Morgunblaðið - 28.10.1995, Page 26

Morgunblaðið - 28.10.1995, Page 26
26 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Samningnr Kvennaskólans við ríkið Tvímælalaust lyftistöng fyrir skólann Morgunblaðið/Kristinn AÐALSTEINN Eiríksson skólameistari Kvennaskólans (t.v.) hlýð- ir á Björn Bjarnason menntamálaráðherra á fundi sem fram fór í skólanum sl. þriðjudag. AÐALSTEINN Eiríksson, skóla- meistari Kvennaskólans í Reykjavík, segir þjónustusamning þann sem skólinn gerði við menntamála- og fjármálaráðherra í febrúar sl. tví- mælalaust vera lyftistöng fyrir skól- ann. „Það er þó kannski of snemmt að fullyrða það á hlutlægum grund- velli, því reglulegar kannanir eiga eftir að leiða í ljós hver útkoman verður. Stór könnun verður gerð á næstunni og í kjölfarið verður skýrsla send ráðuneytinu," sagði hann. Aðalsteinn kvað framhaldið fara eftir því hvernig menn meti viðbrögð ráðuneytisins bæði varðandi fjár- hagslega og almenna aðstoð. Kvennaskólinn er meðal fímm fyr- irtækja og stofnana sem viðeigandi ráðuneyti hafa gert þjónustusamn- ing við, en í þeim kemur fram hvern- ig viðkomandi stofnun selur ráðu- neyti tiltekna þjónustu fyrir ákveðið verð. Tilgangurinn er að dreifa valdi, auka sjálfstæði stofnana og skilja ábyrgð á rekstri frá pólitískri stefnu- mótun. Björn Bjamason menntamálaráð- herra hélt fund með skólameistara, kennurum og fulltrúum nemenda Kvennaskólans sl. þriðjudag þar sem hann fór yfir samninginn og lýsti viðhorfum ráðuneytisins til hans, auk þess sem hann sagði almennt frá framhaldsskólafrumvarpinu. „Kom fram í máli Bjöms að ráðu- neytið vill mjög gjaman halda áfram að þróa verkefnið. Þegar könnunar- eða undirbúningsþætti verði lokið verði hægft að semja til lengri tíma við skólann. Ýmsir þættir innan samningins eiga_ þó eftir að skýrast nánar,“ sagði Ásdís Halla Braga- dóttir, aðstoðarmaður ráðherra. Mælanlegur árangxir Meðal þess sem felst í samningn- um, að sögn Aðalsteins, er að ná mælanlegum árangri í skólastarfinu. Var því í upphafi gert ítarlegt sjálfs- mat á skólastárfinu sem tiltekið var í 900 atriðum. Síðastliðið vor var gerð forkönnun og í framhaldi af því útbúin skýrsla til að undirbúa meginkönnunina sem er í vændum. „Slík könnun verður endurtekin reglulega á samningstímanum og mælt hvort þokast aftur á bak eða áfram. Þarna kennir margra grasa allt frá einkunnabókhaldi niður í mslafötur," sagði Aðalsteinn. Meðal breytinga er að allt launa- bókhald er nú hjá skólanum. „Smám saman á ráðuneytið að losna við alla pappírsvinnu vegna launa og at- hugasemdir varðandi launamál," sagði Aðalsteinn en kvað ennþá óljóst hvort hann hefði í framtíðinni frjálsari hendur varðandi launamál kennara. „Það gekk fremur illa að ljúka við þessi atriði í samningnum meðal annars vegna þess að verkfall kenn- ara var yfirvofandi á þeim tíma. Hinar stofnanirnar sem gengust undir þennan þjónustusamning fengu það svigrúm að geta raðað í launaflokka og þrep eftir innri ákvörðunum.“ Þyngdarstig prófa í samningnum voru tilgreind ákveðin atriði sem Aðalsteinn segir að vitað hafi verið að skólinn þyrfti að bæta sig í og nefnir hann aðstoð við seinfæra nemendur og besta hóp nemenda. „Við vissum einnig fyrir- fram að bæta þyrfti boðskiptakerfi innan skólans og að óvissa ríkir um þyngdarstig prófa hér í skólanum miðað við aðra skóla. Þetta höfum við ráðist í samhliða því að gera úttektina." Hann nefnir einnig að í haust hafi verið byijað að skrá ástundun samhliða fjarvistum. Einkum er ver- ið að leita eftir hættumerkjum, þannig að séu nemendur mjög lágir á skyndiprófum er haft samband við námsráðgjafa, umsjónarkennara eða foreldra. „Við höfum sett upp sér- staka aðstoð við heimanám fyrir „áhættuhópinn", þ.e. þá sem sýna merki þess að vera í hættu staddir, en öllum nemendum skólans er fijálst að nýta sér þessa aðstoð." Rusl um aír. Anna og Atli iina samon. rusl. drasl Vinímir IcBgj scr sdrun úti. Vir> gctum ckki lyii.LÁ willinn Htiim ( i íullur oí ilrasíi P/— "?y-: Atli og Una iina ru»l i pok.i. Amw Cg Mftur Ifr-a «k*:r kcmi. Þau kcyríj kcmma og skila (lÓMinum. Ijv'að cigutn við gcm vi<> jx’nin^aitó? spyr Anna 65 Á VINSTRI síðu er texti fyrir byijendur en á þeirri hægri fyrir lengra komna. Morgunblaðið/RAX HÖFUNDAR nýju lestrarbókarinnar f.v. Ragnheið- ur Gestsdóttir og Ragnheiður Hermannsdóttir. NÝSTÁRLEG lestrarbók fyrir yngstu nemend- ur grunnskólans kom út hjá Námsgagnastofn- un í september sl. Ber hún heitið Það er leik- ur að læra. Hún er athyglisverð meðal annars fyrir það að lesmálið er tvenns konar; á einni sfðu er auðveldur texti fyrir byijendur og á síðunni á móti þyngri texti ætlaður börnum sem þegar eru farin að lesa. Tuttugu ár eru liðin síðan nýtt námsefni í lestri kom á markað en þær bækur, sem þá komu út og stuðst hefur verið við, hafa verið endurskoðaðar. „Hugmyndin var því að bæta við öðrum valkosti fyrir kennara," sögðu höf- undarnir Ragnheiður Hermannsdóttir æfinga- kennari og Ragnheiður Gestsdóttir rithöfund- ur og myndlistarmaður, sem jafnfcamt mynd- skreytti efnið. Þær benda á að kennarar geti nýtt sér þyngri textann á ýmsa vegu. „Þeir geta til dæmis lesið hann upphátt fyrir börnin þannig að efni bókarinnar verði áhugaverðara. Einnig Nýstárleg lestrarbók fyrir byijendur geta þeir látið bömin leita að tilteknum orð- um, bókstöfum eða athugað lengd orða,“ sögðu þær. Lestrarbókinni fylgja tvær vinnubækur þar sem unnið er með sömu bókstafi og orð og í lestrarbókinni. í vinnubókunum er einnig for- skrift. Nýjustu rannsóknir sýna fram á að rit- un sé eðhlegur hluti lestrarnáms og því eigi það að haldast í hendur frá upphafi. „Auk þess að lesa með börnum og fyrir þau geta foreldrar hvatt böra sín til að skrifa innkaupa- lista, stuttar orðsendingar og fleira. Það getur hjálpað þeim að skilja tengsl ritaðs og talaðs máls,“ sagði Ragnheiður Gestsdóttir. Auk vinnubókanna fylgir kennarabók, þar sem meðal annars er bent á fjölbreytileg kennsluverkefni fyrir alla bókstafi stafrófsins. „Gert er ráð fyrir að tengja lestrarkennsluna öðrum námsgreinum eins og ritun, leikrænni tjáningu, myndmennt, tónmennt og stærð- fræði. Þá er rík áhersla lögð á fræðslu um umhverfið og að börain læri að hlúa að og bera virðingu fyrir umhverfi sínu,“ sagði Ragnheiður Hermannsdóttir. Bækurnar eru rikulega myndskreyttar og úr því umhverfi sem nútímabörn þekkja. „Myndiraar eru óaðskiljanlegur hluti af bók- arheildinni og er þeim ætlað að hvetja börain til umræðna og frásagnar,“ sögðu Ragnheið- arnar að lokum. Mun færri lyfja- tæknar útskrifast- en þörf er fyrir Morguriblaðið/ Sverrir EGGERT Eggertsson kennslustjóri ásamt nemendum sínum í lyfjatækni í apóteki Ármúlaskóla. Endurmenntun- arstofnun HÍ Námí útflutn- ings- og markaðs- fræðum EINS árs nám í markaðs- og út- flutningsfræðum verður tekið upp í janúar á vegum Endurmenntun- arstofnunar Háskóla íslands. Er námið ætlað fólki á vinnumarkaði sem lokið hefur stúdentsprófi eða sambærilegri menntun, hefur starfað í tvö ár á vinnumarkaði við söiu- og markaðsmál eða hygg- ur á starf á þessum vettvangi og skilur ensku þokkalega. Námið tekur 240 klst. og er reiknað með að kennt verði í 30-40 vikur, þ.e. í 4-8 tíma á viku. Kennt verður síðari hluta dags og á-laug- ardögum yfir vetrartímann en gert ráð fyrir um það bil tveggja mán- aða fríi yfir hásumarið. Að sögn Ingjalds Hannibalsson- ar, sem m.a. hefur staðið að undir- búningi námsins, er búist við að nemendafjöldi verði tkringum 25. Hann kveðst reikna með að að- sóknin verði næg, því útflutnings- og markaðsfræði skipti ísléndinga æ meira máli vegna aukinna tengsla við útlönd. „Ég hygg að flestir geri sér grein fyrir að bætt lífskjör á íslandi muni að miklu leyti byggja á auknum erlendum viðskiptum," sagði hann. Gísli Arason mun kenna rekstr- arhagfræði og íjármálafræði, Bima Einarsdóttir markaðsfræði, Jón Björnsson sölutækni og -stjómun, Þorgeir Pálsson mark- aðsrannsóknir, Ágúst Einarsson flutningafræði og Ingjaldur Hanni- balsson utanríkisverslun. Að auki er gert ráð fyrir að nemendur velji 70 tíma nám í við- skiptaensku, -þýsku eða -frönsku. Að námi loknu verður boðið upp á kynnisferð til Evrópulands, þar sem þátttakendur munu kynnast fyrirtækjum og stofnunum sem standa framariega á sviði mark- aðsmála. MUN FÆRRI lyfjatæknar útskrifast ár hvert en þörf er fyrir eða einungis í kringum sex. Ef vel ætti að vera þyrfti að útskrifa 12-16 manns ár- lega, að sögn Eggerts Eggertssonar, kennslustjóra á lyfjatæknibraut Ár- Qjúlaskóla. Geta þeir lyfjatæknar sem útskrifast yfirleitt valið úr fyrir- tækjum öfugt við það sem almennt gerist þegar fólk kemur úr námi. Búist er við að með nýjum lögum um lyfjadreifingu aukist enn eftir- spum eftir lyfjatæknum. Eggert kvað þó vanta í lögin að skylda þá sem afgreiða lyf til almennings að hafa fagmenntað fólk í vinnu. Að- spurður hvort lyfjatæknar væru bet- ur launaðir í apótekum en ófaglært fólk kvaðst Eggert hafa kannað málið og fengið þau svör á markaðn- um að svo væri. Hann benti á að lyfjatæknar vinna einnig í lyfjaheild- sölum, á spítölum og fleiri opinberum stofnunum. „Þeir eru einnig eftirsótt- ir í öllum heildsölum sem selja hjúkr- unarvörur," sagði hann. Bóklegt nám tekur fjögur ár og verklegt nám eitt ár. „Tvö fyrstu árin er hægt að taka í flestum fram- haldsskólum en námið er skilgreint. Lögð er áhersla á ensku, dönsku, íslensku og stærðfræði, líffræði, Iíf- færa- og lífeðlisfræði, efnafræði og heilbrigðisfræði,“ sagði Eggert. Lyfjatækninámi lýkur ekki með stúdentsprófí, þrátt fyrir að nemend- ur hafi lokið 140 einingum og þurfa nemendur því að taka nokkur fög til viðbótar ef þeir hafa hug á því. „Þeir sem það gera eru mjög vel settir ef þeir hyggja á lyfjafræðinám." Lyfjatækniskóli íslands var lagður niður 1992 og síðan hefur námið farið fram undir stjóm Ármúlaskóla, fyrst í kennsluhúsnæði Lyfjatækni- skólans við Suðurlandsbraut en í sumar flutti starfsemin alfarið í Ár- múlaskólann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.