Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 31
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SNJÓFLÓÐ OG
HÆTTUMAT
HNATTSTAÐA landsins og náttúruöfl hafa sett
mark sitt á þjóðlífið gegn um tíðina. Eldgos, haf-
ís, jarðskjálftar og snjóflóð eru kapítular í íslands sögu.
Nálægt 160 íslendingar hafa týnt lífi í snjóflóðum- á
þessari öld einni saman. Seinni tíma rannsóknir, þekk-
ing og tækni hafa vissulega auðveldað okkur búsetu í
landinu. En þrátt fyrir aukna þekkingu á náttúrufari
landsins koma náttúröflin okkur enn í dag óþyrmilega
í opna skjöldu.
A innan við ári hafa á fjórða tug Vestfirðinga látið
lífið í snjóflóðum. Og snjóflóðið á Flateyri, sem hugur
þjóðarinnar allrar er bundinn við þessa dagana, féll að
stærstum hluta utan hiættusvæðis, samkvæmt nýju
mati sem beið staðfestingar. Þrátt fyrir viðleitni til að
endurmeta hættuna reið höggið á nýjan stað, sem ekki
var séður fyrir. Það vekur upp spurningar um forsend-
ur og traustleika mata af þessu tagi. Full þörf virðist á
að fjalla um þessi mál öll í heild á nýjan leik í ljósi síð-
ustu atburða.
Vitneskja um fyrri tíðar snjóflóð hér á landi er af
skornum skammti. Snjóflóðarannsóknir eiga sér og
stutta sögu. Ofan í kaupið verða veðurfar og snjóalög,
sem hættunum valda, seint fyrirséð að fullu. Það verð-
ur því trauðla á vísan að róa um öruggar viðvaranir í
þessum efnum. En allt verður að gera sem í mannlegu
valdi stendur til að byggja upp rannsóknar- og varnar-
viðbúnað.
Þótt náttúruöflin virðist lítt útreiknanleg verðum við
með öðrum orðum að leggja allt kapp á fyrirbyggjandi
aðgerðir, snjóflóðarannsóknir, viðvarandi hættumöt,
varnarvirki þar sem þeim verður við komið og eftirlit
með snjóalögum. Rannsóknir, reynsla, fagleg og stað-
bundin þekking eru beztir vegvísar að traustari hættu-
mötum og, betri varnarbúnaði.
Vandinn er hins vegar sá, að þegar í ljós er komið
hvað þessi þekking er takmörkuð hlýtur hver og einn
íbúi sjávarplássa, sem á annað borð búa við snjóflóða-
hættu að spyrja sjálfa sig og fjölskyldur sínar, hvort
hægt sé að taka þá áhættu, sem fylgir búsetu, þar sem
snjóflóð gætu hugsanlega fallið á byggð. Sú hugsun
mun áreiðanlega sækja mjög á fólk á næstu mánuðum
og misserum.
HLUTUR BJORGUNAR-
SVEITARMANNA
BJÖRGUNARSVEITARMENN er tóku þátt í leitar-
starfinu í Súðavík unnu mikið starf við erfiðar
aðstæður. Meira en 600 manns voru kallaðir út vegna
snjóflóðanna og 340 björgunarsveitarmenn voru sendir
til Flateyrar.
Þegar hörmungar sem þessar ríða yfir veltur á öllu
að leit geti hafist sem allra fyrst. Snjóflóðið féll klukk-
an sjö mínútur yfir fjögur og innan klukkustundar var
búið að kalla út hópa leitarmanna. Klukkan sex um
morguninn lögðu tugir björgunarsveitarmanna af stað
frá Isafirði og klukkan 7.42 lagði varðskipið Ægir úr
höfn í Reykjavík með 105 menn, tvo sérþjálfaða leitar-
hunda og leitarbúnað um borð. Rúmri klukkustund síð-
ar lögðu þyrlur Landhelgisgæslunnar af stað.
Öll viðbrögð almannavarnakerfisins eru til fyrirmynd-
ar. Það er jafnframt ljóst, að sú reynsla sem menn
öðluðust við björgunaraðgerðirnar í Súðavík gerir að
verkum að allt björgunarstarf gengur hratt og greiðlega
fyrir sig.
Hin nýja þyrla Landhelgisgæslunnar hefur enn einu
sinni sannað gildi sitt auk þess sem aðstoð björgunar-
hunda reyndist ómetanleg. „Við fengum einn leitarhund
frá ísafirði og þegar við fengum þrjá hunda til viðbótar
inn á svæðið, með þyrlu Landhelgisgæslunnar um og
eftir hádegi, fundust margir á skömmum tíma. Hundarn-
ir hafa unnið ótrúlegt starf og leitin hefði ekki gengið
jafnhratt og hún gerði án aðstoðar þeirra,“ segir Snorri-
Hermannsson, vettvangsstjóri leitarinnar á Flateyri.
Vonin rak alla áfram • Það eru svo alltof margir dánir • jargaði að geta
hjálpaðtil • Magnþrungnar mótttökur • Eigum ekkert eftir þama
Morgunblaðið/Þorkell
FJÖLSKYLDAN að Unnarstíg 3 stendur við borðstokkinn
er Ægir leggst að bryggju í Reykjavík í gær. Frá vinstri:
Grétar Örn Eiríksson, Guðlaug Auðunsdóttir, Smári Snær
Eiríksson og Eiríkur Finnur Greipsson.
Morgunblaðið/Halldór
AUÐUNN Gunnar Eiríksson, elsti sonur Eiríks Finns og Guðlaugar, faðmar yngri bróður sinn, Grétar Örn, að sér
á hafnarbakkanum í Reykjavík. Grétar Örn hljóp langa leið í stórhríðinni á nærklæðunum einum fata nóttina
sem snjóflóðið féll, til þess að sækja hjálp handa fjölskyldu sinni. Auðunn Gunnar var ekki á Flateyri þegar
flóðið féll þar sem hann sækir framhaldsskóla í Reykjavík.
Erfíð stund er vinir og ættingjar tóku á móti Flateyringum í Reykjavíkurhöfn
HÓPUR íbúa á Flateyri kom
til Reykjavíkur klukkan
hálfellefu í gærmorgun
með varðskipinu Ægi,
ásamt björg-unarmönnum og öðru
hjálparfólki. Á Miðbakkanum tóku
vinir og ættingjar á móti Flateyring-
unum. Þetta var flestum erfið stund
og tilfinningar voru greinilega
blendnar; menn voru glaðir að heimta
ástvini sína úr helju, en sorgin vegna
þeirra látnu hafði yfirhöndina. Hugg-
unarorð fylgdu þéttum faðmlögum
og hlýjum handtökum á hafnarbakk-
anum.
Langferðabíll beið farþega en þeir
kusu margir að halda burt með skyld-
mennum eftir að kyrrlátum en magn-
þrungnum móttökum lauk.
Fundur til að þjappa
fólkinu saman
Flateyringarnir fóru margir til
ættingja og vina fyrst um sinn, en
aðrir fengu húsnæði á hóteli Rauða
krossins. Klukkan fjögur síðdegis
efndu Flateyringarnir, að eigin frum-
kvæði, til fundar í húsakynnum
Rauða krossins við Rauðarárstíg í
þeim tilgangi að þjappa sér saman
og fá upplýsingar um framhaldið.
Sumir, sem misst höfðu allt sitt,
komu að vestan í lánsfötum og fyrsta
verkefnið var að fá lánuð föt eða
kaupa ný.
Rauði krossinn útdeildi meðal ann-
ars einstaklingsaðstoð á fundinum,
sem ætluð er til að fólk geti keypt
sér helstu nauðsynjar.
Þög-ul samkennd
Þögul samkennd ríkti meðal Flat-
eyringa er þeir komu til fundarins í
húsi Rauða krossins. Þangað komu
bæði þeir, sem bjargast höfðu úr flóð-
inu vestra, og talsvert margir ætt-
ingjar, sem búsettir eru í Reykjavík,
ekki síst skólafólk.
Hjálparstöð hefur verið opnuð á
Rauðarárstíg 18 fyrir Flateyringa og
aðstandendur þeirra og verður hún
opin milli kl. 10 og kl. 18 í dag og
á morgun. í fyrradag er talið að um
fjögur hundruð manns hafi komið á
skrifstofur Rauða krossins að leita
upplýsinga um afdrif ættingja og
vina á Flateyri.
„Það var mikil sorg í húsinu —
það var nánast hægt að þreifa á
Huggunarorð
fylgdu faðmlögum
og handtökum
henni,“ sagði einn starfsmaður
Rauða krossins.
Eiríkur Finnur Greipsson, sem
bjargaðist ásamt konu sinni, Guð-
laugu Auðunsdóttur, og tveimur son-
um, Grétari Erni og Smára Snæ, úr
gjörónýtu húsi þeirra á Unnarstíg 3
á Flateyri, kom með Ægi til Reykja-
víkur í gær. „Þetta var bara tára-
flóð,“ segir Eiríkur, aðspurður hvern-
ig tíminn frá slysinu hafi liðið.
„Það eru svo alltof margir dánir,
vinir, ættingjar og kunningjar. Þótt
fjölskylda mín hafi öll sloppið nánast
ómeidd eru svo margir, sem eiga um
sárt að binda. Húsið okkar
fór að vísu í spón en það
eru allt hlutir, sem má bæta
og við höfum engar áhyggj-
ur af því. Það eru þeir, sem
hafa misst ástvini sína, sem
maður hefur mestar áhyggj-
ur af.“
Vil snúa aftur
Hann segir það ekki
slæma tilhugsun að snúa
aftur til Flateyrar, þrátt fyr-
ir hamfarirnar.
„Ég er borinn og barn-
fæddur Flateyringur. Ég á
auðvitað eftir að fara yfir
þetta allt saman með fjöl-
skyldu minni og ræð ekki
einn, en ég vona að okkur takist að
snúa aftur.“
Eiríkur segir ljóst að hættumatið,
sem menn hafi stuðst við í þorpum
víða á Vestfjörðum, veiti ekki nægi-
lega_ vörn.
„Ég hef verið í almannavarna-
nefnd árum saman og rekið fólk út
úr húsum á hættusvæðinu. Nú kemur
hins vegar til dæmis í ljós að einn
íbúinn, sem var beðinn um að yfir-
gefa heimili sitt, lenti í húsi sem flóð
fór á og lést. Það er miklu erfiðara
fyrir mann að sætta sig við slíkt en
annað, sem maður sá ekki fyrir.
Maður ber auðvitað ofboðslega
ábyrgð í því og ég vona að Guð styrki
okkur til að komast yfir það.“
Eiríkur segist vona að þeirri end-
urskoðun, sem snjóflóðaöryggismál á
Vestfjörðum hafa verið í, verði hald-
ið áfram af krafti. „Svona atburður
EINAR Ingi Kristinsson og Guðrún
Björg Lúðvíksdóttir.
gerir enn meiri kröfu um að slíku
verði hraðað," segir hann.
Rúmið uppi í þaki
„Húsið okkar er gjörónýtt. Við
hjónin vorum grafin upp eftir að son-
ur okkar hafði hlaupið lengst niður
á eyri að ná í hjálp,“ segir Guðlaug
Auðunsdóttir, eiginkona Eiríks, sem
kom til Reykjavíkur með Ægi ásamt
manni sínum og sonum þeirra tveim-
ur. Þriðji sonurinn tók á móti þeim
á hafnarbakkanum, en hann er við
nám í Reykjavík.
„Ég áttaði mig ekki á því hvað
hefði gerst fyrr en maðurinn minn
var búinn að grafa frá andlitinu á
mér. Snjórinn var blautur og þungur
og ég var alveg að kafna,“ segir
Guðlaug.
„Við lágum þarna föst í snjónum,
hann ofan á mér. Ég held að við
höfum verið í rúminu, en það
var komið alveg upp í þak.
Svefnherbergisálman var
hins vegar komin frá húsinu.
Svo kom hjálpin og við vor-
um einhvern veginn grafin
út og dregin í snjónum niður
á heilsugæslustöðina."
Dauðir hlutir skipta
ekki máli
Guðlaug, Eiríkur og synir
þeirra tveir voru flutt niður
í mötuneyti Kambs, þar sem
Flateyringum var safnað
saman. „Við vorum þar alveg
á fullu að taka á móti fólk-
inu, sem var með lífsmarki,
og koma í það lífi. Það bjarg-
aði mér að geta hjálpað til og þurfa
ekki að sitja og hugsa um það, sem
hafði gerst."
Guðlaug segist uggandi við að
snúa aftur vestur til Flateyrar. „Ég
veit ekki hvað framtíðin ber í skauti
sér. Við eigum náttúrlega ekkert eft-
ir þarna. En ég er ekki farin að hugsa
svona langt. Eg er ánægðust yfir því
að börnin mín fundust á lífi. Það er
fyrir öllu, dauðir hlutir skipta mig
ekki eins miklu máli.“
Sálarlífið þoldi ekki meira
„Þetta var hræðilega erfitt og mað-
ur örmagnaðist auðvitað og gafst upp
að lokum, en það var samt vonin og
einhver varaforði sem rak alla áfram
eins lengi og raun ber vitni. Sálarlífið
hjá mér þoldi hins vegar ekki meira,“
segir Einar Ingi Kristinsson sem var
einn þeirra sem kom með Ægi til
Reykjavíkur í gærmorgun.
Þegar flóðið féll var Einar sofandi
ásamt unnustu sinni, Guðrúnu
Björgu Lúðvíksdóttur, í verbúðum
sem standa nærri höfninni. Hann var
vakinn rétt fyrir klukkan sex aðfara-
nótt fimmtudags til að taka þátt í
björgunarstörfum og var á meðal
fimmtán fyrstu sem hófu leit.
„Ég dreif mig í fötin og fór út að
moka, en þá var veðrið svo slæmt
að við réðum ekki við neitt. Guðrún
fór hins vegar og sinnti aðhlynningu
í matsal Kambs, en þangað voru
þeir fluttir sem björguðust úr flóð-
inu,“ segir Einar Ingi.
Hann segir að aðstæður hafi verið
erfiðar fyrst í stað, en fregnir sem
bárust skömmu eftir flóðið þess efnis
að fólk hefði fundist á lífi og aftur
um hádegi á fimmtudag, hafi stappað
stálinu í leitarmenn.
Einar og Guðrún Björg voru bæði
aðkomumenn á Flateyri og segja
sáralitlar ef nokkrar líkur á að þau
snúi aftur til starfa þangað eftir
undangengna atburði. Flateyri verði
ekki söm að nýju og sálarástand
þeirra og annarra sem deili þessari
reynslu beri öll merki harmleiksins.
Uppbygging óráð
„Kvöldið eftir flóðið og um nóttina
í Ægi voru allir mjög þungir í skapi
eins og gefur að skilja, sérstaklega
innfæddir Flateyringar sem misstu
mikið í flóðinu eða voru nákomnir
þeim sem eiga um sárt að binda.
Fólk talaði um að uppbygging væri
óráð og sá litla framtíð í byggðarlag-
inu. En strax í dag [gærmorgun] var
léttara yfir fólki og það greindi
greinilega vonarglætu þrátt fyrir
allt,“ segir Einar Ingi.
Sveitarstjórar á nokkrum snjóflóðasvæðum segja
nauðsynlegt að endurskoða forsendur hættumats
Óhjákvæmilegt að
endurhugsa allt
ÞAÐ ER alveg ljóst að þeg-
ar fræðin bregðast svona
hrikalega, þá setur menn
hljóða," segir Þorvaldur
Jóhannsson, bæjarstjóri Seyðis-
fjarðar. „Það stendur fyrir dyrum
endurskoðun á hættumati fyrir
Seyðisfjörð sem á að ganga frá í
nóvember og desember. Ég geri
ráð fyrir að menn verði að setjast
niður og hugsa þetta dæmi allt upp
á nýtt,“ segir hann.
Vinnu við nýtt hættumat var
forgangsraðað. Hún hófst á Vest-
fjörðum og beinist nú að sveitarfé-
lögum á Norðurlandi og Austfjörð-
um.
„Spurningin er sú hvort atburð-
urinn á Flateyri verði ekki til þess
að menn verði að taka upp allt
önnur vinnubrögð við þetta.
Það er deginum ljósara að
miðað við þá atburði sem
þama áttu sér stað er eitt-
hvað jað í þeim útreikning-
um sem við byggjum á.
Snjóflóðasagan er stutt hér
hjá okkur miðað við önnur
lönd. Mér sýnist að þetta
muni verða til þess að
hættusvæðin verði frekar
stækkuð heldur en hitt,“
sagði hann.
Að sögn Þorvaldar er nú
unnið að ráðningu snjó-
flóðaeftirlitsmanna í ein-
stökum sveitarfélögum og
að eflingu forvarnarstarfs.
„Ég þori hins vegar ekkert
að segja um hvernig nýtt
hættumat fyrir Seyðisíjörð
mun líta út. En það er alveg
ljóst að svæðið hlýtur að
stækka,“ sagði hann.
Atburðirnir veikja trú
fólks á hættumati
Guðmundur Bjarnason,
bæjarstjóri í Neskaupstað,
sagði að nú væri að hefjast
vinna við endurskoðun á
snjóflóðahættumati fyrir
Neskaupstað. Hann sagði
að skoða þyrfti öll þessi mál
í ljósi atburðanna á Flateyri
en menn hafi þó alltaf gert
sér grein fyrir því að snjó-
flóð gætu fallið út fyrir þau
svæði sem afmörkuð hefðu
verið sem hættusvæði.
Aðspurður hvort hann teldi að
íbúar myndu ekki lengur treysta
snjóflóðahættumati í ljósi reynsl-
unnar frá Súðavík og Flateyri sagði
Guðmundur erfitt að svara því.
Auðvitað myndi þetta veikja trúna
á hættumatið, ef menn teldu að
hættumörkin væru endanleg og
örugg. „En þannig eiga menn ekki
að líta á hættumat. Þetta eru ein-
göngu hættulegri svæði en önnur,“
sagði hann.
Eigum stutta og gloppótta
snjóflóðasögu
Vinna stendur yfír eða
er að hefjast við gerð
snjóflóðahættumats fyr-
ir fjölmörg byggðarlög.
Sveitarstjórar sem rætt
var við telja nauðsynlegt
að endurskoða frá
grunni forsendur hættu-
mats og taka upp breytt
vinnubrögð,, í ljósi at-
burðanna á Flateyri.
Þorvaldur
Jóhannsson
Björn
Valdimarsson
_ Gísli
Ólafsson
Þrjú mannskæð
snjóflóð hafa fallið
út fyrir hættumörk
á síðustu átján
mánuðum
Nýtt hættumat fyrir Neskaup-
stað á að liggja fyrir í desember
eða strax í kjölfar vinnu við endur-
skoðað hættumat á ---------------
Siglufirði. „Það er
alveg ljóst að menn
skoða öll þessi mál
aftur í nýju ljósi,“
sagði Guðmundur.
Unnið er að nýju hættumati fyr-
ir Siglufjörð þessa dagana, að sögn
Björns Valdimarssonar bæjar-
stjóra. „Það er einsýnt að menn
verða að hugsa allar forsendur
fyrir gerð hættumats upp á nýtt.
Það liggur fyrir að á átján mánuð-
um hafa faílið þijú stór snjóflóð,
sem hafa leitt til mannskaða, og
þau hafa öll gengið lengra fram
en gert var ráð fyrir í hættumati.
Flóðin hafa þó öll komið úr þekkt-
um farvegum,“ sagði Björn og
vitnaði þar til snjóflóðanna sem
féllu á sumarhúsabyggðina í
Tungudal, í Súðavík og á Flateyri.
Björn sagði einsýnt að þessi mál
yrðu tekin til heildarendurskoðun-
----------------- ar og allt benti til ----
Ljóst að þess að hættusvæðin
stækka þarf sem skilgreind yrðu
hættusvæðin
_________________ mn sæi hms vegar
fyrir endann á hvaða
afleiðingar það hefði fyrir viðkom-
andi byggðir. „Þarna verður að
hafa öryggið í fyrirrúmi og hugsa
allt upp á nýtt,“ sagði hann.
„Við eigum stutta snjóflóðasögu
og það vekur spurningar um hvort
hægt er að treysta þeim forsendum
sem stuðst er við úr sögunni. Það
þarf kannski að hugsa alveg upp
á nýtt þær forsendur sem að baki
búa,“ sagði hann.
„Einar Sveinbjörnsson veður-
fræðingur benti á á ársfundi Sam-
bands fískvinnslustöðva að frá því
snemma á öldinni og fram yfir
1960 hefðu íslendingar farið í
gegnum einstakt hlýindaskeið.
Þetta er það tímabil, sem við höfum
skráð snjóflóðasögu okkar. Við eig-
um ekki eldri skráningar. Hér á
Siglufirði nær sagan tæplega aftar
en til 1919 og er gloppótt.
Fræðimenn munu og þurfa
áreiðanlega að velta fyrir sér
hvernig snjóasöfnun á Islandi í
vonskuveðri á sér stað, þar sem
snjór hleðst upp í 12 vindstigum.
Þarf ekki að fara að gefa því meiri
gaum að snjórinn er ef til vill far-
inn að hlaðast meira upp
en menn þekktu áður fyrr?“
sagði Bjöm.
Síðastliðin þijú ár hefur
verið fylgt óstaðfestu
hættumati fyrir Siglufjörð.
Ástæðumar eru þær að
komið hafa fram nýjar
heimildir sem taka þarf til-
lit til, að sögn Bjöms, og
hins vegar var ákveðið að
bíða með staðfestingu
hættumats fyrir Siglufjörð
þar til ný reglugerð lægi
fyrir. í ársbyijun óskuðum
við eftir því að matið yrði
staðfest en þá varð niður-
staðan sú að vinna þess í
stað nýtt hættumat fyrir
bæinn og við bíðum nú eft-
ir því,“ sagði Björn.
Stöðug endurskoðun
Gísli Ólafsson bæjarstjóri
í Vesturbyggð segir að snjó-
flóðahættumat þurfi í sí-
felíu að vera í endurskoðun.
„Forvarnir og nógu öflugt
eftirlit eru besta ráðið en
auðvitað verðum við Pat-
reksfirðingar að taka öll
þessi mál til endurskoðmiar
í ljósi síðustu atburða. Ég
ætla hins vegar ekkert að
fullyrða um það hver niður-
staðan verður."
Guðmundur Gísli seUir að reynslan
Bjarnason hafi kennt Patreksfirðingum
að ákveðin svæði séu snjó-
flóðahættusvæði. Allt mat fari hins
vegar. eftir aðstæðum. „Ef snjóar
mikið og komin er snjóflóðahætta
hljóta önnur svæði einnig að vera
skilgreind sem hættusvæði. í fyrra
var til dæmis tekin um það ákvörð-
un, oftar en einu sinni, að rýma
hús langt út fyrir skilgreind hættu-
svæði hér á Patreksfírði. Bæjaryfír-
völd munu að líkindum bregðast
við með svipuðum hætti ef slík staða
kemur upp aftur.“
Núverandi hættumat fyrir Pat-
reksfjörð er orðið nokkurra ára
gamalt. Var það grundvallað á
upplýsingum um stór flóð sem
féllu árin 1906 og 1921 en hættu-
svæðið stækkaði töluvert í kjölfar
þeirra. Að sögn Gísla hefur byggð
------------- vaxið á þessu svæði
í seinni tíð en fyrir
liggja tillögur um
aðgerðir til að veija
svæðið sérstak-
lega.
Það er eitt-
hvað að út-
reikningunum
Þá vildi Gísli taka fram að íbúar
á sunnanverðum Vestfjörðum búi
ekki við eins erfiðar aðstæður og
til að mynda Súðvíkingar og Flat-
eyringar. „Hér snjóar ekki eins
mikið og snjóalög eru þar af leið-
andi ekki eins þykk. Það er hins
vegar alltaf nauðsynlegt að vera á
varðbergi."