Morgunblaðið - 28.10.1995, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 41
góðfúslegan atbeina starfandi sókn-
arprests, sr. Kristins Ágústs Frið-
finnssonar, var komið saman til
bænastundar í Selfosskirkju af þessu
tilefni. Ungmennin nær fylltu kirkj-
una og þessi stund mun eflaust seint
þeim úr minni líða er þar voru.
Steinunn Þóra Magnúsdóttir hafði
verið nemandi í Sólvallaskóla frá
haustinu 1991 er bekkurinn hennar
- þá 6. bekkur - fluttist úr Sandvíkur-
skóla, hinum grunnskólanum hér á
Selfossi. Þau héldu flest hópinn
næstu fjóra vetur en það höfðu þau
raunar gert frá upphafi skólagöngu
sinnar. Þess vegna mynduðust meðal
þeirra sterk vináttutengsl og þar var
Steinunn Þóra engin undantekning.
Enda var hún afar þægileg í allri
umgengni, jákvæð og samvinnufús
og því mjög vinsæl í félagahópi. Hún
stundaði nám sitt af kostgæfni, var
afar samviskusöm og fylgin sér í
hveiju því sem hún tók sér fyrir
hendur.
í Sólvallaskóla hefur myndast sú
hefð að nokkrir nemendur úr 10.
bekk sjá að verulegu leyti um af-
greiðslu í matsal skólans. Það kom
eins og af sjálfu sér að Steinunn
Þóra fyllti þann hóp við skólabyrjun
í haust. í þeim störfum stóð hún sig
með sömu prýði og í öðru.
Við svo sviplegt fráfall ungmenn-
is í blóma aldurs verður manni orðs
vant. Minningin er hins vegar sú
huggun, sem helst mun sefa sorg
þeirra, er sárast eiga um að binda.
Og minning Steinunnar Þóru er björt
eins og brosið, sem öðru fremur ein-
kenndi dagfar hennar.
Fyrir hönd Sólvallaskóla sendi ég
ástvinum hennar dýpstu samúð-
arkveðjur og bið minningu Steinunn-
ar Þóru Magnúsdóttur blessunar
Guðs.
Óli Þ. Guðbjartsson.
Á kveðjustund er gott að hugsa
til þeirra stunda sem við áttum með
Steinunni Þóru Magnúsdóttur, bæði
í skólanum og utan hans. En það
er líka sárt að þurfa að upplifa það
að fá ekki að sjá hana aftur og eiga
samvistir við góðan og glaðværan
ungling sem með tilhlökkun og eftir-
væntingu tekst á við lífið.
Nú þegar stóllinn hennar er auður
í skólastofunni streyma að minning-
amar sem við eigum um hana. Hún
var einlægur og ljúfur unglingur sem
gott var að tala við og umgangast.
Hún tók við þeim verkefnum sem
henni vom fengin og leysti þau eftir
bestu getu án þess að hafa um það
mörg orð. Það var alltaf stutt í bros-
ið og glaðværðina og hún var til í
að hressa upp á tilveruna með því
að bregða á leik með vinum og skóla-
félögum eins og heilbrigðum ungl-
ingum er lagið.
Það sem við eigum nú er minning-
in sem glitrar eins og perla og dreg-
ur fram í huga okkar dýrmæt augna-
blik sem við hvert og eitt eigum um
kynni okkar af Steinunni Þóm í leik
og starfí. Þessar minningar geta
gefið okkur styrk til að halda áfram.
Þær eru okkur dýrmætt veganesti
inn í framtíðina.
Skólinn okkar er fátækari eftir
brotthvarf Steinunnar Þóm óg sjálf
emm við hnípin en lífið heldur áfram
og okkur verður ljóst hversu þýðing-
armikill hver einstaklingur er í samfé-
laginu og hversu mikils virði það er
að vera vinur og eiga vini.
Steinunn Þóra var nemandi í 10.
bekk SJ í Sólvallaskóla. Við öll í
bekknum, umsjónarkennari og
bekkjarfélagar, þökkum góðar sam-
verustundir með henni og sendum
aðstandendum innilegar samúðar-
kveðjur. Við erum þess fullviss að
eiginleikar Steinunnar færa henni
velgengni þar sem hún nú er. Við
eigum saman minningu um góða
stúlku, vin og skólafélaga sem er
sárt saknað. Við geymum hana í
hjarta okkar og leyfum henni að
blómstra þar.
Sigurður Jónsson
umsjónarkennari og
bekkjarfélagar í 10. bekk SJ.
Orð fá ekki lýst þeirri miklu sorg
sem við, sem þekktum Steinunni,
upplifum nú. Maður spyr sig, af
hverju? Af hveiju tekur guð frá okk-
ur svo mikið af ungu fólki? Steinunn
var ekki orðin 15 ára og átti allt
lífið framundan. Hún var búin að
ákveða að fara til Ástralíu eftir
grunnskóla og dveljast þar hjá pabba
sínum um tíma, svo ætlaði hún að
koma aftur heim og setjast á skóla-
bekk.
Kynni okkar Steinunnar hófust
við fæðingu hennar, en ég er sex
mánuðum eldri. Hún bjó í húsi núm-
er 17 en ég á númer 16. Við urðum
strax bestu vinkonur. Við lékum
okkur saman á hveijum degi, ásamt
Gumma Þór, bróður mínum, Magný,
sem bjó á númer 15, Boggu á núm-
er 11 og fleiri krökkum. Það var
margt sem við gerðum saman og
allar þessar minningar sem áður
voru bara eitthvað sem gerðist í
gamla daga eru nú með því dýrmæt-
asta sem ég á. Okkur Steinunni
fannst alltaf jafn gaman að riija
upp liðna tíð og gerðum við það
all- oft.
Mér eru minnisstæð mörg atvik,
eins og t.d. um ein jólin þegar við
lékum okkur við báðar kisurnar
hennar inni í stofu hjá henni, það
endaði með ósköpum því að kisurnar
flugu „óvart" á jólatréð og það valt
um koll! Við Steinunn höfðum gam-
an af því að klæða okkur eins eða
a.m.k. líkt. Við áttum báðar gular
smekkbuxur sem voru alveg eins og
oft þegar við vorum að leika okkur
saman fórum við í þær til þess að
vera eins. Einnig man ég eftir því
að við höfðum einstaklega gaman
af því að „skíra“ dúkkurnar okkar.
Þá buðum við nokkrum vinkonum
að vera við „skírnina". Önnur okkar
var presturinn og hin hélt á „barn-
inu“ undir „skírn“, á eftir var svo
boðið upp á nammi. Við Steinunn
og Gummi Þór, bróðir minn, sem lék
sér oft með okkur, vorum svo æst
í að leika okkur saman að við vorum
hlaupin hvert til annars um leið og
við vöknuðum og oftar en einu sinni
án þess að klæða okkur fyrst.
Sérstaklega er mér minnisstætt
eitt atvik þegar Maggi, pabbi Stein-
unnar, var með bátinn sinn heima í
innkeyrslunni. Við Gummi Þór hlup-
um út um leið og við vöknuðum, á
náttfötunum, og saman lékum við
okkur öll þijú ásamt Boggu, Magný
og fleirum í bátaleik.
Þegar foreldrar hennar skildu vor-
um við 6 ára. Hún bjó þá ásamt
mömmu sinni og Gumma bróður sín-
um áfram í Miðenginu í tvö ár, en
svo fluttu þau í blokkina á Fossheið-
inni þegar við vorum 8 ára. Þá hitt-
umst við ekki eins oft og áður fyrir
utan skólann. Okkur fannst þá svo
langt á milli. En við héldum áfram
að vera góðar vinkonur og vorum
oft saman. Þegar við vorum 11 ára
vorum við Steinunn og Ester Hafdís
bestu vinkonur og alltaf saman. Það
var á þeim árunum sem við byrjuðum
að hlusta á tónlist, við vorum miklir
aðdáendur Queen og hlustuðum allt-
af á þá hljómsveit þegar við vorum
saman.
Þegar við fórum upp í gaggó vor-
um við vinkonurnar orðnar fimm,
tvær höfðu bæst í hópinn, þær Ragn-
heiður og Ester Ýr. Þannig vorum
við alltaf 5 saman þangað til í vor,
þá vorum við allar aðeins farnar að
vera með öðrum stelpum. En alltaf
þegar við vorum að fara eitthvað, á
böll eða annað, þá fórum við allar
fimm saman. í fyrrasumar (94) fór-
um við fjórar úr hópnum ásamt
tveim öðrum í Galtalæk um verslun-
armannahelgina. Það var rosalega
gaman að fara svona allar saman
og eigum við margar skemmtilegar
minningar úr þeirri ferð. Steinunn
var ein af þeim manneskjum sem
aldrei geta verið kyrrar, hún vildi
alltaf vera að gera eitthvað, spila,
horfa á videó, fara eitthvað út, eða
bara spjalla
Steinunn var ekki mikil einveru-
manneskja, það var alltaf einhver
hjá henni og hún átti nóg af vinkon-
um til að hafa hjá sér. Sumarið í
sumar var mjög annasamt hjá henni.
Hún vann í unglingavinnunni hálft
sumarið, og fór svo til Hollands með
mömmu sinni í júlí-ágúst. I Hol-
landi skemmti hún sér vel og upp-
lifði margt nýtt og skemmtilegt, á
þessum þrem vikum sem hún var
þar. Hún eignaðist marga nýja vini
sem hún hafði svo gaman af að segja
okkur frá og sýna myndir af þegar
hún kom heim.
Við höfðum alltaf verið saman í
bekk, en nú í vetur var bekkjunum
skipt upp og við vorum ekki lengur
saman. Steinunn vann í mötuneytinu
í skólanum, stundum var hún að
vinna í frímínútunum og stundum í
hádeginu svo að ég hitti hana sjald-
an í skólanum. Tíminn sem hún fékk
í þessu lífi var alltof stuttur, við
—áttum eftir að gera svo margt sam-
an, tala saman um svo margt, en
guð vildi fá hana til sín, af hveiju
vitum við ekki því getum við aðeins
velt fyrir okkur.
Við sem fengum tækifæri til þess
að kynnast Steinunni, munum hana
ávallt sem góða, glaða og hamingju-
sama manneskju í hjarta okkar.
Betri og skemmtilegri vinkonu var
varla hægt að finna. Elsku Steinunn
mín, ég þakka þér af öllu mínu hjarta
og sál fyrir að fá að kynnast þér
og taka þátt í lífi þínu. í dag kveðj-
um við iíkama þinn en þú lifir áfram
í hjörtum okkar. Takk fyrir allt sem
þú gerðir fyrir mig, ég sakna þín
rosalega mikið, og vona að við hitt-
umst síðar.
Elsku Sonja mín, Maggi og
Gummi. Megi góður guð styrkja
ykkur og leiðbeina í gegnum þessa
miklu sorg.
Sandra.
Okkur langar í fáeinum orðum
að minnast vinkonu okkar og skóla-
systur, Steinunnar Þóru Magnús-
dóttur, sem lést af slysförum.
Þegar við heyrðum að hún Stein-
unn okkar væri týnd þá varð allt
svo óraunverulegt, við gerðum okk-
ur ekki grein fyrir því hvað hafði
gerst. Því lengur sem tíminn leið
því raunverulegra varð það, en þó
ekki. Við trúðum því að við ættum
eftir að sjá hana koma brosandi á
móti okkur á skólagöngunum. Eftir
hvarf hennar myndaðist stórt skarð
sem aldrei verður fyllt upp í. Hún
verður alltaf í huga okkar og gleym-
ist aldrei því minningarnar um allt
það yndislega sem við gerðum sam-
an lifa og munu lifa. Við biðjutn
góðan guð að láta þig vita hversu
mikils virði þú varst okkur og verð-
ur áfram. Við munum eiga margar
góðar minningar að ylja okkur við
um ókomna tíð. Þeir sem guðirnir
elska deyja ungir.
Sonja, Magnús og Guðmundur,
við vottum ykkur okkar dýpstu sam-
úð. Megi ykkur veitast nægur styrk-
ur til að sigrast á sorginni.
Blessuð sé minning elskulegrar
vinkonu.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ester Hafdís og Ester Ýr.
Okkar heittelskaða vinkona er
látin. Steinunn var hress, lífsglöð
og hláturmild ung stúlka. Hún átti
mikla framtíð fyrir sér en því mið-
ur fékk hún ekki að uppfylla allar
sínar framtíðaráætlanir sem hún
var búin að ákveða. Orð fá því
ekki lýst hve mikið við söknum
hennar.
Nú ertu leidd, mín ljúfa,
lystigarð Drottins í,
þar áttu hvíld að hafa
hörmunga’ og rauna fri,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.
Dóttir, í dýrðar hendi
Drottins, mín, sofðu vært,
hann, sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo kært.
Þú lifðir góðum Guði,
í Guði sofnaðir þú,
í eilífum andarfriði
ætíð sæl lifðu nú.
(H. Pétursson.)
Kveðja.
Nína Björg, Magný Rós
og Helga Skúladóttir.
• Fleiri minningargreinar um
Steinunni Þóru Magnúsdóttur
bíða birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
JAKOB
ÞORVARÐARSON
+ Jakob Þorvarð-
arson fæddist á
Dalshöfða í Fljóts-
hverfi, V.-Skaft.
15. desember 1913.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Suðurlands 19.
október síðastlið-
inn.
Foreldrar hans
voru Pálína Stef-
ánsdóttir og Þor-
varður Kristófers-
son. Jakob var
næst elstur sex
systkina sem eru:
Stefán, f. 15.6.
1911, d. í apríl 1991, Rann-
veig, f. 13.2.1916, Páll, f. 16.5.
1918, Ragnhildur, f. 13.2.
1923, og Kristófer, f. 11.7.
1926, d. í janúar 1993.
Jakob ólst upp á Dalshöfa til
16 ára aldurs en þá fór hann
í vinnumennsku á Teygingalæk
í sömu sveit og var þar að
mestu þangað til hann kvæntist
Hver minning er dýrmæt perla
að liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni
af aihug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki
var gjöf, sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum,
er fengu að kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Við systkinin viljum í fáum orð-
um minnast afa okkar sem andað-
ist að kveldi 19. október sl.
Það eru ekki nema tveir mánuð-
ir síðan við systkinin sátum saman
til að skrifa smágrein um Eyju
ömmu okkar sem andaðist 20.
ágúst sl. Á þeirri stundu óraði
okkur ekki fyrir að svo stutt yrði
á milli ykkar.
Á stundu sem þessari er margs
að minnast; þegar við fórum með
ykkur ömmu í sveitinni, beijamó,
í hesthúsið og þegar þú lékst við
okkur í garðinum á Austurvegin-
um.
Þegar við komum yfir Ölfusarár-
brúna með rútunni var alltaf skim-
að eftir bílnum hans afa, hann
brást aldrei og ekki heldur pokinn
í hanskahólfinu né ísinni í frysti-
kistunni.
Það voru ófáar ferðirnar með
ykkur ömmu í sveitina á ykkar
æskustöðvar, þar sem við áttum
8. janúar 1944, Þór-
eyju Magnúsdóttur
frá Orrustustöðum,
f. 13.1.1918, en hún
lést 20. ágúst sl.
Þau hófu búskap á
Hunkubökkum á
Síðu, en 1951 flutt-
ust þau að Lofts-
stöðum í Flóa og
síðan árið 1959 á
Selfoss þar sem
heimili þeirra hefur
verið síðan, fyrst á
Austiirvegi 30, en
sl. fjögur ár á
Grænumörk 1.
Þau eignuðust þrjú börn:
Esther, f. 21.3. 1944, maki
Karl Zóphanníasson. Pála, f.
25.4. 1948, maki Valdimar
Þórðarson, og Magnús, f. 5.8.
1954, maki Ingunn Guðmunds-
dóttir.
Jakob verður jarðsunginn
frá Selfosskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 11.
ógleymanlegar stundir saman. í
hesthúsinu þar sem tveir litlar
pjakkar linntu ekki látum fyrr en
þeir fengu að fara á bak Mósa og
láta þig teyma undir sér.
Minningamar frá Austurvegin-
um eru okkur ofarlega í huga, þar
sem settar voru niður kartöflur á
vorin, bletturinn sleginn á sumrin,
rabbarbarinn sultaður og óþreyju-
full bið eftir nýjum kartöflum á
haustin.
Eftir þvi sem árin liðu urðu sam-
verustundir okkar færri, en ávallt
var okkur tekið með miklum kær-
leik og ástúð og eigum við þér
mikið að þakka.
Við kveðjum þig nú, elsku afi,
og þökkum þér öll góðu árin sem
við áttum með þér, í þeirri trú að
þú hafir hitt Eyju ömmu og þið
hafið það gott þar sem þið emð
núna.
Elsku mamma, Esther og
Maggi, megi algóður Guð styrkja
ykkur á þessari erfiðu stundu.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Skúli, Kristinn, fris Mjöll.
HARALDUR
KRÖYER
+ Haraldur Kröy-
er fæddist í
Svínárnesi í Grýtu-
bakkahreppi í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu
9. júní 1921. Hann
lést í Reykjavík 17.
október síðastlið-
inn og fór útför
hans fram frá
Kópavogskirkju
26. október.
HARALDUR Kröyer
hóf gifturíkan feril í
utanríkisþjónustu ís-
lands á árdögum
hins unga lýðveldis árið 1945, þá
nýkominn frá námi í Bandaríkjun-
um í ensku og alþjóðasamskiptum.
Óhætt er að fullyrða að utanríkis-
þjónustunni var mikill fengur að
fá að njóta starfskrafata hans og
hann varð í senn gifturíkur og
glæsilegur fulltrúi íslands um
margra áratuga skeið, lengstum
erlendis, þar til hann lét af störfum
vegna aldurs árið 1991.
Haraldur var á skólaámm sínum
framúrskarandi námsmaður og
komu hinar góðu gáfur hans sér
vel í hinum fjölmörgu ábyrgðar-
störfum sem honum
vora falin í gegnum
tíðina. Þeir sem með
honum störfuðu nutu
þess vel og tileinkuðu
sér hina framúrskar-
andi kosti hans.
Mér er það iríinnis-
stætt er ég kynntist
Haraldi Kröyer og hef
reyndar oft til þess
hugsað að í honum
sameinaðist flest af
þvi er einn mann gæti
prýtt. Hið hlýlega hæ-
verska viðmót Haralds
er mér ógleymanlegt
og sú stilling er hann bar með sér
er hann sagði mér frá alvarlegum
sjúkdómi sínum var einstök.
Hverjum þeim er kynntist Har-
aldi Kröyer varð ljóst að þar fór
mikill mannkostamaður og góður
drengur.
Starfsfólk utanríkisþjónustunn-
ar minnist látins starfsfélaga og
vinar og vottar eftirlifandi konu
hans, Auði Rútsdóttur, bömum
Haralds og öðmm ástvinum hans
dýpstu samúð við fráfall hans.
Helgi Ágústsson,
ráðuneytissljóri.