjarstjórn ísafjarðar á aukafundi vegna sorpbrennslustöðvar Funa
Vilja ræsa sorpbrennsluna
á Skarfaskeri á ný
ísafirði.
Tjónið á byggingu og búnaði er talið
nema tugum milljóna króna
BÆJARSTJÓRN ísafjarðar boðaði
til'aukafundar síðdegis í gær, þar
sem aðeins tvö mál yoru á dagskrá;
sorpbrennslumál á ísafirði og snjó-
flóðið á Flateyri.
Við upphaf fundarins minntist
forseti bæjarstjórnar, Kolbrún Hall-
dórsdóttir, hinna hörmulegu at-
burða er áttu sér stað á Flateyri
og bað forseti viðstadda að votta
hinum látnu, aðstandendum þeirra
og Flateyringum, virðingu sína með
því að rísa úr sætum.
Til fundarins var mættur Þorlák-
ur Kjartansson, stöðvarstjóri sorp-
brennslustöðvarinnar Funa, sem
eyðilagðist mikið í snjóflóði á þriðju-
dag. Þorlákur sagði stöðina mikið
skemmda og taldi tjónið nema tug-
um milljóna króna sem og að marg-
ir mánuðir myndu líða þar til hægt
yrði að hefja brennslu að nýju í
stöðinni.
Ljóst er að allt stjórn- og raf-
kerfi stöðvarinnar er ónýtt auk þess
sem húsið sjálft er mikið skemmt.
Talið er að brennsluofninn sjálfur
sé í lagi en ekki er vitað hvort full-
kominn reykhreinsibúnaður stöðv-
arinnar sé skemmdur, en hann einn
kostaði um 32 milljónir króna.
Þorsteinn Jóhannesson, formaður
bæjarráðs, sagði það persónulega
skoðun sína, að ekki kæmi til greina
að hefja vinnu við stöðina fyrr en
öryggismál væru komin í sem best
lag og voru fundarmenn sammála
orðum formannsins og nokkrir fund-
armanna voru á því að byggja ætti
stöðina upp á öðrum stað.
Fram kom á fundinum að stöðin
var brunatryggð, og höfðu menn
því ekki áhyggjur af tryggingamál-
um stöðvarinnar. Húsið sjálft er
metið á 90 milljónir króna og vél-
búnaður á 160 milljónir. Eigin
áhætta ísafjarðarkaupstaðar er
10%.
Sorpbrennslan á Skarfaskeri
aftur í gang?
Á fundinum var samþykkt sam-
hljóða svohljóðandi tillaga forseta
bæjarstjórnar:
„Bæjarstjórn ísafjarðar sam-
þykkir að fara þess á leit við um-
hverfisráðuneytið og Hollustuvernd
ríkisins, að þau veiti ísafjarðar-
kaupstað bráðabirgðaleyfi fyrir
rékstri sorpbrennslustöðvarinnar á
Skarfaskeri við Hnífsdal í stað sorp-
brennslunnar Funa.“
Bæjarstjórn ísafjarðar sam-
þykkti einnig að fela tæknideild
kaupstaðarins, að láta fara fram
nauðsynlegar endurbætur á stöð-
inni á Skarfaskeri, til að rekstur
geti hafist sem fyrst, fáist til þess
rekstrarleyfi.
Fram kom á fundinum að menn
vildu fara sér hægt í uppbyggingar-
málum stöðvarinnar og voru margir
fundarmenn á því að fundin yrði
ný staðsetning. Guðrún Stefáns-
dóttir, bæjarfulltrúi Kvennalistans,
bað fundarmenn að skoða vel alla
möguleika áður en ráðist yrði í
uppbyggingu stöðvarinnar og benti
á að fjölmargar nýjar leiðir hefðu
komið fram varðandi eyðingu sorps
frá því þessi nýja stöð var tekin í
gagnið.
Jón Baldursson
yfirlæknir
Verst að
komast
ekkifyrr
áFlateyri
„ÞAÐ VAR kannski leiðinleg-
ast að geta ekki verið kominn
fyrr. Það hefði maður auðvitað
gjarnan viljað, en þetta gekk
hins vegar held ég eins og
hægt var að hugsa sér miðað
við það hvernig aðstæðurnar
voru,“ sagði Jón Baldursson,
yfirlæknir á slysadeild Borgar-
spítalans í
samtali við
Morgunblað-
ið, en hann
kom með
varðskipinu
Ægi til
Reykjavíkur
frá Flateyri í
gærmorgun.
Jón sagði
að hann hefði
farið með flugvél Flugmála-
stjórnar til Rifs um hádegið á
fimmtudag og þaðan hefði ver-
ið flogið með stærri þyrlu Land-
helgisgæslunnar til Flateyrar.
„Þegar- við komum var ekki
mikið fyrir okkur að gera í
raun og veru. Það var búið að
finna flesta, ekki nema fjórir
ófundnir. Þrennt fannst fljót-
lega og það var ekkert sem við
gátum gert fyrir þau,“ sagði
Jón.
Hann sagði að allt hefði ver-
ið gert sem hægt hefði verið
til að koma hjálp á staðinn,
skip sent af stað og flugleiðin
notuð um leið og hún opnaðist,
en það hefði verið tvísýnt með
það hvort hægt yrði að fljúga
eða ekki. ‘ Þetta væri ágætt
dæmi um að það ætti að opna
fleiri leiðir en eina í björgunar-
störfum.
Hjúkrað í matsalnum
Jón sagði að aðstaða til
hjúkrunar hefði verið sett upp
í matsalnum f frystihúsinu á
sama stað og þeir læknar sem
fyrir voru hefðu starfað. Þá
hefðu læknir og hjúkrunar-
fræðingur verið tiltækir nær
vettvangi til þess að geta skoð-
að strax þá sem hefðu fundist.
Aðspurður sagði Jón að þeir
sem hefðu fundist lifandi í flóð-
inu væru ekki mikið slasaðir.