Morgunblaðið - 28.10.1995, Page 40
- -*40 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Eiginmaður minn,
GUÐJÓN EMILSSON,
Skólabraut 5,
Seltjarnarnesi,
andaðist hinn 27. október.
Jarðarförin auglýst síðar.
Dagrún Gunnarsdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
hallgrImur pétursson,
Jökulgrunni 6,
Reykjavík,
lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík, 26. október.
Ásta Vilhjálmsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
STEINUNN ÞORA
MAGNÚSDÓTTIR
+ Steinunn Þóra
Magnúsdóttir
fæddist á Selfossi
31. desember 1980.
Hún lést af slysför-
um í Vestmannaeyj-
un 1. október síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Sonja
Guðmundsdóttir og
Magnús Gissurar-
son. Þau slitu sam-
vistir. Sonja, sem
hefur undanfarin ár
verið búsett á Sel-
fossi, er dóttir hjón-
anna Guðmundar
Guðleifssonar, fyrrverandi
bónda á Langsstöðum í Flóa,
og eiginkonu hans, Hildegard
Guðleifsson er lést 18. ágúst
1988. Magnús Gissurarson er
búsettur í Ástralíu. Sambýlis-
kona hans er Jane.
Foreldrar Magnús-
ar eru Guðrún
Brynjólfsdóttir og
Gissur Þorsteins-
son, fyrrverandi
bóndi í Akurey í
Austur-Landeyjum.
Hann er látinn.
Bróðir Steinunnar
er Guðmundur, f.
7.8. 1975. Einnig á
Steinunn litla systur
samfeðra, Júlíu
Gladys, sem er 5
ára, og tvær stjúp-
systur, sem heita
Helena og Asa Jane. Steinunn
Þóra stundaði nám í 10. bekk
Sólvallaskóla á Selfossi.
Utför Steinunnar Þóru fer fram
frá Selfosskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
FANNEY LIUA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Ljósheimum 9,
andaðist á hjartadeild Landspítalans
15. október.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Anna F. Reinhardsdóttir, Hafsteinn Oddsson,
Guðmundur V. Reinhardsson, Betty Ingadóttir,
Auður Reinhardsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
AÐALHEIÐUR KLEMENSDÓTTIR,
Holtsgötu 31,
andaöist á Hvítabandinu 26. október.
Jarðarförin auglýst síðar.
Klemens Guðmundsson, Astri Guðmundsson,
Aðalheiður Guðmundsdóttir, Jón Helgason,
Hrefna Guðmundsdóttir, Óli Már Guðmundsson,
Kristján Guðmundsson, Elsa Baldursdóttir,
Margrét Guðmundsdóttir, Goffrey Brabin,
barnabörn og barnabarnabörn.
Dáinn, horfinn, harmafrep.
Hvílíkt orð mig dynur yfir.
En ég veit að látinn lifir.
Það er huggun harmi gegn.
(Jónas Hallgrimsson)
Litir náttúrunnar skarta sínu feg-
ursta, laufin eru farin að falla af
tijánum eftir yndislegt sumar með
birtu og yl. Við vissum að vetur
konungur var að ganga í garð en
það haustaði skyndilega í hjörtum
okkar þegar við fréttum að Stein-
unnar væri saknað þar sem hún var
á ferðalagi í Vestmannaeyjum með
vinkonum sínum.
Við báðum guð að gefa okkur að
hún fyndist. Eftir þijár langar vikur
vorum við bænheyrð. En lífsklukka
Steinunnar okkar var stöðvuð og
kallið var komið. Enginn ræður sín-
um næturstað.
Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér,
- hvert andartak er tafðir þú hjá mér
hver sólskinsstund og sæludraumur hér,
minn sáttmáli við guð um þúsund ár.
Hvað jafnast á við andardráttinn þinn?
Hve öll sú gleði er fyr naut hugur minn
er orðin hljómlaus utangátta og tóm
hjá undrinu að heyra þennan róm,
hjá undri því, að líta lítinn fót
í litlum skóm, og vita að heimsins gijót
svo hart og sárt er honum fjarri enn,
og heimsins ráð sem brugga vondir menn,
já vita eitthvað anda hér á jörð
er ofar standi minni þakkargjörð
í stundareilifð eina sumamótt.
0 alheimsljós, ó mynd sem hverfur skjótt.
(Halldór Laxness.)
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
< STEINEYJAR KETILSDÓTTUR (Sínu),
Eiðistorgi 3,
Seltjarnarnesi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 2B Landakotsspít-
ala og 7A Borgarspítala.
Örn Þór Halldórsson, Hafþór Snorrason,
Anna Margrét Halldórsdóttir, Ragnar Birgisson,
Valdis og Halldór Örn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og jarðarför móður
minnar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
JÓNU V. GUÐJÓNSDÓTTUR,
áður á Grettisgötu 48B,
Reykjavík,
Ólafur G. Karlsson, Guðrún Anna Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lífshlaup 14 ára stúlku er ekki
langt. Minningarnar eru bjartar um
litla broshýra stúlku, sem vék sjald-
an langt frá mömmu sinni, því
mæðgurnar voru mjög nánar. Hug-
urinn reikar aftur í tímann. Það var
á gamlárskvöldið 1980 að við kom-
um saman á Lyngheiðinni hjá afa
og ömmu til að fagna nýju ári. Börn-
in að kveikja á stjörnuljósum með
glampa í augum, þegar lítilli stúlku
lá á að koma í heiminn og Steinunn
Þóra fæddist rétt fyrir miðnætti!
Skærasta ljós kvöldsins var tendrað
og Gummi var orðinn stóri bróðir.
Við Sonja að spjalla saman í eldhú-
skróknum, krakkarnir að leik í
kringfum okkur, þá sat Steinunn oft
við hlið okkar við eldhúsborðið að
leika sér með tölur og reikning - í
búðarleik. Við vorum stundum að
grínast með það að þegar önnur
börn lærðu bókstafi lærði Steinunn
tölustafi og var mjög athugul á hvað
hlutimir kostuðu, og mikil var hag-
sýnin hjá þeirri stuttu!!
Það var stolt, falleg stúlka, sem
fyrir rúmu ári fór með fermingar-
heitið sitt í Selfosskirkju. Við dáð-
umst að henni, augun geisluðu og
alltaf var stutt í smitandi hláturinn.
Litla stelpan var að breytast i unga
fallega konu. Það var bjart lífíð
framundan og verkefnin mörg og
alltaf líf og fjör í kringum hana.
Steinunn var vinmörg, hafði sérstak-
lega yndi af tónlist og hafði stundað
karateíþróttina í tvö ár.
Guðmundur bróðir hennar var
stóltur af systur sinni og voru þau
mjög nátengd og hafði hann alla tíð
haft hana undir vemdarvæng. Faðir
Steinunnar hefur síðastliðin ár búið
með fjölskyldu sinni í Ástralíu og
þrátt fyrir fjarlægð var mjög kært
á milli. Fyrir ári kom Magnús til
íslands með litlu Júlíu Gladys og var
gaman að sjá kærleikinn á milli stóra
bróður og systranna tveggja. í sum-
ar fóru Sonja og Steinunn ásamt
góðum vinum í sumarfrí til Hol-
lands, var það yndisleg ferð og ylja
þær minningar enn.
í þessu sambandi koma okkur í
hug orð Sonju um að það væri und-
arleg þessi tilvera, við fengjum börn-
in okkar lánuð aðeins stutta stund.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem.)
Lífssaga elsku Steinunnar okkar
byijaði fyrir tæplega 50 árum með
yndislegri ástarsögu. Ung stúlka í
Travemúnde í Þýskalandi tók þá
ákvörðun, eftir hörmungar stríðsins,
að breyta til og flytja til íslands.
Þetta var auðvitað amma Hilde.
Þetta var kjarkmikil ákvörðun, að
fara sjóleiðina með íslensku skipi til
ókunnugs lands með framandi
tungu. Hún réð sig í vinnu til ungs
bónda, Guðmundar á Langsstöðum
í Flóa. Þau felldu hugi saman og
giftu sig. Börn þeirra eru þijú, Sig-
urður, Ingibjörg og Sonja. Barna-
börnin eru níu. Var hjónabandið afar
farsælt og heimili þeirra gott heim
að sækja, enda gestrisnin og hlýjan
í hávegum höfð.
Þær voru margar ferðirnar sem
farnar voru austur að Langsstöðum
á þessum árum og auðvitað var vin-
sælast að vera nokkra daga. Höfum
við mæðgur í ríkum mæli notið þeirr-
ar tryggðar og vináttu alla tíð. Það
er ekki ofmælt að segja að vináttu-
bönd okkar hafi varað í þrjá ættliði.
Er við hugsum til baka voru aðals-
merki Steinunnar glaðværðin, fasið
og öll framkoma svo jákvæð, ákaf-
lega lík afa og ömmunum í báðar
ættir. Hún var vinur vina sinna þó
ung væri - og átti ekki langt að
sækja það.
í bljúgri bæn og þökk til þín
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.
Um leið og við kveðjum Steinunni
viljum við, fyrir hönd fjölskyldu
hennar, bera fram alúðarþakkir öll-
um þeim sem lögðu nótt við dag við
leitina að stúlkunni þeirra. Einnig
viljum við undirritaðar færa vinkon-
um Sonju svo og öllum þeim, sem
hafa veitt stuðning og hjálp, þakkir
okkar. Guð blessi ykkur öll.
Elsku Sonja, Maggi og Gummi,
nú er sólargeislinn ykkar horfinn til
fyrirheitna landsins. Við trúum því
að amma hafi tekið á móti litlu stúlk-
unni sinni og gæti hennar nú.
Með þá trú biðjum við góðan Guð
að styrkja ykkur, ömmu á Hvols-
velli, afa á Lyngheiðinni, sem og
aðra ættingja og vini.
Veri litla vinkona okkar kært
kvödd, Guði á hendur falin. Hafi
Steinunn þökk fyrir allt og allt.
Það mæla mæðgur,
Sigrún Óla og Jónína Björns-
dóttir og fjölskyldur.
Hví var þessi beður búinn,
barnið kæra, þér svo skjótt?
Svar af himni heyrir trúin
hljóma gegnum dauðans nótt.
Það er kveðjan: „Kom til mín!“
Kristur tók þig heim til sín.
Þú ert blessuð hans í höndum,
hólpin sál með ljóssins öndum.
(B. Halld.)
Þegar ég kveð þig, kæra vina,
koma í huga minn minningar frá
liðinni tíð, þegar þú varst svo lítil
og hjálparvana og treystir á mömmu
og pabba og Gumma bróður þinn.
Minningar þegar þú byijaðir að
skríða og fórst að skoða heiminn sem
var svo ógnar stór, þann heim sem
átti eftir að verða þér bæði ljúfur
og erfiður.
Eða þegar þú fórst fyrst í skólann
og allt var svo undurgott og
skemmtilegt. Svo liðu árin hvert af
öðru, þú stækkaðir og eignaðist leik-
félaga og vini. Það leið að ferming-
unni þinni og mikið varstu fín á
fermingardaginn, sem var án efa
stærsti dagurinn í lífí þínu. Þessi
dagur var og verður einnig stór í
huga mömmu þinnar og Gumma,
sem var svo stoltur af þér. Ég minn-
ist einnig utanlandsferðarinnar sem
þú fórst í með mömmu þinni og vin-
um ykkar í sumar sem leið, þú varst
sæl og ánægð og hafðir frá mörgu
skemmtilegu að segja. Þá naustu
þín virkilega vel og þú ætlaðir að
gera svo margt þegar þú yrðir stærri
og ætlaðir án efa að fara fleiri ferðir.
Elsku vina, hafðu þökk fyrir það
sem þú varst mér, alveg frá fæðingu
til þeirrar stundar er ég kveð þig.
Eg mun minnast þín í allri framtíð
og mun ylja mér við góðar minning-
ar um þig.
Sonja mín, Maggi, Gummi, Guð-
mundur og Guðrún, það er erfítt að
sjá á eftir barni, systur og barna-
barni, en ég veit-að Guð almáttugur
veitir ykkur og okkur hinum sem
sjáum á eftir henni Steinunni okkar
styrk til að ganga í gegnum þessa
raun.
Nú ertu leidd, mín ljúfa,
lystigarð Drottins í,
þar áttu hvfld að hafa
hörmunga’ og rauna frí,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.
Dóttir, í dýrðar hendi
Drottins, mín, sofðu vært,
hann, sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo kært.
Þú iifðir góðum Guði,
í Guði sofnaðir þú,
í eilífum andarfriði
ætíð sæl lifðu nú.
(H. Pétursson.)
Guðbjörg Ólafsdóttir.
Okkur setur hljóð og við finnum
til vanmáttar við slysfarir og þá
ekki síst við fráfall ungs fólks. Það
voru dapurlegar stundir í Sólvalla-
skóla á Selfossi er fregnir bárust
af því í byijun þessa mánaðar að
eins nemenda 10. bekkjar, Steinunn-
ar Þóru Magnúsdóttur, væri saknað.
Allir voru harmi slegnir þó að þeim
sem næst henni stóðu væri sorgin
sárust. Hinn fjölmenni hópur leitar-
manna í Eyjum á miklar þakkir
skildar.
Að frumkvæði nemenda og fyrir