Morgunblaðið - 28.10.1995, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 39
þá ekki létt um tjáningu var gleð-
in og glettnin augljós. Bárður var
þá hreystin og gleðin uppmáluð
en hann var þá orðinn 72 ára.
Samræður snerust um útgerð,
sjómennsku, fiskvemdun og tog-
veiðar á grunnslóð. Skoðanir og
rök Bárðar á þessum málum voru
skýrar og settar fram með rökum
sem óhrekjandi voru og em t.d.
um hver áhrif það hefur haft að
togveiðiskip hafa hreinlega brotið
niður skjóltinda og standa á slóð-
um sem alltaf var unnt að fá fisk
á færi, með þeim afleiðingum að
botninn er nær sléttur þar sem
áður vom 20 metra standar og
fiskurinn er horfínn. Svona vora
rökin sett fram með sönnun á
dýptarmælispappír frá sömu slóð-
um en mismunandi tíma. Það bar
einnig við að hann hringdi og segði
mér að nú væri málum svo komið
í málefnum trillukarla að ekki
mætti við svo búið standa. Gleði
og kátína einkenndu samtöl okkar
Bárðar, umræða um leiklist, gam-
anvísur, harmonikkuspil og ýmis-
legt sem gefur ekki hvað síst lífinu
svo mikið gildi.
Málefni þeirra sem lakar eru
settir, vora honum alveg ljós og
bar hann sérstaka umhyggju fyrir
þeim og ýmsum sem hafa orðið
fyrir áföllum í lífinu. Þótt það sé
ekki í stíl Bárðar að ræða slíka
hluti þá segi ég hér frá því að
mér er kunnugt um ungan mann
sem átti í erfiðleikum fyrir nokkr-
um áram vegna skulda. Hann leit-
aði til Bárðar sem gekkst í ábyrgð
og útvegaði peninga, með þessum
orðum: „Peningar era ekki allt í
lífinu, vinur minn, en að standa
við það sem maður segir, það er
mannsbragur að því.“ Þessum
ijármunum hefur öllum verið kom-
ið í skil og umræddur ungur mað-
ur eignaðist trúnaðarmann og fé-
laga sem hann leit á sem föður.
Þessi ungi maður sagði við mig:
„Ég mun aldrei framar koma mér
í slíka fjárhagsstöðu sem ég var
í. Nú skulda ég engum og mun
ekki gera“. Ég get líka sagt frá
ferðamanni sem _ fyrir nokkram
áram átti leið um Ólafsvík og tjald-
ið hans bilaði og engin leið var
að fá það viðgert. Bárður sagði
honum að koma með sér heim þar
sem hann fór inn í bflskúr, náði í
tjaldið sitt og afhenti ferðamann-
inum með þessum orðum: „Þú
sendir það svo vinur þegar þú ert
búinn að nota það.“ Þessi era
kynni mín af þessum ágæta félaga
sem í dag er kvaddur frá Ólafsvík-
urkirkju.
Okkar sameiginlega áhugamál
harmonikkan var á sínum stað í
íbúð þeirra Bárðar og Áslaugar
og fékk ég að grípa í hana öðru
hveiju. Síðastliðið haust var haldið
kjördæmisþing Alþýðuflokksins á
Vesturlandi í Ólafsvík. í lok fund-
arins var borðað saman og tekið
upp léttara hjal. Jón Baldvin sagði
gamansögur, en hann var í sér-
stöku uppáhaldi hjá Bárði, menn
sungu saman og hápunkturinn var
þegar Bárður reis upp frá borðum
og söng undir laginu Domínó gam-
anvísur sem hófust með orðunum
Ólafsvík, Ólafsvík, með ljúfri og
tónvissri rödd. Það var mikil
ánægja okkar félaganna að kynn-
ast þessari hlið Bárðar og hefur
nær alltaf verið nefnt þegar
minnst er þessa fundar þegar félög
jafnaðarmanna í Snæfellsbæ sam-
einuðust.
Okkar síðasti fundur var nú í
ágúst. Þá leit ég til þeirra hjóna
og meiningin var að hittast nú í
þessari viku, en enginn veit hve-
nær kallið kemur, af þeim fundi
varð ekki.
Ég vil að lokum þakka góð
kynni við þennan sómamann sem
nú er látinn og votta öllum börn-
um, ættingjum og vinum innilega
samúð og sérstaklega Áslaugu
sem hefur misst þennan elskulega
förunaut sem Bárður D. Jensson
var.
F.h félaga á Vesturiandi, Gísli
S. Einarsson.
KRISTJAN
EINARSSON
Guðný, f. 29. apríl
1944, b. Stefán
Ingi, f. 1964, maki
Helga, f. 1965, b.
Arnar, f. 1991, b.
Stefáns Róbert
Már, f. 1983. Lauf-
hildur Harpa, f.
1966, maki Stefán,
f. 1964, b. Sandra,
f. 1989, Stefanía
Ýr, f. 1995, Ingunn
Margrét, f. 1978.
Eindís, fædd 16.
janúar 1952, maki
Haraldur Þór, f.
1956, b. Jóhann
+ Kristján Ein-
arsson, bóndi
að Enni, Viðvíkur-
sveit, Skagafirði,
var fæddur í Bol-
ungarvik 10. októ-
ber 1924. Hann lést
á gjörgæsludeild
Landspítalans mið-
vikudagin 18. októ-
ber, eftir stutt
veikindi. Foreldrar
hans voru Einar
Teitsson frá Berg-
stöðum á Vatnsnesi
í Húnavatnssýslu,
f. 21. febrúar 1890,
d. 25. nóvember 1932, og Sig-
ríður Ingimundardóttir, f. 20.
apríl 1896, d. 3. október 1989.
Systkini Kristjáns eru Daníel,
f 9. júlí 1921, Guðmunda, f.
1. mars 1926, Guðný, lést á
tvítugsaldri, og hálfbróðir
Ingimundur, f. 23 nóvember
1939. Kristján fluttist ungur
að árum ásamt móður sinni til
Siglufjarðar, þaðan að Ing-
veldarstöðum í Hjaltadal. Árið
1944 fluttust Kristján og eftir-
lifandi kona hans, Laufey
Magnúsdóttir, fædd 17. mars
1923 í Bolungarvík, að Hof-
stöðum í Viðvíkursveit, og
hófu þar búskap. Árið 1946
fluttu þau að Læk í sömu sveit.
Árið 1948 fluttu þau Kristján
og Laufey að Enni í Viðvíkur-
sveit og stundaði Kristján þar
bústörf þar til hann lést. Börn
Kristjáns og Laufeyjar:
Ingi, f. 1980, Alda Laufey, f.
1983, b. Eindísar Kristján
Geir, f. 1973, maki Rakel, f.
1966, Ragnhildur, fædd 16.
júlí 1962, sambm. Jóhann, f.
1952, b. Ragnhildar, Jón Krist-
ján, f. 1980, Sigurður, f. 1985,
Hjálmar Birgir, f. 1991. Ing-
unn, fædd 13. apríl 1967, dáin
15. júní 1977. Fóstursonur
Kristjáns: Sigurberg Hraunar,
fæddur 15. okt. 1942, giftur
Oddrúnu, f. 1936, b. Guðmund-
ur Gunnar, f. 1964, maki Lauf-
ey, f. 1964, b. Hraunar Karl,
f. 1991. Kristján Daníel, f.
1966, maki Ásthildur, f. 1969,
b. Oddur Ingi, f. 1994. Ingi-
björn, f. 1967, maki Valborg,
f. 1973, b. Guðlaugur Már, f.
1993. Layfey, f. 1972.
Útför Kristjáns fer fram frá
Viðvíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
AFI í sveitinni er dáinn, þetta er
sár setning, ekki granaði mig að
helgin 29. september til 1. október
sl. yrði okkar síðasta samverustund
í sveitinni. Mig langar að kveðja
elsku afa með örfáum orðum, en
margs er að minnast frá okkar flöl-
mörgu samverastundum.
Ég íór fyrst til afa og ömmu í
sveitardvöl þegar ég var flögurra
ára, eftir það á hveiju sumri til
fimmtán ára aldurs. Þessi sumar-
dvöl í sveitinni hjá afa og ömmu í
Enni gaf mér það besta í lífi mínu
sem bami og unglingi og lifí ég
ennþá á því í dag.
Þegar ég var unglingur i skóla
og líða fór að vori fór hugurinn að
reika norður í Skagafjörð til afa
og ömmu, strax og prófin voru
búin var stefnan tekin í sveitina.
Þar tóku við þessi venjulegu vor-
verk og var afi alltaf með næg verk-
efni fyrir kaupamanninn sinn eins
og hann kallaði'mig og þótti mér
það mikill heiður að vera kaupam-
aðurinn hans afa.
Þegar líða fór að slætti spáði afi
mikið í sprettuna á túnum og var
ekki alltaf að flýta sér að slá heldur
vildi hann fá sem mest af túnunum.
Á þessum áram voru engar bindi-
vélar eða heyrúlluvélar, heldur var
ýtt í bólstra eins og það var kallað,
síðan voru þeir hlaðnir upp og var
það hlutverk afa að hlaða, oft var
gaman að fylgjast með handbrögð-
um hans, hvað hann var snöggur,
oft reyndi ég að hlaða í bólstra en
með misjöfnum árangri, kom hann
þá og gaf sér tíma til þess til að
kenna mér, svona var afi, þegar
hann sá að ekki var verið að nota
réttu handtökin gaf hann sér tíma
til að segja manni til.
Eftirminnilegast er þegar afi
' sagði eitt sinn: „Jæja Steffi,“ eins
og hann kallaði mig stundum, „nú
er kominn tími til að þú lærir á
Fordinn." Ég átti a_ð fara að læra
á traktorinn hans. Ég gleymi aldei
fyrstu ferðinni sitjandi í fangi afa
og ég hélt sjálfur í stýrið. Ég fékk
ekki að vinna á vélunum fyrr en
hann fann að ég var orðinn öragg-
ur á þeim.
Á hveiju hausti kvaddi ég afa,
ömmu, frænkur mínar og sveitina
með miklum söknuði og tárin í aug-
unum.
Eftir að ég eignaðist mína fjöl-
skyldu höfum við farið á hveiju
sumri í sveitina, farið um sauðburð-
inn á vorin, í sumarfríinu í heyskap
og á haustin og það var einmitt i
síðustu haustferð sem ég átti mína
síðustu samverastund með afa í
svejtinni.
Ég kveð þig nú, elsku afí minn,
eins og ég kvaddi þig á haustin
þegar ég var hjá þér í sveit.
Elsku amma, við vitum að afí
og Ingunn litla dóttir ykkar era nú
saman í eilífðinni og þar líður hon-
um vel. Guð veri með þér og veiti
þér styrk.
Stefán Ingi Óskarsson.
Hann afí minn, Bergfinnur Krist-
ján Benedikt Einarsson, er látinn.
Hann dó á gjörgæsludeild Landspít-
alans, þar sem síðasta minning mín
um hann mun lifa að eilífu. Þegar
ég kom inn á spítalann með móður
minni, var ég ekki viss hvort ég
vildi fara og sjá hann, mér fannst
helst til óhugnanlegt að hugsa mér
þennan sterka, hrausta eilífðarafa
minn vera tengdan í tæki. Kjarkur
kom í mig þegar ég gekk inn á
gjörgæsluna og gekk í átt að rúmi
afa míns. Og þarna lá hann alveg
eins og ég hafði ímyndað mér.
Móðir mín talaði smávegis við hann
og hann hlustaði bara, hún minntist
svo á að litla kaupakonan hans
væri komin í heimsókn. Þá var eins
og hann væri svo ánægður að hann
safnaði saman allri sinni orku, lyfti
sér aðeins upp, brosti til mín og
rétti mér hönd sína. Ég hugsa að
þetta smáa augnablik með honum
sé það dýrmætasta í mínu hjarta,
að sjá hann afa minn í sveitinni
eyða allri sinni orku þennan dag í
mig, hann hefur kannski vitað að
ekki væri langt eftir og viljað kveðja
mig brosandi.
Nú er hann kominn úr vélunum
og til litlu dóttur sinnar í eilífðina.
Ég veit að honum líður vel þar, og
að hann mun hugsa jafnvel um
hestana sína þar og hann gerði á
meðal okkar.
Ég vil þakka Guði fyrir að gefa
mér það að fá að eyða mínum barn-
dómi að mestu leyti hjá afa og
ömmu í sveitinni fyrir norðan.
Elsku amma mín, ég bið góðan
Guð um að styrkja þig í þessari
miklu sorg, hugur minn er allur hjá
þér. Móðir mín biður fyrir kveðju
og þakkar föður sínum fyrir allt sem
hann gaf henni í lífinu.
Kveðja,
Ingunn Margrét.
Mig langar með fáum orðum að
minnast afa míns, Kristjáns Einars-
sonar eða afa, í sveitinni eins og
við kölluðum hann ávallt. Ég á
margar góðar minningar frá því að
ég var lítil stúlka og fór að fara í
sveitina á sumrin, ég á erfitt með
að koma þeim öllum á blað, en
geymi þær í huga mínum. En það
segir meira en mörg orð að alltaf
fór ég full tilhlökkunar í sveitina á
hveiju vori og kvaddi með miklum
söknuði á haustin. Afí var maður
sem lét verkin tala, alltaf var hann
að frá morgni til kvölds. Hross vora
ofarlega í huga afa. En það var
einmitt nú í haust sem ég og fjöl-
skylda mín fóram norður í Enni til
að taka þátt í hrossaréttum (Lauf-
skálarétt) að við afi hittumst síð-
ast, ekki óraði mig fyrir því að þetta
væri í hinsta sinn sem ég sæi elsku
afa minn, innan um hrossin sín sem
hann var svo afskaplega stoltur af.
Minning þín verður ávallt ljós í
lífí okkar.
Knýið á, - þá opnar sig
ástríkt Drottins föðurhjarta
og við dauðans dimma stig
dýrðarinnar höllum bjarta.
í Guðs náðar arma flýið
upp mun lokið, þá þér knýið.
(V. Briem.)
Elsku amma, megi góður Guð
styrkja þig og okkur öll í þeim mikla
missi sem við höfum orðið fyrir.
Laufhildur Harpa, Stefán,
Sandra og Stefania Ýr.
Ég vil með örfáum orðum kveðja
góðan vin minn Kristján Einarsson,
bónda í Enni, en hann lést í Land-
spítalanum í Reykjavík 18. október
síðastliðin.
Sem barn og unglingur var ég
mörg sumur í sveit hjá Kristjáni
og þar lærði ég það sem er undir-
staða lífsins, það er að vinna og
er ég honum ætíð þakklát fyrir
það. Það var oft líf og fjör í Enni í
þá daga og það var alltaf tilhlökk-
unarefni að fara norður á vorin og
komast í fjósið, þó ég væri orðin
leið á beljum og þætti þær leiðinleg-
ar á haustin. Það var nú bara af
því að ég er ekki mikil búkona í
mér, en ekki af því að það væri
ekki gott að vera í Enni hjá Krist-
jáni Qg Laufeyju, þau voru mér allt-
af eins og bestu foreldrar. Hjá
Kristjáni vora engin stelpustörf og
strákastörf, allir voru jafnir. Ég
fékk að vinna öll störf bæði létt og
erfíð, nema það sem var unnið á
dráttarvélum. Hann lét ekki böm
og unglinga, sem hann bar ábyrgð
á, vera á vinnuvélum og bar ég
mikla virðingu fyrir þessu viðhorfi
hans, þegar ég fór að eldast og
skilja af hveiju.
Kæri Stjáni, þessar línur era
skrifaðar til að þakka þér fyrir öll
gömlu góðu árin og óska þér góðr-
ar heimkomu á nýja staðinn, þar
sem ég veit að Ingunn dóttir þín
tekur sæl á móti þér.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljðta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Laufey mín, um leið og
votta þér mína dýpstu samúð vil
ég nota orð Kahlil Gibran: „Þegar
þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aft-
ur hug þinn og þú munt sjá að þú
grætur yfir því sem var gleði þín.“
Ég og fyölskylda mín sendum
öllum aðstandendum Kristjáns Ein-
arssonar innilegar samúðarkveðjur.
Maria Gréta Ólafsdóttir.
Kristján Einarsson bóndi að Enni
í Viðvíkursveit er látinn eftir stutta
legu;
Fjölskyldan í Enni lét okkur vita
lát hans þann sama dag. Fregnin
vakti með okkur hryggð og söknuð.
Allir höfðu bundið vonir við að hann
næði sér fljótt eftir áfall sem hann
varð fyrir nokkram dögum áður.
Kynni okkar og Kristjáns hófust
fyrst að ráði sumarið 1975 er við
föluðum af honum góðhestinn Stíg,
sem við höfðum haft fregnir af.
Farið var í heimsókn að Enni og
kaupin gerð. Það var gott að eiga
viðskipti við Kristján, hann vakti
traust okkar og allt er hann sagði,
stóð eins og stafur á bók. Þessi
kaup vora mikið gæfuspor því Stíg-
ur reyndist afburða vel og veitti
okkur margar unaðsstundir.
Það var gott að koma að Enni,
allt viðmót og heimilisbragur ein- •
kenndist af hlýju og gestrisni.
Heimsóknir að Enni urðu að föstum
Jið í tilvera okkar og þá var gjaman
stóðið skoðað með Kristjáni, farið
út í hagann og spáð í unghrossin.
Þetta voru ánægjustundir, þama
var Kristján kóngur í ríki sínu, svip-
urinn glaður og stoltur. Hann
þekkti hveija hæð, hvem hól í land-
areigninni og veitti svör um hrossin
sín ætt þeirra og aldur. Athygli
vakti hve vænt honum þótti um
hrossin og hann vildi að þau lentu
hjá þeim sem önnuðust vel um þau.
Þetta voru einstaklingar sem hann
lét sér annt um. Mörg hross frá
Enni voru seld hingað suður og kom
Krislján stundum í heimsóknir og
leit þá gjaman í þau hesthús er
geymdu hesta frá honum. Það
gladdi hann að vita af þeim í góðum
höndum.
Kristján og eiginkona hans,
Laufey Magnúsdóttir, hófu búskap
að Enni 1948 og hafa búið þar far-
sælu búi í hartnær hálfa öld. Síðari
árin í samvinnu við dóttur sína
Eindísi og mann hennar Harald
Jóhannsson.
Þau hafa endurbyggt öll hús á
jörðinni og ræktað upp mikil tún. ‘
Oft mun vinnudagurinn hafa verið
langur og strangur, en trúin á land-
ið gaf þeim kjark og kraft.
Gildur þáttur í búi þeirra hefur
verið hrossarækt og sá þáttur hefur
aukist eftir því sem árin liðu. Frá
Enni komu og mörg glæsihross.
Kristján hafði næmt auga fyrir
ræktun góðhesta og metnað til að
ná árangri.
Gestkvæmt var jafnan á heimili
þeirra og allir fengu höfðinglegar
móttökur. Margir komu að skoða
hross, fjölskyldan var stór og vinim-
ir margir. Það hefur því oft reynt
mikið á húsfreyjuna á heimilinu en
hjónin vora samtaka í gestrisni sinni.
og höfðingsskap öllum.
Með Kristjáni Einarssyni er til
moldar genginn eftirminnilegur
drengskaparmaður. Hann var einn
þeirra manna sem okkur hefur þótt
vænt um frá fyrstu kynnum og nú
þegar þessi mæti drengur er allur
þessa heims og hefur hlotið hvfld
eftir að ýmsu leyti strangan dag,
þökkum við honum af hjarta trygga
og góða vináttu og biðjum honum
guðsblessunar á nýjum vegum lífs
og ljósa.
Við sendum eiginkonu hans
Laufeyju, heimilisfólkinu í Enni og
öðrum ástvinum hans okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Sigríður og Sigurður.
GÆÐAFlÍS4RÁGÓÐljVE3ffií
í; tIÍYUV
i 1S- m Uwm %
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
sími 567 4844
AAESSING BLÓMAPOTTAR,
SKÁLAR, SKRAUTVARA.
EM
JL-húsinu.
Opið: Virka daga kl. 13-18,
laugardaga kl. 10-16.