Morgunblaðið - 28.10.1995, Qupperneq 38
MORGUNBLAÐIÐ
38 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995
J... .... 1,1"
BARÐUR D.
JENSSON
+ Bárður Jens-
son, fyrrver-
andi formaður
verkalýðsfélagsins
Jökuls í Ólafsvík,
fæddist í Ólafsvík
16. október 1918.
Hann lést á Borg-
arspítalanum í
Reykjavík 20.
október sl. For-
eldrar hans voru
^ Metta Krisljáns-
dóttir og Jens Guð-
mundsson. Bárður
var yngstur fjög-
urra systkina, hin
voru Sigríður, Guðmundur og
Kristján, sem öll eru látin. Auk
þess er eftirlifandi uppeldis-
bróðir þeirra Eggert Krist-
jánsson, sem dvaldi um árabil
á heimili foreldra Bárðar og
er nú búsettur hér í Ólafsvík.
Eftirlifandi maki Bárðar er
Áslaug Aradóttir, sem fædd
er 7. ágúst 1924, en þau giftu
sig árið 1944. Börn þeirra
hjóna eru: Auður, Friðrik, en
hann lést af slysförum árið
1981, Garðar, Jennetta, Sig-
urður Skúli og Jóhanna. Auk
þess eignuðust þau hjónin
dóttur árið 1947 en hún lést,
óskirð, fljótlega það sama ár.
Bárður tók minna mótorvél-
stjórapróf í Reyiqavík 1940.
Hann var vélstjóri af og til hjá
Guðmundi Jens-
syni 1940-70, með-
al annars á vélbát-
unum Hrönn, Agli,
Sæfelli og Pétri
Jóhannssyni, en
vann þess á milli
ýmis önnur störf,
var vagnstjóri hjá
SVR 1942-43 og
aftur 1966-72, vél-
stjóri hjá Örnójfi
Valdimarssyni í Ól-
afsvík á Sindra
1947 og aftur
1954-56, hjá Víg-
lundi Jónssyni í
Ólafsvík á Snæfelli 1951 og á
Fróða 1958, hjá G. Guðmunds-
syni 1953, á Lyngey á Höfn í
Hornafirði 1977 og loks hjá
Þorvarði Lárussyni 1978.
Hann var formaður og fram-
kvæmdastjóri Verkalýðsfé-
lagsins Jökuls í Ólafsvík
1978-90, sat í stjórn Verka-
mannabústaða Ólafsvíkur
1978-91, þar af formaður
stjórnar í átta ár. Hann hefur
setið í stjóm VMSÍ, ASÍ, SSÍ
og hann var formaður Um-
ferðarráðs Ólafsvíkur í 10 ár.
Hann hefur hlotið heiðurs-
merki og viðurkenningu frá
Sjómannadagsráði Ólafsvíkur.
Útför Bárðar fer fram frá
Ólafsvíkurkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
MEÐ Bárði Jenssyni er fallinn í
valinn góðkunnur borgari hér í
Ólafsvík sem hefur, að fáum árum
undanskildum, lifað og starfað alla
sína ævi hér í byggðinni. Bárður
var á lífsleiðinni liðtækur og hæfur
til margra starfa enda náði hann
að verða góðkunningi nær þriggja
kynslóða hér í bænum, m.a. í
gegnum margvísleg störf sín.
Fram á hið síðasta var hann mað-
ur hressileikans og glaðværðar
þótt undir byggi á stundum veru-
íegt skap sem nýttist honum til
hreinskiptra skoðanaskipta ef
þurfa þótti.
Foreldrar Bárðar voru Metta
Kristjánsdóttir, mikilhæf kona og
þekkt félagsmálamanneskja hér,
og Jens Guðmundsson sjómaður,
^en hann lést af slysförum árið
1922 en þá varð Bárður aðeins
fjögurra ára gamall. Árið 1926
giftist móðir hans aftur, Jóhanni
Kristjánssyni formanni, sem síðar
gekk þeim systkinum í föðurstað.
Á unglingsárum Bárðar var
ekki margra kosta völ um störf.
Yfírleitt beið það gjarnan ungra
manna að hefja erfíð störf við sjó-
sókn á opnum árabátum frá hafn-
lausri ströndinni. Það varð einnig
hlutskipti Bárðar Jenssonar fyrst
um sinn.
Fljótlega aflaði Bárður sér vél-
stjómarréttinda og starfaði sem
.sjíkur um árabil á bátum hér í
— Olafsvík. Um leið tók hann sem
sjómaður hér fullan þátt í þeirri
miklu uppbyggingu og framförum
sem hófust hér á seinni hluta
fjórða áratugarins. Ennfremur
starfaði hann hér um nokkurra
ára skeið sem vélvirki í vélsmiðj-
unni Sindra.
Á foreldraheimili sínu drukku
þau systkinin í sig frá móður sinni
mikinn félagsanda þar sem lið-
veislu var gjaman ríkulega veitt
út í byggðina í sveitarstjómar-,
mannúðar- og menningarmálum,
t.d. með virkri þátttöku í leiklistar-
starfsemi sem þá stóð með miklum
blóma hér í byggðarlaginu með
dyggri tilstuðlan Bárðar og
bræðra hans. Snemma eignaðist
Bárður sína fyrstu harmonikku og
lagði þannig fram sinn skerf til
dansleikjahalds á staðnum. Reynd-
ar hefur hann sjaldan síðan skilið
nikkuna við sig.
Árið 1944 gekk Bárður í hjóna-
band með æskuvinkonu sinni, Ás-
laugu Aradóttur formanns hér í
Ólafsvík, mikilli ágætiskonu og
hafa þau ávallt búið hér að fáum
árum undanskildum þegar þau
bjuggu í Reykjavík. Þau byggðu
sér fljótlega íbúðarhús hér í Ólafs-
vík. Böm þeirra urðu sjö, mikið
ágætisfólk.
Eins og áður er getið var Bárð-
ur mjög fjölhæfur til starfa. Auk
þeirra starfa sem áður voru hér
talin starfaði Bárður sem bifreiða-
stjóri til margra ára, m.a. um tíma
hjá Helga Péturssyni, "sérleyfís-
hafa í Gröf, og ennfremur sem
strætisvagnabílstjóri hjá Reykja-
víkurborg á búsetuárum þeirra
Áslaugar syðra. Eftir að þau hjón-
in fluttust aftur vestur starfaði
hann til margra ára sem ökukenn-
ari. Árið 1978 var Bárður kosinn
formaður verkalýðsfélagsins Jök-
uls hér í Ólafsvík og jafnframt
varð hann starfsmaður félagsins.
Gegndi hann þeim störfum í hart
nær 11 ár. Það verkefni Ieysti
hann af hendi með miklum sóma
enda mjög farsæll í því starfí.
Undir hans stjórn efldist hagur
félagsins mjög, m.a. eignaðist fé-
lagið sína fyrstu húseign í Skál-
holti 7 og síðar á Ólafsbraut þar
sem það er nú til húsa. Starf Bárð-
ar hjá verkalýðsfélaginu var mjög
virt, bæði af félögum hans og sam-
skiptaaðilum félagsins út á við.
Síðustu árin hafa þau hjónin
búið á dvalarheimilinu Jaðri hér í
bæ en Áslaug hafði þá áður orðið
fyrir heilsubresti er leiddi af sér
verulega fötlun hennar.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu-
sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld-
ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu-
kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld 1 úrvinnslu. Senda má greinar til
blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á
heimaslðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa
örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega linulengd — eða 3600-4000 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sln en ekki stuttnefni undir greinunum.
MINNINGAR
Um leið og við Ólafsvíkingar
kveðjum góðan vin og þökkum
honum eftirminnileg viðkynni og
samstarf hér í byggðinni færum
við eiginkonu Bárðar, börnum
þeirra hjóna og öllum afkomend-
um okkar innilegiustu samúðar-
kveðjur vegna fráfalls hans.
Minning hans lifir um ókomin ár
meðal þeirra er lifa og starfa í
Ólafsvík.
Sveinn Þór Elínbergsson.
Þegar kallið kemur fær enginn
undan vikist að hlýða því, það
kall berst heijum og einum er
fæðist þessum heimi. Þannig var
því einnig farið með Bárð, föður-
bróðir minn. Ég var orðin fullorðin
þegar ég kynntist honum og var
það mér mikil ánægja. Bárður var
mér og minni Ijölskyldu mjög kær
vinur. Við hjónin heimsóttum hann
og Áslaugu konu hans á heimili
þeirra í Ólafsvík og síðar á dvalar-
heimilið og voru það alltaf ánægju-
legar stundir. Bárður var viðræðu-
góður og hafði alltaf svör við öllu
á reiðum höndum. Hann var ákaf-
lega hlýr maður enda geislaði hann
honum góðvildin.
Ég vil með þessum fáu línum
þakka Bárði ánægjulegar sam-
verustundir og allt það sem hann
gerði fyrir mig og fjölskyldu mína.
Elsku Áslaug, megi góður Guð
styrkja þig og fjölskyldu þína. Guð
blessi minningu um góðan frænda.
Guðný Jensdóttir.
Mig setti hljóða þegar móðir
mín hringdi og sagði mér að Bárð-
ur afabróðir minn væri dáinn. Ég
hafði vitað að hann hefði verið
veikur, en hann var alltaf svo
sterkur að ég bjóst ekki við að
hann myndi lúta í lægra haldi í
baráttunni við sláttumanninn
strax.
Ég man fyrst eftir Bárði, eða
Badda afa eins og ég var vön að
kalla hann, þegar ég var á áttunda
árinu, kom hann í heimsóknn til
okkar í Hólminn ásamt Áslaugu
konu sinni og þegar hann kvaddi
mig þá faðmaði hann mig svo fast
og gaf mér svo 100 krónur að
skilnaði, þetta voru mín fyrstu
kynni af góðum manni sem kom
í afa stað. Aldrei leið svo það sum-
ar að við hittumst ekki, ég fór
yfírleitt til þeirra til Ólafsvíkur í
fylgd með foreldrum mínum og
svo í seinni tíð ein. Alltaf var vel
tekið á móti mér. Mér er þó sér-
staklega minnisstæð sjómanna-
dagshelgin fyrir þremur árum þá
dvaldi ég ásamt félögum mínum
í lúðrasveit Verkalýðsins í Ólafsvík
og skrapp ég í heimsókn til þeirra
hjóna daglega. Svo var það að ég
kom og var ekki búin að borða.
Baddi afí var nú fljótur að kippa
því í liðinn. Því eitthvað varð ég
nú að fá, hann hélt það nú. Með
það sama rokinn út og kom til
baka með mat, krakkafæði eins
og hann kallaði það. Það var sama
hvað ég reyndi að malda í móinn,
hann tók ekki nei sem svar. Það
var honum líkt.
í þessum heimsóknum mínum
var mikið spjallað um heima og
geima. Stundum kom það fyrir að
við vorum ekki alltaf sammála en
alltaf enduðu þessar samræður vel
þó að okkur þætti gaman að rök-
ræða. Þetta voru góðar og
skemmtilegar stundir.
Mig óraði ekki fyrir því að
síðastliðið vor yrði í síðasta skipti
sem Baddi afi faðmaði mig fast
og kveddi mig. En svona er lífið.
Menn fæðast, lifa og deyja. Guð
einn ræður og ég veit að Baddi
afí er á öruggum stað og það verð-
ur hugsað um hann.
Deyr fé
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Áslaugu og fjölskyldu votta ég
samúð mína.
Jenný Steinarsdóttir.
Föstudaginn 20. október sl. lést
í sjúkrahúsi í Reykjavík föðurbróð-
ir okkar, Bárður Dagóbert Jensson
frá Ólafssvík. Bárður var fæddur
í Ólafsvík, sonur hjónanna Mettu
Kristjánsdóttur og Jens Guð-
mundssonar sjómanns. Þau Metta
og Jens eignuðust þijá syni er
lifðu, en áður átti Metta dóttur,
Sigríði, með fyrri manni sínum,
Hans, er lést af slysförum á sama
tíma og Sigríður fæddist. Albræð-
ur Bárðar voru Guðmundur og
Kristján. Eftirlifandi er uppeldis-
bróðir þeirra, Eggert Kristjánsson.
Ekki nutu þau systkin föður
síns lengi því Jens lést við störf á
sjó 15. mars 1922. Bárður var þá
aðeins fjögurra ára gamall, yngst-
ur þeirra systkina.
Á þessum árum var ekki um
mikla samhjálp eða tryggingar að
ræða þó heimilisfeður og fyrirvinn-
ur féllu frá, en með dugnaði og
útsjónarsemi tókst Mettu að halda
bömunum hjá sér að mestu og búa
þeim heimili. Eflaust hefur það
verið hörð barátta, en hún herti
þau öll og gerði þau samhent og
samrýnd. Við tókum snemma eftir
því, krakkamir, að þegar þær
amma og Sigga frænka töluðu um
þá bræður var alltaf talað um
drengina þeirra, en Sigga sem var
nokkm eldri tók fullan þátt í upp-
eldi þeirra bræðra með móður
sinni. Oft minntust þeir þess að
Sigga fór til Reykjavíkur til að
vinna, þar vann hún fyrir ferming-
arfötum á þá alla, hún vildi hafa
drengina sína fína.
Þaðr e ljóst að þau systkin hafa
erft dugnað og áræðni mömmu
sinnar, öll komu þau sér áfram á
eigin spýtur, Sigríður við matsölu
sem hún var víða þekkt fyrir og
þeir bræður öfluðu sér allir atvinnu-
réttinda sem þeir nýttu sér. Þeir
vom allir vel máli famir og höfðu
sérstaklega góða frásagnargáfu.
Bárður lærði vélstjórn og var
vélstjóri á bátum hér í Ólafsvík
og víðar. Einnig vann hann um
tíma í vélsmiðjunni Sindra sem var
ein stærsta vélsmiðja hér við
Breiðafjörð undir stjórn Bjarna
heitins Sigurðssonar, þess kunna
hagleiksmanns.
Við upphaf áætlunarferða á milli
Ólafsvíkur og Reykjavíkur keyrði
Bárður rútur hjá sérleifíshafanum
Helga Péturssyni, þá var bifreiða-
akstur ævintýrastarf og við krakk-
amir fengum oft að fljóta með í
bílnum þegar farið var með hann
í þvott og þóttumst þá heimsvön.
Bárður kvæntist eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Áslaugu Áradóttur
frá Ólafsvík, 12. febrúar 1944.
Þau hjónin voru mjög samrýnd og
í okkar augum voru þau alltaf eins
og nýtrúlofað par. Þau fylgdust
alltaf vel með því sem var að ger-
ast, fóru í bíó, á böll og tóku þátt
í öllu félags- og menningarlífi í
bænum. Það er eftirminnilegt að
hafa séð þau sveiflast á dansgólf-
inu í gamla félagsheimilinu, þau
hefðu getað verið að koma úr
dansskóla. Þau lögðu líka sitt af
mörkum við að skemmta öðmm.
Um langt árabil störfuðu þau í
Leikfélagi Ólafsvíkur, léku bæði
og unnu þau verk sem varð að
vinna við leiksýningar. Bárður lék
í flestum stærstu og umfangs-
mestu sýningum félagins. Þau eru
minnisstæð hlutverkin hans, allt
frá Gvendi smala í Skugga-Sveini
til aðalhlutverks í leikritinu Hart
í bak, ásamt mörgum öðrum.
Bárður hafði einnig yndi af tónlist
og spilaði á harmonikku, áður fyrr
á dansleikjum og alltaf heima fyr-
ir. Síðast spilaði hann í afmæli
einnar sambýliskonu þeirra hjóna
á Jaðri nú í ágúst og var ekki að
heyra að hann hefði neinu gleymt.
Þau Bárður og Áslaug eignuð-
ust sjö börn. Öll eru börnin mann-
kostafólk sem láta til sín taka víða
í samfélaginu, en fráfall sonarins
Friðriks, sem lést 7. maí 1981 af
slysförum, varð þeim mikið áfallt
sem setti mark sitt á þau lengi á
eftir.
Árið 1966 flutti fjölskyldan til
Reykjavíkur, sum bömin voru þá
að fara í nám og ýmsar aðrar
ástæður lágu að baki. í Reykjavík
vann Bárður við leiguakstur og
akstur hjá Strætisvögnum Reykja-
víkur. Árið 1972 fluttu þau aftur
til Ólafsvíkur, hvöttu foreldrar
okkar og Sigga frænka mjög til
þess. Það var gaman að fylgjast
með pabba þegar að flutningum
kom og auðséð að þetta var hans
hjartans mál.
Eftir flutninga byggðu þau
íbúðarhús á Ólafsbraut 54. Hóf
hann þá ökukennslu á bifreið sinni.
Fljótlega tók hann við formennsku
í verkalýðsfélaginu Jökli og barð-
ist þá djarflega fyrir bættum kjör-
um og aðbúnaði verkafólks. Starf-
aði hann hjá félaginu til ársins
1989, er hann lét af störfum að
eigin ósk. Hófst nú nýr kafli í starfí
hans sem var útgerð. Hann keypti
sér trillur og var mjög kappsfullur
við handfæraveiðarnar og ekki síð-
ur við að láta breyta þessum bát-
um eins og honum fannst þeir eiga
að vera. Oft var gantast með þessi
útgerðarmál hans í góðu tómi en
Bárður var einstaklega léttur og
skemmtilegur og sá skoplegu hlið-
arnar á þessu eins og öðru. Um
miðjan áttunda áratuginn varð
Áslaug fyrir varanlegu heilsutjóni,
en sameiginlega tókust þau á við
þann vanda eins og allt annað.
Fljótlega tóku þau þá ákvörðun
að flytja á dvalarheimilið Jaðar,
þar sem Áslaug fékk þá aðstoð
sem hún þurfti. Þar hafa þau átt
heimili síðan.
Árið 1987 var listamönnum boð-
ið til Ólafsvíkur, þar á meðal var
Iistakonan Alda Árnadóttir. Ein
af myndum sem hún málaði hét
Húsið hennar ömmu. Auðvitað
kom ekki annað til greina en að
mamma keypti myndina því þetta
voru tvö hús, húsið hennar ömmu
og húsið hennar mömmu. Þessi
mynd hangir nú á vegg í dvalar-
heimilinú Jaðri.
Nú er húsið hennar ömmu horf-
ið, amma Sigga og þeir bræður
allir. Eftir eru minningar um ótrú-
lega fjölbreytt mannlíf stórrar og
dugmikillar fjölskyldu sem lét sig
varða allt sem gerðist í bænum,
sem og landsmálin. Það var ekki
þannig að allir væru sammála en
öll mál voru rædd og tekist á um
þau.
Hann Baddi frændi okkar gekk
ekki alltaf heill til skógar. Síðustu
árin var hann oft lasnari en hann
vildi viðurkenna og var ekki sáttur
við að fá ekki bót á veikindum
sínum. Hann gerði sér örugglega
fulla grein fyrir þeirri áhættu sem
hann tók þegar hann fór í síðustu
aðgerðina.
Það er sjónarsviptir þegar menn
eins og Bárður Jensson hverfa af
sviðinu. í okkar augum er bærinn
ekki sá sami á eftir. En þakka ber
langa og gjöfula samfylgd. Að lok-
um viljum við votta Áslaugu,
frændsystkinum okkar og fjöl-
skyldum þeirra innilega samúð og
biðjum guð að vera með þeim.
Bróðurdætur í Ólafsvík.
Á ferð um Snæfellsnes sl.
þriðjudag var mér sagt að ágætur
vinur Bárður D. Jensson hefði lát-
ist skömmu eftir aðgerð sem hann
gekkst undir á sjúkrahúsi í
Reykjavík. Hann hafði verið orðinn
hress og kátur eftir 'aðgerðina
þegar hann skyndilega varð alvar-
lega veikur, sem leiddi til andláts.
Okkar kynni urðu fyrst þegar
ég heimsótti þau hjón Bárð og
Aslaugu þegar Eiður Guðnason,
núverandi sendiherra íslands í
Ósló, og Sveinn Elínbergsson
kynntu mig fyrir þeim í fyrstu
ferð minni til Ölafsvíkur í aðdrag-
anda alþingiskosninga 1991. Mér
eru hugstæðar hlýjar móttökur
þeirra hjóna. Þótt Áslaugu væri