Morgunblaðið - 28.10.1995, Page 21

Morgunblaðið - 28.10.1995, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 21 Útsölukjötið rifið út úr verslunum ið og í liós kom að kjötið var enn Kjúklinga- bitar á McDonald’s SALA á McNuggets kjúklingabit- um hófst nýlega á McDonald’s- stöðunum tveimur í Reyjavík, í Austurstræti og við Suðurlands- braut. Um er að ræða beinlausa kjúklingabita og kosta 6 bitar 295 krónur. „Við fengum leyfí til að flytja inn 6 tonn af kjúklingakjöti frá Svíþjóð og fáum vonandi að flytja meira inn þegar á þarf að halda,“ segir Pétur Þ. Pétursson, rekstrarstjóri Lystar hf., sem er leyfíshafí McDonald’s á íslandi. Hann segir að reynt hafí verið að framleiða kjúklingabitana hér, en það hafí ekki reynst mögulegt, þar sem markaðurinn er lítill og til framleiðslu þarf sérhæfðan og dýran búnað. „Við seldum 1.100-1.200 skammta af kjúklingabitum fyrstu helgina sem þeir voru á boðstólum og erum að vonum afar ánægðir með viðtökurnar. Innan skamms byrjum við að selja kjúklinga- borga, sem er þekktur erlendis undir heitinu McChicken Sandwich og er bringukjöt, þakið mylsnu, sem framreitt er í brauði.“ Ofn fyrir flatbökur NÝKOMINN er í Pfaff flatbökuofn frá Ariete fyrir heimatilbúnar, frosnar eða tilbúnar flatbökur. Hitinn í miðjum ofninum verður 280°C, en uppi og niðri nær hann 320°C. í miðju ofnsins er eldfastur steinn og verða flatbökurnar þá eins og eldbakaðar. í fréttatil- kynningu segir að ofninn sé 10-12 mínútur að hitna, síðan taki 15 mínútur að elda heimatilbúna flat- böku, en 5-6 mínútur að elda til- búna eða frosna. Ofninn er ein- angraður þannig að yfirborð hans verður ekki heitara en 60°C. Spaði og hnífur fylgja ofninum, sem er á 9.980 kr. kynningarverði. -----»♦------ Buxur gegn appelsínuhúð FYRIRTÆKIÐ I&D hefur hafið innflutning á buxum, sem sagð- ar eru vinna á svokallaðri app- elsínuhúð. í fréttatilkynningu frá innflytj- anda segir að buxurnar veiti nudd, sem örvi vessakerfi og auki blóð- streymi. „Efn- ið í buxunum er í þrennu lagi, bómull, indverskt gúmmí og pólíester,“ segir m.a. í til- kynningunni. Þar kemur einnig fram að bux- urnar séu fáanlegar í líkams- ræktarstöðinni World Class og nokkrum lyfjaverslunum. LAMBAKJÖT, sem selja átti í Bónusverslunum í gær var mestan hluta dagsins í vöruflutningabíl, sem var veðurtepptur á Holta- vörðuheiði og kom kjötið ekki í búðir fyrr en um kl. 18 í gær. Um er að ræða hálfa ársgamla lambakjötsskrokka, sem seldir eru niðursagaðir í um 8 kg. pokum. í samtölum við kaupmenn kom glögglega fram að þeim þætti verðstríðið komið út í öfgar, enda væru verslanir famar að greiða með kjöti sem ríkissjóður væri þegar búinn að greiða verulega niður. Að sögn Guðmundar Marteins- sonar hjá Bónus urðu margir við- skiptavinir fyrir vonbrigðum er þeir komu í verslanirnar í gær til að kaupa lambakjöt á 244 kr. kíló- á Holtavörðuheiði. „Okkur þykir þetta mjög leitt, en við þessu var ekkert að gera. Alls voru þetta um 10 tonn af kjöti, en þau fímm tonn sem við áttum á fimmtudag seldust strax upp. Þá var kílóverð 279 krónur en var síðan lækkað í 244 krónur." Guðmundur sagðist engu vilja spá um verðbreytingar, þær færu eftir framvindu á markaðnum á næstu dögum. Hann kvaðst ekki vita hversu mikið Bónus greiddi með hveiju kílói. „Það er þó ljóst að við emm komnir út fýrir mörk sem teljast eðlileg." Ódýr auglýsing Davíð Ólafsson, verslunarstjóri í Kaupgarði í Mjódd sagði að út- sölukjötið hefði verið rifíð út úr versluninni. „Við áttum eitt tonn af lambaskrokkum á fímmtudag og seldum það á skömmum tíma.“ Davíð segir að í gær hafi hann fengið minna af kjöti en hann hefði viljað, um 200 kíló og hefðu þau selst upp á um 20 mínútum. „Við seldum kílóið á 269 krónur. og greiddum 18 krónur með hveiju kílói. Eftirspurn er mjög mikil og við hefðum auðveldlega getað selt yfír tvö tonn, enda vom margir viðskiptavinir leiðir yfír því að kjötið væri búið í bili. Ég á von á meira kjöti og geri ráð fyrir að verð haldist óbreytt." Davíð segir að heildarsala í versluninni hafí aukist talsvert samhliða sölu á ódýra lambakjöt- inu og umfjöllun um hana. „Þetta er í raun ekki annað en ódýr aug- lýsing og þess vegna tökum við þátt í verðstríðinu." Þetta er besti og vinsœlasti útigallinn okkar. Hann er fáanlegur þrílitur (3 gerðir) og einlitur; rauöur og dökkblar. Hár prjónaður kragi. Vítt og gott snið. IVjóiiað stroff a ci'niuin. Vasi með rennilás. Illýtt fóður sem liægt er að lineppa úr, gaiiinn nýtist því allt árið. Endurskinsmerki. Teygja. Miði til að skrifa nafn barnsins og símanúmer. Sterkur rennilás. í mitti er teygja sem hægt er að þrengja að vild. Sérstakt millifóður sem kcmur í vcg fyrir að barnið blotni. Verð-firá kr. 7.900,- KRINGLENNI 8-12- SIMI 568 1822

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.